Eintak - 13.06.1994, Side 7
Einar Örn Stefánsson og
Hafliði Helgason ánægðir
með lifið.
Saint Eiteinne
um Islendinga
Dóra Hafsteinsdóttir og Sigrún
Magnúsdóttir kvabba i kór.
Flokksþing Alþýðuflokksins
efstádagskrá
Thorbjörn Jagland
„Öll EFTA-löndin fengu tilboö um aðildan/iðræður. Þetta boð var
ótímasett og stendur því enn. “ Jón Baldvin lýsti þvíyfir við sama
tækifæri að íslendingar gætu enn gengið í ESB með samfloti við
hin Norðurlöndin en tíminn væri naumur.
Jón Baldvin Hannibalsson,
formaður Alþýðuflokksins, sagði
að íslendingar hefðu enn tækifæri
til að fara ásamt Norðurlöndum í
ESB 1996. Þessu lýsti hann yfir í fé-
lagsskap Thorbjörns Jaglands,
formanns Verkamannaflokksins í
Noregi, á fréttamannafundi sem
haldinn var á miðju flokksþingi Al-
þýðuflokksins á laugardaginn.
Thorbjörn tók undir þessi orð Jóns
og bætti við: „öll EFTA löndin
fengu tilboð um aðildarviðræður.
Þetta boð var ótímasett og stendur
því enn.“
Jón lagði áherslu á að ESB-aðild
hlyti að vera á dagskrá nú enda
þyrftu íslendingar að gera ráðstaf-
anir strax ef semja á með hinum
EFTA-löndunum. Að öðrum kosti
myndu íslendingar semja með ör-
ríkjum eins og Möltu, Kýpur og
Lichtelsstein og ná mun verri
samningum.
I ályktun sem samþykkt var á
flokkþinginu kemur fram að AI-
þýðullokkurinn telur hagsmunum
Islendinga best borgið með því að
„láta á það reyna hvort unnt er að
tryggja brýnustu þjóðarhagsmuni
íslendinga við samningaborðið.“
Það vakti hins vegar athygli að setn-
ingin sem stóð á undan þessari var
kippt út á síðustu stundu. Þar sagði
að „hagsmunum íslendinga verður
best borgið til frambúðar sæki Is-
land um fulla aðild að Evrópusam-
bandinu." Annars staðar í ályktun-
inni var setningin „stefna ber að
fullri aðild að ESB“ einnig fjarlægð.
Þrátt fýrir þessar orðalagsbreyting-
ar er kjarni ályktunarinnar óbreytt-
ur að sögn Jóns Baldvins.
Samkvæmt ályktuninni vill Al-
þýðuflokkurinn hrinda af stað ferli
sem endar með umsókn og ef til vill
aðild. Efnt verður til sérstaks
flokksþings þegar niðurstöður
þjóðaratkvæðagreiðslu í Skandin-
avíu liggja fyrir. Þá hafa áður farið
fram viðræður stjórnvalda, hags-
munasamtaka og stjórnmálaflokka.
Þetta flokksþing á að fjalla um
spurninguna um aðildarumsókn.
Verði úr að sækja um aðild, liggja
niðurstöður samningaviðræðna
tæpast fyrir fyrr en að einu ári
liðnu. Þá vill Alþýðuflolckurinn að
endanleg afstaða sé tekin til kynn-
ingar og umræðu og loks þjóðarat-
kvæðagreiðslu.
Evrópuályktun Alþýðuflokksins
eru stórpólitísk tíðindi. Mikil sam-
staða ríkti um hana og var hún
samþykkt mótatkvæðalaust. Það er
hins vegar ljóst að umsókn er ekki í
samræmi við stefnu Sjálfstæðis-
flokksins. EINTAK spurði Jón
hvort hann teldi að álykunin yrði
ásteytingarsteinn í ríkisstjórn.
„Þetta þarf ekki að hafa áhrif á rík-
isstjórnarsamtarfið eins og við setj-
um þetta tímaplan fram og aðdrag-
andann að málinu, vegna þess að
við segjum: Það er ekki tímabært
núna að leggja þessa umsókn fram
á þessari stundu," segir Jón og
bendir á að til dæmis niðurstaða úr
þjóðaratkvæðagreiðslu úr hinum
löndunum þurfi að liggja fyrir,
könnun Háskólans á kostum og
göllum aðildar og ýmislegt fleira.
Þannig megi nýta tímann til ára-
móta til almennra umræðna í þjóð-
félaginu. „Með öðrum orðum, við
munum fara inn að ríkisstjórnar-
borðinu og leggja fram tillögu um
aðildarumsókn núna. Þá er það
spurningin um afstöðu Sjálfstæðis-
flokksins. Er hún óumbreytanleg?
Hún er núna sú, eins og um var
samið í upphafi, að aðild er ekki á
dagskrá. Eg geri enga athugasemd
við það. Um annað var ekki samið.
