Eintak - 30.03.1994, Side 26
Pálmi Gestsson leikarí hefur veríð inn á geðdeildum að undanfðrnu til að undirbúa sig undir hlut-
verk McMurphys í Gaukshreiðrinu sem Þjóðleikhúsið frumsýnir á Stóra sviðinu um miðjan apríl.
„Þeir ætluðu tæpast að sleppa mér út aftur,“ segir Pálmi og glottir nærri því eins og Jack Nicholson
þegar hann lék McMurphy sællar minningar í bíómyndinni One Flew Over the Cuckoo’s Nest
sem Milos Forman leikstýrði árið 1975. Myndin var gerð eftir skáldsögu Ken Kesey.
^ Gerður Kristný ræddi við Pálma. i mW
„Ég er oft spurður að því hvort ég
sé að leika Jack Nicholson en sá ka-
rakter er ekki í leikritinu," segir
Pálmi. „Það truflar mig ekkert að
leika sama karakter og Nicholson
lék svo eftirminnilega. Leikhús og
kvikmynd eru nefniiega mismun-
andi miðlar. Nicholson gat verið
sæll og rólegur með glott á vör í
nærmynd á kvikmyndatjaldinu.
Slíkt gengur aftur á móti ekki á
sviði þar sem augnaráð leikarans
sést ekki.
Ég gæti aftur á móti vel trúað því
að það trufli leikhúsgesti að ég sé í
hlutverki McMurphys því þeir eru
náttúrlega vanir því að Nicholson
leiki McMurpy. Hið sama myndi
gerast ef ég væri fenginn til að leika
Njál á Bergþórshvoli eða Gunnar á
Hlíðarenda. Fólk gæti hugsanlega
haft aðrar hugmyndir um það
hvernig þeir ættu að líta út þótt það
hefði aldrei séð þá kappa í raun og
veru.
Mér finnst Nicholson afspyrnu-
góður leikari. Ég sá hann í Gauks-
hreiðrinu þegar hún var sýnd í
Tónabíói í gamla daga og fannst
hann standa sig afskaplega vel þar.
Hann gerði ekki alltaf
neitt sérlega mikið og
gat stunaum látið
alottið eitt nægja.
Sjálfur þarf ég að taka
meira á á sviðinu.
Svo sá ég Gaukshreiðrið aftur í
sjónvarpinu um daginn. Ég var dá-
lítið hræddur við að sjá myndina
aftur en það reyndist vera algjör
óþarfi því hún hefur elst mjög vel
og er orðin klassísk. Shining sá ég
örugglega sjö sinnum og Nicholson
var stórgóður þar. Jafnframt fannst
mér Nicholson vera djöfúlli fínn í
kvikmyndinnni A Few Good Men.
Hann var svo skemmtilega brjálað-
ur.“
Pálmi er ekki óvanur því að leika
í leikriti sem einnig hefur verið gert
að kvikmynd. Hann lék hinn kald-
riíjaða Valmont í leikritinu Hættu-
leg kynni á Stóra sviði Þjóðleik-
hússins en verkið var samið upp úr
bréfaskáldsögu Choderlos de
Laclos.
„Ég var heppnari í það skiptið
því kvikmyndin var tekin hér til
sýningar á eftir leikritinu. Svo vildi
líka þannig til að sýningin í Þjóð-
leikhúsinu var afar illa sótt. Ég sá
Hættuleg kynni eitt sinn á sviði í
London og það var mun betra en
sjálf kvikmyndin. Auðvitað er allur
gangur á þessu. Hvað hefur maður
ekki heyrt oft, þegar myndir eru
gerðar eftir bókum, að bókin hafi
verið mun betri?“ segir Pálmi.
Vonandi fer ekki eins með að-
sóknina að Gaukshreiðrinu og
Hættulegum kynnum. Að minnsta
kosti fúllyrðir Pálmi að leikritið sé
afskaplega gott.
„Rétt eins og öll góð hlutyerk er
hlutverk McMurphys erfitt. Eg
túlka McMurphy eilífið
öðruvísi en Nicholson.
Mér finnst hann vera
mun kraftmeiri og
opnari í leikritinu en
í kvikmyndinni. Þótt hann
sé fjörugur í kvikmyndinni er hann
mun hressari í leikritinu. Það er
ekki alltaf verið að stokka spila-
bunka með sígarettu milli varanna.
En þetta er bara spurning um
hvaða leið er valin í túlkuninni.
McMurphy er í raun og veru
ósköp eðlilegur maður. Það eina
sem hann hefur á samviskunni er
að hafa lent í slagsmálum og hafa
verið í tygjum við fullungan kven-
mann. Hann er bara nokkuð fjör-
ugur strákur. En McMurphy er af-
skaplega virkur maður og allt að
því ofvirkur.
Hann lendir því miður í því að
vera lokaður inni á geðdeild. Þar
kemur hann inn í heim sem á ein-
faldlega ekki við hann. Sumir þeirra
sem lokaðir eru inni á deildinni
geta ekki horfst framan í lífið fyrir
utan. McMurphy lífgar upp á þá og
gefur lífi þeirra gildi.
