Eintak

Issue

Eintak - 13.06.1994, Page 12

Eintak - 13.06.1994, Page 12
„Om Kæmested fer með rangt máT Segir Sigsteinn Pálsson, eigandi Blikastaða. „Skáldafákurinn hefur gripið svo gjörsamlega tauminn af Erni Kærnested að hann veit ekki hvar farið er,“ segir Sigsteinn Páls- son, eigandi Blikastaða i Mosfells- bæ, um nokkur ummæli Arnar Kærnested í grein sem birtist í síð- asta EINTAKI og bar yfirskriftina „Hvernig á að klúðra sveitarfélagi.“ Grein þessi fjallaði um tildrög ósigurs Sjálfstæðisflokksins í Mos- fellsbæ í síðustu sveitarstjórna- kosningum þegar fylgi flokksins Sjaldan hafa viðbrögð manna í viðskiptalífinu verið jafn hastarleg og þegar fyrrum meirihluti stjórnar Stöðvar tvö réð- ist með offorsi gegn Sigurjóni Sighvatssyni eftir að Ijóst varð að hann stóð að baki kaupunum á hlutabréfunum í íslenska útvarps- félaginu. Það hefur vakið furðu að menn sem eiga ekkert í stöðinni, eins og Óskar Magnússon, lögðu gamla meirihlutanum lið þrátt fyrir að hann hafi verið lögmaður Sigur- jóns. Minna hefur farið fyrir öðrum stuðningsmanna Ingimundar Sig- fússonar stjórn- arformanns Stöðvar tvö í fjölmiðl- um hér heima en þau boð bárust til Hollywood að Davíð Oddsson væri ekki hress með hlutabréfa- kaup Sigurjóns. í kvikmyndaborg- inni gátu menn ekki annað en brosað yfir þeim skilaboðum... I kki var mikil eftirsjá meðal starfsfólks Þjóðminjasafns- I ins eftir Guomundi Magnús- syni úr stöðu þjóðminjavarðar. Áð- ur en Guðmund- ur fékk stöðuna var honum lofað fjárframlögum til að gera gamla SS húsið við Skúlagötu að geymslum fyrir safnið en geymslumál þess voru í miklum ólestri. Einhverjum milljón- um var hent í að gera úttekt á hús- næðinu en þegar til kom var stuðningurinn við Guðmund ekki meiri en svo að húsið var rifið og geymslumál safnsins sett í salt. Starfsfólkið var því bjartsýnt á að einhverjar úrbætur yrðu gerðar eftir að Þór Magnússon var skip- aður Þjóðminjavörður. Þór þykir gúddí gæi sem veður ekki uppi með valdníðslu eins og fyrirrennari hans en ekki mikill stjórnandi. Að sögn situr hann og stendur eftir tilskipunum úr fjárrnála- og menntamálaráðuneytinu og munir safnsins eru nú í geymslum sem forverðir þess höfðu fyrir löngu hafnað sem óviðunandi... 12 hrapaði úr 64 prósentum í 43 pró- sent. Það var nokkuð samdóma álit aðila innan Mosfellsbæjar að helstu ástæður ósigursins hafí verið furðuleg framganga meirihluta sjálfstæðismanna í tveimur málum sem komu upp síðasta kjörtímabil. Þessi mál voru annars vegar samn- ingar sem voru gerðir um hlut bæj- arfélagsins í byggingu miðbæjar- kjarna Mosfellsbæjar við Örn Kærnested, eiganda byggingafyrir- tækisins Álftarós, en hann var á þessum tíma formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í bænum. Hitt málið snerist um kaup Mosfells- bæjar á landi Blikastaða en meiri- hluti sjálfstæðismanna skipti skyndilega um skoðun þegar drög að kaupsamningi lágu fyrir og hættu við kaupin. Er talið að örn Kærnested hafi beitt flokkssystkini sín miklum þrýstingi í því máli þar sem hann hafi óttast að bærinn hefði ekki bolmagn til að standa í landakaupum samfara miðbæjar- framkvæmdum. „Örn lætur meðal annars í það skína, í viðtali sem fylgdi með greininni, að við Blikastaðahjón höfum átt í fjárhagslegum erfiðleik- um og að hann hafi viljað hjálpa okkur með sínum „eigin pening- um“. Ég get hins vegar upplýst að við áttum þá skuldlausa jörðina Blikastaði með húsum ásamt ein- býlishúsi með tvöföldum bílskúr og innbú og eitthvert lausafé eins og fram kemur á skattframtali þess tíma. Verður því að álíta að við höf- um ekki verið neinir þurfalingar á vegum Arnar Kærnested á þessum árum. Orðrétt hefur blaðamaður eftir Erni: „Sigsteinn á Blikastöðum er lengi búinn að reyna að selja landið og hringdi meðal annars ár- lega í mig til að bjóða mér það til kaups.