Eintak - 30.03.1994, Blaðsíða 25
„responsibility", segir hún. „Fólk
notar þetta mikið til að draga til sín
staðfestingar- eða stuðningsöfl í líf-
inu. Ég er líka með englaspil en í
stokknum eru rúmlega sjötíu spil
og með þeim fylgir bók með falleg-
um texta sem á við hvert spil.“
Er spilið notað til að ná sambandi
við engla?
„Já það er eins og í bókunum
sem ég er með en ein þeirra heitir
Boðberar ljóssins, þetta er til að
hjálpa fólki að skynja að það eru til
englar sern við getum kallað á, okk-
ur til hjálpar. 1 fyrra voru tvær
greinar í bandaríska nýaldartíma-
ritinu Body, Mind and Spirit um
nýjabókTerrys Lynns Tailors
sem skrifaði Boðbera Ijóssins og við-
brögð lesenda við þessari grein
voru gífurleg. Þeir skrifuðu fjölda
bréfa um reynslu sína og upplifanir
á englum og það var stórkostlegt að
lesa þetta. Ég fæ alveg gæsahúð þeg-
ar ég hugsa um þetta. Fólk var að
segja frá hlutum sem það hafði eng-
um sagt í fjölda ára. Það var meðal
annars bréf frá konu sem hafði séð
dóttur sína detta út um gluggann af
annari hæð og horft á hana koma
sömu leið til baka. Þetta var svo
ótrúlegt en gat ekki legið öðruvísi í
hlutunum en að einhver væri í
kring til að vernda viðkomandi.
Það var sagt frá fólki sem var að því
komið að keyra fram af vegabrún í
sótsvartri þoku en stöðvaði allt í
einu bílinn vegna hugboðs og
bjargaðist... Önnur frásögn skýrði
frá hópi sem var á báti einhvers
staðar langt úti á sjó og báturinn
bilaði og þau vissu ekkert hvar þau
voru. Ein konan varð þá fyrir því að
engill kom til hennar í draumi á
fjórða degi eftir að báturinn bilaði
og þeim var bjargað daginn eftir.
Sumir lesendanna höfðu séð
svipi, öðrum fannst þeir vera
verndaðir og þriðji hópurinn hafði
séð englana í hugleiðsluástandi.
Það var mismunandi hvernig fólk
greindi frá þessu. Ég hef ekki orðið
vör við að Islendingar segðu frá
reynslu sinni af þessum efnum
því það er ekki til
neitt tímarit þar
sem fólk getur
sagt frá svona
án þess að
það komi
fram undir
nafni. Þetta
er enn
n o k k u ð
viðkvæmt
um að vernda mig á ferðalögum og
finn mjög sterkt fyrir návist hans.
Ég tengi mig ekki eins inn á hann
dags daglega. Ég hef fundið fyrir
þessari návist þegar ég hef verið að
keyra illa búin í slæmri færð og
hefði þess vegna getað fokið út af
veginum. Ferðin gekk samt bara
mjög vel. Það er ekki endilega að
mér hafi veið beint bjargað úr ein-
hverri krísu sem slíkri. Ég trúi því
að guð standi að baki þessu öllu
saman og finn fýrir vernd hvort
sem hann sendir engil eða hvað það
nú er ef hann er svo upptekinn
annars staðar. Einu sinni þegar ég
var að fara að fljúga innan lands í
mjög slæmu veðri kom yfir mig ótti
um að vélin myndi láta ófriðlega í
lofti. Mér tókst að sigrast á óttan-
um og þegar ég settist upp í vélina
þá bað ég um vernd fýrir hana og
það var eins og ekki væri vindur í
lofti alla ferðina. Það getur hins
vegar vel verið að einhver annar í
flugvélinni hafi verið að biðja og
þess vegna hafi ferðin gengið vel.
Þetta er bara mín upplifun."
Heldur þú að auðveldara sé að fá
áheyrn englanna en guðs?
