Eintak

Issue

Eintak - 28.04.1994, Page 10

Eintak - 28.04.1994, Page 10
Lífeyrissjóður verslunarmanna á nær jafn mikið af hlutabréfum og SAL-sjóðirnir Hlutabréfaeignin er 1,2 milljarðar kiróna Hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna hefur vaxið mishratt á undanförn- um árum en stórtækastur í hluta- bréfakaupum er Lífeyrissjóður verslunarmanna sem nú á hlut- bréfaeign upp á rúmlega 1,2 millj- arða króna miðað við bókfært verð. Þessi eign er nær jafnmikil og allra annarra lífeyrissjóða innan Sam- bands almennra lífeyrissjóða en bókfært andvirði hlutabréfa þeirra nemur tæplega 1,7 milljörðum króna. Á meðan sjóðir Sambands aimennra lífeyrissjóða draga úr kaupum sínum á hlutabréfum eyk- ur Lífeyrissjóður verslunarmanna sín kaup. Hlutabréfaeign sem hlut- fali af heildareignum sjóðanna í Sambandi almennra iífeyrissjóða nemur um 2,8 prósentum miðað við bókfært verð, en hlutabréfaeign Lífeyrissjóðs verslunarmanna er nær fjórum prósentum af eignum. Þorgeir Eyjólfsson forstjóri Lífeyrissjóðs verslunarmanna segir að þeir verji að jafnaði tveimur til þremur prósentum af ráðstöfunar- tekjum sínum árlega til kaupa á hlutabréfum en heimiit er sam- kvæmt reglugerðum sjóðsins að verja allt að tíu prósentum til þess- ara kaupa. Ráðstöfunartekjur sjóðsins á síðasta ári námu tæpum sex milljörðum króna þannig að kaupin nema 120 til 180 milljónum króna á árinu. Til samanburðar má geta þess að sjóðirnir í Sambandi almennra lífeyrissjóða vörðu sam- tals rúmlega 170 milljónum króna til hlutabréfakaupa á árinu 1992. Samkvæmt upplýsingum frá sambandinu eiga 16 sjóðanna hlutabréf. Nafnverð þessara hluta- bréfa er 14 milljarður króna en bókfært verð tæplega 1,7 milljarðar króna. Ef miðað er við nafnverð hefur Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar mesta hlutabréfaeign en ef miðað er við bókfært verð er Sameinaði iífeyrissjóðurinn með mesta eign. Hæsta hlutfall hluta- bréfa af eignum hefur Lífeyrissjóð- ur Norðurlands eða 4,28 prósent miðað við nafnverð en Lífeyrissjóð- ur Austurlands er með 6,6 prósent af eignum í hlutabréfum miðað við bókfært verð. Bókfært andvirði hlutabréfa hjá Lífeyrissjóði Dags- brúnar og Framsóknar er um 300 milijónir króna en hjá Sameinaða lífeyrissjóðinum nemur það rúm- lega 350 milljónum króna miðað við úttekt sem gerð var í fyrra. Heildarhlutabréfaeign alira líf- eyrissjóða á landinu var samkvæmt könnun Vinnuveitendasambands Islands í íyrra um 2,3 milijarðar króna og í sömu könnun kom fram að 1,8 prósent eigna lífeyrissjóða- kerfisins var í hlutabréfum ef mið- að er við markaðsverðmæti. Fjórir menn í stjórn Lífeyrissjóður verslunarmanna á nú nægilega hátt hlutfall hlutabréfa í sex hlutafélögum til að hafa þar mann í aðal- eða varastjórn. Guð- mundur H. Garðarsson situr í bankastjórn Islandsbanka og í stjórn Fjárfestingafélagsins. Pétur A. Maack situr í stjórn Máttar- stólpa hf, Valgarður Sverrisson er í varastjórn Jarðborana hf. og Þorgeir Eyjólfsson er í stjórn Þróunarfélags íslands og í vara- stjórn Flugleiða. Þorgeir segir að sjóðurinn fylgi þeirri meginstefnu að fjárfesta í fé- iögum sem skráð eru á Verðbréfa- þingi Islands eða á Opna tilboðs- markaðinum. Hvað varðar kaup sjóðsins á hlutabréfum segir Þor- geir að þau hafi verið að aukast á undanförnum árum og hafí í fyrra numið 2,4 prósentum af ráðstöfun- artekjum. Hvað framtíðina varðar og hvort hann sjái fyrir að stjórn sjóðsins nýti sér fyrrgreinda tíu prósenta heimild segir Þorgeir að það fari nokkuð eftir þróuninni á hiutabréfamarkaðinum. Ef hann styrkist muni kaupin aukast. Dregur úr kaupum Samkvæmt upplýsingum frá töl- fræðideild Seðlabanka íslands drógu sjóðirnir í Sambandi al- mennra lífeyrissjóða úr kaupum sínum á hlutabréfum milli áranna 1991 og 1992, og 1992 og 1993. Fyrra tímabilið nam samdrátturinn 