Eintak

Útgáva

Eintak - 13.06.1994, Síða 20

Eintak - 13.06.1994, Síða 20
Það er Ijótt að gera at í öðru fólki - nema það sé gert almennilega. Björn Malmquist leitaði uppi nokkra hrekki þar sem fólk hafði verið dregið á asnaeyrunum á hugvitsamlegan hátt. Og fann þó nokkur... Ásdís Halla Bragadóttir, fyrr- um blaðamaður á Morgunblaðinu er fræg fyrir ýmsa grikki sem hún gerði samstarfsfólki sínu og vinum. Þegar hún hætti á Mogganum til að taka við stöðu framkvæmdastjóra þingflokks sjálfstæðismanna, þótti kollegum hennar viðeigandi að kveðja hana með vænum hrekk. Einri föstudaginn, stuttu áður en hún hætti, sendi fréttastjórinn, Sigtryggur Sigtryggsson, hana út af örkinni til að taka viðtal við Helga nokkurn Sigurðsson, Is- lending búsettan í Bandaríkjunum, sem staddur var hér á landi. Hann sagðist vera að vinna fyrir eina stærstu auglýsingastofú heims, Sa- atchi & Saatchi, sem væri að kanna samstarf og kaup á einni af stærstu auglýsingastofunum hér á landi. Semsagt: stórfrétt í íslenska viðskiptaheiminum. Gegnum glerið Helgi þessi Sigurðsson heitir reyndar Hilmar Sigurðsson réttu nafni og er einn af eigendum aug- lýsingastofunnar Grafít í Reykja- vík. Hann hafði verið fenginn til að taka þátt í gríninu af þeim Urði Gunnarsdóttur og Hönnu Katr- ínu Friðriksen sem eru blaða- menn á Morgunblaðinu og stóðu fyrir grikknum. Ásdís Halla hringdi í „Helga“ og boðaði hann í viðtal niður á Mogga. En Hilmar á marga kunn- ingja þar á bæ, og þess vegna þurfti að segja þeim öllum frá gabbinu og banna þeim að heilsa honum með nafni þegar hann kæmi. Ásdís Halla sat síðan með honum í rúman kiukkutíma og tók við hann viðtal í fundaherberginu á ritstjórn. „I veggjum þessa herbergis er gler frá gólfi upp í loft og við sátum öll og fylgdumst með Hilmari leika hlut- verk sitt eins og atvinnuleikari. Þrátt fyrir að stór hópur fólks sem vissi um grínið hafi hlegið sig mátt- lausan fyrir utan fundaherbergið tók Ásdís Halla ekki eftir neinu," sagði Urður Gunnarsdóttir í sam- tali við EINTAK. Yfirlestur „Helga“ „Helgi“ gerði blaðakonunni það ljóst að hann yrði að fá viðtalið sent til yfirlestrar og það yrði að gerast fýrir laugardag, því þá færi hann af landi brott. Hann myndi síðan sjá um að viðtalinu yrði komið til hennar eftir að hann væri farinn. Ásdís Halla komst ekki í verkið fyrr en seinni part föstudags og kláraði fréttina ekki fyrr en um miðnætti og sendi til „Helga“. En það var hins vegar ekki „- Helgi“ sem tók við fréttinni, heldur áðurnefndar Urður og Hanna Katrín. „Þegar ég sá fréttina hennar fékk ég alvarlega bakþanka um grínið, því það var greinilegt að Ás- dís Halla hafði lagt miklu meiri vinnu í þetta en við bjuggumst við,“ sagði Urður. „Ástæðan var einfaldlega sú að Hilmar lék hlut- verk sitt af þvílíkri prýði að það hljóp ofvöxtur í grikkinn.“ Urður og Hanna Katrín strikuðu nánast í hverja einustu setningu, í fyrirsagnir, breyttu öllu orðalagi til hins verra og skrifuðu hrokafullar athugasemdir í viðtalið fyrir hönd „Helga“ sem varð greinilega æ ósáttari við lýsingu Ásdísar Höllu á sínum hlut í þessu „afreki" Saatchi & Saatchi, eftir því sem leið á við- talið. Þegar hrekkjalómarnir Urður og Hanna Katrín höfðu lokið sér af, var Hilmar (,,Helgi“) fenginn til að hreinrita athugasemdirnar. Síðan var viðtalið sent aftur til Ásdísar Höllu, en ekki fyrr en á mánudags- morgun, löngu eftir að „Helgi“ var farinn af landi brott. „Mikið er þetta fyndið“ „Við vorum í námunda við Ás- dísi