24 stundir - 09.02.2008, Page 50

24 stundir - 09.02.2008, Page 50
50 LAUGARDAGUR 9. FEBRÚAR 2008 24stundir Vaskir drengir eru Múlsýslungar. Þeir hafa lifað í þetta sinn eitt hið harðasta vor í manna minnum og hvergi harðara en í þeim lands- fjórðungi, en verða þó einna fyrstir til á þessu sumri að halda al- mennan, allfjölsóttan þingmálafund þar sem þeir ræða með fjöri og áhuga landsins helstu nauðsynjamál. Þeir koma ekki saman til að víla og væla, veina og kveina yfir tíðinni, yfir bágindunum, yfir því hvað landið sé hart og hrjóstrugt. Þeir tala ekki um að stökkva til Ameríku. Þeir mæla ekki æðruorð, heldur bollaleggja hitt og þetta í þeirri von að landið eigi vænlega, örugga framtíð fyrir höndum. Ísafold 1892 Vaskir drengir Árið 1933 fór Aðalsteinn Krist- mundsson, betur þekktur sem Steinn Steinarr, til Siglufjarðar til að vinna í síld. Hann var þá ekki þekkt skáld en hafði birt eftir sig nokkur ljóð undir skáldanafni. Hinn 6. ágúst árið 1933 fór Steinn ásamt Þóroddi Guðmunds- syni og Eyjólfi Árnasyni að heimili útgerðarmannsins Sophusar Blön- dal en hann var vararæðismaður Þýskalands. Þar hafði þýski fáninn blakt við hún en nýir valdhafar, Adolf Hitler og nótar hans, höfðu skipað svo fyrri að einnig skyldi flaggað með hakakrossinum. Þennan ágústmorgun blöktu báðir fánarnir við hún. Þeir félagar fóru inn í garðinn þar sem aðgangur var að fánasn- úrunum. Þóroddur hafði látið svo um mælt að hann teldi sig hafa leyfi til að rífa niður fána blóð- hundsins Hitlers. Nú skar Þórodd- ur á þýska hakakrossfánann og ásamt þeim Eyjólfi og Steini svipti hann hakakrossfánanum í sundur og þeir tróðu á fánaslitrunum. Tveir menn, Gunnar Jóhannsson og Aðalbjörn Pétursson, sem voru með í för, stóðu hjá og fylgdust með þegar hakakrossfáninn var skorinn niður, rifinn og trampað á honum. Árás á Þýskaland Vitni voru að athæfinu og voru félagarnir fimm kærðir fyrir að óvirða fána erlends ríkis, auk þess sem athæfið var talið móðgun við og árás á hlutaðeigandi ríki. Þeir kröfðust sýknu á þeim forsendum að hakakrossinn væri ekki þýskur þjóðfáni heldur flokksfáni og að stjórnin sem hefði fyrirskipað að nota þann fána væri ekki lögleg stjórn Þýskalands. Þýska stjórnin hefði fyrst í september 1933 fyr- irskipað að hakakrossfáninn skyldi vera jafnrétthár eldri þýska þjóð- fánanum og því hafi verið ósak- næmt að rífa hakakrossinn niður. Refsiverð móðgun Fullyrðing um að þýska stjórnin væri ekki lögleg stjórn var ekki tek- in til greina. Í forsendum héraðs- dóms segir: „Það er og ekki rétt hjá kærðum að þýska stjórnin hafi fyrst í september 1933 löggilt haka- krossfánann því að eins og fram- lögð tilskipun ber með sér gaf þýska stjórnin út 12. maí 1933 til- skipun um að hakakrossfánann skuli hefja að hún ásamt eldri þýska ríkisfánanum og löggildir þar með hakakrossfánann sem rík- isfána við hliðina á eldri þýska rík- isfánanum. Að vísu hefur ríkis- stjórn Íslands ekki fyrr en með bréfi þýska sendiráðsins í Kaup- mannahöfn dagsettu 22. sept. 1933, sem stjórnin móttók 6. des- ember sama ár, fengið tilkynningu um löggildingu þýska hakakross- fánans. Þótt tilskipunin frá 12. mars 1933, um hakakrossfána, væri þá eigi birt á Íslandi, áttu söku- nautar að segja sjálfum sér að hakakrossfáninn væri, er hann var notaður af þýsku vicekonsulati, þýzkt ríkismerki, sem saknæmt væri að skemma eða óvirða.