24 stundir - 27.05.2008, Síða 18

24 stundir - 27.05.2008, Síða 18
www.eirberg.is • 569 3100 • Stórhöfða 25 Björgum mannslífum! • Ávallt tilbúið til notkunar • Einfalt og öruggt • Einn aðgerðarhnappur • Lithium rafhlaða • Íslenskt tal PRIMEDIC hjartastuðtæki 18 ÞRIÐJUDAGUR 27. MAÍ 2008 24stundir Eftir Magnús Halldórsson magnush@24stundir.is Tólf mánaða verðbólga mælist nú 12,3 prósent samkvæmt nýjustu útreikningum frá Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki mælst meiri í átján ár en hún hækkar um 0,5 prósentustig frá því í síðasta mán- uði. Guðrún R. Jónsdóttir, deild- arstjóri vísitöludeildar hjá Hag- stofu Íslands, segir gengissig krónunnar og verðhækkanir er- lendis frá halda áfram að skila sér út í verðlagið. „Þróunin heldur áfram með svipuðum hætti og í mánuðinum á undan,“ segir Guð- rún. Verðbólgan hækkaði um 1,37 prósent frá því í apríl en um 1,48 prósent sé húsnæðisliðurinn und- anskilinn. Verðbólga síðustu þriggja mán- aða mælist nú 6,4 prósent sem jafngildir um 28 prósenta verð- bólgu á ársgrundvelli. Sé aðeins horft til vísitölunnar án húsnæð- isverðsins þá mælist hún 32,7 pró- sent. Kostnaður vegna húsnæðis lækkaði um 0,2 prósent milli mán- aða. Samkvæmt útreikningum Hagstofunnar hækkaði kostnaður vegna viðhalds og viðgerða hús- næðis um 5,7 prósent. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 1,9 prósent milli mánaða en þar mun- ar mestu um gengissig krónunnar og hækkanir á alþjóðamörkuðum. Greiningardeildir Glitnis, Kaup- þings og Landsbankans spáðu því að verðbólgan myndi aukast frá því í apríl. Kaupþing spáði 12,6 pró- senta verðbólgu og Landsbankinn og Glitnir 12,1 prósents. Allar deildirnar voru sammála um að samdráttur á húsnæðis- markaði myndi draga úr verð- bólgu. Það er öfugt við það sem lengi hefur verið raunin en miklar verðhækkanir á húsnæðismarkaði hafa á undanförnum árum haft mikil áhrif á verðbólgu til hækk- unar. Verð á eldsneyti, það er bensíni og olíu, hækkaði um 5,7 prósent milli mánaða. Samkvæmt fréttum erlendra fjölmiðla, meðal annars fagtímarita um viðskipti, standa líkur til þess að heimsmarkaðsverð á olíu hækki enn meira á næstunni. Fatið af olíu hefur hækkað mikið að undanförnu en fatið kostar nú um 140 dollara. Ýmsir hafa spáð því að fatið geti farið í allt að 200 dollara en til samanburðar var verðið um 25 dollarar árið 2003. Þessar hækkanir hafa leitt til hækk- andi framleiðslu- og rekstrarkostn- aðar í ýmsum atvinnugreinum sem þegar er farið að skila sér út í verð- lag. Greiningardeildirnar eru sam- mála um að verðbólgan muni minnka hratt og eftir rúmlega eitt ár, eða um mitt ár 2009, verði verð- bólgan nálægt markmiði Seðla- bankans, það er 2,5 prósent. Stýrivextir Seðlabanka Íslands, sem öðru fremur er ætlað að hemja verðbólgu, eru nú 15,5 prósent. Það er næsthæstu stýrivextir á meðal ríkja með þróaða fjármála- markaði í heiminum. Tyrkir eru hærri með 15,75 prósenta vexti. Verðbólgan eykst enn  Tólf mánaða verðbólga hefur ekki mælst meiri í átján ár Matvara Mat- og drykkjar- vara hefur hækkað um 1,9 prósent milli mánaða. ➤ Verðbólga síðustu þriggjamánaða jafngildir því að verðbólga sé um þrjátíu pró- sent á ári. ➤ Hækkandi heimsmark-aðsverð á olíu hefur bæði bein og óbein áhrif á verð- bólgu til hækkunar. VÍSITALA NEYSLUVERÐS MARKAÐURINN Í GÆR            ! ""#                               !"#      $ %        &#  '()*+ '  , -./.   0#1   2         345   #"   " 61  "(## (7      81 !"# "    +9 #/   '    01  - -   :   -        ;# 1         -/    !                                                       : -   0 -< = $ ' >?@A3BA 55A?A5>5 CD?C@@@4 , C4>D3?