Höllu, þegar hún fékk viðtalið í hendurnar,“ segir Urður. „Henni brá greinilega, en sagði ekkert og blaðaði í gegnum viðtalið, sem var allt útkrotað í rauðu. Eftir nokkurn tíma fór okkur að líða ilfa yfir þessu og réttum henni miða frá Hilmari (,,Helga“) þar sem hann baðst fyr- irgefningar á sínum þætti í grikkn- um og spurði hvort hún væri ekki búin að átta sig á að vinnufélagar hennar væru að gera í henni at. Þá leit hún upp og sagði grafalvarleg: „Mikið er þetta fyndið". Og þá trylltust allir úr hlátri,“ sagði Urð- ur. „Málið var að Ásdís Halla bjóst við einhverjum grikk, en ég held að hana hafí ekki órað fyrir því að hann yrði svona úthugsaður. Síðan fór grikkurinn að vissu leyti úr böndunum, því Hilmar lék einfald- lega hlutverkið sitt allt of vel!“ Vandaður grikkur Fórnarlamb þessa úthugsaða hrekks, Ásdís Halla Bragadóttir, sagði í samtali við EINTAK að hún hefði vissulega búist við einhverj- um tilraunum af þessu tagi síðustu dagana sem hún vann á Moggan- um. „Þess vegna reyndi ég að bak- tryggja allt sem ég gerði á þessum tíma til að koma í veg fyrir það. Þessi grikkur var hins vegar svo út- hugsaður. Hilmar (,,Helgi“) var með nafnspjöld frá Saatchi & Saatc- hi, hann vissi greinilega mikið um auglýsingabransann og í ofanálag vildi hann ekki að ég hefði sam- band við íslensku auglýsingastof- una fyrr en eftir að hann hefði lesið viðtalið yfir. Þar með var búið að útiloka alla möguleika á því ið ég gæti komist að hinu sanna í mál- inu. Þetta var vandaður grikkur og ég hef enn ekki heyrt um neinn sem tekur þessum fram,“ sagði Ásdís Halla. Hrekkjaiómar Hrekkjalómafélagið í Vest- mannaeyjum er eitt af villtari félög- um landins. Eins og nafnið bendir til, sérhæfir þessi félagsskapur sig í hrekkjum, grikkjum og öðru gríni sem hægt er að gera fólki. „Einn af fyrstu hrekkjunum sem við gerðum þegar félagið var stofn- að árið 1983, var að umbreyta hafn- arvoginni í bænum í stýrishús með öllu tilheyrandi,“ sagði Ásmundur Friðriksson, yfírhrekkjalómur og eigandi fiskverkunarinnar Kútt- magakots, í samtali við EINTAK. „Félagi okkar vann á voginni og einn morguninn þegar hann kom í vinnuna, gekk hann beint inn í til- búið stýrishús á togara, þar sem finna mátti radar, fiskileitartæki, talstöð og allt tilheyrar.di. Tækin voru öll í gangi þegar hann kom og það eina sem hann þurfti að gera var að sleppa nótinni!“ Einn hrekkjalómurinn í félaginu var kallaður Halli í Turninum, en hann rak á sínum tíma verslun sem var kölluð þessu nafni. Ásmundur og félagar hans voru hins vegar ekki ánægðir með að Halli seldi ekki klaka, sem þykja nauðsynlegir í suma drykki. „Það endaði með því að við fórum niður í frystihús á tíu tonna vörubíl og fylltum hann af ís, eins og settur er um borð í fiskiskip. Síðan keyrðum við um bæinn með gjallarhorn og auglýstum að nú ætluðum við að sjá til þess að Halli fengi allan þann klaka sem hann þyrfti. Eftir rúntinn stoppuðum við síðan fyrir utan Turninn og sturt- uðum ísnum. Magnið var slíkt að inngangurinn í verslunina var gjör- samlega lokaður og það tók fjóra menn heilan klukkutíma að grafa frá hurðinni.“ Halli í Turninum tók gríninu vel en lögreglan, sem mætti fljótlega á staðinn, var ekki eins ánægð, og Ásmundur, sem var ökumaður vörubílsins, var færður á stöðina. „Þeir vildu fá að vita hvervegna í andsk... ég hefði verið að þessu og sögðu að ég væri illa upp alinn! Mér fannst hins vegar alveg ónauðsynlegt að fara að kenna foreldrum mínum um þetta grín...