Eintak - 13.06.1994, Page 16
Gott mál að Háskólinn
hagnist á spilakössum
Dr. Robert Hunter
Fyrir tveimur árum hófust rannsóknir á
heilastarfssemi fjárhættuspilara og
komið hefur íljós að efnaskiptin i heil-
anum á þeim er öðruvísi en í öðru fólki,
ekki ósvipað og í alkóhólistum. Það lítur
út fyrir að fræið sem verður að fíkn sé
tilkomið á sömu erfðafræðilegu for
sendunum fyrir allar fíknir
Með aukinni spilakassamenn-
ingu á íslandi hefur orðið vart við
æ fleiri einstaklinga sem verða háð-
ir fjárhættuspilum sem er flestum
skaðlaust um leið og þeir styrkja
ágætis málefni. Það er ekkert leynd-
armál að til er fólfc hér á landi sem
hefur tapað aleigu sinni í spila-
kassa, íbúðum, bílum og fyrirtækj-
um. Fjölskyldur hlutaðeigandi hafa
oft flosnað upp í kjölfarið.
Fyrir skömmu var birt raunasaga
víetnamskrar fjölskyldu í DV, sem
átti erfitt með að fá fjárhagsstuðn-
ing innan félagsmálakerfisins en
hún kom hingað á vegum Rauða
Krossins. Fjölskyldan var í miklum
kröggunt og erfiðlega gekk fyrir
meðlimi hennar að fá atvinnu.
Rauði Krossinn taldi ekki hlutverk
sitt að styðja fjölskylduna nema í
stuttan tíma eftir að hún kom til
landsins en þegar hún var komin
gjörsamlega í þrot fjárhagslega og
fékk ekki hjálp annars staðar létu
líknarsamtökin henni í té nokkra
tugi þúsunda. Upphæðin dugði
ekki bæði fyrir mat og til greiðslu
skulda og því voru góð ráð dýr.
Þrautalendingin var að fara i spila-
kassa til að brúa bilið en ekki gekk
betur en svo að þau töpuðu öllum
peningunum aftur tii Rauða Kross-
ins. Ekki er víst að þessi sorgarsaga
komi spiiafíkn nokkuð við en hún
kom upp í hugann þegar ég tók við-
tal við Dr. Robert Hunter á dög-
unum. Hann var staddur hér á
landi á vegum SÁÁ sem þegar hafa
hafið aðstoð við spilafíkla sem leita
til samtakanna. Spilafíkn er ekki
óskyld alkóhólisma og því hyggst
SÁÁ beita sér enn frekar á þessum
vettvangi á næstu misserum. Dr.
Hunter er sérfræðingur í klínískri
sálarfræði og forstöðumaður með-
ferðardeildar fyrir spilafíkla við
Charter sjúkrahúsið í spilaborginni
Las Vegas.
Hann segir að það hafi verið fyrir
tilviljun að hann fór að hjálpa spila-
fíklum. „Ég bjó í Las Vegas og vann
við að hjálpa áfengis- og fíkniefna-
sjúklingum, og mikið að fólki sem
var háð spilafíkn leitaði til mín eftir
aðstoð. Undanfarin sjö ár hef ég
síðan rekið stærstu meðferðar-
stofnunina í Bandaríkjunum sem
hjálpar fólki í baráttunni við
óstjórnlega spilafíkn.“
Telur þú spilafíkn alvarlegt
vandamál á íslandi?
„Ég tel ekki að um neyðarástand
sé að ræða hér á landi en spilafíkn
er alvarlegt vandamál úti um allan
heim. Ástæðan er sú hvað þessi fíkn
er vel falin. Fólk talar ekki um hana
eins og áfengis- og fíkniefnavanda-
mál. Þeir sem eru háðír spilafíkn
þjást í einrúmi bak við tjöldin
vegna þess að þeir vita ekki að fleira
fólk þjáist af þessum sjúkdómi og
hægt er að fá hjálp til að vinna bug
á honum.“
Vafasamt að kalla
slæma vana sjúkdóma
Þú talar um spilafíkn sem sjúk-
dóm. Hvað er það sem gerir hana dð
sjúkdómi? Er fjárhœttuspil ekki bara
slœmur ávani eins og svo margt ann-
að og því vafasamt að tala um sjúk-
dóm?