@3C 35B@C3 ACA>B3BC 4C55D>A@B 5D@D>53@C C?4D4DD BB35DD C4>AACD4 3@444A> BB4D3?D , D D 34AABD3 AA33>3D , AA>4?C?? , , BBCC@?BC , , A?A43CBD BDDDDD , ?EDC 3CE5D >E>4 , A?E35 BDEAD BDE55 ??AEDD B5ECD >5EBD CECB AAE34 3E3C >?E3D AEB4 4E@> BA?EDD AC>AEDD 3D@EDD , A5DEDD , , , , , 5C4DEDD ADEDD , ?EAD 3CE>D ADEDB 4E4D A?EC5 BDECD BDE?5 ??4EDD B5E55 >5E>D CEC? AAECA 3E3? >@EDD AEB@ 4E>3 BA>E5D A5D?EDD 3AAEDD DE>5 A55EDD AE@D BAEDD ?EDD , , 55ADEDD ABEDD 4EDD /   - ? A@ AA , C? C > 34 CB 3 A A? 4 4 , , , AB B , @ , , A , , 3 3 , F#   -#- B45BDD@ B45BDD@ B45BDD@ BA5BDD@ B45BDD@ B45BDD@ B45BDD@ B45BDD@ B45BDD@ B45BDD@ B45BDD@ B45BDD@ B45BDD@ B45BDD@ A45BDD@ B35BDD@ BD5BDD@ B45BDD@ B45BDD@ BD5BDD@ B45BDD@ AD3BDD@ @5BDD@ A45BDD@ 4ABBDD? BB@BDD? B45BDD@ B45BDD@ ?3BDD@ "   ● Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Kaupþings, fyrir um 646 milljónir króna. ● Mesta hækkunin var á bréfum Færeyjabanka, eða 1,64%. Bréf Century Aluminum hækkuðu um 1,11% og bréf Teymis um 0,60%. ● Mesta lækkunin var á bréfum Atlantic Petroleum, eða 6,72%. Bréf Bakkavarar lækkuðu um 1,71% og bréf Icelandair Group um 1,67%. ● Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,94% í gær og stóð í 4.783 stig- um í lok dags. ● Íslenska krónan veiktist um 0,11% í gær. ● Samnorræna OMX40- vísitalan lækkaði um 0,20% í gær. Breska FTSE-vísitalan lækk- aði um 1,53%. Íbúðalán innlánsstofnana í apríl voru 104 talsins samanborið við 461 í sama mánuði í fyrra, að því er fram kemur í Morgunkorni greiningardeildar Glitnis. Íbúða- lán innlánsstofnana í apríl sl. voru því 23% af því sem þau voru í apr- íl í fyrra. Þeim fækkaði hins vegar um 5% á milli mars og apríl. „Íbúðalán á fyrstu fjórum mán- uðum þessa árs eru 467 talsins eða litlu fleiri en þau voru í aprílmán- uði einum saman á síðasta ári,“ er bent á í Morgunkorninu. „Íbúða- lánum innlánsstofnana hefur nú fækkað um 705 á fyrstu fjórum mánuðum ársins samanborið við sama tímabil fyrir ári. Flest bendir til þess að veruleg kólnun hafi orðið á íbúðamarkaði.“ Húsnæðisverð á landinu öllu lækkaði um 0,8% á milli mánaða, og þinglýstir kaupsamningar sýna að verulega hafi dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði. hos Veruleg fækkun íbúðalána Viðskiptaráð Íslands hvetur lög- gjafann til að samþykkja ekki orkufrumvarp iðnaðarráðherra. Í yfirlýsingu frá viðskiptaráði er bent á að frumvarpið treysti í sessi eignarrétt hins opinbera yfir orkuauðlindum og orkufyr- irtækjum. Séreignaréttur sé hins vegar best fallinn til að tryggja hagkvæma nýtingu orkuauð- linda, sem hafi mikla efnahags- lega þýðingu. „Með því að tryggja séreign- arréttinn en setja jafnframt al- mennar leikreglur er unnt að standa mun betur vörð um þjóð- hagslega og samfélagslega hags- muni en með þeim breytingum sem frumvarp þetta boðar.“ hos VÍ gagnrýnir orkufrumvarpið Skuldabréfaútboði Marel Food Systems hf. sem fram fór dagana 22. og 23. maí síðastliðinn er lok- ið. Seld voru skuldabréf fyrir 6 milljarða króna, 52 milljónir evra. Verðbréfamiðlun Lands- banka Íslands hf. hafði umsjón með sölu skuldabréfanna. Marel Food Systems stefnir að því að hlutafjárútboð félagsins fari fram 5. og 6. júní nk. mbl.is Skuldabréf seld fyrir 6 milljarða Samorka, samtök orku- og veitufyrirtækja, telur að Skipulagsstofnun hafi farið út fyrir lögbundið valdsvið sitt í áliti á mati á umhverfis- áhrifum vegna Bitruvirkjunar. Í yfirlýsingu frá Samorku er bent á að Skipulagsstofnun hafi í áliti sínu staðfest að matið hafi verið unnið með lögbundnum hætti. Hins vegar sé komist að þeirri niðurstöðu að virkjunin sé ekki ásættanleg vegna verulegra neikvæðra og óaft- urkræfra umhverfisáhrifa. Með því hafi hún farið út fyrir hlutverk sitt samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum, þar sem segi að í mats- ferlinu verði ekki tekin afstaða til þess hvort fallast beri á eða leggjast gegn framkvæmd sem lýst hefur verið með fullnægjandi hætti í mats- skýrslu framkvæmdaraðila. „Hlutverk Skipulagsstofnunar er fyrst og fremst það, í þessu tilfelli, að staðfesta að umhverfismat hafi verið unnið með lögbundnum hætti, sem hún og gerði sem fyrr segir.“ hos Gagnrýna mat Skipulagsstofnunar „Húsnæðisverð á Bretlandseyjum hélt áfram að lækka í maí og nú hefur húsnæðisverð þar lækkað átta mánuði í röð,“ segir í Vegvísi Landsbankans. Meðalhúsnæð- isverð lækkaði um 0,5% í maí og sé rúm 172 þúsund pund. Húsnæði hækkar FÉOGFRAMI vidskipti@24stundir.is a Verðbólgan mælist nú 12,3 prósent sem er mesta verðbólga í átján ár.

x

24 stundir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 24 stundir
https://timarit.is/publication/307

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.