Eintak - 13.06.1994, Blaðsíða 10
Ragnar Bjarnason
söngvari
„Já, heldur betur. Ég á að syngja
þar. “
Sigrún
Hjálmtýsdóttir
söngkona
„Nei, þvi miður kemst ég ekki. Ég
er að fara að syngja út fyrir
Reykjavík. Það verður einstefna
fram hjá Mosfellsdalnum svo ég
þarfað keyra allan hringinn til að
komast þangað. “
Steingrímur Eyfjörð
myndlistarmaður
„Já, ég hugsa það, svona til að
horfa á sjónarspilið. “
Óttarr Proppé
bóksölumaður
og rokksöngvari
„Nei, ég held ég
láti það nú vera.
Ég kann svo illa
við mig í fjöl-
menni. “
Inga Huld Hákonardóttir
rithöfundur
„Ég er ekki búin að ákveða það
en býst frekar við að hafa opið
hús fyrir mína fjölmörgu afkom-
endur. “
Guðrún Helgadóttir
þingmaður
„Jú, ég á að
mæta á þing-
fund á Þingvöll-
um og á mér
ekki mikla und-
ankomuleið."
HWN SEQIR
HANN SEQIR
íslandy farsœlda frón
Höfum við
gengið til góðs?
Þann 17. júní næstkomandi verða liðin
fimmtíu ár frá stofnun lýðveldisins íslands.
Á slíkum tímamótum er ekki einungis við
hæfi að fagna og líta með stolti yfir farinn
veg, heldur er afar æskilegt, ekki síst fyrir
okkar guðsvoluðu þjóð, að líta í eigin barm
og læra af mistökum sögunnar.
íslendingum hefur verið einkar lagið á
skammri ævi lýðveldisins að sóa fjárnrunum
og tækifærum. Kannski var það okkar meg-
in ógæfa, að stríðsgróðinn og síldarpening-
arnir skyldu hellast yfir okkur áður en við
komumst á það menningarstig sem er for-
senda þess að skapa úr verðmætum meiri
verðmæti, hvort sem átt er við andleg eða
veraldleg verðmæti. Það er í senn grátbros-
legt og táknrænt, að horfa til þess hvernig
farið hefur verið með gjöfina sem þjóðin gaf
sjálfri sér á lýðveldisári, Þjóðminjasafnið.
Fyrir utan það hvernig húsið hefur fengið að
grotna niður vegna vanhirðu og sinnuleysis,
hefur starfssemin orðið klíku- og bitlinga-
hugsunarhætti að bráð. Einmitt þeim
þankagangi sem hefur orðið þjóðinni svo
dýr og skaðað hana fjárhagslega og menn-
ingarlega. Kannski væri æskilegasta afmæl-
isgjöfin á lýðveldisári, bætt viðskipta- og
stjórnmálasiðferði, en mér segir svo hugur
að eins yrði farið með þá gjöf og lýðveldis-
gjöfina sjálfa. Það er nú einu sinni svo að
þær dyggðir sem í hávegum voru hafðar á
þjóðveldisöld, svo sem eins og að orð skuli
standa, hafa litla sem enga merkingu fyrir
nútíma stjórnmálamönnum.
Sú bjartsýni og samhygð sem einkenndi
stofnun lýðveldis á íslandi árið 1944 er langt
að baki. Margt hefur auðvitað áunnist á
þeim tíma sem liðinn er, en hitt er líka ijóst
að þjóðin þarf að temja sér betri siði og
markvissari umræðu um vandamál sín.
Ennþá búa þegnar landsins við misrétti.
Konur sem héldu árið 1944 að kosningarétt-
ur í nýfrjálsu landi myndi tryggja þeim jafn-
rétti urðu fyrir vonbrigðum. Minnihluta-
hópar sem trúðu því að samkennd þjóðar
myndi tryggja virðingu fyrir náunganum og
sanngirni í hans garð, sjá litla uppskeru
þeirrar viðleitni. Jafnvel þeir sem ólu þá
hógværu von í brjósti að þjóðin kynni fót-
um sínum forráð hafa mátt horfa á vonir
sínar bresta.
Löggjafarvaldið hefur ekki staðið sig vel. Al-
þingi hefur gengisfellt öll lög, góð sem slæm,
með því að setja ógrynni laga, sem eru staðl-
ausir stafir. Þá hefur löggjafinn líka gefist upp
fyrir framkvæmdavaldinu hvað varðar setn-
ingu fjárlaga, sem virðast hlaða utan á sig nær
sjálfkrafa, þrátt fyrir skýlaust stjórnarskrár-
ákvæði um að Alþingi eitt hafi þá lögsögu með
höndum. Þá verð ég að segja eins og er að mér
þótti breytingin á deildaskiptingu Alþingis
ekki af hinu góða, vegna þess að með því var
skilvirkni þingsins aukin. Miðað við afurðirn-
ar ffá Austurvelli er ég nefnilega þeirrar skoð-
unar að því færri lög sem þeir samþykkja, því
betra.