15,6 prósentum en seinna tímabilið 9,8 prósentum. Hlutabréfakaup þessara sjóða höfðu aukist hratt fram til 1991, samkvæmt upplýsingum Seðla- bankans, en síðan dró verulega úr þeim. Þannig var hlutafjáreignin 0,2 prósent af eignum sjóðanna ár- ið 1987 en var komin í 1,3 prósent árið 1990. Síðan jókst hún í tvö pró- sent árið eftir en aðeins í 2,2 pró- sent árið 1992. © Dómsmálaráðuneytið tekur ekki afstöðu til vanhæfi Hallvarðs Ein- varðssonar vegna óskar Sævars M. Ci- esielski um endurupp- töku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna Hallvarður færbeiðn- ina til sín Dómsmálaráðuneytið hefur svarað erindi Sævars M. Ci- esielski frá því í september á síðasta ári þar sem hann fór fram á að verða hreinsaður af öllum sökum í Guðmundar- og Geir- finnsmálunum. I bréfi sínu benti Sævar á að Hallvarður Ein- varðsson, ríkissaksóknari, hafi unnið við rannsókn málanna á sínum tíma og því beri að skipa sérstakan ríkissaksóknara til að íjalla um upptöku málanna. Samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála er ákvörðun um upptöku dæmdra sakamála í höndum Hæstaréttar en ríkis- saksóknari fær beiðnir um slíkt til sín og leggur tillögur fýrir réttinn í framhaldi af því. I svari ráðuneytisins, sem undirritað er af Hjalta Zóphón- íassyni ráðuneytisstjóra, er ekki tekin afstaða til vanhæfi Hall- varðar. Orðrétt segir: „I þessu efni skiptir engu máli þótt þér teljið að Hailvarður Einvarðsson sé vanhæfur, beiðnina skal eftir sem áður senda til ríkissaksókn- ara. Sé talið að um vanhæfi sé að ræða, verður ráðið fram úr því eftir að erindi berst frá yður.“ Sævar á nú í viðræðum við lögmenn til að ákveða næstu skref. „Ég er ekki búinn að hugsa þetta til enda en ég mun form- lega fara fram á endurupptöku málsins innan skamms,“ segir hann. © Tómas Gunnarsson HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR „Ég tel að ólögleg leynisambönd og sam- ráð, skrifleg og munnleg, séu milli áhrifa- manna í Hæstarétti og í héraðsdómstól- Fylgjendur aðildar ís- lands að Evrópubanda- laginu hafa sótt í sig veðrið að undanförnu og hafa ungir jafn- aðarmenn sem fyrr verið þar fram- arlega í flokki. í Morgunblaðinu hef- ur öflugur liðsmaður bæst í hópinn, sem er VALGERÐUR BjARNA- DÓTTIR ekkja VlLMUNDAR heitins Gylfasonar og systir BjÖrns BJARNASONAR alþingismanns. Vaigerður er starfsmaður EFTA í Brussel, en dagar þess annars ágæta bandalags eru senn taldir ef að líkum lætur. Hvað við tekur hjá Valgerðí er óljóst, en talið er að hún ætti víst starf hjá utanríkisþjónust- unni væri hún þess fýsandi, enda fáir íslendingar jafn vel heima í Evr- ópumálunum. Af skrifum Valgerðar þykjast hins vegar sumir ráða að hún hyggist hella sér út i pólitíkina hér heima á nýjan leik ... Tómas Gunnarsson, hæstaréttarlögmaður, hættir málflutningsstörfum og fer jafnframt fram á opinbera rannsókn á embættisfærslu Hrafns Bragasonar, forseta Hæstaréttar Spáir hruni þióðríkisins Deilur Hrafns Bragsonar, for- seta Hæstaréttar, og Tómasar Gunnarssonar, hæstaréttarlög- manns, magnast með hverri vik- unni. Nú er svo komið að Tómas hefur lýst því yfir að hann muni ekki flytja fleiri mál fyrir réttinum eða héraðsdómstólum við óbreytt- ar aðstæður og hefur krafist þess að opinber rannsókn fari fram á emb- ættisfærslu Hrafns. Raunar má skilja á bréfi hans tii dómsmálaráð- herra í síðustu viku að hann hafi hætt málflutningsstörfum. Upphaf deilunnar má rekja til ódagsetts bréfs Hrafhs sem hann sendi öllum héraðsdómstólum í febrúar síðastliðnum. Forseti Hæstaréttar gerði þar að umtalsefni það sem hann telur kærugleði nokkurra lögmanna vegna dóma héraðsdómstólanna og segir að í mörgum tilfellum verði ekki séð að nokkur tilgangur sé með kærum „nema hann sé þá sá að hefta fram- gang málsins. Hæstiréttur ætti hugsanlega að beita ákvæðum um refsimálskostnað