Sunnudagsblaðið - 30.08.1964, Page 10

Sunnudagsblaðið - 30.08.1964, Page 10
gráta og mamma kom strax. Hún tók rjúpuna og bar hana inn í stafgólfið á milli baðstofanna og setti hana þar upp fyrir kistu. Svo var komið með bankabygg og rjóma í undirskálum, en rjúpan snerti ekkcrt og lireyfðist ckki, nema augun. Fálkinn sveimaði lengi yfir bænum, en loks flaug hann burt og þá var rjúpunni sleppt. Hvað hún bar hart væng- ina, er hún flaug yfir í hálsinn á móti. Það var talið lánsmerki fyrir mig, að rjúpan leitaði hælis hjá mér. ★ Á FLÆKINGI. Vorið 1896 hætti pabbi við bú- skapinn í Vatnshól. Bæði var hann oft nokkuð skjótráður, hafði ekki eirð til að seiglast áfram, svo var hann fátækur og skuldugur. Vet- urinn eftir að ég fæddist missti hann mikið af fé sínu í Sporðs- feðga bylnum, og náði sér ekki á strik aftur. Ég fylgdi mömmu, en systrum mínum tveim var komið fyrir. Þá átti mamma bágt, hún elskaði pabba og fórnaði öllu fyrir okkur börnin. Hvar við vorum um sum- arið man ég ekki, en um haustið fórum við að Stóru-Ásgeirsá, og þar fæddist Gunnar bróðir minn fyrir jólin. Á heimilinu var margt fólk og kátt, oft dansað frammi í stofunni. Allir voru mér góðir. Ekki man ég eftir neinu mark- verðu þár, nema Stefáni Helgasyni. Hann var förumaður, ólánlegur í andliti, þrekvaxinn og luralegur, hversdagsgæfur og sagður vel viti borinn. En það, sem gerir mér hann minnisstæðan var frámuna- Ipcrii-r Ar|*5rnsháf+nr svn rnt-g hrrmir ■ o'- £ rf '—V. - iai'st hec”r beffa af ?pðbil- un, því hann var efnismaður fram að tvítugu, er skipti um hann. Sagt var, að álfkona hafi lagt þetta á hann, og því trúði hann sjálfur. Hver getur sagt hvað er rétt og ekki rétt, sem kemur frá því ósýni lega? Og einkcnnilegt var það, að hverjum sem hrekkjaði Stefán eða hræddi kom strax geypileg hefnd fyrir. Á daginn sat Stefán á rúmi í baðstofunni, oftast hljóður og þungbúinn, en á nóttum varð hann að sofa í útihúsum. Vorið eftir fórum við áð Litlu- Ásgeirsá, mamma, ég og Gunnar, en pabbi var ekki með okkur. Ég man lítið eftir mér þar, nema mamma fór með okkur Gunnar cinn daginn yfir að Auðunnarstöð- um. Hún bar Gunnar á bakinu í skinnskjóðu, en yfir Víðidalsá óð hún með mig á bakinu, en Gunnar við brjóstið. Qkkur var tekið ágæta vel, fengum nýja kjötsúpu og kjöt að borða, og þær beztu gulrófur, sem ég hef nokkurn tíma bragðað. ★ A9 HNAUSUM Pabbi hafði hug á að fara að búa aftur, og leitaði eftir jarð- næði. Iíann liitti Benedikt Blöndal í Hvammi, umboðsmann konungs- jarða, er hafði umráð Bergstaða á Vatnsnesi, sem þá voru lausir úr ábúð. Benedikt tók málaleitun pabba vel og líklega, og er þeir kvöddust bað liann pabba fyrir bréf til manns á Reykjum í Mið- firði, sem þyrfti að berast fljótt. Pabbi gerði §ér ferð til að skila bréfinu, sem reyndist vera bygg- ingarhréf til viðtakanda fyrir Berg stöðum. Benedikt hefði getað spar að sér þetta, því ekkert hafði pabbi gert f hluta hans. Pabbi réðist síðan vetrarmaður til Magnúsar Steindórssonar í Hnausum, átti að vera fjármaður. Magnús bauð honum tvö hundruð krónur í kaup, sem var geysrhátt þá, er árskaup vinnumanna var eitt hundrað krónur. Auk þess mátti pabbi hafa mig með sér. Ég man vel er við pabbi komum í hlað ið í Hnausum sunnan frá Skriðu- vaðinu. oabbi á Rkióna sinum. en &-r V-v>Jiwri ’ £, 1ar]']rinrn ’’ " ' 1"or*nrf eornG'míq tvPÍT monn n'i no^an í hlaðið. og var teymt undir öðrum. Það var Bene- dikt Blöndal, sem hafði steypst af hestinum og misst sjón á heila auganu, sjón á hinu hafði liann misst áður. Svona gctur forsjónin verið gamansöm, og þó það lýsi ekki góðu hugarfari, hefur mér alltaf fundist Benedikt þetta mátu legt. Þegar ég var í Hnausum var þar stórbýli, enda var Magnús Stein- dórsson einn af stórbændum sýsl- unnar, hélt uppi rausn og risnu. Hann var af landaðli austur sýsl- unnar, stórlátur, stórlyndur og vægði hvergi, vitur maður og góð- ur. en nokkuð bráðlyndur. Búið var stórt. um 30 nautgripir í fjósi, um 60 hross, um 500 fjár sett á vetur, auk 40 fyrir vanhöldum. Af fénu voru 150 sauðir, 250 ær og 140 lömb. Venjulega voru um 30 manns í heimili, og svo mun hafa verið, er ég var þar. Vinnuergi var mikil, og Magnús alltaf á ferð- inni að líta eftir, hvort enginn svik ist um. Aldrei sá ég hann snerta á verki nema einu sinni, er hann rifjaði flekk í túninu í brakandi þurki, en allir hömuðust við að snúa lieyinu. Aldrei sá ég Magnús að öllu ódrukkinn þann tíma, sem ég var þar, hálft annað ár. Ég held iiann hafi trúað á brennivíríið. Þegar Guðrún, húsmóðirin, kom á morgn ana í búrið var það fyrsta verk hennar að opna skáp, sem var á búrþilinu. Þar tók hún út svarta pelaflösku og bolla, helti brenni- víni í boilann, lét tappann í flösk- una og hvort tveggja í skápinn og skildi lykilino eftir í skránni. Ann- ars hafði hún lykilinn ailtaf í vas- anum. Magnús kom nokkru síðar, grettur, svipharður og þegjandi, tók bollann og drakk allt úr hon- um í teig, allar hrukkurnar hurfu og harín varð hýr á svipinn.,Mikið mátti það vera gott, sem var i flösk unni. Svo fór hann á stað í eftir- litsferð, alltaf með hendurnar i jakkavösunum, og vasarnir sigu því neðar. sem Magnús var meira „irV’r.?, rrrvVV '• bnr|<j r^”nrpim vqr hann orðinn ofdrukkinn um hádegi og svaf þá I 2—3 tíma, en tvíhlóð þann daginn. Uppáhaldsmatur hans var grasagrautarhræringur, sem hann borðaði með hornspæni úr skál með hanamyndum. 010 SUNNUDAGSBLAÐ - ALÞÝÐUBLAÐIÐ r

x

Sunnudagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sunnudagsblaðið
https://timarit.is/publication/302

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.