„Nei ég held ekki. Bandaríski
englafræðingurinn K-Martin
Kuri segir að við eigum okkur öll
einn engil en hann heyri ekkert í
okkur frekar en guð ef við tölum
aldrei við hann. Þetta er bara
spurningin um hverju maður
hleypir að sér hverju sinni. Mér
finnst auðvelt þegar ég tala við lítil
börn að láta þau sjá engil í kringum
sig. Þeirn finnst það ekkert mál. Þau
loka augunum og segja mér hvernig
hann lítur út.“
Hvernig lýsa þau englunum, eru
þeir með vœngi?
„Það er náttúrlega búið að
ákveða að englar séu með vængi en
þá er það ytri mynd. Krakkarnir sjá
hvernig þeir eru á litinn, hvort þeir
eru í hvítu eða bleiku eða einhverju
þess háttar. Ég held að við höfum
öll skyggnigáfu en lítil börn sem
eru fædd eftir 1989 eru næmari en
ella út af breyttri tíðni í al-
heiminum. Þau eru
mun meðvitaðri
um hver þau eru
þegar þau fæð-
ast.“
Glansmyndaengill
Fyrirmyndin að hinum búttuðu englum endurreisnartímans er sótt í
heiðin sið. Vængirnir sem listamennirnir smelltu á þá eru af örnum,
svönum og gæsum.
mál og fólk heldur að það se eitt-
hvað klikkað ef það upplifir svona
hluti.
Almenningsálitið er það sent
flestir óttast og það kernur fram í
þessari englaumræðu. Við þurfum
hins vegar ekki að gera annað en að
skoða kristinfræðina, þar eru alls
staðar englar og það er engin
ástæða til þess að fólk hætti allt í
einu að sjá englana sem allir sáu
fyrir tvö þúsund árum. Við höfum
aftur á móti lokað mikið á þá hug-
mynd að þeir séu til.“
Hefurþú fundið fyrir návist engla?
„Já, ég hef gert það. Ég á það sent
ég kalla ferðaengil og ég bið hann
Gunnar Þorsteinsson
Englarog
Opmberunar-
bókin
„Englar eru þjónustubundnir
andar, sem eru útsendir í þeirra
þarfir sem hjálpræðið eiga að erfa,
eins og höfundur Hebreabréfsins
orðar það,“ segir Gunnar Þor-
steinsson forstöðumaður Kross-
ins. „Þegar Ijallað er um engla má
ekki gleymast að þeir eru sköpun
Guðs og og eiga sér enga sjálfstæða
Atli Bergmann
MÓTORHJÓLATÖFFARI
„Þegar mér bauðst að verða
„prospect" eða efni i félaga í
Hells Angels þá var ég einstæð-
ur faðir og vissi alveg hvað að-
ildin myndi hafa í för með sér. “
Lúsifer hrakin úr himnaríki
Erkiengillinn Mikael vt'sar Lúsifer á dyr í himnaríki eftirað hann hafði virt vilja guðs að vettugi.
Grafíkmynd eftir Gustave Doré.
tilvist utan hans,“ segir hann.
„Englar eru bæði af illum og góð-
um toga, þar sem hluti af himinsins
her féll með Lúsífer, eins og lesend-
ur EINTAKS þekkja reyndar mæta
vel.
I gegnum tíðina hafa menn fallið
í þá gryfju að tilbiðja engla en það
er að sjálfsögðu langt út úr kortinu
eins og öll önnur tilbeiðsla á sköp-
unarverkinu, menn eiga að til-
biðja Guð einan.
Englar hafa þekkingu á
jarðneskum málefnum og í
mörgum tilfellum afskap-
lega mikinn og vakandi áhuga
og efast ég ekki um að þeir eru í
forundran yfir hvernig hinn
dauðlegi maður skipar málum
sínum á jörðinni. Dag einn kem-
ur að því að hlutverk þeirra verð-
ur sýnilegra og bein afskipti þeirra,
samkvæmt boði Guðs, munu
skekja allt sem skekið verður á
jarðarkringlunni.
