Eintak

Ataaseq assigiiaat ilaat

Eintak - 13.06.1994, Qupperneq 2

Eintak - 13.06.1994, Qupperneq 2
Uppgjörið í Alþýðuflokknum Jón Baldvin vann öruggan sigur flokksþingi Alþýðuflokksins á laugardaginn. Flokksþing Al- [oýöuflokksins Island eitt kjör- dæmi Alþýðuflokkurinn vill að ísland verði eitt kjördæmi. Ályktun þess efnis var samþykkt á flokkþinginu á sunnudag. Vilhjálmur Þorsteins- son sem fór fyrir nefndinni er fjall- aði um kjördæma- og kosningamál sagði í samtali við EINTAK að Al- þýðuflokkurinn hefði alltaf viður- kennt nauðsyn eins kjördæmis en þetta væri í fyrsta sinn sem málið væri sett á oddinn. „Hugmyndin um eitt kjördæmi var fyrst borin upp af Héðni Valdimarssyni 1927 en hefur skotið upp kollinum öðru hverju síðan þá. Með ályktuninni er verið að skerpa á þessu því það er í rauninni fyrst núna sem skapast hafa pólitískar forsendur fyrir þess- ari breytingu til dæmis með stækk- un sveitarfélaga og flutnings verk- efna til þeirra," sagði Vilhjálmur. í ályktuninni kemur fram að flokkurinn vill að fyrir næstu kosn- ingar liggi fyrir samþykkt um breytingu á stjórnarskrá og kosn- ingalögum svo unnt verði að kjósa í einu kjördæmi ekki seinna en árið 1999. „Með einu kjördæmi mætti ná fram fjórum markmiðum í einu. í fýrsta Iagi að jafna kosningarétt alþýðufólks í bæjum og sveitum; í öðru lagi að jafna þingstyrk og kjörfýlgi flokka; í þriðja lagi aðlag- aðist slíkt kosningakerfi sjálfkrafa hröðum breytingum í atvinnuhátt- um og búsetu; og í fjórða lagi drægi það úr hrepparíg og óeðlilegri hags- munagæslu," segir í ályktun Al- þýðuflokksins. Þar segir ennfrem- ur: „Að mati flokksþingsins er jafn atkvæðisréttur grundvallarmann- réttindi sem ekki er verslunarvara eða skiptimynt fyrir önnur réttlæt- ismál eða stefnumál í stjórnmálum. Flokksþingið fordæmir pólitísk hrossakaup um mannréttindi al- mennings.“ © Urslit formannskosninganna á 47. flokkþingi Alþýðuflokksins á laugardaginn voru söguleg. Jón Baldvin Hannibalsson var end- urkjörinn formaður Alþýðuflokks- ins og hlaut 226 atkvæði eða 60 prósent en Jóhanna Sigurðar- dóttir hlaut 156 atkvæði eða 39 prósent. Þá fékk Guðmundur Árni Stefánsson eitt atkvæði og Rann- veig Guðmundsdóttir einnig eitt atkvæði. Einn skilaði auðu. Jóhanna lýsti því yfir á flokks- þinginu að hún ætlaði að segja af sér sem félagsmálaráðherra ef munurinn yrði mikill. Ekki er vitað hvort hún sjái ástæðu til þess þar sem hún neitar að ræða við fjöl- miðla enn sem komið er. Jón Bald- vin sagði i samtali við EINTAK að ef hún féllist á að starfa eftir sam- þykktum flokksþingsins væri engin ástæða til að skipta um ráðherra. „Við höfum enn ekki talað sam- an eftir flokksþingið. Niðurstöður flokksþingsins eru ótvíræðar. For- maður flokksins fékk traustsyfirlýs- ingu. Málefnastaðan er skýr og af- dráttarlaus. Jóhanna fékk mikinn stuðning í formannskjörinu og get- ur vel við unað. Ef það liggur ljóst fyrir sem óskað var eftir fyrir kosn- ingu að ailir uni glaðir við niður- stöðu flokksþingsins, bæði varð- andi málefni og forystu þannig að við getum treyst því að forysta flolcksins á kosningaári sé samhent sveit og einhuga lið, þá er að sjálf- sögðu engin ástæða tií þess að ræða frekar um ráðherraskipan í ríkis- stjórn,“ sagði Jón Baldvin Hanni- balsson í samtali við EINTAK í gær. Upphaf flokksþingsins Þegar Jón Baldvin hafði lokið ræðu sinni í upphafi flokksþings brutust út fagnaðarlæti og menn stóðu upp til að hylla formanninn. Jón kom víða við í ræðu sinni. Hann réðst á hefbundinn hátt á aðra flokka og eyddi töluverðum tíma í að skilgreina það sem hann kallaði „nútíma jafnaðarstefnu." Þá varði hann af krafti stefnu ríkis- stjórnarinnar og svaraði ásökunum um „hægri slagsíðu" fullum hálsi. Töluverðum tíma eyddi hann einn- ig í beinar og óbeinar árásir á Jó- hönnu þótt hann nefndi hana nán- ast aldrei á nafn. Jón talaði í klukkutíma og tíu mínútur en hélt athygli manna vakandi allan tím- ann með leiftrandi flutningi. Ræða Jóhönnu var ekki jafn góð og formannsins. Það stafar eflaust af því að það var ekki fyrr en kvöld- ið áður sem ákveðið var að Jóhanna héldi tölu á föstudeginum. Jóhanna hafði barið í borðið og krafist að fá sama sess í dagskrá þingsins líkt og formaðurinn og það gekk eftir. Þó stærstur hluti ræðunnar hefði verið heldur dauflegur náði Jó- hanna sér nokkrum sinnum á flug. Það var einna helst þegar hún svar- aði ásökunum um að hún hefði frí- að sig af ábyrgð á verkum ríkis- stjórnarinnar. Einnig var beittur kafli í ræðu hennar er hún sagði að flokkurinn mætti ekki vera tæki einnar manneskju, og þegar hún réðst harkalega á frjálshyggjuna. Um miðja töluna var hins vegar langur kafli sem hún las upp eins og hún væri að ljúka leiðinlegu skylduverki og eftir nokkurn tíma var komin ókyrrð í salinn. Jóhönnu tókst þó að fanga athygli fundar- manna í lokin þegar hún dró sam- an ástæðurnar fýrir framboðinu og svaraði spurningunni hvort hún myndi kljúfa flokkinn neitandi. Hún tók þó fram að það væri ekki hægt að ætlast til af henni að hægt væri að setja sig út í horn og að hún kokgleypti sannfæringu sína og skoðanir. Að ræðunni lokinni risu menn úr sætum og hylltu hana. Baráttan háð í hliðarsölum Kosningabaráttan var fýrst og fremst í hliðarsölum, sturtuklefum og krókum og kimum íþróttahúss Keflavíkur. Þar stungu flokksmenn saman nefjum sínum og spáðu í spilin. Mikil spenna ríkti um úrslit kosninganna allt fram á síðustu stundu. Enginn var öruggur um úr- slitin. Ástæða þessarar miklu óvissu var að margir neituðu að gefa upp afstöðu sína og sumir túlkuðu það þannig að Jóhanna væri yfir, menn væru feimnir við að lýsa yfir van- trausti við sitjandi formann. Þessar getgátur reyndust, eins og nrenn vita, ekki á rökum reistar. All nokk- ur munur var á frambjóðendunum þótt sumir stuðningsmenn Jó- hönnu hefðu túlkað niðurstöðuna sem sigur fyrir hana. Ekki var þó að sjá á Jóhönnu að hún væri í sigur- vímu. Þvert á móti voru úrslitin mikið áfall og hún fór af flokks- þinginu áður en úrslit í kjöri vara- formanns lágu fyrir og mætti ekki til leiks á sunnudag. Samstaða... „Ég get sagt eins og annar maður fyrr í sögunni, tregur gekk ég til þessa leiks. Ég er hins vegar ánægð- ur með að þessi traustsyfirlýsing er afdráttarlaus og hún mun gera mér kleift með samstarfsmönnum okk- ar að leiða þennan floldc, vonandi af myndugleik í þeim átökum sem framundan eru,“ hóf Jón Baldvin sigurræðu sína. I3á Ireindi hann orðum sínum til Jóhönnu og sagði að hann