Morgunblaðið - 25.11.2004, Qupperneq 12
12 helgin
Hinn íslenski Queen-klúbbur hefur ráðist í það að
flytja hollenska Queen-tökulagabandið Miracle til
Íslands. Mun hljómsveitin halda uppi dúndrandi
Queen-stemmningu á Nasa um helgina og spila út í
eitt gamla Queen-smelli. Miracle er talin vera eitt
besta Queen-tökulagaband heimsins í dag en til
gamans má geta að um 140 hljómsveitir hafa sitt
lifibrauð af því að spila Queen-lög.
Hinn íslenski Queen-klúbbur er átta ára gamall
félagsskapur sprottinn í kringum Sigurð
Sigurgeirsson, konu hans, systur og mág. Í dag eru
um 60 manns í félaginu en félögum fer fjölgandi með
ári hverju. Klúbburinn hefur árlega staðið fyrir
uppákomu fyrir félaga sína en viðburðurinn á Nasa
um helgina er stærsta verkefnið sem klúbburinn hefur
ráðist í hingað til. „Ég rek byggingarfyrirtæki og er því
alls óvanur að standa í svona stússi en þetta ferli, að
flytja inn hljómsveit, hefur verið mjög forvitnilegt og
lærdómsríkt,“ segir Sigurður sem hefur verið dyggur
Queen-aðdáandi í 28 ár. „Ég hef farið á tvenna tónl-
eika með Miracle í Hollandi og heillaðist mjög af flutn-
ingi þeirra. Þrátt fyrir að þeir spili eingöngu Queen-lög
eru þeir ekkert að stæla Queen, söngvarinn er t.d.
ekkert að reyna að vera Freddy Mercury heldur flytja
þeir tónlistina á sínum eigin forsendum.“ Miracle er
átta ára gömul hljómsveit og er þetta í fyrsta sinn sem
bandið kemur til Íslands en þeir hafa m.a. spilað í
Sviss og Englandi fyrir utan heimaland sitt. Það
kostar 2.000 krónur inn á tónleikana en sveitin mun
einnig halda sérstaka órafmagnaða tónleika fyrir
meðlimi Queen-klúbbsins.
„Tónlist Queen er stórkostleg og ef það hefðu verið
betri flugsamgöngur þegar sveittin var upp á sitt
besta hefði ég örugglega farið utan á tónleika með
þeim. En nú er það of seint og fyrst maður fær ekki
það besta þá er bara að taka því næstbesta sem er
Miracle,“ segir Sigurður og hvetur alla Queen-aðdá-
endur til þess að fjölmenna á Nasa.
H o l l e n s k
Q u e e n
á
N A S A
Nafn: Karl Á.
Ágústsson.
Aldur 30 ára
Vinnustaður:
Pravda um helgar
en verkfræði-
stofan Ferill ehf.
á virkum dögum.
Hjúskaparstaða:
Er í sambúð
Hverskonar staður er
Pravda? Pravda er flottur
klúbbur við Austurstræti
sem gaman er að
skemmta sér á.
Hverju mælirðu með af barnum? Fyrir herrann mæli ég með vel hristum
Black Russian. Fyrir dömuna mæli ég með BOSS-kokteilnum sem er ferskur
kókoskokteill eða VodkaICE í glasi með fullt af klaka, röri og sítrónusneið.
Hvaða lag fær þig út á dansgólfið? Ég hef ekki heyrt það lag ennþá.
Hver er draumurinn? Að hætta þessu næturbrölti og barvinnu, en þetta er
bara svo gaman ennþá.
Þú ert í vinnunni þegar þú sérð að stelpa sem þú kannast við er búin að
fá sér aðeins of mikið áfengi og er greinilega ekki alveg með dóm-
greindina í lagi því hún er komin í hörkusleik við ógeðslegan karlmann
við barinn. Hvað gerir þú? Það er ekki mitt að dæma um það hver er
ógeðslegur þannig að þetta verður bara að vera hennar hausverkur á
morgun.
❊ barþjónninn
ljósm
ynd B
rink
ljó
sm
yn
d
B
rin
k
Álfhólsvegi 67, 200 Kópavogi, sími 554 5820.
Opið kl. 16-18 þri., mið., fim. •
www.silfurhudun.is
Jólin nálgast
15% afsláttur af herrafatnaði út áriðl i i
www.brudhjon.is
Brúðarkjólaleiga Katrínar
Mjóddinni - s: 557 6020
Vilt þú hvíld?
Helgarleiga einungis kr. 10.000.-
fyrir minni bústaði
Ferðaþjónusta Snorrastaða
s. 435 6627, 899 6627
www.snorrastaðir.com
Gerum tilboð fyrir
stærri hópa