Morgunblaðið - 11.12.2003, Page 26

Morgunblaðið - 11.12.2003, Page 26
matur bruschetta með balsamfíkjum og gorgonzola-kremi 1 msk smjör 1/4 b balsamedik 2 tsk sykur 6 fíkjur, skornar í fernt fylling: 250 g gorgonzola-ostur 1/3 b mascarpone 1 msk steinselja, söxuð svartur pipar bagetta, í sneiðum Hrærið saman allt hráefnið í kremið og smakkið til með pipar. Hitið smjör, bals- amedik og sykur í potti og látið suðuna koma upp. Setjið fíkjurnar út í, látið malla í hálfa mínútu eða þar til þær eru þaktar sykurhúð. Takið af hitanum. Grillið brauð- sneiðarnar báðum megin þar til þær verða stökkar. Notið hvítlauksrif sem skorið hefur verið í tvennt til að smyrja sneiðarnar og dreypið olíu yfir. Smyrjið kreminu á brauðið, ekki spara það, og setjið fíkju ofan á. Hitið bruschettuna undir grilli áður en borið er fram. (24 stk) engifermaríneraðar risarækjur 20 risarækjur 1 hvítlauksrif, saxað 3 cm ferskt engifer, saxað safi úr 1 sítrónu og fínrifinn börkur safi úr 1 lime og fínrifinn börkur 3 msk soyasósa 3 msk olía biti af engifer skorinn í fínar ræmur olía til steikingar Hrærið saman allt hráefnið í maríner- inguna og leggið rækjurnar þar í. Látið marínerast í nokkra tíma eða yfir nótt. Steikið á pönnu í nokkrar mínútur. Steikið engifer í olíu á pönnu þar til stökkt og berið fram með rækjunum. (20 stk) lifun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.