Eintak

Tölublað

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 28

Eintak - 28.04.1994, Blaðsíða 28
Hann er á Húsavík í kvöld. Sniglabandið heldur áfram að sinna utanbæj- arlýðnum. Föstudag voru strákarnir í Kántrýbæ, í kvöld á Fossinum t Garðabæ. Vinir Dóra spila á verkalýðshátið á Hótel Læk á Siglufirði. Fánar ásamt Björgvini Halldórssyni hinum eina og sanna eru á Calé Royale í Hafnarfirði í góðum Brimklóarfíling. BAKGRUNNSTÓNLIST Halli Reynis er loksins kominn aftur á Feita dverginn. Píanótónlist mun gæla við hlustir gesta Hótel Borgar í kvöld. Tvennir tímar er hljómsveit sem spilar fs- lenska og erlenda slagara í bland og er á Café Amsterdam í kvöld. K L A S S í K Gunnar Kvaran sellóleikari heldur einleiks- tónleika í Gerðubergi kl. 17.00. Gísli Magnús- son leikur undir á píanó. Leikin verða verk eltir Beethoven, Fauré og Haf- liða Hallgrímsson. Kaffíhús BENEDIKT SlGURðSSON „Bókmenntaupplestur er tilraun mannsins til að skilja sjálfan sig. Bókmenntakvöld verður haldið á Hressó í kvöld og er það annað af þremur sem haldin eru í tilefni af 60 ára afmæli kaffxhússins. Skipu- leggjendur eru ljóðskáldin Ari Gísli Bragason og Benedikt Lafleur, en kynnir er Kjartan Magnússon „Það þótti við hæfi að bjóða upp á bókmenntakvöld því fastagestir Hressó voru lengst af bókmennta- fólk eins og til dæmis þeir Steinn Steinarr, Gunnar Dal og Þor- geir Þorgeirsson. Reynt verður að vekja upp stemninguna sem ríkti áður fyrr á Hressó enda eiga kaffihús og bókmenntir alltaf sam- an,“ segir Benedikt. Hann segist jafnframt vonast til að bókmenntakvöld verði fram- vegis haldin reglulega í bænum þar sem hver sem er getur komið og lesið upp verk sín, því oft ráði klíkuskapur því hver lesi á svona uppákomum. I kvöld lesa upp meðal annarra þau Sigurður Pálsson, Elísabet Jökulsdóttir, Berglind Gunn- arsdóttir, Benedikt Lafleur og Gerður Kristný, en annað kvöld verða þau Jón Óskar, Bjarni Bjarnason og Nína Björk Árna- dóttir meðal upplesara. Hvernig stendur ú nafninu þínu, Lafleur? „Ég hef bæði franskan og ís- lenskan ríkisborgararétt og svo er ég að reyna að skapa mér ákveðið nafn,“ segir Benedikt sem þar til fyrir skömmu síðan var Sigurðs- son. Best ég spyrji þig hvert hlutverk Ijóðsins sé í dag: Hvert er hlutverk Ijóðsins í dag? „Að standa gegn straumnum." Hvaða straumi? „Straumi hringsins." Hvaða hrings? „Hins sjálfkrafa eða þess sem gerist án þess að maður viti af hverju.“ Temp Jahá, en afhverju heldurðu að það séu haldin svona mörg Ijóðakvöld um þessar mundir? „Tómhyggjan á sinn þátt í því. Hún kallar á leit manns- ins að sjálfum sér og birtist leitin í ýmsum myndum, meðal annars í J bókmenntaupp- lestri. Þetta er tilraun manns- ins til að skilja sjálfan sig.“ © PANSSTAÐIR Aggi Slæ og Tamlasveitin verður aó venju á Ömmu Lú. Orn Árnson skemmtir matargest- um. Léttir sprettir er eldhress hljómsveit sem spilar fyrir gesti Rauöa Ijónsins. L E I K H Ú S Skilaboðaskjóðan sýnd kl. 14.00 [ Þjóðleik- húsinu. Sýningum fer fækkandi og veröur síö- asta sýningin um miðjan maí. Sumargestir sýndir af Nemendaleikhúsinu í Lindarbæ kl. 20.30. Þetta er mjög góð sýning með mjög fallegri sviðsmynd en eilítið síðri búningum. Hugleikur sýnir Hafnsögur kl. 