myndi þá tíð þegar þau hefðu starfað vel saman og hefðu verið kölluð ágætt tvíeyki. „Vissu- lega erum við ólíkir persónuleikar og áreiðanlega er einhver áherslu- munur í okkar málflutningi en aldrei hef ég efast um það að við værum bæði af lífshugsjón og lífs- skoðun einlægir jafnaðarmenn. - Ég hef aldrei hvorki fyrr né síðar farið öðrum en viðurkenningar- orðum um það starf sem Jóhanna hefur unnið, landi og þjóð til heilla,1' sagði Jón og kvaðst vonast til að hún myndi fallast á dóm flokksþingsins um málefni flokks- ins og forystu. Ræða Jóhönnu kom verulega á óvart. Hún var framan af ein sam- felld skemmtun svo þingheimur hló sem hann ætti lífið að leysa. „Þú ert klókur Jón Baldvin, það verður aldrei af þér skafið. - Þú sást í dag að ég myndi vinna þig og sást að þú þyrftir lengri tíma til að smala og lést því Ámunda hringja á lög- reglustöðina með sprengjuhótun. - En til að gæta alls sannmælis sögðu gárungar líka að þetta væri enn ein hótunin frá Jóhönnu," hóf Jóhanna Sigurðardóttir mál sitt og þurfti að gera fjórum sinnum hlé til að leyfa mönnum að klappa og hlæja. Þá tók við alvarlegri kafli í ræðu Jóhönnu. Hún óskaði Jóni til ham- ingju, en sagði að lokum: „Lýðræð- ið hefur haft sinn gang. Ég geng ósár frá þessum leik þótt ég tapi einni orrustu við Jón Baldvin. Við ykkur, kæru vinir, sem studdu mig, treystuð mér til að leiða flokkinn inn í nýja tíma, vil ég segja þetta: Hafið Jijartans þakkir fyrir, ykkar trausti mun ég aldrei, aldrei gleyma. Ósigur er ekki endalok alls. Því í sigri geta rætur ósigurs leitt en í ósigri rætur velgengni. Minn tími mun koma.“ © Áróðurskostnaður flokkanna stóriega ofmetinn Sjálfstæðisflokkurínn eyddi tvöfatt meiru en Reykjavíkurlistinn. „Þegar upp er staðið er kostnað- ur Sjálfstæðisflolcksins vegna þess- arar kosningabaráttu meiri en hann hefur oftast verið. Þær tölur sem voru nefndar í kosningabaráttunni upp á tugi milljóna króna eru hins vegar víðs fjarri lagi,“ segir Kjartan Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins. Auglýsingaherferðir Sjálfstæðis- flokksins og Reykjavíkurlistans fýr- ir borgarstjórnarkosningarnar í síðasta mánuði settu sterkan svip á kosningabaráttuna og var haft á orði að kostnaður flokkanna vegna þeirra hlyti að vera gríðarlegur. Stuðningsmenn R-listans höfðu sérstaklega hátt og sögðu að ómögulegt væri að etja kappi við fjársterka auglýsingamaskínu Sjálf- stæðisflokksins. Fullyrtu þeir að herkostnaður sjálfstæðismanna væri margfaldur miðað við kostnað R-listans og var í því sambandi tal- að um að R- listinn hefði eytt nolckrum milljónum á móti tugum milljóna Sjálfstæðisflokks. EINTAK hefur nú fengið glænýjar upplýsingar frá Fjölmiðlavakt Miðlunar hf. þar sem kemur fram hversu mikið flokkarnir auglýstu fyrir kosningarnar, í hvaða fjöl- miðlum og hvað auglýsingarnar kostuðu þá. Þessar upplýsingar sýna svart á hvítu að auglýsinga- kostnaður listanna tveggja hefur verið stórlega ofmetinn, sérstaklega kostnaður Sjálfstæðisflokksins. Tölur Miðlunar eru þannig til- komnar að birtingar auglýsinga listanna eru taldar saman og upp- lýsingunum slegið inn í forrit fyrir- tækisins sem breytir auglýsinga- magni í krónur. Þær tölur eru útselt verð án afslátta. Tekið er fullt