“ Í dómnum sagði ennfremur: „Verknaður sökunauta er því fólg- inn í því að skemma og óvirða fána erlends ríkis og er því refsiverð móðgun gegn og árás á hlutaðeig- andi ríki.“ Dómurinn Þóroddur, Eyjólfur og Steinn voru dæmdir í þriggja mánaða fangelsi en Gunnar og Aðalbjörn, sem voru taldir meðsekir um að- stoð við verknaðinn, hlutu tveggja mánaða fangelsi. Við málsmeðferð í Hæstarétti staðfesti Þóroddur að hann hefði látið svo um mælt þann 6. ágúst að hann teldi sig hafa leyfi til að rífa niður fána blóðhundsins Hitlers. Refsing Eyjólfs og Steins Steinarr var lækkuð í tveggja mán- aða fangelsi. Steinn sat þó ekki í fangelsi því félagarnir fengu sak- aruppgjöf. Árið eftir sendi Steinn frá sér fyrstu ljóðabók sína, Rauður log- inn brann, þar sem baráttukvæði og sérstök tegund kaldhæðni voru í fyrirrúmi. Hann lést árið 1958, fimmtugur að aldri, og er löngu viðurkenndur sem eitt merkasta ljóðskáld Íslendinga. Steinn Steinarr dreginn fyrir dóm Vanvirti hakakrossinn Steinn Steinarr er eitt dáðasta skáld sem Ísland hefur alið. Árið 1933, þegar hann var hálfþrí- tugur, tók hann þátt í at- hæfi sem vakti litla hrifn- ingu yfirvalda og þótti móðgun við þýska ríkið. Hann var dæmdur til fangelsisvistar ásamt fé- lögum sínum. Steinn Steinarr Hann sést hér annar til hægri ásamt Matt- híasi Johannessen, Magnúsi Þórðarsyni blaðamanni, Jóni Eiríkssyni magister og Skúla Benediktssyni kennara. a Hakakrossfán- inn var skorinn niður, rifinn og trampað á honum. Steinn Steinarr Tók þátt í að van- virða hakakrossinn. Árvakur/Ólafur K. Magnússon FRÉTTNÆMT ÚR FORTÍÐINNI lifsstill@24stundir.is GERÐUBERG www.gerduberg.is Heimsdagur á Vetrarhátíð í dag kl.13-17 í Gerðubergi og Miðbergi Fjölbreyttar listsmiðjur frá framandi löndum, sirkuss- miðja, skuggaleikhús, dans- og föndursmiðjur og fleira fyrir börn og unglinga! Kynnið ykkur dagskrána á www.gerduberg.is Hið breiða holt Ljósmyndasýning þar sem unglingar eiga stefnumót við afa sína eða ömmur! Sýningarstjóri: Berglind Jóna Hlynsdóttir. Styrktaraðili: Beco Allt í plati! Sýning úr söguheimi Sigrúnar Eldjárn Kíkið í heimsókn á heimili Málfríðar, mömmu hennar, Kuggs og Mosa! Hver man ekki eftir risablómkálinu og eldflauginni? Sjón er sögu ríkari! Tekið er á móti hópum. Sími: 575 7707. Sýningin stendur til 24. febrúar. Vissir þú ... ... að í Gerðubergi er frábær aðstaða fyrir ráðstefnur, námskeið, fundi og veislur? Salir og fundarherbergi fyrir 8 - 120 manns. Sjá nánari upplýsingar: www.gerduberg.is, s. 575 7700. Sýningar eru opnar virka daga frá kl. 11-17 og um helgar frá kl. 13-16. Sími: 575 7700. gerduberg@reykjavik.is SKEMMTILEGT a Allt það sem þú gjörð- ir var aldrei nógu gott og aðrir hefðu gjört það miklu betur. Guðmundur Böðvarsson Aldur manns Aldur mannsins Fyrstu tíu vetur: barn, tuttugu ára: ungur, þrjátíu ára: fullorðinn, fjörutíu ára: í sínum blóma, og þá hvorki aftur né fram, fimmtíu ára: athugaaldur, sextugur: með aldri, sjötugur: færist aldur á, áttræður: fellur minnið frá, níræður: þarf staf að fá, hundrað ára: náði guð þá. Þjóðkvæði HEIMSPEKI

x

24 stundir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.