20.30 í Hafn- arhúsinu. Tekið skal fram að Sævar Sigurgeirs- son er einn af höfundum leikritsins. Gauragangur á Stóra sviði Þjóðleíkhússins kl. 20.00. Þetta ætlar að verða vinsæl sýning. Allt uppselt. FYRIR BIOELSKA í bíósölum borgarinnar eru nú sýndar 33 bíómyndir. Ef reikn- að er með að þær séu allar af meðallengd eða um 90 mínútur (sem þær eru alls ekki, heldur eru óvenju margra myndir miklu lengri), þá tekur það um 50 klukkustundir að sjá þær all- ar. En það er ekki bíó allan sól- arhringinn. Ef maður byrjar á fimm-biói á mánudegi og sér síðan sjö-, níu- og ellefu-sýn- ingar alla daga vikunnar og bætir við þrjú-sýningum um helgar þá tekur það mann rétta viku að sjá allar myndirnar að viðbættum fimm-, sjö- og niu- sýningum á mánudeginum eftir viku. En þá verða sjálfsagt komnar nýjar myndir í ein- hverja salina. Hljómsveitin Tempótaríós kemur í fyrsta sinn fram opin- berlega í kvöld og leikur á veitingastaðnum 22. í bandinu eru fjórir fyrrverandi meðlimir stuðbandsins Júpiters, þeir Krist- inn H. Árnason gítarleikari, Hjalti Gíslason trompetleik- ari, Pieter Pennings slagverksleikari og Halldór Lárusson trommuleikari. Þeim til fulltingis er Birgir Mogensen sem plokkar bassann, en hann var meðal annars í Kuklinu í gamla daga. Halldór Lárusson trommuleikari segir að nafn hljómsveit- arinar eigi sér rætur í menningu Caldeu-manna. „Caldear voru þjóðflokkur í Karíbahafinu sem dó út fyrir þúsundum ára,“ segir hann. „Þeir voru upphafsmenn stjörnuspekinnar og við komumst yfir upplýsingar frá þeim um þrettánda stjörnumerkið, en öll stjörnuspekin hingað til hefur verið byggð upp á misskilningi. Hlutverk Tempótaríós er að leiðrétta þann mis- skilning." Hvernig músik spilar hljómsveitin? „Þetta er dansvæn tónlist en greina má áhrif frá fönki, latin og fusion þann- ig að útkoman verður confusiott eins og Kristinn gítarleikari hefur kallað það. Músikin er mjög frjálsleg í uppbyggingu því við flytjum ekki fullkláruð lög held- ur erum við meira með beinagrindur að lögum sem við leikum okkur með og spilum kringum. Undirtónninn er að hafa gaman af þessu og hver hljóðfæra- leikari fái að njóta sín og spila af fingr- um fram.“ Eru Júpiters alveg hcettir? „Nei, hljómsveitin er bara í ótíma- bundinni hvíld. Slagorð Júpiters er „til Júpiters að eilífu“ þannig að hljómsveit- in verður alltaf til þótt hún sé ekki starf- rækt um þessar mundir. Hún á eftir að rísa úr dvalanum aftur þótt enginn viti hvenær það verður. Hljómleikar Temp- ótaríós á „22“ eru tileinkaðir afmæli Júpiters en hljómsveitin er fimm ára um þessar mundir. Helsti hvatinn að því að við fórum af stað er koma hollendings- ins Pieter Pannings til landsins, en hann er djembe-virtúós sem hefúr stúderað djembe í mörg ár hjá vestur-afrískum kennara. Þetta verða einu tónleikar okk- ar í bili en spilamennskunni verður væntanlega haldið áffam í sumar.