Eintak - 13.06.1994, Síða 4
VIÐBRÖGÐ
FORYSTUMANNA
ANNARRA FLOKKA
Davíð Oddsson
formaður Sjálfstæðisflokksins
Breytirengu
„Formannskjörið breytir engu um
stöðu mála og ég á ekki von á að
ályktun flokksþingsins hafi neitt að
segja um samstarf stjórnarflokk-
anna í Evrópumálum. Hún er af-
skapleg veik og hvorki fugl né fisk-
ur.“
Dramatískur varaformannsslagur í Alþýðuflokknum
Guðmundur Ami
sigraði Össur
Jón Baldvin óskar Guðmundi Árna til hamingju með sigurinn
Það má segja að kjör Guðmundar hafi verið nokkurs konar málamiðlun eftir formannsslag þeirra Jóns og Jóhönnu þar sem Guðmundur
studdi Jóhönnu en Össur lýsti yfir stuðningi við Jón Baldvin.
Páll Pétursson
formaður þingflokks
Framsóknarflokksins
Jón BaJdvin
einsog
Gúlliverí
Putalandi
„Formannskjörið kemur mér ekki á
óvart þótt Jóhanna hafi notið yfir-
gnæfandi trausts þjóðarinnar. Fyrir
mitt leyti hefði ég kosið að sjá hana
sem formann Alþýðuflokksins
fremur en Jón Baldvin þar sem
hún er eðlilegri samstarfsaðili við
aðra flokka. En Jón Baldvin hefur
fullt vald á Alþýðuflokknum og er
þar eins og Gúlliver í Putalandi.
Hann getur látið hann kjósa og
álykta eins og hann vill. Eg hefði
aldrei trúað því að Jóhanna gæti
hnikað veldi Jóns og á heldur von á
að Sighvatur verði næsti formað-
ur ef hann á annað borð heldur
áfram í pólitík. En Sighvatur hreyf-
ir sig eltki fyrr en Jón er búinn að
taka út skellinn í kosningunum.“
Jóna Valgerður
Kristjánsdóttir
þingmaður Kvennalista
Fórekki
öðruvísi en
ég átti von á
„Formannskjörið fór ekki öðruvísi
en ég átti von á. Ég held að það hafi
enga þýðingu fyrir rílcisstjórnar-
samstarfið, heldur einungis þann
arm sem fylgir Jóhönnu að mál-
um. Ég vona að hún haldi áfram
sem ráðherra. Það er ekki gott að
þær áherslur sem Jón Baldvin
stendur fýrir verði einráða."
Ólafur Ragnar Grímsson
formaður Alþýðubandalagsins
Fylgdist
ekki með
„Ég fylgdist ekki með formanns-
kjörinu og hef því ekki nægar upp-
lýsingar til að geta tjáð mig um það.
Við vorum með miðstjórnarfund í
gær svo ég hef haft í öðru að snú-
ast.“ O
Hafin er fjársöfnun fyrir þá sem
eiga um sárt að binda vegna stór-
brunans sem varð í fjölbýlishúsinu
á horni Sólvallagötu og Faxabraut-
ar í Keflavík síðstliðið fimmtudags-
kvöld. Söfnunin hefur gengið ágæt-
lega og Rauði kross íslands og
Rauða kross-deildin í Reykjavík
hafa látið hvort sína hálfa milljón-
ina af höndum rakna til fórnar-
lamba brunans. Opnaður hefur
verið reikningur í Sparisjöðnum í
Njarðvík og þeir sem vilja leggja
hönd á plóginn geta lagt framlög
Guðmundur Árni Stefánsson
var kjörinn varaformaður Alþýðu-
flokksins á laugardaginn með
naumum meirihluta atkvæða. Á
móti honum í kjöri voru Össur
Skarphéðinsson og Marías Þ.
Guðmundsson.
Þótt menn hefðu aðallega hug-
ann við formannskosningarnar
framan af var dramatíkin jafnvel
enn meiri í kringum varafor-
mannskosningarnar. Það varð ekki
fyllilega ljóst hverjir gæfu kost á sér
fyrr en örfáum mínútum fyrir at-
kvæðagreiðslu.
össur Skarphéðinsson var sá eini
sem lýst hafði yfir framboði fyrir
flokkþingið. Á flokkþinginu komu
hins vegar mörg nöfn upp. Helst er
að nefna Sighvat Björgvinsson
og Rannveigu Guðmundsdótt-
ur. Mörg önnur nöfn voru þó einn-
ig í umræðunni.
