Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 10
10 helgin Þegar Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands og Náttúruminjasafnsins, er spurður hver sé hans uppáhaldsgripur á safninu er hann ekki í neinum vafa. „Það er stærsta fræ í heimi sem er flotfræ af tvöföldum kókospálma (Lodoica maldivica). Fræið flýtur milli eyja í sjónum en barst hingað með þeim hætti að þegar Íslendingar tóku þátt í Ríóráðstefnunni árið 1992, þá gaf menntamálaráðherra Seyschelle-eyja frú Vigdísi Finnbogadóttur það. Hún fól mér það síðan til varðveislu og þó að það sé svolítið dónalegt í laginu þá þykir mér nú vænt um það.“ Náttúrugripasafn Íslands var stofnað árið 1889 og eru elstu gripirnir síðan þá. Safnið var á hrakhólum til ársins 1908 þegar það flutti í Safnahúsið. Í dag hýsir safnið um 2 milljónir gripa en þrátt fyrir að vera eitt af höfuðsöfnum Íslands samkvæmt safnalögum frá 2001, má segja að safnið sé enn á hrakhólum þar sem húsnæði þess við Hlemm er löngu sprungið utan af því. Um 3–4 þúsund manns sækja safnið heim á ári hverju en að sögn Jóns Gunnars var aðsóknin mest á árunum 1946–47 þegar um 15 þúsund manns sóttu safnið heim. Náttúruminjasafnið er opið þriðjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 13:30 til 16:00 frá 1. september til 31. maí, en frá kl. 13:00 til 17:00 sömu daga frá 1. júní til 31. ágúst. Hjá Frum er komin út bókin Ránið, spen- nusaga með sögulegu ívafi eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur. Þetta er þriðja sjálfstæða sagan um Kötlu sem er á leið til Vestmannaeyja á þjóð- hátíð en er skyndilega hrifin inn í atburðarás Tyrkjaránsins árið 1627. Unglingurinn Katla er seld í ánauð á þrælatorgi í Alsír og hún neyðist til að beygja sig í duftið fyrir valdi húsbænda sinna. Hjá Máli og menningu er Fjárhættuspilar- inn eftir Fjodor Dostojevskí komin út. Ingi- björg Haralds- dóttir þýddi og ritar formála um höfundinn og verkið. Fjodor Dostojevskí skrifaði Fjárhættuspilarann um svipað leyti og annað meistarastykki sitt, Glæp og refsingu. Bókin er á ýmsan hátt sjálfsævisögulegt verk, sprettur beint upp úr reynslu höfundarins sjálfs, þar sem Dostojevskí var for- fallinn spilafíkill um árabil. Hjá Almenna bókafélaginu er komin út Alfræði Baggalúts, Sannleikurinn um Ísland. Fróð- leikur og frá- sagnir af íslensk- um furðum og fyrirbærum frá öndverðu til vorra daga. Í þessu ríkulega myndskreytta alfræðiriti úr smiðju Baggalúts er dregin upp einstæð en um leið uggvænleg mynd af Íslandi og Íslandssögunni. Hjá Máli og menningu er komin út bókin Hvar frómur flækist. Ferðasögur eftir Einar Kárason. Þessi bók geymir fjóra ferðaþætti Einars: Á vegum úti er um fiskvinnu sumarið 1976 í Færeyjum og puttaferðalag með Einari Má um Evrópu; Leitin að Livingstone um tóbaksreisu Einars með föður sínum um Suðurland í verkfalli; Vitringar í Austurlöndum lýsir sögulegri mannréttindaferð til Jemens og Sorgarsinfónía fjallar um áhrifamikla ferð til Auschwitz. JPV útgáfa hefur sent frá sér skáldsöguna Leigjandann eftir Svövu Jakobs- dóttur. „Maður er svo öryggislaus þegar maður lei- gir. Þetta var hún vön að segja þegar hún gerði grein fyrir hag sínum og Péturs, þegar velviljað fólk spurði hana hvað liði húsbygg- ingu þeirra og hvenær þau hefðu í hyggju að flytja.“ Þessi einlægu upphafsorð bókarinnar gefa enga vísbendingu um þann magnaða söguheim sem Svava Jakobsdóttir kynnti lesendum sínum árið 1969 þegar Leigjandinn kom fyrst út. Hjá Máli og menningu er komin út Klisjukenndir eftir Birnu Önnu Björnsdóttur. „Þegar ég áttaði mig á því að ég var lent í alltof flóknu sambandi við alltof gamlan mann ákvað ég að gera það sem allar skynsamar konur gera: flýja land.“ Þannig hefst saga Báru sem stendur á tímamótum. ❊ nýjar bækur❊ í uppáhaldi . . . F l o t f r æ a f t v ö f ö l d u m k ó k o s p á l m a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.