Morgunblaðið - 25.11.2004, Page 30
30 helgin
❊ maturinn um helgina . . .
Umsjón HBG og myndir GS
Nú er fyrsta aðventuhelgin framundan og alltaf einhver óræð stemmning sem fylgir
því. Eldum einfaldan og þægilegan mat og eyðum smátíma í að skella í eina virkilega
góða smákökuuppskrift.
ostabuff með steiktum lauk og tómatsósu
400 g nautahakk
1 dl brauðrasp
1 dl rifinn ostur
salt, pipar og Season All
1 dl vatn
2 dl rjómi
2 msk tómatsósa
2 laukar, sneiddir
Hrærið allt hráefnið saman og kryddið eftir smekk. Mótið frekar litlar bollur og steikið á pönnu,
brúnið vel. Látið 1 dl af vatni á pönnuna og látið suðuna koma upp. Hellið rjóma saman við og
hrærið þannig að blandist vel. Setjið tómatsósu saman við og hrærið. Steikið laukinn í olíu eða
smjöri á pönnu þar til hann hefur mýkst vel og brúnast. Setjið þá út á pönnuna. Látið allt malla
saman í 5 mínútur. Berið fram með góðri kartöflustöppu.
amerískar súkkulaðismákökur
2 dl mjúkt smjör
2 dl púðursykur
1 dl hvítur sykur
1 egg
4 dl hveiti
1/2 tsk natron
1/2 tsk salt
4 dl saxað suðusúkkulaði, má vera hvers konar súkkulaði
Hrærið saman smjör, sykur og púðursykur, brjótið eggið út í. Þeytið þar til þetta er orðið létt og
ljóst. Setjið þurrefnin saman við og hrærið vel. Þá súkkulaðið. Setjið deigið með skeið á plötu
með bökunarpappír. Bakið við 180°C í 8–10 mínútur.
uppáhaldsmaturinn heima?
Íslensk kjötsúpa sem ég og börnin mín eldum saman.
skemmtilegast að elda?
Það sem ég elda hverju sinni.
besta áhaldið?
Microplane-rifjárnin, upphaflega framleidd fyrir Ferran
Adria, eftir að hafa prófað þau getur maður ekki án
þeirra verið.
þarfasti hluturinn?
Beittur og góður hnífur.
besta kryddið?
Um þessar mundir er ég hrifinn af vanillu, þá sérstak-
lega Madagaskar, en er vanur að taka ástfóstri við eitt-
hvað eitt atriði tímabundið.
skemmtilegasta hráefnið?
Ég er svo heppinn að búa í norðlenskri matarkistu sem
aldrei tæmist.
án hvers viltu ekki vera í eldhúsinu?
Thermomixer (matvinnsluvél með hitaelementi).
uppáhaldsmatreiðslubókin?
Um þessar mundir New Tapas, todays best bar food
from Spain eftir Fiona Dunlop. Samansafn af uppskrift-
um bestu tapaskokka Spánar.
Svo eru allar Raymon Blanc bækurnar klassískar.
uppáhaldsmatreiðslumaður?
Raymond Blanc, í seinni tíð Ferran Adria sérstaklega
eftir að ég hitti hann.
F r i ð r i k V. K a r l s s o n
e i g a n d i F r i ð r i k s V. A k u r e y r i
❊ kokkurinnMælt með . . .
eldhúsáhöldunum frá Rösle. Það er
skemmtilegra að nota góð og vönduð
áhöld í eldamennskuna og sömuleiðis
að bera falleg áhöld fram í matnum.
Rösle fæst í Kokku á Laugavegi og
Búsáhöldum í Kringlunni.
Fjölskylduleyndarmálið frá Kötlu er
gefið út í tilefni 50 ára afmælis
fyrirtækisins. Leyndarmálið geymir
margar klassískar uppskriftir sem gott
er að grípa til og þægilegt að eiga á
einum stað, s.s. döðluköku, hálfmána
og lagtertu. Uppskriftirnar eru frá hús-
mæðrum víðs vegar að af landinu.
Ármúla 17a ◆ Sími 553 8282 ◆ www.heilsudrekinn.is
Einstök sölusýning á handmáluðu kínversku postulíni eftir kínverska listamenn