Spurningin er núna, við höfum
endurmetið okkar stöðu, mun
Sjálfstæðisflokkurinn gera það þeg-
ar frá líður? Því get ég ekki svarað.
En tilefni til stjórnarslita vegna
þessarar ályktunar er ekkert - fyrr
en á það reynir,“ sagði Jón.
Flokkakokkteillinn í kokkteilboði
R-listinn hélt kokkteilpartý í gær í Rafveituhúsinu við Elliðaár fyrir þá sem lögðu hönd á plóginn í nýafstöðnum
borgarstjórnarkosningum. Meðal gesta voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, kjörinn borgarstjóri og Sigrún
Magnúsdóttir, efsti maður listans. Glatt var á hjalla meðal samkvæmisgesta sem voru samt rólegri en á kosninga-
nóttina. Sigursöngurinn „olei, olei, olei,“ var til dæmis ekki sunginn enda neysla áfengis með hóflegra móti við
þetta tækifæri. ©
Ef það verður
hlustað af jafn-
mikilli athygli á
Kristínu Einars-
dóttur í borgar-
stjórn og gert
er á þessari
mynd þarf hún
engu að kvíða.
[G uðmundur
Steingrímsson,
Hermannssonar,
sem þenur nikk-
\una fyrir hljóm-
\sveitina Skárr’ en
\ekkert, íhugull á
I svip.
Stefan J. Hafstem er
kannski að segja Ingi-
björgu Sólrúnu Gísla-
dóttur hvað hann ætlar
að gera fyrst hann vill
ekki vinna hjá henni.
Áframhaldandi
valdaþarátta
innan Islenska
útvarpsfélagsins
Krafa um lögbann á
aðgerðir fyrrverandi meiri-
hluta.
Átökunum um íslenska út-
varpsfélagið virðist ekki ætla að
linna á næstunni. Nýjustu fréttir
ofan af Lynghálsi eru þær að fyrr-
verandi meirihluti félagsins hefur
selt þremur aðilum tuttugu pró-
senta hlutarljáreign íslenska út-
varpsfélagsins í sjónvarpsrásinni
Sýn. Þeir sem keyptu voru Sóln-
ing, Dekkjahúsið og Ólafur Njáll
Sigurðsson. Þessir aðilar eru
allir á bandi fyrrverandi meiri-
hluta Islenska útvarpsfélagsins
sem er því nú kominn með meiri-
hluta í Sýn. Hlutafé í Sýn eru tíu
milljónir að nafhverði en þegar Is-
lenska útvarpsfélagið keypti Stöð-
ina á sínum tíma greiddi það
margfalt nafnverð fyrir bréfin.
Þeir þrír aðilar sem keyptu nú
fengu hins vegar bréfin á nafn-
verði.
Þessar aðgerðir fyrrverandi
meirihluta vaícti upp hörð við-
brögð hins nýja meirihluta sem
krafðist þess umsvifalaust að lög-
bann yrði sett á söluna á þeim for-
sendum að fyrrverandi meirihluti
hefði ekki rétt til þess að selja eign-
ir félagsins.
Það vekur nokkra athygli að
Gunnsteinn Skúlason aðal-
eigandi Sólningar og stjórnarfor-
maður í Dekkjahúsinu, skuli
kaupa bréf í Sýn þar sem hann er
nýbúinn að selja bréf sín í íslenska
útvarpsfélaginu. Þegar EINTAK
hafði samband við Gunnstein
vildi hann ekki tjá sig um málið að
svo stöddu og vísaði á Ingimund
Sigfússon en hann vildi ekki
heldur segja neitt um þetta mál.
Sigurður G. Guðjónsson,
varamaður Jóns Ólafssonar í
stjórn íslenska útvarpsfélagsins,
sagði í gærkvöld að lítið væri hægt
að segja um málið fyrr en eítir að
sýslumaður hefúr úrskurðað um
lögbannið en Sigurður taldi afar
litlar líkur á því að þessi sala fyrr-
verandi meirihluta næði ffarn að
ganga. ©
Kolbijálaðir
drykkjumenn
Hljómsveitin Saint Etienne kom
hingað til lands síðastliðið fimmtu-
dagskvöld og hélt tvenna tónleika.
Okkur á EINTAKI lék forvitni á að
vita hvernig þeim, Söru Crackn-
ell, Bob Stanley og Pete Wiggs
hefði litist á land og þjóð.
Hvað fmnst ykkur um skemmt-
analífið í Reykjavík?
SARAH: „Allir eru kolbrjálaðir og
sleppa sér gjörsamlega, sérstaklega
á dansgólfinu. Svo var sérkennilegt
að sjá hvað allir drekka mikið.
Stelpurnar hérna eru gullfallegar,
ekki strákarnir, nei ég var að grín-
ast, þeir eru mjög myndarlegir líka.
