24 stundir - 09.02.2008, Page 35

24 stundir - 09.02.2008, Page 35
LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 35ATVINNAstundir Verkfræðingar / tæknifræðingar Verkfræðistofan Fjarhitun, Suðurlandsbraut4, Reykjavík, óskar eftir að ráða starfsmenn í eftirtalin störf: Byggingaverkfræðing eðatæknifræðing til eftirlits með framkvæmdum. Reynsla æskileg. Byggingaverkfræðing eða tæknifræðing í verkefnastjórnun. Reynsla nauðsynleg. Verkfræðing eða tæknifræðing í lagnahönnun. Reynsla æskileg. Byggingarverkfræðing eða tæknifræðing í burðarþolshönnun. Reynsla æskileg. Umsóknir skal senda til Fjarhitunar hf., Suður-landsbraut 4, 108 Reykjavík, eða á netfangið sigthor@fjarhitun.is fyrir 10. febrúar nk. Upplýsingar veita Sigþór Jóhannesson framkvæmdastjóri í síma 5784529 og Oddur Björnsson yfir verk- fræðingur í síma 5784501. Verkfræðistofan Fjarhitun var stofnuð árið 1962 og eru starfsmenn um 60. Fyrirtækið hefur frá upphafi gegnt stóru hlutverki við nýtingu jarð-varma og hefur hannað flestar stærri hitaveitur á Íslandi og átt stóran hlut í hönnun jarðvarma-virkjana. Fyrirtækið vinnur nú að mörgum áhugaverðum verkefnum bæði við hönnun og framkvæmdaeftirlit. Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa. Starfshlutfall er samkomulagsatriði. Sunnuhlíð er heimilislegt hjúkrunarheimili á góðum stað í Kópavogi. Þar búa 69 heimilismenn og að auki eru þar 4 hvíldarinnlagnarpláss.      Dagmar Huld Matthíasdóttir hjúkrunarforstjóri Sími 5604163 eða 5604100 Netfang dagmar@sunnuhlid.is Sjá einnig heimasíðu Sunnuhlíðar www.sunnuhlid.is SIGLINGASTOFNUN Siglingastofnun Íslands er Siglingastofnun Íslands óskar eftir að ráða tvo verkfræðinga eða tæknifræðinga til starfa framsækin þjónustustofnun á skipaeftirlistsviði, annan á tæknideild og hinn á eftirlitsdeild. Á skipaeftirlitssviði sem skapar hagkvæmar starfa 14 manns og er þar m.a. unnið við yfirferð á teikningum vegna nýsmíði og breytingum aðstæður til siglinga og á skipum, hafnarríkiseftirlit og eftirlit með skoðunum á skipum og búnaði þeirra. fiskveiða og vinnur að öryggi á sjó og strand- Starf á tæknideild Menntunar- og hæfniskröfur fyrir bæði störf svæðum. Starfssvið - Háskólapróf í verkfræði eða tæknifræði www.sigling.is - Yfirferð teikninga og annarra tæknilegra - Framhaldsmenntun æskileg gagna vegna nýsmíði, breytinga og inn- - Reynsla í hönnun skipa eða skipaeftirliti flutnings á skipum æskileg - Önnur tilfallandi störf - Þarf að geta unnið sjálfstætt - Nákvæm og skipulög vinnubrögð Starf á eftirlitsdeild - Góð tölvukunnátta Starfssvið - Góð íslensku- og enskukunnátta - Gerð skoðunarhandbóka og tæknilegra - Færni í mannlegum samskiptum verklagsreglna vegna skipaeftirlits - Markaðseftirlit með skipsbúnaði - Svara fyrirspurnum - Önnur tilfallandi störf Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 18. febrúar n.k. Umsóknir merktar “ Verk- eða tæknifræðingur á skipaeftirlits- sviði” ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist til Siglingastofnunar Íslands, Vesturvör 2, 202 Kópavogi eða geir@sigling.is . Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður skipaeftirlitssviðs Geir Þór Geirsson í síma 560 0000. Að sjálfsögðu verður öllum umsóknum svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Verk- eða tæknifræðingar á skipaeftirlitssvið Nafn: Inga María Leifsdóttir Staða: Kynningar- og markaðsstjóri Íslensku óper- unnar Ertu í draumastarfinu? Já, ég held að það sé óhætt að segja það. Starfið mitt er bæði fjölbreytt og skap- andi, en líka krefjandi, sem er mjög gaman. Hvað vildir þú verða þegar þú varst lítil? Ég ætlaði að verða ballerína og æfði í hálfan annan áratug. En örlögin ætluðu mér annað. Er fólk duglegt að koma í óperuna? Já, sérstaklega þegar áhugaverðar sýningar á borð við La traviata eru á fjölunum. Þá selst bara allt upp. Hver er þín uppáhaldsópera? La traviata, ekki spurning, þess vegna er ég afar glöð að við erum að sýna hana núna. 5. Hvaða áhugamál stundar þú fyrir utan vinnutíma? Ég leik mér við frábæru börnin mín í ýmsum leikjum, og svo baka ég súkkulaðikökur. 6.Gerir starfsfólkið eitthvað saman utan vinnu? Já, hér hefur fólk farið í ferðalög og út að borða saman, svo dæmi séu tekin. Og svo skálum við auðvitað alltaf eftir frumsýningar! 7. Sérðu fyrir þér að þú munir sækja um annað starf í framtíðinni? Ég geri nú alveg ráð fyrir því – maður er bara rétt skriðinn inn á fertugsaldurinn. 8.Hverju myndir þú breyta ef þú fengir að stjórna fyrirtækinu í einn dag? Ef ég fengi líka ótakmörkuð fjárráð úr ein- hverjum draumasjóði myndi ég bæta alla að- stöðu hér í húsinu til muna; fyrir starfsfólk, listamenn og gesti. En annars finnst mér stjórnunin ganga prýðilega. Draumastarfið

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.