„Ég er alveg sammála þér um að
það er vafasamt að fara að kalla alla
slæma vana sjúkdóma. Ég er ólíkur
mörgum öðrum bandarískum
læknum að því leyti að ég er mjög
skeptískur á ef fólk segist vera veikt
og vilji þar af leiðandi ekki ábyrgj-
ast afleiðingar gerða sinna. Ég sagði
við fyrstu fjárhættuspilarana sem
leituðu til mín að ég tryði ekki að
þeir væru sjúkir og gætu ekki
stjórnað spilafíkn sinni. Síðan þá
hef ég hitt þúsundir fjárhættuspil-
ara og ég tel marga þeirra haldna
sjúkdómi.
Það eru alls ekki allir þeir sem
stunda fjárhættuspil veikir og jafn-
vel ekki allir sem spila í óhófi. Við
erum að tala um mjög lítinn hluta
fjárhættuspilara, sennilega einungis
um fimm prósent þeirra sem spila í
Bandaríkjunum. En fyrir þessi
flmm prósent er allt öðruvísi að
stunda fjárhættuspil en aðra. Þeir
eru ekki að spila ánægjunnar vegna
eða tii að græða peninga, heldur til
að flýja raunveruleikann. Þegar þeir
byrja að spila siglir allt annað lönd
og leið. Þeir missa tímaskynið og
tilfinninguna fyrir hvað er rétt og
rangt, og fíknin heltekur þá þannig
að annað skiptir engu máli. Fyrir
tveimur árum hófust rannsóknir á
heilastarfssemi fjárhættuspilara og
komið hefur í ljós að efnaskiptin í
heilanum á þeim er öðruvísi en í
öðru fólki, ekki ósvipað og í alkó-
hólistum. Það lítur út fyrir að fræið
sem verður að fíkn sé tilkomið á
sömu erfðafræðilegu forsendunum
fyrir allar fíknir.“
Er einhver ákveðin manngerð sem
verður spilafíkn að bráð frekar en
önnur?
„Nei, í Bandaríkjunum er al-
menningsálitið það að hér sé um
veiklynt eða heimskt fólk að ræða.
Samkvæmt rannsóknum hefur hins
vegar komið fram að þetta er oftar
en ekki vel gefið og vinnusamt fólk.
Það eina sem sjúklingar mínir eiga
sameiginlegt er að þeir eru fjár-
hættuspilarar. Þetta er fólk af báð-
um kynjum á öllum aldri og úr öll-
um stéttum þjóðfélagsins."
Þetta er þá ekki endilega fólk sem
þjáist af einmanaleika eða einhverju
þess háttar?
„Mikið af spilafíklum eru við-
kvæmir og upplifa tilfinningar sín-
ar mjög sterkt en ýta þeim í bur+u.
Oft eru þeir mjög góðir í að setj'á
upp grímur og láta eins og allt sé í
góðu lagi. Fjárhættuspil er í eðli
sínu einangrað athæfi. Jafnvel þeg-
ar menn eru í spilasal fullum af
fólki eru þeir einir með spilakass-
anum. Margir spilafíklar eru engu
að síður mjög félagslyndir þegár
fjárhættuspilinu sléppir.11
Gamblers Anonymous
Stundar þú fjárhœttuspil sjálfur?
„Það kemur mjög sjaldan fyrir
því mér finnst fjárhættuspil frekar
leiðinleg."
Þannig að þú ert á því að fjár-
hœttuspil geti verið heilbrigð dcegra-
dvöl?