Allir voru svo rosalega hressir, líka
seint á nóttunni. Kannski er það
vegna þess hvað það er bjart yfir
sumartímann. Getur verið að þetta
séu einskonar töfrar, töfrar hinna
björtu nátta! Ég elska þessar björtu
nætur og kem til með að sakna
þeirra. Við höfum nánast ekkert
sofið þessa daga sem við höfum
dvalist hér og kannski lýsir það
næturlífmu best.“
Það vakti töluverða athygli á tón-
leikunum á föstudagskvöldið að Bob
Stanley, einn þremenninganna, var
ekki á sviðinu með hinum tveimur
heldur hélt til úti í sal með grœjurnar
sínar. Við spurðum Bob að því
hvernig á þessu stœði.
BOB: Bara af því að ég fíla það ekki
og ég vil horfa á eitt andlit í einu en
ekki mörg í hinum nafnlausa skara.
Það að þurfa að standa uppi á sviði
og spila, má líkja við að vera látinn
standa upp í kennslustund og lesa
ljóð, ömurleg lífsreynsla. Þetta er
mitt líf og því er það ég sem ákveð
leikreglurnar.'1
SARAH: „Það á ekki að neyða
neinn til að standa upp á sviði, bara
af því að hann hefur hljóðritað
plötu.“
Hvað með tónleikana áföstudags-
kvöldinu, skemmtuð þiðykkur vel?
SARAH: „Já, þetta var æðislega
gaman og viðtökurnar góðar. Við
heyrðum það reyndar eftir á að
„sándið" hefði verið lélegt. Það
hefði glamrað í húsinu, bergmálið
var svo mikið. En það er öruggt að
við skemmtum okkur frábærlega.“
En tónleikarnir í Venus, það
mœttufáir, voru það ekki vonbrigði?
SARAH: „Þeir senr voru fremstir
voru ffábærir og þeir komu effir
tónleikana og spjölluðu við okkur.
Einn þeirra gaf Söru hálsfesti sem
foreldrar hans höfðu búið til. Ef
áhorfendur eru þakklátir og
skemmta sér vel, skiptir fjöldinn
ekki öllu máli.“
Hvernig kom íslensk ceska ykkur
fyrir sjónir?
PETE: „Ef við eigum að vera full-
komlega hreinskilin, héldum við
Island að væri mjög einangrað
land, ekki bara landfræðilega held-
ur einnig varðandi hluti eins og
tísku og tónlist. Við reyndumst
hafa algjörlega rangt fyrir okkur.
Fatatískan er alveg eins og í Lond-
on, nema það er miklu stærra hlut-
fall hér en þar sem er töff. Nánast
allir. Plötusnúðarnir hér virðast
einnig vera mjög vel inn í því sem
er að gerast í London.“
Bob sagði mér að hann vildi gjarn-
an koma hingað aftur til að hljóðrita
plötu og þá jafnvel með íslenskri
söngkonu. Er hljómsveitin að hœtta?
Eða eru þeir bara að reyna að losna
við þig, Sarah?
SARAH: „Bob, ég trúi því ekki að
þú hafir sagt þetta, ég er hætt í
hljómsveitinni, notist bara við
þessa íslensku söngkonu fyrst hún
er svona æðisleg. Nei, að öllu gríni
slepptu væri gaman að koma hing-
að aftur og hljóðrita plötu. Það hafa
gengið sögusagnir í Englandi um að
við værum að hætta, en það er eng-
inn fótur fyrir þeim.“
Hvað finnst ykkur um ísland?
BOB: „Okkur leist ekkert á blikuna
til að byrja með, því kvöldið sem
við komum var brjálað veður og af
landslaginu á leiðinni frá flugvellin-
um til Reykjavíkur mátti draga þá
ályktun að við værum á tunglinu.“
Hvernig komu íslenskir karlmenn
þérfyrir sjónir, Sarah?
SARAH: Flestir voru afskaplega in-
dælir, en sumir voru leiðinlega
mikið fullir og uppáþrengjandi.
Það var eins og þeir þyrftu að
drekka í sig kjark til að tala við
stelpurnar. Ég verð að minnast á
einn strák sem ég hitti og heitir
Einar Snorri. Hann kom upp á svið
á tónleikunum á föstudagskvöldið
og breikaði og endaði á því að
sparka í hausinn á mér, en það var
allt í lagi. Hann var frábær.“
Hvað með hið Ijúfa líf poppstjarn-
anna, þið virðist njóta þess til hins
ýtrasta, stansiaust djamm í fjóra
daga?
SARAH: „Þetta bara fylgir hljóm-
leikaferðunum, heima lifum við
miklu reglusamara lífi. Þegar við
komum á nýjan stað virðist eitt-
hvað gerast innra með okkur og við
breytumst í samkvæmisljón."
Og að þessum orðum sögðurn
hurfú Saint Etienne á vit ævintýr-
anna í fríhöfninni. Það var kominn
tími til að fá sér bjór, því þau voru
jú að koma á nýjan stað og nýir
staðir valda stökkbreytingum. ©
MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ1994
7