Eintak

Eksemplar

Eintak - 30.03.1994, Side 33

Eintak - 30.03.1994, Side 33
í raun er margt sameiginlegt með Sparks og Sykur- molunum. Alvaran er alls fjarri og lífs- gleðin leikur laus- um hala. Sparks hefur verið merkilega lítið hampað í glam- og diskó-uppriíj- unaræði því sem tröllríður öllu þessa dagana. Sparks samanstendur af bresku bræðrunum Ron og Russell Mael. Þeir bræður fluttu til Bandaríkjanna til að slá í gegn og gerðu það...í Bretlandi. Leiðin lá þvínæst beinustu leið heim aftur þar sem fjórar plötur á árunum 1974-1976 færðu þeim frægð og frama á silfurfati. Á þess- um árum átti tónlist Sparks margt sameiginlegt með samtíma hljóm- sveitum á borð við Slade, Sweet og jafnvel ABBA framan af. Glymjandi glam-rokk með áhersluna á melód- íu og skerandi falsettusöng. Sparks höfðu hins vegar alltaf sína sér- stöðu. Þeir voru óþreytandi við að brjóta lögin niður með köflum sem komu eins og álfur út úr hól inn í lögin. Melódíurnar eins og stolnar af barnaplötum og textarnir jöðr- uðu við súrrealisma eins og lagatitl- arnir bera vott um (Thank god it’s not christmas, Hasta manana monsieur, Something for the girl with everything, It ain’t 1918). Þegar fór að líða á áttunda áratuginn fóru vinsældir í Bretlandi að dala fyrir tilstilli pönksins svo Sparks skelltu sér til Þýskalands og lögðust í sæng með poppgoðsögninni Giorgio Moroder upptökustjóra. Þeim hinum sama og Þórir Baldurs- son starfaði fyrir við að útsetja fyrir Boney M, Donnu Summer og fleiri stórstjörnur. Nú var súrre- alismanum klínt á evrópoppið, hljóðgervillinn tók við af gítarnum og undir lokin fékk gamla Hitler- skeggið að fjúka. Hljómsveitin varð geysivinsæl á meginlandi Evrópu og er það enn. Ferill Sparks er perl- um stráður. Þrátt fyrir að þessir safiidiskar séu langir, Mael Intuiti- on inniheldur 20 lög og Profile 40 á tveimur diskum, er lítið um veika bletti. Þetta er grípandi popptónlist þar sem glettnin er aldrei langt undan. í raun er margt sameigin- legt með Sparks og Sykurmolun- um. Alvaran er alls fjarri og lífs- gleðin leikur lausum hala. Sá á við geysilegan vanda að stríða sem ekki léttist upp við að heyra í Sparks. Þessir safndiskar rifja upp gleði- gjafa sem ekkert erindi áttu í glat- kistuna. © Nafn: Gunnar Örn Jónsson Fæðingardagur: 4. júlí 1958 Hæð: 180 sm Þyngd: 80 kg Háralitur: Ljós Augnlitur: Blár Sérkenni: Var einu sinni með vörtu en lét taka hana af. Hver? GUNNAR ÖRN JÓNSSON leikur á gítar í dúettinum Súkkat. Hann semur öll lögin en textana á Haf- þór Ólafsson sem jafnframt er söngvari. Gunnar er kokkur á Við Tjömina en er með annan fótinn í matreiðslunni á Hótel Búðum á Snæfellsnesi. Þar ætlar hann að dvelja yfir páskana. Gunnar er eig- inlega maðurinn á bak við tjöldin í Súkkat. Hveps VEGNA? Hvepnkx? Hv FAÐSVEGNA? HvERT? ,Ætli ég sé ekki bara dálítið hlé- drægur. Mér finnst þægilegt að geta litið upp ffá gítarleiknum þeg- ar við emm á sviði og sjá að allir góna á Hafþór.“ Gunnar viður- kennir þó að hann fái dálítið kikk út úr því að vera uppi á sviði. „Við Hafþór leigðum saman og vorum að leika okkur að því á kvöldin að spila og semja lög og texta,“ segir Gunnar. „Þetta var upphaflega hugsað sem skemmtun fyrir nánustu vini okkar. Það kom okkur því afskaplega á óvart hvað aðrir höfðu gaman af þessu. Þó lit- um við ekkert á Súkkat sem neitt grín. Það hlógu bara allir.“ „Sagt er að við spilum trúbador- rokk og það finnst mér fín skil- greining. Ég hef ekki orðið fyrir áhrifum af neinum sérstökum tón- listarmönnum. En ég hlusta mikið á Megas,“ segir Gunnar. Hann vill þó ekki að sér sé líkt við meistar- ann. Honum finnst það ekki sann- gjamt í hans garð. Súkkat-menn hafa þó gerst svo ffægir að hita upp fyrir hann. „Súkkat kom fyrst ffam í neðan- jarðamæturklúbbnum Lindinni og lék í pásu hjá Inferno 5. Við áttum í tæknilegum örðugleikum því á meðan við lékum var skuggalegur smiður með lepp fyrir öðru auga að negla fyrir alla glugga því löggan var að reyna að komast inn. Það heyrðist bara annað hvert orð hjá okkur,“ segir Gunnar. Ég sá Ijósið. Ég held að það sé betra bara að sjá einhverp farsa í leikhúsinu, en að gera mig að asna i þessum minninganreit um lýðveldið l'sland. og væri ekki úr vegi að kynna lýðveldishátíðar- andlitsfarðann. Þykir hann líkjast mjög hátíðarpússi sannra víkinga. Ólei óleiólei...ólei! Stundum er gott að setjast og hugleiða hvað sé til ráða. Eg sé enga lausn í sjónmáli enda ekki um auðugan garð að gresja. Ekki nema að klifra uppí hæsta tré til að fá yfirsýn yfir heila málið. Sjá lýðveldið i hnotskum. í þessum tilvonandi sælureit allra landsmanna. EINAR MED OLLUM MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994 33

x

Eintak

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.