Framkvæmdavaldið hefur staðið sig ömur-
lega og þar virðist litlu skipta hvar í flokki
menn standa. Ráðherravald hérlendis er allt of
mikið. Ósvífni ríkisstjórna við setningu bráða-
birgðalaga er líka með ólíkindum. í stjórnar-
skránni er að finna ákvæði um að Alþingi
megi kveða saman ef nauðsyn beri til, en að
bráðabirgðalög megi setja ef brýna nauðsyn
beri til. Sumsé, það má aðeins setja bráða-
birgðalög ef ekki er unnt að kveða Alþingi
saman. Engin bráðabirgðalög lýðveldisins
standast þéssi rök. Þá má jafnframt gagnrýna
það vald sem framkvæmdavaidið hefur beitt
til gengisfellinga og vaxtastýringar.
Nú er tími kominn til endurskoðunar í
þeirri von um að okk.ur megi farnast betur á
næstu fimmtíu árum. Það er tímabært að
stokka upp það ríkiskerfi sem við búum við og
það verður ekki gert með öðrum hætti en að
setja nýja stjórnarskrá. Samning nýrrar stjórn-
arskrár hefur staðið til frá lýðveldisstofnun og
það segir kannski sína sögu að hún er enn
ókomin. Þau drög, sem hinar ýmsu stjórnar-
skrárnefndir hafa gert, Iofa ekki góðu. Menn
hafa verið að setja saman gríðarlega langar
stjórnarskrár, sem taka til allra þátta mann-
legrar náttúru, og felast fyrst og fremst í að
veita þegnunum náðarsamlegast rétt til hins
og þessa. Þannig eiga stjórnarskrár alls ekki að
vera. Þvert á móti eiga þær að takmarka rétt
ríkisins til valds, því það er ríkið sem þiggur
vald sitt frá þegnunum en ekki öfugt. Kannski
það væri rétt að boða til stjórnarskrárþings
sem hefði það hlutverk að semja rtýja stjórnar-
skrá sem ekki mætti vera lengri en tvær vélrit-
aðar síður. Þá höfum við ef til vill gengið til
góðs götuna fram eftir veg og getum horft
bjartsýnni til næstu finnutíu ára. O
Ragnhildur
Vigfúsdóttir
Eina vonin í þessu
öllu saman er auðvitað
sú að menn læri af mis-
tökunum og þær kyn-
slóðir sem nú vaxa úr
grasi verði skynsamari,
sanngjarnari og ráð-
deildarsamari en kyn-
slóð foreldranna.
Breyttar áherslur og
gildismat í stjórnmálum
er einn lykillinn að
bjartari framtíð og von-
andi ber þjóðin gæfu til
þess að velja til forystu
ábyrga einstaklinga sem
hafa skilning á kjörum —
og vandamálum venjulegs fólks í landinu.
Forystumenn sem meta verðleika hvers og
eins óháð kynferði, kynhneigð, trú, fötlun,
sjúkleika eða stjórnmálaskoðana. Slíkt húg-
arfar væri besta afmælisgjöfin og til heilla
komandi kynslóðum. Að öðrum kosti mun
landið eftir fimmtíu ár blána af berjum
hvert ár, börnum og hröfnum að leik. Gleði-
lega þjóðhátíð!©
Nú er senn liðin hálf öld
frá því að Islendingar slitu
endanlega tengslin við
dönsku krúnuna og stofn-
uðu eigið lýðveldi. Á slík-
um tímamótum er við
hæfi að staldra við og velta
því fyrir sér hvernig til hef-
ur tekist.
Lýðveldistíminn ekki
verið endalaus dans á ró-
sum. Ekki síst á þetta við
um stjórnarfarið og pólit-
íkina. Hið þrískipta ríkis-
vald, sem hefur víðast hvar
í hinum vestræna heimi
dugað ágætlega, hefur
brugðist á ótal sviðum.
Dómsvaldið var lengst af afar sérkennilega
upp byggt, þar sem rannsókn, ákæruvaldið og
dómsvald var í mörgum tilfellum í hendi
sama aðila. Sjálfstæði dómstóla gagnvart ríkis-
valdinu hefur líka verið á ótraustum grunni á
fleiri sviðurn. Ótal dæmi eru um að Hæstirétt-
ur hafi fallist á málaleitan fólks, sem sótt hefur
hið opinbera til saka, en hins vegar tekið fram
að þrátt fyrir að ríkið hafi stundað ólöglegan
gerning — jafhvel um áratugaskeið - - skuli
það ekki bæta fólki skaðann, beinlínis vegna
þess að það yrði svo dýrt eða erfitt fyrir ríkið!
10
MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ1994 j-