„Já, í flestum tilfellum tel ég að
svo sé. Ég hef aðeins áhyggjur af
þessum fimm prósentum fjár-
hættuspilara sem ég talaði um áð-
an. Stundum nota ég skíðaíþróttina
sem dæmi hliðstætt fjárhættuspil-
um. Sjálfur hef ég ekki áhuga á
sldðum en fmnst jákvætt að það er
til skíðaiðnaður. Það skapar at-
vinnu við að 'framleiða og selja
skíðaútbúnað og margir hafa gam-
an af að stunda íþróttina. Hluti
þeirra sem stunda skíði verða hins
vegar fyrir slysum. Þess vegna er
eftirlit í brekkunum og þeir fá hjálp
sem þurfa á henni að halda. Mér
fmnst ekki að við eigum að loka
brekkunum, heldur að tryggja að
einhver sé til staðar til að hjálpa
þeim sem meiða sig. Hér á landi
mun SÁÁ leiða hjálparstarfið fyrir
spilasjúklinga. Samtökin eru að
þjálfa starfsmenn til að hjálpa þeim
fjárhættuspilurum sem þjást vegna
spilafíknar sinnar."
Telur þú að mikilvœgt sé fyrir ís-
lendinga að opna hjálparstöð fyrir
spilafíkla strax?
„Ég held að best sé að nota það
meðferðarbatterí sem er þegar
komið i gang og senda einhverja af
meðferðarfulltrúum samtakanna
erlendis til að læra að hjálpa spila-
fíklum. Meðferð við alkóhólisma
og spilafíkn-er mjög svipuð og Is-
land er með eitt það besta kerfi sem
ég hef séð nokkurs staðar í heimin-
um til að takast á við fíkn og önnur
geðræn vandamál. Það þarf að bæta
við þetta kerfi sérþekkingu á spila-
fíkn og það starf hófst með því að fá
mig hingað til landsins.“
Er nauðsynlegt að þeir sem hjáipa
spilafíklum séu fyrrverandi spilafíkl-
ar sjálfir, eins og meðferðarfulhrúar
alkóhólista sem eru flestir fyrrver-
andi drykkjumenn og eiturlyfianeyt-
endur?
„Það er ekki nauðsynlegt, en það
er æskilegt. Meira en helmingurinn
af starfsliði mínu í Las Vegas eru
spilafíkJar í bata. Það besta sem
spilafíkill getur gert til að vinna bug
á fíkn sinni er að stunda fundi hjá
Gamblers Anonymous eins og
alkóhólistar sækja AA-fundi. Ég hef
talað við nokkra íslenska spilafíkla
og þeir hafa mikinn áhuga á að
skapa samtökunum fastan grund-
völl. Það er óhemju mikilvægt að
samtökin nái að festa sig í sessi og
ég fagna því að SÁÁ er tilbúið til að
starfa þeim við hlið. Fyrir spilafíkla
er þetta ekki spurningin um að fara
annað hvort til læknis eða Gam-
blers Anonymous heldur að gera
bæði.“
Vídeóleikirnir hættu-
legastir
Er hœgt að lœkna spilafíkti?
„Nei, hún er eins og alkóhólismi
og sykursýki. Það er hægt að halda
henni niðri en sjúklingurinn er
aldrei læknaður að fullu. Batahlut-
fallið er mjög gott. Þetta er yfirleitt
harðduglegt fólk sem gengur oftast
vel að ná bata. Vandamálið er að
spilafíklar vita oftast ekki að það er
til leið til að halda fíkninni niðri.
Almenningsálitið er svo neikvætt
gagnvart spilafíkn áð jafnvel í stór-
borgum Bandaríkjanna halda spila-
fíklar að þeir séu þeir einu sem eiga
við þetta vandamál að stríða og
ekkert sé við því að gera. Áður fyrr
var ástandið svipað meðal alkóhól-
ista en í dag held ég að fáir sem eru
með drykkjuvandamál hafi ekki
heyrt minnst á AA samtökin."