“ Þessar árlegu hringingar hafa aldrei átt sér stað, hins vegar fékk ég Örn, sem fagmann og kunningja, til að koma að Blika- stöðum sumarið 1990 og slá mati á trésmíðavélar sem voru þar í úti- húsunum á vegum þrotabús sem hafði haft þau á leigu. Yfir kaffi- bolla með okkur hjónum á eftir barst það í tal að sennilega færi Mosfellsbær að bera víurnar í Blikastaðaland. Viðbrögð Arnar við því voru þau að hann sagði að Mos- fellsbær hefði enga burði til að kaupa Blikastaði, en hann sagði jafnframt að það væri hugsanlegt að hann sjálfur gæti haft samband við peningamenn sem hefðu þá burði. Meira var það mál ekki rætt þá og hefur aidrei verið. Það er ekk- ert launungarmál að um árabil hafa ráðamenn Reykjavíkur rennt hýru auga til Blikastaða og hæst bar það í valdatíð Daviðs Oddssonar, hef ég um það dagsetningar í viðtölum og bréfum. Viðbrögð okkar við þeim málaleitunum voru lengst af þau að sonur okkar Magnús væri í forsvari í Mosfellsbæ og okkur því óhægt um vik. Það gefur því auga- leið að Magnús hafi látið samstarfs- fólk sitt í bæjarstjórn Mosfellsbæjar vita hvernig málin stóðu og því þau hafið viðræður við okkur. Þessu til viðbótar vil ég geta þess að Örn fer rangt með það tilboð sem Mosfells- bær gerði í Blikastaði. Tilboðið var vaxtalaust, miðað við afhendingu á SlGSTEINN PÁLSSON ÁSAMT EIGINKONU SINNI „ Við vorum engir þurfalingar á vegum Arnar Kærnested. “ tuttugu árum, Blikastaðahúsin höfðu einungis verið metin en voru ekki inni í kauptilboðinu," segir Sigsteinn. O Áhrif hungurverkfalla á líkamann Hættavi á löngu svetti er að hjartað gefi Segir Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur. Hungurverkföll foreldra í for- hann er ekki fær um að framleiða sjárdeilum og fanga í Síðumúla- fangelsinu hafa vakið mikla athygli að undanförnu. Þegar menn svelta sig í langan tíma kemur að því að þeir geta ekki lifað það af þrátt fyrir að þeir hefji neyslu á fæðu aftur. Yf- irleitt er talað um 50 daga í því sam- bandi. EINTAK leitaði til Laufeyjar Steingrímsdóttur næringarfræð- ings til að athuga hvaða áhrif lang- varandi hungur hefur á líkamann. „Það sem gerist fýrst þegar fólk borðar ekki er að það fer að brenna fitu líkamans til að verða sér fyrir orku,“ segir hún. „Einnig er nauð- synlegt að halda blóðsykrinum uppi en líkaminn er ekki með nema lítinn sykurforða sem eyðist upp á einni nóttu. Þá þarf líkaminn að búa til sykur úr próteinum því sykur úr fítu. Þetta þýðir það að vöðvar og vöðvamassi rýrna.“ Laufey segir að ef ekkert annað kæmi til sögunnar gæti maðurinn einungis soltið í mjög skamman tíma, kannski barad viku. Það sem gerist hins vegar við hungur eða sult, og þar af leiðandi mikla fitu- brennslu, er að í líkamanum mynd- ast efni sem heita ketónar. „Þetta eru hliðarefni sem hlaðast upp í lík- amanum og spara sykurþörf líkam- ans.“ Ketónarnir nýtast heilanum og miðtaugakerfínu í staðinn fyrir sykur og þá minnkar sykurþörfin. Þetta sparar því próteinin í vöðv- unum við sult. Að sögn Laufeyjar finnst svipuð lykt og af asentoni úr vitum fólks því það er eitt hliðar- efnið í þessum ketónum. Þessi mekanismi fer yfirleitt ekki í gang fyrr en í annarri viku hungurs og þá fer að hægjast á niðurbroti vöðv- anna. „Það er samt alltaf einhver vöðvamissir líka,“ segir Laufey, „en þegar fitan er búinn þá höfum við ekkert annað að brenna en vöðv- ana. Það fer eftir einstökum tilfell- urn hvenær líffæri verða fyrir var- anlegum skemmdum en hjartað er vöðvi sem líka gengur á. Þannig verður það veikbyggðara og hættan í löngu svelti er að hjartað gefi sig.“ Laufey segir að ýmis önnur líf- færi skemmist, svo sem nýrun og allur vökvabalansinn. „Þetta er stóralvarlegt mál ef menn svelta sig svona lengi og eftir fjórar vikur er mikil hætta á ferðum," segir hún. Hvað geta menn soltið lengi án þess að deyja? „Ég veit ekki hvað er það lengsta sem maður hefur soltið sig og lifað það af. Það er almennt talað að þeir 40 dagar sem Frelsarinn svalt í eyðimörkinni nálgist hámark þess sem menn geta soltið ef þeir neyta vatns. Þó eru dæmi þess að menn hafi soltið mikið lengur og lifað. Aðalhættan er þegar menn byrja aftur að borða því þá eru þeir orðn- ir það veikbyggðir að nauðsynlegt er að fara afar varlega í sakirnar til að líkaminn þoli áíagið. Hjartað er sérstaklega viðkvæmt fyrir því.“ Laufey segir að menn geti ein- ungis lifað í nokkra daga án vatns en með neyslu sykurs spari þeir prótein líkamans og geti lifað í töluverðan tíma. O Laufey Steingrímsdóttir NÆRINGARFRÆÐINGUR „Það er almennt talað að þeir 40 dagar sem Frelsarinn svalt í eyðimörkinni nálgist hámark þess sem menn geta soltið ef þeirneyta vatns." MÁNUDAGUR 13. JÚNl 1994

x

Eintak

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.