Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.11.2004, Blaðsíða 19
H u g s t o l i n n í B o r g a r l e i k h ú s i n u Kammeróperan Hugstolinn var samin og frumsýnd á Listahátíð sl. vor, en vegna fjölda áskorana og í tengslum við ráðstefnu og fund hjá Norðvesturráðinu er hún tekin upp aftur og sýnd hér á miðvikudag (uppselt) og í kvöld fimmtudag. „Almennt var fólk mjög hrifið af sýningunni,“ segir Kristín Mjöll Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri sýningarinnar, „en ég hef aldrei áður fengið jafn sterk heildræn viðbrögð þar sem sýningin kom fólki veru- lega á óvart og snerti við skynjun þess á fjölbreyttari hátt en eingöngu tón- list hefði gert.“ Hugstolinn – Rapsódía hrafnsins er goðsagnarleg ferð í norrænum tónum við tónlist eftir Tapio Tuomela, Kristian Blak, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Leifs og Sigurð Halldórsson. Sýningin er hugverk franska leikstjórans Janick Moisan byggð á upplifun hennar á náttúru Íslands, sögnum og dulhyggju norðurslóða, frá Síberíu til Alaska með viðkomu á Íslandi, í Lapplandi, Grænlandi og Færeyjum. Flytjendur eru Marta Hrafnsdóttir, alt, Sigurður Halldórsson á selló, og Daníel Þorsteinsson á píanó. Sigurður Halldórsson er jafnframt tónlistarstjóri óperunnar. Marta Hrafnsdóttir fer með aðalhlutverk óperunnar, sem er eins konar þroskasaga ungrar stúlku sem hefur verið valið það hlutverk að verða seiðkona. Ómeðvitandi í upphafi um hlutverk sitt þreifar hún sig áfram í völundarhúsi himins. Janick Moisan gengur út frá síberískri þjóðsögu um Hrafninn sem lætur heillast af sál hvalsins, í líki fagurrar stúlku sem dansar eins og loginn. Miðaverð á sýninguna 25. nóvember er 2.500 kr. helgin 19 Fimmtudagur: • Tómas R. Einarsson með útgáfutónleika á Hótel Borg í tilefni af Djassbiblíunni sem er nótnabók með 80 djasslögum hans og 11 lögum í píanóútsetningu Gunnars Gunnarssonar. Með honum spila Óskar Guðjónsson, saxófón, Samúel J. Samúelsson, básúnu, Kjartan Hákonarson, trompet, Davíð Þór Jónsson, píanó, Matthías M.D. Hemstock trommur og slagverk, o.fl. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og aðgangseyrir er 1.000 kr. • Tónleikar kl. 20:30 í Iðnó. Þrjár systur spila. • Vinir Indlands kl. 20:00 í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Þeir halda nú í sjötta sinn sína árlegu styrktartón- leika. Á dagskrá kvöldsins eru sögur frá Indlandi í máli og myndum, söngur og hljóðfærasláttur. Landsþekktir listamenn koma fram. www.salurinn.is. • Hugstolinn í Borgarleikhúsinu kl. 20:00. Þetta er rapsódía hrafnsins og er goðsagnarleg ferð í norrænum tónum við tónlist eftir Tapio Tuomela, Kristian Blak, Hjálmar H. Ragnarsson, Jón Leifs og Sigurð Halldórsson. Sýningin er hugverk franska leikstjórans Janick Moisan byggð á upplifun hennar á náttúru Íslands, sögnum og dulhyggju norðurslóða, frá Síberíu til Alaska með viðkomu á Íslandi, í Lapplandi, Grænlandi og Færeyjum. • Eldað með Elvis í Loftkastalanum kl. 20:00. • Edith Piaf í Þjóðleikhúsinu kl. 20:00. Edith Piaf, goðsögn í lifanda lífi. Einhver ógleymanlegasta rödd síðustu aldar í eftirtektarverðri túlkun Brynhildar Guðjónsdóttur. • Svört mjólk í Þjóðleikhúsinu kl. 20:00, Smíðaverkstæði. Kaldranalegur stórborgarveruleikinn og lífið úti á landi rekast harkalega á. En hvað ef það er nú einhver tilgangur með lífinu? • Ný íslensk myndlist: um veruleikann, manninn og ímyndina, 13. nóvember 2004–16. janúar 2005. Sýning á verkum 20 íslenskra listamanna. www.listasafn.is • Encounter. Laugardaginn 30. október var sýningin Encounter (Patrick Huse) opnuð í Listasafni Akureyrar. Hún samanstendur af málverkum, ljósmyndum, hreyfimyndum og textum og fjallar um norðlægar slóðir Kanada, samband inúíta við náttúruna og viðhorf og áhrif vestrænnar menningar á þetta samband. • Ferð að yfirborði jarðar. Boyle-fjölskyldan