Morgunblaðið - 25.11.2004, Page 20

Morgunblaðið - 25.11.2004, Page 20
20 helgin Laugardagur: • Litla stúlkan með eldspýturnar í Íslensku óperunni kl. 14:00. Árið 2005 eru 200 ár liðin frá fæðingu H.C. Andersens. www.opera.is. • Vetrarmessan, sýning í Norræna húsinu, heldur áfram í anddyri og sýningarsölum hússins. Að sýningunni standa 15 ungir íslenskir listamenn og eru verk þeirra mjög fjölbreytileg. Um er að ræða málverk, teikningar, skúlptúra, vídeó- og hljóðverk o.fl. • Forgotten Lores heldur tónleika í Stúdentakjallaranum. Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og er frítt inn. • Faðir vor í Iðnó kl. 20:00, auk matartilboðs frá veitingastaðnum. Sjá www.idno.is. • Tíbrá í Salnum kl. 16:00. Ari Þór Vilhjálmsson, fiðla, og Anna Guðný Guðmundsdóttir, píanó, leika verk eftir Bach, Schubert, Tsjajkovskí og Prokofjev. • Ausa og Stólarnir kl. 20:00 hjá Leikfélagi Akureyrar. www.leikfelag.is. • Úlfhams saga í Hafnarfjarðarleikhúsinu kl. 20:00. Norrænt ævintýri. Mögnuð sýning með tónlist eftir og í flutningi Eivarar Pálsdóttur söngkonu. Ragnheiður Steinþórsdóttir og Kristján Franklín eiga stórleik. Síðasta sýning. • Chicago kl. 20:00 í Borgarleikhúsinu. Chicago var frumsýndur í janúar sl. og hefur verið sýndur við gríðarlegar vinsældir í næstum heilt ár. Allra síðasta sýning. • Hárið í Austurbæ kl. 20:00. • Böndin á milli okkar í Þjóðleikhúsinu kl. 20:00, Litla sviðið. Hvað er að gefa af sjálfum sér? Hvað er að hafa stjórn á eigin lífi? Tilfinningaþrungið leikrit um vald og valdleysi í mannlegum samskiptum. • Nítján hundruð, nýtt leikrit á Smíðaverkstæðinu kl. 20:00 í leikstjórn Melkorku Teklu Ólafsdóttur. Jóhann Sigurðarson leikur. Höfundur er Alessandro Baricco sem er meðal ástsælustu rithöfunda samtímans á Ítalíu. • Borgarskjalasafn í Kringlunni. Sýning á vegum Borgarskjalasafns Reykjavíkur á 2. hæð Kringlunnar þar sem sýnd verða skjöl tengd jólahaldi landsmanna og sérstaklega fjallað um jólin 1974. Sunnudagur: • Litla stúlkan með eldspýturnar í Íslensku óperunni kl. 14:00. Árið 2005 eru 200 ár liðin frá fæðingu H.C. Andersens. www.opera.is. • Hinn útvaldi eftir Gunnar Helgason í Loftkastalanum kl.14:00. • Dýrin í Hálsaskógi kl. 14:00 í Þjóðleikhúsinu. Leikrit Thorbjörns Egners hafa notið gífurlegra vinsælda á Íslandi allt frá því Kardemommubærinn var frum- sýndur í Þjóðleikhúsinu árið 1960. • Faðir vor í Iðnó kl. 20:00, auk matartilboðs frá veitingastaðnum. Þetta er nýtt verk eftir Hlín Agnarsdóttur sem er þekkt fyrir sterka persónusköpun og hárbeittan, ískaldan húmor. • Samtal við listaverk í Listasafni Íslands kl. 15:00–16:00. Listamenn ræða um verk sín á sýningunni Ný íslensk myndlist – um veruleikann, manninn og ímyndina. • Lína Langsokkur kl. 14:00 í Borgarleikhúsinu. Yfir 35.000 manns hafa nú komið að sjá þessa vinsælu sýningu um sterkustu stelpu í heimi. www.borgarleikhus.is • Screensaver Íslenska dansflokksins kl. 20:00 í Borgarleikhúsinu. Erótísk sýning. Allra síðasta sýning. • Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson kl. 20:00 í Borgarleikhúsinu. Rósar og Rósalind, föðuramma hans sem dvelur á elliheimili í höfuðborginni, hafa ekki talast við í sjö ár vegna hálftilefnislauss ósættis. • Böndin á milli okkar í Þjóðleikhúsinu kl. 20:00, Litla sviðið. Hvað er að gefa af sjálfum sér? Hvað er að hafa stjórn á eigin lífi? Tilfinningaþrungið leikrit um vald og valdleysi í mannlegum samskiptum. • Nítján hundruð, leikrit á Smíðaverkstæðinu kl. 20:00 í leikstjórn Melkorku Teklu Ólafsdóttur. Höfundur er Alessandro Baricco sem er meðal ástsælustu rithöfunda samtímans á Ítalíu. Jóhann Sigurðarson leikur. • Textíl List 2004 á Kjarvalsstöðum. Hér má sjá hvernig listamenn frá ólíkum löndum flétta saman hefð, handverk og nútímalega hugsun og hvernig ólíkur bakgrunnur birtist á mismunandi hátt í verkum þeirra. • Þrjár sýningar í Gerðarsafni í Kópavogi. Ný íslensk gullsmíði í Austursal, Salóme eftir Richard Strauss í Vestursal og úrval verka úr einkasafni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur á neðri hæð safnsins. ❊ leikhús, söfn og tónleikar Listaháskólinn kynnir sig Föstudaginn 26. nóvember nk. milli kl. 9:00 og 14:00 verður opinn dagur í öllum deildum Listaháskóla Íslands og er áhugasömum boðið að koma í skólann og kynnast starfsemi hans. Er þetta í fyrsta sinn sem haldinn er opinn dagur í öllum