“ Svínslegt afmæli Ásmundur hefur sjálfur ekki far- ið varhluta af gríni Hrekkjalómafé- lagsins og þegar hann átti 29 ára af- mæli, „fyrir örfáum árum,“ eins og hann segir, færðu félagarnir hon- um frumlega afmælisgjöf. „Stuttu fyrir afmælið sóttu þeir svín upp á land og geymdu það í bílskúr eins þeirra þar til veislan var haldin. Síð- an létu þeir prjóna sams konar peysur á mig og svínið og þegar af- mælisveislan var haldin, var mér af- hent peysan og sagt að fara í hana. Síðan var svínið leitt fram undir fjöldasöng og flugeldasýningu, klætt í peysuna. Börnin mín höfðu afskaplega gaman af þessu og höfðu á orði að það væri glettilega mikill svipur með okkur.“ Hrekkjalómur bæjarstjóri Undanfarið hefur verið nokkur lægð í starfssemi þessa annars of- virka félags og Ásnrundur hefur skýringar á reiðum höndum. „Jú, sjáðu til. Eftir að kosningaslagurinn fyrir sveitarstjórnarkosningarnar hér í Eyjum hófst, hefur verið nokkur spenna milli félagsmanna. Þannig er að Georg Þór Krist- jánsson, sem klauf sig út úr Sjálf- stæðisflokknum fyrir kosningar er Hrekkjalómur. Bæjarstjór- inn, Guðjón Hjörleifsson, sjálfstæðismaður, er einnig meðlimur þótt hann hafi verið í óop- inberu fríi síðan hann gerðist bæjar- stjóri, þannig að það má segja að félagsandinn hafi ekki verið eins og best verður á kosið. En við ætl- um að hittast næstu dagana og stilla saman strengina aftur - þetta félag mun seint lognast út af,“ sagði Ásmundur Friðriksson í samtali við eintak. Hefndin Fyrsti apríl er orðinn einhvers konar lög- skipaður hrekkja- og grín- dagur þjóðarinnar og þann dag eru flestir landsmenn annað hvort vel á verði gagnvart kunn- ingjum sínum, eða á fullu að hugsa upp og útfæra brögð til að fá við- komandi til að hlaupa fyrsta apríl. Gunnar Steinn Pálsson, einn af framkvæmdastjórum auglýsinga- stofunnar Hvíta Hússins, varð fyrir vel skipulögðum grikk félaga síns fyrsta dag aprílmánaðar fyrir nokkrum árum. Það er í sjálfu sér ekki í frá- sögur færandi að menn geri hver öðrum grikk þennan dag, en það sem gefur þess- ari sögu gildi, er sú staðreynd að Gunnar Steinn náði að svara fyrir sig sama dag, og sá hrekkur var enn umfangsmeiri. Gabb í gegnum síma Snemma þennan dag hringdi fé- lagi Gunnars Steins í hann og bað hann að sækja sig á ákveðið bíla- verkstæði upp á Höfða. Bíllinn sinn hefði bilað og hann þyrfti að kom- ast niður í bæ aftur. Gunnar Steinn er greiðvikinn maður og fór af stað, en fann ekki bílaverkstæðið sem vinurinn hafði lýst. Þessi vandræði Gunnars enduðu með því að hann hringdi úr bílasímanum sínum í bílasíma vinarins og sagðist ekki finna verkstæðið. Vinurinn lýsti leiðinni og þar kom að Gunnar var búinn að parkera á stóru bílastæði, ennþá með vininn í símanum. Gunnar sá ekki nokkurn kjaft, en vinurinn fullyrti að hann væri þarna rétt hjá; Gunnar bara tæki ekki eftir honum. Vinurinn bað síðan Gunnar að stíga út úr bílnum með símann í hendinni og líta yfir götuna...hann stæði þar með hóp af fólki og veifaði honum. Næsta sem heyrðist í bílasíma Gunnars var síðan: „Fyrsti apríl, vinur!“ Svarað fyrir sig Gunnar áttaði sig á því að hann var þarna hafður af leiksoppi. Hann ók í hendingskasti niður á vinnustaðinn sinn, Hvíta Húsið, og skaut á fúndi með samstarfsmönn- um sínum. Nú skyldi hefnt og það grimmilega. Eftir fundinn hafði Gunnar Steinn Pálsson hjá Hvíta Húsinu: maðurinn sem hefndi sín eftirminnilega á vini sinum, hrekkjalómnum. 20 MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.