Eintak - 13.06.1994, Síða 23
Söfnun á bréfum Kj
og Ásmundar Svein
Báðir saman
erum við eilffðin
Hleypt hefur verið af stokkunum
umfangsmikilli söfnun á vegum Kjar-
valsstaða og Ásmundarsafns á heimild-
um urn listamennina Ásmund Sveins-
son og Jóhannes S. Kjarval. Dóttur-
sonur Ásmundar Sveinssonar, Ás-
mundur Helgason hefur umsjón með
skráningu heimildanna og þeim sem
luma á persónulegum bréfum frá lista-
mönnunum er bent á að snúa sér til
skrifstofu hans á Kjarvalsstöðum. Þegar
hefur verið safnað öllu útgefnu efni um
og eftir listamennina og það skráð til
varðveislu.
Auk listaverka og teikninga sem eru í
varðveislu Listasafns Reykjavíkurborgar
skildu Ásmundur og Kjarval eftir sig
ýmis handrit. „AJlt þetta efni mun nýt-
ast í framtiðinni, ekki aðeins við rann-
sóknir á persónusögu listamannanna
heldur einnig við ritun á almennri lista-
sögu þjóðarinnar,“ segir Ásmundur
Helgason. „Nú er svo komið að í þetta
heimildasafn vantar helst sendibréf
listamannanna sem búast má við að séu
enn hjá viðtakendum bréfanna eða af-
komendum þeirra.“ Hann segir að því
sé mikilvægt fyrir Ásmundarsafn og
Kjarvalsstaði að fá aðgang að þesum
bréfum til skrásetningar svo þau geti
nýst til listasögulegra rannsókna. Þegar
er til eitthvað af bréfum í varðveislu
Landsbókasafnsins og fékk EINTAK leyfi
Ásmundar til að birta teikningu sem
fylgir einu bréfanna ásamt útskýringum
á henni. Teikningin íylgdi bréfi sem
Kjarval skrifaði Guðmundi Kristjáns-
syni, úrsmiði á Seyðisfirði, en hann var
heimspekingur og dulspekingur auk
þess sem hann var krypplingur. Segir
það sína sögu um hvernig listamaður-
inn aðiagaðist íslensku þjóðlífi á fyrri
hluta aldarinnar. Varðveist hafa 40 bréf
frá Kjarval til Guðmundar en bréfið
sem teikningin fylgdi skrifar hann 27.
mars 1922 frá Kaupmannahöfn. Það
hljómar svona:
Hið mikla ijall milli hins verulega og
óverulega. Morgunsól hins eilífa skips
mannsandans. Jeg með minn hatt og
hangandi fiska sitthvoru megin eyrna -
til þess að gáfurnar ekki lyfti hattinum
af skallanum út yfir rúm og tíma. Þú
sjálfur með vísdómsfuglinn ofan á loð-
húfu þíns framtíðar og (nú)verandi
hauss. Fuglinn gélur inn í minn höfuð-
geisla.
Báðir saman erum við eilífðin.
Á þessu bréfi sést að margt athyglis-
vert er væntanlega að finna í persónu-
legum bréfum listamannanna, en sam-
skipta þeirra Guðmundar og Kjarvals er
hvergi getið í heimildum um hinn síð-
arnefnda. Ef söfnunin tekst vel getum
við því búist við að fá greinarbetri upp-
lýsingar um þessa fruntherja íslenskrar
myndlistarsögu.O
Bréf Kjarvals til
Guðmundar Kristjánssonar
Hið mikla fjall milli hins verulega
og óverulega. Morgunsól hins eilífa skips manns-
andans. Jeg með minn hatt og hangandi fiska sitthvoru megin
eyrna - til þess að gáfurnar ekki lyfti hattinum afskallanum út yfir rúm og tíma.
Þú sjálfur með vísdómsfuglinn ofan á loðhúfu þíns framtíðar og (nú)verandi hauss.
Fuglinn gélur inn í minn höfuðgeisla.
Ég elska
Sigrúnu Stefánsdóttur
fréttakonu.
Hún er svo sjarmó.
Hver ert þú?
„Ég heiti nú bara Magga Stína."
Hvað ert þú að fást við þessa
dagana?
„Ég er bara mamma í augnablikinu
og smá útvarpskona líka. Ég er með
þátt á laugardögum á Rás 2 sem
heitir Heimsendir með vini mínum
sem heitir Sigurjón".
Ég hef heyrt að þetta sé dálítið
sniðugur þáttur.