í upphafi Opinberunarbókar-
innar má lesa að opinberunin
sem Jóhannes tók á móti var
fyrir milligöngu engils og síðan
er bókin lýsir lokaglímu Guðs
við mannkynið, má sjá að engl-
ar gegna þar ákaflega mikilvægu
hlutverki. Það eru englar sem
hafa milligöngu um þann dóm
Guðs sem mun óhjákvæmi-
lega ganga yfir þennan heim,
og það eru einnig englar, sem
rnunu samkvæmt boði Guðs,
halda verndarhendi sinni yfir
þeim sem Guð innsiglar á þeirri
ögurstund.
Það er of rúmfrekt að gera
grein fyrir því veigantikla hlut-
verki sem englar munu skipa í
nánustu framtíð okkar, en ég vil
taka til eitt dæmi sem okkur Islend-
ingum stendur nærri og er afskap-
lega lýsandi fyrir afskipti engla af
þeirri atburðarás sem frásögn Op-
inberunarbókarinnar geymir. í átt-
unda kaflanum í Opinberunarbók-
inni segir: „Þriðji engillinn básún-
aði. Þá féll stór stjarna af himni,
logandi sem blys, og hún féll ofan á
þriðjung fljótanna og á iindir vatn-
anna. Nafn stjörnunnar er Remma.
Þriðjungur vatnanna varð að
remmu og rnargir biðu bana af
vötnunum, því þau voru beisk
orðin" (tilv. lýkur). „I þessu versi
greinir frá því að þriðji engillinn
afsjö básúnaði og remma meng-;
aði þriðjung vatnanna,“ segir
Gunnar. „Öttinn við þessa
remmu hefur þegar bært á sér
meðal þeirra manna hér á landi
sem hafa varann á. Menn óttast að
„remma“ kunni að menga fiskimið
okkar og kippa þannig fótunum
undan lífsafkomunni. Mönnum er
í fersku rninni hið rnikla kjarn-
orkuslys sem varð í Sovétríkjunum
sálugu og er kennt við Tjernobil.
En orðið Tjernobil merkir einmitt
remma. Allir þekkja hinn mikla
vanda sem súra regninu fylgir, en er
það ekki við hæfi að nefna súra
unm.
Menn þurfa að virkja betur þá
náðargjöf sem englar eru. Það eru
tveir englar sem fylgja mér alla ævi-
daga mína, annar heitir Gæfa, en
hinn heitir Náð. Þegar dansinn ger-
ist krappur fá þeir liðsauka og magt
myrkranna verður áhrifalaust.
Hvernig væri að hyggja að
þessu?“ Q
Aðalsteinn Ingólfsson
LISTFRÆÐINGUR
„Englarnir verða þar að
þerrössuðum goðsagnaverum,
sem kallaðar eru „púttí" og eru
svona litlir og búttaðir krakkar. “
regnið
r e m m u ?
Ég er hrædd-
ur um að englar
Opinberunarbók
arinnar séu farnir að
gera meira vart við sig en
menn gera sér ljóst.
Páskar eru að ganga
garð, en það voru einmitt
englar sem voru við tóma
gröf Drottins er sá atburð-
ur gerðist sem gefur pásk-
unum það innihald sem
raun er á. Það voru englar
sem tilkynntu fæðingu Drottins,
það voru englar sem styrktu Hann
í þjáningu Hans. það voru
englar sem voru við-
staddir er
Hann sté
upp til
himins,
það verða
e n g 1 a r
m e ð
Drottni er
Hann kemur
á ný, það eru
englar sem þjóna
hinum réttlátu og
það verða englar
sem framkvæma dóm
Guðs yfir
illsk-
Guðrún
Bergmann
Betra líf
„Ég á það sem ég kalla
ferðaengil og ég bið hann
um að vernda mig á ferðalög-
um og finn mjög sterkt fyrir
návist hans. “
Gunnar Þorsteinsson,
KROSSINUM
„Það eru tveir englar sem fylgja
mér alla ævidaga mína, annar
heitir Gæfa, en hinn heitir Náð. “
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994
25