deildum í einu. Leiklistardeildin býður gestum að taka þátt í sýnishorni af inntökuprófi. Í tón- listardeildinni verða kammertón- leikar og gestum boðin þátttaka í námskeiðum. Í myndlistardeild- inni verður öll starfsemi og verk- stæði opin, ásamt því að erindi verður flutt um deildina kl. 11:00. Hönnunar- og arkitektúrdeild verður með alla starfsemi sína opna, en þar er að finna fata- og textílhönnun, þrívíða hönnun, grafíska hönnun og arkitektúr. Dagskráin verður í gangi frá kl. 9:00–14:00. Veitingar verða í boði í hádeginu. Athugið að ef áhugi er á að kynna sér námið í leiklistardeild er best að mæta í fasta dagskrá frá kl. 9:00–11:00. Víkingasvar Jóns Leifs Sú metnaðarfulla ákvörðun sænsku tónlistarútgáfunnar BIS á sínum tíma að hljóðrita öll verk Jóns Leifs til útgáfu veldur ekki vonbrigðum. Nú hefur enn einn geisladiskurinn, Víkingasvar, ratað í hillur verslana og fær hann líkt og hinir fyrri mjög jákvæðar umsagnir fagaðila í tónlist víða um heim. Í októberhefti BBC Music Magazine, eins af virtari tónlistartímaritum heimsins, fær geisladiskurinn ákaflega góða dóma. Tímaritið hefur þann háttinn á að gefa stjörnur fyrir hljóm annars vegar og flutning hins vegar. Víkingasvar fær einfaldlega fullt hús stiga, eða fimm stjörnur fyrir hvort tveggja. Sinfóníuhljómsveit Íslands leikur á disknum undir stjórn Hermanns Bäumer auk þess sem Mótettu- kórinn og Schola Cantorum syngja undir stjórn Harðar Áskelssonar, Karlakórinn Fóstbræður syngur undir stjórn Árna Harðarsonar og Kór Kársnesskóla undir stjórn Þórunnar Björnsdóttur. Guðrún Edda Gunnarsdóttir, Finnur Bjarnason og Ólafur Kjartan Sigurðarson syngja nokkur verka Jóns og að öðrum ólöstuðum hlýtur Guðrún Edda gríðarlegt lof fyrir frammistöðu sína. Einnig skipa þeir Sigurður Flosason, Jóel Pálsson, Kristinn Svavarsson og Hafsteinn Guðmundsson saxófón- kvartett á titilverki disksins. www.sinfonia.is. ❊ m y n d li s t Á m ö r k u m v e r u l e i k a n s / Ú r d j ú p i n u Nú stendur yfir ljósmyndasýning ljósmyndaranna Jónu Þorvaldsdóttur og Izabelu Jaroszewsku í Hafnarborg. Um ljósmyndir sínar segir Jóna: "Markmiðið er að fanga sérstök atvik og andrúmsloft sem ég upplifi. Stundum er ekki alltaf allt sem sýnist í kringum okkur. Ég upplifi myndirnar mínar oft á sérstakan og allt annan hátt þegar þær koma í ljós í myrkrherberginu en þegar ég tók þær. Öðruvísi tilfinningar vakna og ég leiði hugann að því hvort það sé ekki ýmislegt í kringum okkur sem við tökum ekki eftir í fljótu bragði, þetta eru kannski ekki alltaf tilviljanir? Ég treysti á innsæið. Íslensk náttúra, stórbrotin og dularfull heillar mig mjög. En skilin á milli íslenskrar náttúru, skugga, ljósa- myndunar eða jafnvel ímyndunar eru ekki alltaf skýr. Hvar eru mörkin á milli? Hvað er raun- verulegt?” Myndir Jónu eru allar handstækkaðar á fiber pappír. Þess má geta að á sýningunni eru m.a. 5 ljósmyndir sem Jóna tók í Selárdal á Listasafni Samúels Jónssonar áður en uppbygging staðarins hófst og hefur hún ákveðið að láta söluverðs þeirra renna til Félags um endurreisn lista- safns Samúels Jónnsonar í Selárdal. Heimasíða Jónu er www.jonath.is Izabela Jaroszewska leitast við að endurspegla sálina og eðli bænarinnar í ljósmyndum sínum. Titlill myndaseríunnar “De Profundis” eða “Úr djúpinu” undirstrikar þetta. Izabela túlkar daglegt líf og bænahald karmelsystra í Póllandi og á Íslandi í ljósmyndum sínum og hún leitast við að miðla þögninni og dulúðinni sem mætir linsuopinu á því augnabliki sem smellt er af. Það sé ljósmyndarinn, ekki myndavélin, sem tekur myndina. Söluverð myndanna hennar rennur allt til Karmelsystranna í Póllandi. Heimasíða Izabelu er: www.jaroszewska.eaf.com.pl. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga frá kl. 11 til 17 og henni lýkur 29. nóvember. Mörkinni 6, sími 588 5518. Opið virka daga frá kl. 10-18 Opið laugardaga frá kl. 10-16 Úlpur fyrir ungu stúlkuna, mömmuna, ömmuna og langömmuna Dúnúlpur - Leðurúlpur - Hattar - Húfur Ragnar Arnalds: MARÍU MESSA „Karlar höggvist og konur drekkist“ Þannig var boðskapur Stóradóms. Mál hennar vakti furðu. Hún bætti gráu ofan á svart. Og brátt var lífi hennar ógnað. Var það kraftaverk eða guðlast? Var hún saklaus eða dauðasek? Skáldsaga um einstætt lífshlaup ungrar konu. Lesið upphaf sögunnar: www.krabbinn.is krabbinn.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.