„Já, sko, núna er ótrúlega spennandi
framhaldsleikrit í gangi. Svo fáum við
alltaf einn gest sem þátturinn fjallar
eiginlega um. Mömmujobbið er samt
stærsta starfið. Það er 24 tíma vinna.
Það er líka skemmtilegasta jobbið."
Hvað heitir dóttir þín?
„Salvör Gullbrá, hún er eins og hálfs
árs.“
Þú varst einu sinni í Risaeðlunni.
Ertu eitthvað að spila núna?
„Ég syng bakrödd með hljómsveitinni
Funkstrasse. Við höfum verið I stúdíó
að taka upp lag fyrir einhverja plötu
sem Smekkleysa er að gefa út.“
Lýðveldisplötuna, Smekkleysa í
hálfa öld?
„Já. Ég hef reyndar verið að lesa það
í blöðunum að það standi fleira til hjá
hljómsveitinni. Án þess þó að fullyrða
neitt um það. Ég er bara bakrödd og
veit ekkert."
Hvaða ferðalag er á ykkur
mæðgunum núna?
„Við erum bara að fara heim til að
gefa Sölku ólívur og banana.“
Farið þið oft í bæinn?
„Já, við erum eiginlega neyddar til
þess núna því það er verið að eyði-
leggja þakið hjá okkur. Núna vökn-
um við alltaf við loftbor á morgnana.
Það er ekkert sórstaklega skemmti-
legt. Við verðum alltaf að hlaupa út í
taugaáfalli og rölta I bæinn. Taka frá
föt í búðum. Ég máta alltaf föt og læt
taka þau frá, en kaupi aldrei neitt."
Hvað ætlarðu að gera á 17. júní?
„Ég ætla að fara niður í bæ. Ég ætla
að reyna að komast hjá því að fara á
Þingvelli. Ég held að það verði ekki
pláss fyrir mig.“
En ef allir hugsa svona? Þá fer
enginn á Þingveili en allir í bæ-
inn?
„Þá fer ég á Þingvelli og hef staðinn
út af fyrir mig.“ O
Miðvikudagur
P O P P
Sól Dögg er annaö kvöldið í röð á Gauki á
Stöng. Ekki er við öðru að búast en að gleðin
verði þar við völd.
BAKGRUNNSTÓNLIST
Rúnar Þór, aðalstjarnan í bænum verður á
Fógetanum f kvöld. Rúni svíkur engan.
Djassgeggjarinn Björn Thoroddsen verður
ásamt félögum sínum í Kringlukránni og verður
djassað fram eftir kvöldi.
Óli Stef við píanóið í Klúbbi Listahátíðar á Sól-
on íslandus.
K L A S S I K
Islenskættaði Islandsvinurinn Erling Blöndal
Bengtsson leikur á sellóið í (slensku óperunni
kl. 20:00. Á efnisskránni eru þeir félagar og
aldavinir Bach og Atli Heimir Sveinsson.
L E I K H Ú S
Næstsíðasta sýning af Gauragangi kl. 20:001
Þjóðleikhúsinu. „Á ég að elska hann eða á ég
ekki. Ég er komin með græna flekki...“
UPPÁKOMUR
Götuleikhús Sumarleikhóssins hitar upp fyrir
Þjóðhátíðina og stendur fyrir skemmtiatriðum á
Laugaveginum frá klukkan 16.00.
Allsherjar blásturssamkoma verður á Lækjar-
torgi klukkan 17.00. Félagar úr Lóðrasveit
Reykjavíkur, verkalýðsins, Svani og stuð-
bandinu Stallah-Hó blása eins og þeir eigi líf-
ið að leysa.
K Y N N I N G
Anne Clyde, dósent í bókasalns- og upplýs-
ingafræðum, og Þorvaldur Finnbjörnsson
rekstrarfræðingur við Háskóla Islands halda
kynningu á tölvunetinu INTERNET og CORD-
IS- rannsóknarbankanum. Kynningin hefst
kl. 9:00.
í Þ R Ó T T I R
Fótbolti A Laugardalsvellinum f kvöld fer fram
einn af þessum stórleikjum sem þú hefur alltaf
beðið eftir. Safamýrarpiltarnir bláklæddu í Fram
taka þá á móti liði KR-inga í fyrsta leik sjöttu
umlerðar. Leikurinn, sem hefst kl. átta, verður
án eta spennandi og skemmtilegur eins og alltal
þegar þessi lið mælast. í síðustu fjórum leikjum
liðanna (tveim í fyrra og tveim I vor) voru skor-
uð alls 23 mörk eða ylir fimm mörk I leik! Það
verður því án ela markaregn og mikið fjör I
kvöld! Afram...