Þótt þeir séu óneitanlega afar
sérstakir ber McMurphy djúpa
virðingu fyrir þeim. Þeir hafa verið
salírólegir árum saman og ef-
laust hafa margir
hverjir fengið lóbotóm-
íu sem felst í því að
fleini er stungio upp í
aðra nasaboruna og
hrært í framheilanum.
Eftir slíka aðgerð fær-
ist mikil ró yfir fólk.
Mér skilst að læknavísindin séu
enn ekki alveg viss um hvað gerist í
raun og veru við þá aðgerð. Mér var
sagt að hún hafi uppgötvast þegar
afar skapstyggur verkstjóri við járn-
brautir í Bandarikjunum var að
troða dýnamíti í sprengiholur með
járnkarli þegar allt sprakk í loft
upp. Við það skaust járnkarlinn inn
um augað á verkstjóranum og inn
að heila. Hann var þetta líka róleg-
ur í tíðinni þaðan í frá. Aftur á móti
tók hann upp á því að blóta og
klæmast eins og sjóari. Ekki fannst
nein haldbær skýring á því hátta-
lagi.
McMurphy er enginn fyrir-
myndarmaður. Þess í stað er hann
grófúr óaldamaður og það kemur
vel fram í verkinu. Hann væri til
dæmis örugglega maður sem berði
sýslufulltrúa og ekki vildi ég mæta
honum í húsasundi. Það breytir þó
ekki því að hann býr yfir ýmsum
góðum eiginleikúm sem ekki finn-
ast á hverju strái. Hann býr til
dæmis yfír heiðarleika gagnvart
sjálfum sér sem og öðrum. Þó hann
hafi peninga af mönnunum á
deildinni í spili segir hann þeim áð-
ur frá ætlun sinni.“
Pálmi er þess fullviss að
McMurphy sé langt frá því að vera
geðveikur. „Hann á við persónu-
leikatruflanir að-stríða en hver hef-
ur það ekki? Gaukshreiðrið
fær mann til að velta
því fyrir sér hvers
virði einstaklingurinn
er oa hvort við
þurfum að steypa alla
í sama mÓt.Máfólkekkibara
fá að vera í friði eins og það er?
Mér fínnst boðskapur Gauks-
hreiðursins vera sá að við eigum að
leyfa hverjum einstaklingi að vera
eins og hann er. Okkur hættir
nefnilega oft til að dæma fólk of
fljótt ef það fellur ekki inn í hóp-
inn“.
Gaukshreiðrið endar á því að
McMurphy hefur verið látinn taka
inn deyfandi lyf sem valda því að
hann veit hvorki í þennan heim né
annan. Indíáninn, sem McMurphy
hefur fengið til að tala eftir margra
ára þögn, getur ekki horft upp á
ástand hans til lengdar og kæfir
hann með því að leggja púða fyrir
vit hans.
„Verkið hefði aldrei orðið jafn
áhrifaríkt ef það endaði ekki ná-
kvæmlega svona. Annars hefði
þetta ekki orðið nein saga. Dramat-
ískt séð gæti ég því alls ekki hugsað
mér endalok McMurpys neitt
öðruvísi," segir Pálmi.
Sami endir heillaði svo kvik-
myndahúsgesti nær tíu árum eftir
að Forman gerði Gaukshreiðrið í
frönsku myndinni Betty Blue sem
gerð var eftir skáldsögu Philippe
Djian, 37,2 le matin.
Indíáninn er leikinn af Jóhanni
Sigurðarsyni og hentar hlutverkið
óneitanlega vel stærð hans. Louise
Fletcher í hlutverki hjúkrunar-
konunnar Ratchet er flestum þeirra
í fersku minni sem séð hafa kvik-
myndina enda fékk hún Óskars-
verðlaunin fyrir túlkun sína. Ragn-
heiður Steindórsdóttir leikur
Ratchet í uppfærslu Þjóðleikhúss-
ins.
„Það sem er svo óhugnanlegt við
Ratchet er að hún er mjög eðlileg
manneskja sem vill afar vel. Hún
heldur að hún sé að gera vistmönn-
um geðdeildarinnar gott með þeim
aga sem hún beitir.
Hægt er að setja Gaukshreiðrið í
mjög vítt samhengi. Ratchet
gæti til dæmis vel
verið fulltrúi stjórn-
valda og valdníðslu
þeirra. Hun beitir valdi
til að hafa allt í röð
og reglu á deildinni.
Meira að segja læknirinn á deild-
inni ræður engu.
Lýðræðið á geðdeildinni virðist
líka vera ósköp svipað því lýðræði
sem tíðkast í íslensku þjóðfélagi; yf-
irmaður á Ríkisútvarpinu rekur
undirmann sinn. Þá birtist bara yf-
irvaldið og ræður manninn aftur,“
segir Pálmi og að þessu sinni glottir
hann alveg nákvæmlega eins og
Jack Nicholson þegar hann lék
McMurphy.O
26
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994