“ © Gleðigjafarnir á Stóra sviði Borgarleikhúss- ins kl. 20.00. Leikritið fjallar ekki um stúlku sem flakkar um og er heldur ekki með söngvum eftir Egil Ólafsson. Þess f stað fjallar það um gamlar reviusljörnur og er ekki með neinum söngvum. O P N A N 1 R Ráðhíldur Ingadóttir opnar málverkasýningu f Nýlistasaíninu og Eygló Harðardóttir sýnir á efri hæðinni. Eygló sýnir verk úr gipsi en einnig Ijósmyndir og teikningar. Sigurður Örlygsson opnar sýningu á Sólon (slandus. Alda Sigurðardöttir opnar sýningu f Portinu í Hafnarfirði á verkum geröum úr tvinna, bók- bandslími, plexigleri og stáli. Alda segirvið- fangsefni sitt vera að munda lítið verkfæri og tengja saman þræði í litlar myndir sem sjálfar eru augnablik milli kynslóða. Sýningin stendur til 15. maí. í Vesturforsal Kjarvalsstaða verður opn- uð sýnlng sem ber yfirskriftina Blómið besta — Fjölskyldan og lýðveidlð. Þar sýna nemendur úr Álltamýrarskóla verk sín og eru þau meðal annars unnin í leir, tau og vfr. Sýningin er sett upp f samvinnu kennara skól- ans og safnakennara að Kjarvalsstöðum. Hún stendur til 8. maf. í Þ R Ó T T 1 R Fótbolti Þróttur og Léttir mætast í B-deild Reykjavíkurmótsins klukkan 17.00 á gervigras- inu í Laugardal. SJÓNVARP RÍKISSJÖNVARPIÐ 09.00 Morgunsjónvarp barnanna 10.30 Hlé 10.50 Framtíð björgunar- starfa á íslandi: Endurtekinn þétturW .45 Stað- ur og stund - 6 borgir. SigmarB. Hauksson fór til Ajaccio á Korsíku að skoða sigum 12.00 Póstverslun - auglýsingar 12.15 Hvalveiðar í Japan: Endurtekinn Jtí/fw13.10 Syrpan 13.40 Einn-x-tveir 14.00 íþróttaþátturinn 16.00 Enska knattspyrnan: Bein útsending frá ieik Li- verpool og Norwich. Arnar Björnsson týsir leiknum. 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Völund- urinn 18.30 Fréttir 18.45 Veður 19.00 Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva: Það erstæmtað missa af Strandvörð- unum en Evrópusöngvakeppnin er nú bara á dagskrá einu sinni á ári. Sigga Beinteins syngur okkarlag, Nætur eftir Friðrik Karlsson, og menningarfulltrúinn Jakob Magnússon lýsir herlegheitunum. 22.05 Lottó 22.10 Fréttir 21.00 Simpson-fjölskyldan: Traustustuþættir sjónvarpsins22.50 Ottó III Þýskfíflalæti um Fríslendinginn Ottó. Fyrsta myndin um kappann var nokkuð skemmtileg della en sú þriðja er frekarþunn. 00.25 Særingamaðurinn Ex- orcist Topp klassa hryllingsmynd um baráttu prests vi'ð djötul sem hefur tekið sér bóltestu í tíkama tótfára stúlku. Mögnuð samsuða fullaf spýju, sulli og gubbi. Ekki við hæfi barna yngri en sextán ára eða taugaveiklaðra. STÖÐ TVÖ 09.00 Með afa 10.30 Skot og mark 10.55 Jarðarvinir 11.20 Simmi og Sammi 11.40 Fimm og furðudýrið 12.00 Lik- amsrækt: Hopp og hi frá Stúdíó Jóninu og Hrafns fyrirþá sem vilja sprikla heima i stofu 12.15 NBAtilþrif 12.40 Evrópski vinsældalist- inn: Topp20IráMTVAZ.30 Harkan sexNec- essary Roughness Gamanmyndum ruðninglið sem aldrei vinnur teik. Tilvalið fyrir þá sem eru oí timbraðir til að horfa á íþróttir i Ftíkissjón- varpinu. 15.10 3-BÍÓ Glatt á hjalla Söngva og dansamynd um heimilislff hjá miljónamær- ingi. Tommy Steel er stærsta stjarna myndar- innar. 17.40 Popp og kók: Það erorðið illhorf- andiáþáttinn eftirað Pálmi Guðmundsson, hinn nýi kynnir, tók við af Ingibjörgu. Hann er einn aí hinum þrautleiðinlegu þáttagerðarmönn- um sem er alinn upp á frjálsu útvarpsstöðvun- um og heldur að hann sé góður fjölmiðlamaður afþviað hann getur talað sæmilega skýrt. Pálmi ætti frekar að blaðra minna og sýna tleiri mynd- i j l J I » » t I

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.