Eintak

Útgáva

Eintak - 13.06.1994, Síða 30

Eintak - 13.06.1994, Síða 30
1. deild Staðan IA 5 8:2 FH 5 3:1 KR 5 8:3 ÍBK 5 7:3 Fram 5 9:7 ÍBV 5 2:3 Valur 5 3:6 UBK 5 4:12 Þór 5 4:6 Stjarnan 5 1:6 Markahæstir: Óli Þór Magnússon: Tómas Ingi Tómasson: Mihajlo Bibercic: Ríkharður Daðason: 13 10 7 7 6 6 5 4 3 3 KR - FH 0:1 Atli Einarsson (88.) KR: Kristján Finnbogason - Heimir Guðjónsson, Izudin Daði Dervic, Þor- móður Egilsson - Hilmar Björnsson, Rúnar Kristinsson, James bett, Einar Þór Daníelsson, Salih Heimir Porca - Tryggvi Guðmunds- son, Tómas Ingi Tómasson. ®FH: Stefán Arnarsson - Ól- afur H. Kristjánsson, Petr Mrazek, Auðunn Helga- son, Jón Þ. Sveinsson (Þórhallur Víkingsson 82.) - Þorsteinn Jónsson, Jón Erling Ragnarsson, Þorsteinn Halldórsson, Andri Mar- teinsson, Hallsteinn Arnarson - Hörð- ur Magnússon (Atli Einarsson (Atli Einarsson 56.) Áminningar: Ólafur og Stefán hjá FH. Maður leiksins: Stefán Arnars- son, FH. Valur - IA 0:1 Pálmi Haraldsson (80.) Valur: Lárus Sigurösson - Bjarki Stefánsson, Arnaldur Loftsson, Guðni Bergsson, Kristján Halldórsson Steinar Dagur Adolfsson, Jón Grétar Jónsson, Atli Helgason, Guðmundur Gíslason (Hörður Már Magnússon 87.) - Eiður Smári Guð- johnsen, Davíð Garðarsson. (A: Þórður Þórðarson - Sturlaugur Haraldsson, Ólafur Adolfs- son, Zoran Miljkovic, Sigur- steinn Glslason - Pálmi Har- aldsson, Alexander Högna- son, Ólafur Þórðarson, Har- aldur Ingólfsson - Bjarki Pétursson (Kári Steinn Reynisson 83.), Mihajlo Bibercic (Stefán Þ. Þórðarson 71.) Áminningar: Zoran, Ólafur hjá l'A og Atli og Davið hjá Val. Maður leiksins: Zoran Miljkov- ic, ÍA. IBK - I B V 0:0 ÍBK: Ólafur Gottskálksson - Sigurður Björgvinsson, Jakob Már Jóharðsson (Ragnar Steinarsson 73.), Kristinn Guðbrandsson, Jóhann Magnússon - Róbert Sigurðs- son (Georg Birgisson 67.), Ragnar Margeirsson, Gunnar Oddsson, Marko Tanasic - Óli Þór Magnússon, Kjartan Einarsson. ÍBV: Friðrik Friðriksson - Friðrik Saebjörnsson, Jón Bragi Arnarsson, Dragan Manjolovic, Bjarnólfur Lá- russon - Nökkvi Sveins- son, Zoran Ljuvjcic (Þórir Ólafsson 73.), Hermann Hreiðarsson, Heimir Hallgrímsson (Magnús Sigurðsson 80.) - Sumarliði Árnason, Steingrímur Jóhannesson. Áminningar: Jóhann, ÍBK og Friðrik S. og Nökkvi hjá ÍBV. Maður leiksins: Gunnar Odds- son, ÍBK. 30 port Gult! Stefán Arnarson markvörður FH fær áminningu fyrirað tefja í leiknum gegn KR. Stefán varði annars frábærlega iteiknum. tÞað er ekki annað hægt að segja en að mörkin þrjú sem FH-ingar hafa gert í fyrstu deildinni telji, því öll hafa þau reynst sigurmörk í þremur leikjum og liðið er því í öðru sæti deildarinnar með tíu stig. FH-ingarnir áttu ekki auðvelt hlutskipti á fimmtudagskvöldið. KR-ingarnir komu gífurlega ákveðnir til leiks og voru greinilega búnir að finna baráttuna sem svo sárlega var saknað gegn Eyjamönn- um. KR-ingarnir voru miklu meira með boltann í