Á föstudaginn, daginn fyrir
kosningar, hélt Sighvatur dramat-
íska ræðu. Sama dag hafði hann
vappað um og athugað hvort hann
hefði stuðning í varaformannssæt-
ið. Ræðan var öðrum þræði stuðn-
ingsræða við Jón Baldvin en
mesta athygli vakti þó yfirlýsing
hans varðandi varaformannsslag-
inn. Hann lýsti því yfir að flokkur-
inn ætti að sameinast um varafor-
mannsefni og skoraði á Rannveigu
Guðmundsdóttur að gefa kost á
sér. Því var tekið með dynjandi
lófataki. Hann sagðist sjálfur ekki
ætla að taka þátt í „pólitískum
burtreiðum“ en bætti því þó við að
enginn ætti að skorast undan kröfu
flokksmanna sinna og það myndi
hann sjálfur ekki gera. Rannveig
var áður búin að lýsa því margít-
rekað yfir að hún færi ekki í vara-
formannsstólinn. Við það stóð
hún. „Yfirlýsing Sighvats breytir
engu um afstöðu mína,“ sagði hún
við blaðamann Morgunblaðsins í
lok þings á föstudaginn. Samt sem
áður var nafn hennar nefnt af ýms-
um allt þar til hún sté í stól
skömmu fyrir formannskosningar.
Þá endurtók hún það sem hún
hafði margoft lýst yfir, hún ætlaði
ekki fram. Rannveig tók sérstaklega
fram að enginn bilbugur hefði ver-
ið á henni í þessari ákvörðun þrátt
fyrir þrálátan orðróm þar um alla
vikuna fyrir flokksþingið.
Það var mikið plottað allan laug-
ardaginn til að reyna að finna þægi-
lega lausn sem flestir gætu sætt sig
við. Rétt fyrir formannskosning-
arnar áttu Sighvatur og Guðmund-
ur fund og hefur efni hans eflaust
verið í þá átt. Þegar úrslit lágu fyrir
sín inn á hann. Reikningsnúmerið
er 43 1000.
Undanfarna daga hefur mikið af
fólki hringt á skrifstofu Rauða
kross-deildarinnar á Suðurnesjum
og boðið fatnað og húsaskjól fyrir
fórnarlömbin en skrifstofan er opin
alla daga frá kl. 10.00 til kl. 19.00.
Fulltrúi íbúanna er á skrifstofunni
og veitir upplýsingar um trygging-
armál og fleira til fjölskyldnanna
sem bjuggu í húsinu. Einnig er kaffi
á könnunni og boðið upp á léttar
úr formannsslagnum var össur
kallaður í hópinn í sturtuklefa
íþróttahúss Keflavíkur. Þar reyndi
Sighvatur að telja þá félaga á að
skjóta málinu til uppstillingar-
nefndar og ef til vill stungið upp á
einhverjum frambjóðenda sem þeir
gætu sameinast um. En bæði össur
og Guðmundur vildu í framboð og
það varð úr.
Fyrir kosningarnar hélt Sighvat-
ur aðra áhrifaríka ræðu. Þar lýsti
hann því yfir að hann hefði helst
viljað að ráðherrar flokksins
myndu ekki bitast. „Mér finnst nóg
komið af átökum. Við eigum að
eiga í átökum við andstæðinga okk-
ar en ekki innbyrðis," sagði hann.
Fyrir sitt leyti sagðist hann ekki
reiðubúinn í kosningar en sá
ástæðu til að þakka mönnum fyrir
stuðning við sig og sagðist ekki vera
veitingar fyrir þá sem þangað leita.
Skrifstofan er að Hafnarstræti 15 og
síminn er 92-14747.
í húsinu voru 31 íbúð og á annað
hundrað íbúar bjuggu í húsinu.
Skemmdirnar eru mismunandi eft-
ir íbúðum en talið er að 8 til 10 fjöl-
skyldur hafi misst aleigu sína. Fólk-
ið hefur komið sér fyrir hjá ættingj-
um og vinum og ein fjölskylda sem
varð að hafast við í Holtaskóla
fyrstu dagana eftir brunann komst í
tímabundið húsnæði í gær.
hættur í pólitík þrátt fyirr að hann
gæfi ekki kost á sér. Af þessum orð-
um er erfitt að draga aðra ályktun
en að hann hafi ætlað að fara fram
allt fram á síðustu stundu.
Þegar Sighvatur hafði lokið ræðu
sinni tilkynnti formaður nefndar-
nefndar að Guðmundur og össur
væru einir tilnefndir. Þeir héldu
næstir tölu. Guðmundi tókst betur
upp en Össuri. Hann var rólegur og
yfirvegaður í upphafi en endaði
kröftuglega og sagðist vilja rífa
flokkinn upp og gera hann svipað-
an að stærð og í Hafnarfirði.
Það var eins og össur væri frekar
taugaóstyrkur. Hann var allur upp-
veðraður og hálfæpti ræðu sína yfir
þingheim. Meginuppistaða hennar
var sú að össur vildi bæta flokks-
starfið og sagði að flokkurinn hafi í
raun aðeins verið „samræmd skoð-
Félagsmálayfirvöld í Suðurnesja-
bæ vinna að því baki brotnu að
finna húsnæði fyrir þær 25 íjöl-
skyldur sem bjuggu í fjölbýlishús-
inu en reiknað er með að það taki
að minnsta kosti einn, til einn og
hálfan mánuð að gera það íbúðar-
hæft að nýju. Bæjarstjórn Suður-
nesjabæjar og fleiri opinberir aðilar
hafa heitið íbúunum aðstoð sinni
og þeir fá allir einhvern fjárstuðn-
ing frá Rauða krossinum án tilits til
félagslegra aðstæðna sinna. O
un“ fram til þessa og vitnaði þannig
til orða Jóns Baldvins daginn áður.