í ríkara mæli en gert er“. Með sama bréfi fylgdi listi yfir þá lögmenn sem oftast kærðu mál til Hæstaréttar á síðasta ári. Þar sést að Tómas er með sex kærur en tveir lögmenn með fleiri. Bréfaskriftir dómarans fóru mjög fýrir brjóstið á iögmönnum og margir sem eru á listanum hafa unnið fleiri kærumál en þeir hafa tapað og finnst því ómaklega að sér vegið. En þótt flestir þeirra líti svo á að Hrafn hafi gert mistök vilja þeir ekki fara í hart. Af samtöium við lögmenn má ráða að þeim þyki einnig miður hvernig Tómas hefur haldið á málinu. En Hrafn lítur greiniiega ekki svo á að hann beri nokkra sök á deilunni sem hefur ekki orðið til þess að lægja öldurn- ar. I bréfi til stjórnar Lögmannafé- lags íslands 28. febrúar sakar hann Tómas og Jón Oddsson, hæsta- réttarlögmann, um-að hafa komið bréfi sínu og fýlgigögnum til fjöl- miðla. „Þetta hefur valdið hæsta- réttardómurum og lögmönnum miklum leiðindum,“ segir orðrétt. Síðan varpar hann ábyrgðinni á deilunum alfarið á lögmenninna tvo. „Þótt hrapalega hafi tiltekist vegna frumhlaups fyrrgreindra lög- manna vona ég að þetta skapi ekki langvarandi örðugleika í samstarfi stjórnar Hæstaréttar og lög- manna.“ Tómas krafðist þess að fá að sjá þessi tvö bréf þegar vitnaðist um þau en var neitað. Þau bárust hon- um loks frá Héraðsdómi Vest- fjarða. Fullyrti hann að ritun, send- ing, móttaka og dreifing leynibréfa forseta Hæstaréttar, eins og hann kallar þau, hafi alvarlegt lögbrot í för með sér. Á miðvikudaginn i síðustu viku krafðist Tómas þess að Valtýr Sig- urðsson, héraðsdómari, viki úr sæti í máli sem Tómas átti hlut að sem verjandi. Sagði Tómas að Val- týr gæti ekki litið af óhlutdrægni á málið þar sem hann hefði undir höndum leynibréf frá Hæstarétti um Tómas sjálfan. Vildi hann leggja fram skjöl máli sínu til stuðnings. Dómarinn hafnaði því á þeim forsendum að þau væru þessu tiltekna málinu óviðkomandi. Þá lýsti Tómas því yfir að hann myndi ekki flytja fleiri mál fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur og óskaði eftir að málinu yrði frestað svo að skjól- stæðingur hans gæti útvegað sér annan lögmann. Dómarinn varð við því. Daginn eftir, 21. apríl, ritaði Tómas æðstu embættismönnum þjóðarinnar bréf — forsetanum, forsætisráðherra, forseta alþingis, Hrafn Bragason FORSETI HÆSTARÉTTAR „Þótt hrapalega hafi tiltekist vegna frumhlaups fyrrgreindra lögmanna vona ég að þetta skapi ekki langvarandi örðug- leika í samstarfi stjórnar Hæsta- réttar og lögmanna. “ ríkissaksóknara, Hæstarétti og mörgum fleirum. Þar skorar hann á þessa aðila að hlutast til um opin- bera rannsókn á bréfaskriftum Hrafns. Meðfýlgjandi var afrit af ít- arlegu bréfi hans til Þorsteins Pálssonar, dómsmálaráðherra, sama dag. Þar segist hann telja sér „skylt að upplýsa dómsmálaráð- herrann um stöðu mála, sem tengd eru Hæstarétti Islands og héraðs- dómstólunum, eins og þau horfa við mér, við starfslok mín sem málaflutningsmanns". Auk þess að fjalla um bréfaskriftir Hrafns rifjar hann upp ýmis önnur mál sem hann er ósáttur við og segir svo: „Ég tel að ólögleg leynisambönd og samráð, skrifleg og munnleg, séu milli áhrifamanna í Hæstarétti og í héraðsdómstólunum. Þetta vita margir dómarar og embættis- menn, en þeir treysta [sérj ekki til andmæla eða athugasemda, vegna þess að embættismenn réttarkerfis- ins eiga hlut að lögbrotunum.“ Undir lok bréfs síns lil dóms- málaráðherra lýsir Tómas síðan áhyggjum sínum af hraðri afturför og hnignun réttarkerfisins og tekur svo djúpt í árinni að segja að hrun íslenska þjóðríkisins sé hafið. „En ég ætla ekki að láta við það sitja að upplýsa dómsmálaráðherrann ein- an sér. Ég vil upplýsa fleiri og ráð- geri ásamt fleira fólki að gefa út bók um þessi mál.“© FIMMTUDAGUR 28. APRÍL 1994 A 10

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.