Halda spilafíklar þá fíkn sinni í
skefium með að tileinka sér reynslu-
spor AA-samtakanna?
„Já, ásamt meðferð þar sem tek-
ist er á við þann skaða á sjálfsmynd
og hugsanaferli spilafíkilsins, en sá
skaði er jafnvel alvarlegri en þeirra
sem þjást af alkóhólisma.“
Dr. Hunter segir að ákveðnar
tegundir íjárhættuspils séu meira
ávanabindandi en aðrar þeirra.
„Svokallaðir vídeóleikir eru hættu-
Iegastir fyrir þá sem vilja flýja raun-
veruleikann því það einfaldar spila-
fíklum að útiloka allt umhverfið,"
segir hann.
Getur þú sagt mér einhverjar sög-
ur af spilafíklum?
„Ég gæti svæft þig með öllum
þeim sögum sem komið hafa til
rninna eyrna. Þrátt fyrir að ég hafi
hlustað á sögur spilafíkla tíu tíma á
dag í mörg ár, koma þær mér enn-
þá á óvart. Það er ótrúlegt hvað
sumir þurfa að ganga langt til að
finna botn spilafíknar sinnar. Ég
skal segja þér frá tveimur slíkum
tiifellum. Annars vegar var um að
ræða karlmann á áttræðisaldri sem
átti alþjóðlegt fýrirtæki sem velt
milljónum dollara á ári. Þegar hanr
hætti að vinna fór hann að stundr
íjárhættuspil. Á tíu árum tapað
hann öllu sem hann átti, ölluir
sparisjóði sínum og eignum. Öllt
hreint út sagt. Þegar hann fór heirr
úr meðferðinni frá mér varð hanr
að láta sér nægja að lifa á ellilífeyr-
inum sem hann fékk frá ríkinu er
hann dugir varla fyrir mat. Þess
maður hafði verið góðkunning
margra þjóðarleiðtoga í Evrópu.
Hitt dæmið sem ég ætla að segj;
þér frá varðar konu sem tapaði að-
eins nokkur þúsund dollurum alli
sitt líf. Þetta var fyrirmyndar koní
og móðir sem aldrei hafði lent
neinum vandræðum. Hún reynd
að bæta sér upp það sem hún tap-
aði en það er eitt einkenni spila-
fíkla. Hún skammaðist sín fyrii
þetta og var svo hrædd um að eig-
inmaður hennar myndi uppgötvt
að hún tapaði peningunum, að húr
stal peningum frá vinnuveitandr
sínum. Hún notaði þá til að spilc
og hugðist greiða honum aftur. Þac
endaði hins vegar með að hún tap-
aði þeim líka og endaði í fangelsi
Þetta var eins heiðvirð kona og fólh
verður.“
Háskóli íslatids og Rauði krossinr.
reka spilakassa og hafa verið gagn-
rýndir fyrir að afla fiár tneð þessurr,
hœtti. Hver er skoðun þín á að líkn-
arsamtök afli fiár með því að rekc
fiárhœttuspil?
„Ég hafði heyrt um þetta áður en
ég kom til íslands og fmnst það frá-
bært. I Las Vegas eru einungis örfá-
ir einstaklingar sem hirða gróðann
af spilavítunum. Það truflar ekki
siðferði mitt að líknarsamtök hafi
tekjur af fjárhættuspilum, mér
fmnst það bara jákvætt.11 Q
Er spilafíkn sjúkdómur eða aumingjaskapur? Dr. Robert Hunter helsti séríræðingur Bandaríkjanna, kom
Irá Las Vegas til íslands í vikunni á vegum SÁÁ til að fræða starfsmenn samtakanna og forráðamenn happdrætta um
spilafíkn. Spilafíkn er orðið raunverulegt vandamál á íslandi. Lofrjr Atij Eiríksson tók viðtal við Dr. Hunter.
16
MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ1994