„Ég á mér draum. Ég á mér draum
um einn stóran jafnaðarmanna-
flokk og ég er tilbúinn að gera allt
til að gera hann að veruleika," end-
aði Össur ræðu sína. Það vakti at-
hygli að Jóhanna Sigurðardóttir sá
ekki ástæðu til að klappa Össuri lof
í lófa heldur sat með hendur í
skauti. össur hafði lýst yfir stuðn-
ingi við Jón fyrir flokksþingið en
Guðmundur sagðist styðja Jó-
hönnu.
Það væri gróf einföldun að segja
að fylgi Guðmundar og Össurs
skiptist eftir Jóhönnu-Jóns línunni.
Enda hefði Össur þá náð yfirburða
meirihluta. Það er raunar ómögu-
legt að rýna nokkuð í það hvernig
fylgið skiptist á Guðmund og össur
því Össur var algerlega óskrifað
blað fyrir fundinn enda hefur hann
aðeins dvalið í fjögur ár í flokkn-
um.
Þegar össur og Guðmundur
höfðu lokið máli sínu kom næst
óvæntasta uppákoma flokksþings-
ins, á eftir sprengjuhótuninni.
Fundarstjóri þingsins, Marías Þ.
Guðmundsson, reis úr sæti og flutti
ræðu. Hann hóf hana á því að segja
að sprengjan sem leitað hefði verið
að væri fundin. Hún væri sú að
ráðherrar flokksins væru að bítast.
Síðan kom yfirlýsing frá fundar-
stjóranum að hann gæfi kost á sér í
varaformannsembættið til að leysa
þann hnút sem myndast hefði og
menn þyrftu ekki að gera upp á
milli ráðherranna. Þingheimur
varð furðu lostinn og þegar Marías
lauk máli sínu var varla að menn
gerðu sér grein fyrir að nú ætti að
klappa.
Þótt ræða Maríasar hefði verið
skörulega flutt og hugurinn góður á
bak við, hlaut hann ekki stuðning
flokkssystkina sinna. Hann hlaut
aðeins 11 atkvæði. össur fékk hins
vegar 158 og eða 44 prósent atkvæða
en Guðmundur 187 atkvæði eða 51
prósent atkvæða. Þar skall hurð
nærri hælum Guðmundar því ef
hann hefði hlotið undir 50 prósent-
um hefði þurft að kjósa aftur og sú
kosning hefði farið fram deginum
seinna, á sunnudaginn. Allar líkur
eru raunar á því að hann hefði
einnig unnið þær kosningar.
Að mati margra er EINTAK ræddi
við hefði flokksþingið getað endað
með ósköpum hefði Guðmundur
ekki náð kjöri. Hann var yfirlýstur
stuðningsmaður Jóhönnu. Með
kjöri hans náðist því nokkurs konar
málamiðlun og hafa eflaust margir
flokksmenn haft það í huga þegar
þeir greiddu honum atkvæði sitt.
I samtali við EINTAK kvaðst Öss-
ur vera sáttur við niðurstöðuna.
„Ég er talsvert sáttur við það að fá
yfir 40 prósent og fleiri atkvæði en
Jóhanna í formannskjöri. Þetta er
aðeins annað flokksþing mitt og ég
skil það mjög vel ef mönnum hefur
þótt frami minn of skjótur. Ég segi
hins vegar, af ávöxtunum skulið
þið þekkja þá, og dæma ber menn
eftir verkunum en ekki hvort þeir
hafi verið kommar í gamla daga eða
í öðrum flokkum. Annars eru engin
illindi milli okkar Guðmundar,"
sagði Össur. Guðmundur var að
vonum sáttur við niðurstöðu vara-
formannskosninganna. Þegar hann
var spurður að því hvort hann ótt-
aðist ekki að samstarf þeirra Jóns
þróaðist á sömu brautir og Jóns og
Jóhönnu sagði hann: „Ég hef enga
ástæðu til að ætla það. Við höfum
starfað áður saman og gengið ágæt-
lega. Ef það verða einhverjar skiptar
skoðanir þá komumst við einfald-
lega að sameiginlegri niðurstöðu.
Ég lýsti því yfir fyrir kosningarnar
að ég mundi styðja þann formann
sem kæmist að og ég mun að sjálf-
sögðu gera það.“ O
Fjársöfnun fyrir fórnarlömb brunans í Keflavík
A annað hundrað manns
misstu heimili sín
4
MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ1994