í Hafnarborg í Hafnarfirði. Takmark fjölskyldunnar var að gera nákvæma eftirmynd af 1.000 hlutum yfirborðs jarðar, sem væru valdir af handahófi. Sýning til 16. desember. • Listasafn ASÍ. Erling Þ.V. Klingenberg og David Diviney – „Ertu að horfa á mig / Are you looking at me“. Sara Björnsdóttir – „Ég elska tilfinningarnar þínar“. Sýning til 5. des. Föstudagur: • Malneirophrenia heldur tónleika í Stúdentakjallaranum. Þetta er instrumental rock. Tónleikarnir hefjast kl. 22:00 og er frítt inn! • Tenórinn sýndur í Iðnó kl. 20:00, auk matartilboðs frá veitingastaðnum. Guðmundur Ólafsson er tenórinn og Sigursveinn M. Magnússon er í hlutverki undirleikarans. • Ausa og Stólarnir kl. 20:00 hjá Leikfélagi Akureyrar. Þetta er leiksýning sem er sett saman úr tveimur perlum eftir Lee Hall (fyrir hlé) og Eugene Ionesco (eftir hlé). Áleitið, fyndið og fallegt leikrit. www.leikfelag.is. • Úlfhams saga í Hafnarfjarðarleikhúsinu kl. 20:00. Norrænt ævintýri. Mögnuð sýning með tónlist eftir og í flut- ningi Eivarar Pálsdóttur söngkonu. Ragnheiður Steinþórsdóttir og Kristján Franklín eiga stórleik. • Héri Hérason eftir Coline Serreau kl. 20:00 í Borgarleikhúsinu í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Hann Héri litli Hérason er ekki allur þar sem hann er séður. Nafnið hlaut hann vegna þess að hann fæddist á sunnudegi og fjölskyldan hafði verið að borða svikinn héra og ljósmóðirin sagði að hann væri svo sætur að mann langaði til að borða hann. • Geitin – eða hver er Sylvía? kl. 20:00 í Borgarleikhúsinu. Þeir sem ætla sér að sjá þetta nýjasta verk Edwards Albee á Nýja sviði Borgarleikhússins þurfa nú að fara að panta miða því sýningum lýkur í nóvember. • Svik eftir Harold Pinter frumsýnt í Borgarleikhúsinu kl. 20:00. Sýningin er komin suður en hún var frumsýnd fyrir norðan fyrr í haust. • Hárið í Austurbæ kl. 20:00. • Edith Piaf í Þjóðleikhúsinu kl. 20:00. Edith Piaf, goðsögn í lifanda lífi. Einhver ógleymanlegasta rödd síðustu aldar í eftirtektarverðri túlkun Brynhildar Guðjónsdóttur. • Svört mjólk í Þjóðleikhúsinu kl. 20:00, Smíðaverkstæði. Kaldranalegur stórborgarveruleikinn og lífið úti á landi rekast harkalega á. En hvað ef það er nú einhver tilgangur með lífinu? • Arkitektúr. Kristján Guðmundsson (f. 1941) sýnir Arkitektúr í Galleríi i8. Hann er einn helsti fulltrúi konseptlist- arinnar á Íslandi en sýnir í i8 málverk af torfbæjum og skúlptúra. ❊ leikhús, söfn og tónleikar framhald á næstu síðu … s í ð a s t a h e l g i Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík lýkur í kvöld (25/11), en síðustu helgi sá ég m.a. Stjórnstöðina (Control Room) sem er um fréttaflutning af Íraksstríðinu, annars vegar úr frétta- miðstöð (CentCom) Bandaríkjahers í Katar og hins vegar arabísku fréttastofunni Al-Jazeera. Myndin er verk bandaríska-arabíska leikstjórans Jehane Noujaim og er mjög áhrifarík. Hún er áminning um að lygin og blekkingin sé í öndvegi þegar stríð eru háð og kennslustund um að almenningur skuli ævinlega efast um fréttaflutning. Frétt er fyrst og fremst túlkun og val á sjón- arhorni til að flytja ákveðin skilaboð. Stjórnstöðin hefur á þessu ári vakið athygli víða en í myndinni er m.a. spáð í hvort aðgerðir Bandaríkjanna og hinna staðföstu þjóða í Mið-Austur- löndum séu til þess fallnar að koma þar á stöðugleika og draga úr ágreiningi milli Vesturlanda og Mið-Austurlanda. Myndin gefur góða innsýn í starf fréttamanna og hlutverk þeirra gagnvart almenningi. Hverjum þjóna fréttamenn? Stjórnvöldum eða almenningi? Hvernig geta þeir treyst upplýsingum? Þessa mynd ættu allir áhugamenn um fjölmiðla og um friðarmenningu að sjá. Stjórnstöðin er sýnd í Regnboganum í kvöld, fimmtudag, kl. 18:00 / www.filmfest.is. Gunnar Hersveinn ljósm ynd S igfús M ár Lagersala Verð frá kr. 500

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.