tillit til tímasetningar í sjónvarpi, stað- setningar auglýsingar í blöðum og hvort um sé að ræða auglýsingu í lit eða svarthvítu. Þar sem báðir aðilar, Sjálfstæðis- flokkur og Reykjavíkurlistinn, fengu umtalsverðan afslátt á birt- ingakostnaði hjá fjölmiðlunum er ekki hægt að taka tölur Miðlunar beint upp og segja að þar sé kostn- aður flokkanna kominn. eintak varð sér úti um hvaða kjör flokk- arnir höfðu hjá fjölmiðlunum og umreiknaði tölur Miðlunar út frá því. Þá kemur í ljós að Reykja- víkurlistinn keypti auglýsingabirt- ingar fyrir um það bil 4,2 milljónir en Sjálfstæðisflokkurinn fyrir um það bil 9,3 milljónir. Munurinn á því hversu miklu flokkarnir eyddu í þennan lið er sem sagt tvöfaldur. Gefur það vísbendingar um að það sé fjarri lagi að munurinn á auglýs- ingakostnaði flokkanna sé jafn mikill og haldið hefur verið fram. Athyglisverður flötur á þessu máli er að kostnaðurinn við birtingu sjónvarpsauglýsinga, sem mikið var deilt um, er innan við helmingur af heildarkostnaði við auglýsingabirt- ingar flokkanna. Sjálfstæðismenn auglýstu í sjónvarpi fýrir 2,9 millj- ónir og Reykjavíkurlistinn fyrir 1,1 milljón. Inn í ofangreindar tölur vantar hvað það kostaði að láta búa til auglýsingarnar og hversu dýrt ann- að áróðursefni (til dæmis blöð og bæklingar) var flokkunum. Gunn- ar Steinn Pálsson, framkvæmda- stjóri Hvíta hússins, segir að aug- lýsingastofur haidi þeirri þunral- puttareglu að viðskiptavinum sín- um að framleiðslukostnaður aug- lýsinga eigi ekki að vera meiri en tuttugu og fimm til þrjátíu prósent af birtingarkostnaði. En hann segir líka að sú regla eigi ekki við í þessu tilfelli: „Stjórnmálaflokkarnir fá þetta mikið til unnið í sjálfboða- vinnu svo það er frekar erfitt að áætla hver framleiðslukostnaður- inn er.“ Samkvæmt heimildum EIN- TAKS má þó ætla, þegar talið er saman efniskostnaður við sjón- varpsauglýsingar, myndatökur og fleira, gerð áróðursefnis sem flokk- arnir komu sjálfir á framfæri, og auk þess sem einhverjir fá alltaf greitt fýrir sína vinnu, að kostnaður sjálfstæðismanna sé ekki undir 25 milljónum og út frá sömu forsend- um sé kostnaður Reykjavíkurlistans í kringum 12 milljónir. Kjartan Gunnarsson segir að ekki sé endanlega búið að taka sam- an kostnað Sjálfstæðisflokksins og að sú tala sem hér er nefnd sé of há. „Ég hef nefnt 14 milljónir og ég held að það sé nokkuð nærri lagi,“ segir hann. Einar Örn Stefánsson sem stýrði kosningabaráttu R-list- ans, hefur sínar skoðanir á þeirri upphæð. „Mér finnst þessi tala vera brandari. Ég held að auglýsinga- kostnaður Sjálfstæðisflokksins sé frekar nær 100 milljónum," segir hann. R-listamenn eru ekki frekar en sjálfstæðismenn búnir að taka endanlega saman áróðurs- og aug- lýsingakostnaðinn en, eins og Kjartan, nefnir þó Einar ákveðna upphæð. „Þetta er um 13 milljónir og þá er allt talið, vinna, hönnun og efnis- og birtingakostnaður." Einar og Kjartan eru sammála um að kostnaður við kosningabar- áttuna hafi verið of mikill og sjá fyrir sér að þróunin verði sú að reynt verði að halda auglýsinga- mennskunni í lágmarki í framtíð- inni. © 2 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ1994

x

Eintak

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.