24 stundir


24 stundir - 09.02.2008, Qupperneq 48

24 stundir - 09.02.2008, Qupperneq 48
48 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir Vín vikunnar Torbreck Juveniles 2006 Aðlaðandi og opið í nefi með kröftugan ilm af svörtum berjum, ferskum kryddjurtum, balsamik, leðri og steinefnum með vott af sætleika. Rúnnað í munni með áberandi skógarberjasultu, hrásykri og tóbakslaufi. Þroskuð og feit tannín fylgja þéttri og tilkomumikilli fyllingu með safaríkum og heit- um endi. Veigamikið rauðvín sem tilvalið er að para með lamba- og nautakjöti, grillmat eða eitt og sér. Tilbúið til neyslu strax en má geyma í 6-7 ár. Húsið var stofnað af David Powell árið 1994 og dregur nafnið af skógi í Skotlandi þar sem David starfaði sem skógarhöggsmaður. Vínræktunin byggist aðallega á sígildum frönskum þrúgum úr Rhône-dalnum. Grenache, Syrah (Shiraz) og Mourvedre (Mat- aro) í rauðu og Viognier, Marsanne og Roussanne í hvítu. Vínviðirnir eru allt að 150 ára gamlir og fer uppskeran fram um miðjan apríl. Þrúgurnar eru gerjaðar sér í fyrri gerjun en blandað saman í þeirri seinni. Þroskun er öll á ryðfríu stáli og þegar vínið er sett á flöskur fyrir lok ársins er það hvorki síað né grugghreinsað. Þrúgur: 60% Grenache, 20% Shiraz & 20% Mourvedre Land: Ástralía Hérað: South Australia-Barossa 2.390 kr. Bjarni Gunnar Kristinsson, yfir- matreiðslumaður á Grillinu, varði nokkrum mánuðum á Michelin- veitingastað í Frakklandi eftir að hann útskrifaðist sem matreiðslu- maður fyrir um áratug. „Þetta var hollur og góður skóli og síðan hef- ur maður svolítið fylgt þessari línu. Grunnurinn er franskur en svo reynir maður að leika sér aðeins með skemmtilegt hráefni og fersk brögð,“ segir Bjarni sem leggur jafnframt mikið upp úr léttleikan- um. „Við viljum ekki vera með þungar smjörsósur sem skilja eftir stein í maga. Við viljum létta mat- inn upp og gera þetta að skemmti- legri upplifun þannig að þú getir farið og dansað eftir fimm rétta máltíð,“ segir hann. Íslenskir kokkar í víking Nýir og ferskir straumar í mat- reiðslu eru ekki lengi að ná til Ís- lands að sögn Bjarna. „Íslenskir kokkar eru mjög duglegir að ferðast og við höfum útskrifað ansi marga kokka á Hótel Sögu sem hafa verið sendir í víking út í heim. Það eru fyrrverandi kokkar af Grillinu að vinna í London, Sví- þjóð og á mörgum fleiri stöðum. Þeir koma oft með uppskriftir í rassvasanum sem við fáum kannski að kíkja í. Ef það kemur einhver tískubylgja er hún voðalega fljót að skila sér. Þá flykkjast allir kokkarnir í flugvél og taka hana út,“ segir Bjarni. Elda fyrir 110 Auk þess að stjórna eldhúsinu á Grillinu hefur Bjarni farið fyrir kokkalandsliðinu sem undirbýr sig nú fyrir Ólympíuleikana í Þýska- landi í október. „Við þurfum að elda fyrir 110 manns á fjórum tím- um og við erum byrjaðir að æfa. Ef það eru einhver fyrirtæki og stofn- anir sem vilja styrkja okkur hafa þau stundum fengið okkur í mötu- neytið hjá sér og við höfum eldað fyrir 110 manns. Það er ekki slæmt að vera með landsliðið í mötuneyt- inu,“ segir Bjarni Gunnar Kristins- son að lokum. Á frönskum grunni Bjarni Gunnar Krist- insson, yfirmatreiðslumaður á Grillinu, byggir á frönskum grunni en leggur jafn- framt áherslu á léttleikann. Bjarni Gunnar Kristinsson undirbýr sig fyrir Ólympíuleika Með landsliðið í mötuneytinu Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumaður byggir á frönskum grunni í mat- argerð en leggur þó jafn- framt áherslu á léttleika. Hann undirbýr sig nú ásamt landsliðinu fyrir Ólympíuleikana í Þýska- landi næsta haust. ➤ Bjarni lærði á Hótel Sögu á ár-unum 1994-1997. ➤ Hann hefur unnið á HótelSögu mestallan sinn starfs- feril og er nú yfirmat- reiðslumaður á Grillinu. ➤ Bjarni hefur verið í landslið-inu frá árinu 2000 og tekið þátt í mörgum alþjóðlegum mótum með því. BJARNI GUNNAR Ein stærsta matarveisla ársins er í vændum því að alþjóðlega mat- arhátíðin Food and Fun verður haldin í Reykjavík dagana 20.- 25. febrúar. Von er á úrvalsmatreiðslu- mönnum frá útlöndum sem munu sýna listir sínar á veitingastöðum borgarinnar. Hápunktur hátíðar- innar er að venju keppni kokkanna sem fram fer í Listasafni Reykjavík- ur – Hafnarhúsinu, laugardaginn 23. febrúar. Þar mun hver og einn kokkur elda þrjá rétti úr íslensku hráefni og gefst fólki tækifæri til að fylgjast með þeim að störfum og jafnvel smakka. Á heimasíðu keppninnar www.foodandfun.is má nálgast upplýsingar um þá veitingastaði og gestakokka sem taka þátt í mat- arhátíðinni í ár. Styttist í Food and Fun hátíðina Áhersla á íslenskt hráefni Bocuse d’or akademía Íslands tók í notkun fullkomið æfingaeldhús fyrir matreiðslumenn sem keppa fyrir Íslands hönd erlendis síðast- liðinn fimmtudag. Slíkt æfinga- húsnæði hefur ekki verið til áður hér á landi. Bocuse d’or akademían var stofn- uð nýlega í því augnamiði að styðja við og þjálfa íslenska þátt- takendur í alþjóðlegum mat- reiðslukeppnum. Af þeim keppn- um sem íslenskir matreiðslumenn taka þátt í ber Bocuse d’or hæst en hún er eins konar heimsmeistarakeppni ein- staklinga í matreiðslu og er hald- in í Lyon í Frakklandi annað hvert ár. Ragnar Ómarsson, matreiðslu- meistari á Domo, verður fulltrúi Íslendinga í næstu Bocuse d’or keppni en hann tók einnig þátt í henni árið 2005. Meistaraeldhús Bocuse d’or akademían hefur tekið í notkun æfingaeldhús fyrir íslenska mat- reiðslumenn sem taka þátt í mat- reiðslukeppnum erlendis. Eldhús meistarakokkanna Ungt og óþroskað rauðvín má gjarnan bæta með umhellingu en þá er því hellt hratt í karöflu eða svipað ílát og látið anda í hálf- tíma til klukkustund fyrir neyslu. Einnig má umhella eldri og þroskaðri vínum til að losna við grugg. Þá er flaskan látin standa upprétt í um sólarhring og síðan hellt rólega í karöfluna til að botnfallið verði eftir. Umhelling vína LÍFSSTÍLLMATUR lifsstill@24stundir.is a Ef það kemur einhver tískubylgja er hún voðalega fljót að skila sér. Þá flykkjast allir kokkarnir í flugvél og taka hana út. Elísabet Alba Valdi- marsdóttir vínþjónn Torbreck Juveni- les 2006
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

24 stundir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.