leiknum, gestirnir voru mest allan tímann í hlutverki músarinnar, en sýndu þó að músin getur brýnt klærnar og leikið kött- inn grátt þegar síst varir. FH-ingarnir spiluðu afskaplega skynsamlega í leiknum. Það að spila skynsamlega þýðir þó reyndar oftast að leikur þeirra og spil sé ekki mikið fyrir augað en baráttan og ákveðnin vegur þungt og þetta er annar leikurinn í sumar sem Hafn- arfjarðarpiltarnir spila þá taktík að pakka í vörn, teíja og beita skyndi- sóknum, sannarlega ekki góð upp- skrift að skemmtilegri knattspyrnu en hins vegar lykillinn að árangri í erfiðum leikjum. Það sem tókst ekki á Skaganum, í markalausu jafntefli þar, tókst hins vegar í Vesturbænum á fimmtu- dagskvöldið, þegar Atli Einarsson skoraði ótrúlega mikilvægt sigur- mark í leiknum, þremur mínútum fyrir lok leiksins. Ekki er hægt annað en að hrósa báðum liðum fyrir mikla baráttu og skemmtilegan leik. FH-ingarnir gerðu það sem fyrir þá var lagt en KR-ingarnir voru mjög óheppnir og lánlausir upp við markið, en þó er ljóst að fá önnur lið standast þeim snúning í þessum ham ef nokkur. KR-ingarnir þurftu að gera nokkrar breytingar í leiknum vegna meiðsla Óskars Hrafns Þorvalds- sonar í vörninni. Heimir Guð- jónsson spilaði frábærlega í stöðu aftasta varnarmanns, og Bett, Rúnar og Tryggvi voru í fínu formi og börðust vel. Rúnar á þó í nokkrum erfiðleikum með að finna sig í nýju leikskipulagi Guðjóns Þórðarsonar og á eftir að bæta leik sinn. Hann er þó hættur að gefast upp, eins og var orðið daglegt brauð hjá honum, og farinn að berjast allt til loka leiksins. Þá var Kristján firnasterkur í markinu en kom engum vörnum við í fallegu marki Atla. FH-ingarnir eiga heiður skilinn fyrir baráttuna og einurðina í leikn- um. Þeir hafa verið mjög heppnir í leikjum sínum og það er hlutur sem verður að vera með, heppni er hluti velgengninnar. KR-ingarnir spiluðu oft á tíðum skemmtilega og ef þeim tekst að spila meira í þessum dúr það sem eftir er af mótinu er ljóst að þeir verða í toppbaráttunni ásamt til dæmis FH-ingunum.O Heimir Guðjónsson hinn /£~ sterki miðvallarleikmaður ( 'É~\ KR-inga lék nýtt hlutverk i leiknum á móti FH. i fjar- veru Óskars Hrafns Þorvalds- sonar tók Heimir stöðu aftasta manns, „sweepers", og skilaði henni með stakri prýði. Stefárí Arnarsson markvörður varði oft meistaralega i leiknum og segja gárungarnir að það sé engin tilviljun, Stefán sé gamall KFt-ingur og spili aldrei betur en á KR vellin- um. Atlí Einarsson. hinn eitraði sókn- armaður FH- inga, skoraði sig- urmarkið dýr- mæta á fimmtu- dagskvöldið. Atli hefur átt erfitt með að aðlaga sig að nýjum félög- um en fann sig vel siðustu mínút- urnar gegn KR. í fyrra átti hann einnig sinn besta leik á KR vellin- um, en þá með Fram. Jón Sigurjónsson, dómari leiks- ins, var að dæma sinn fyrsta leik i deildinni. Byrjunin var ekki gæfu- leg, hann missti strax tökin á leikn- um og fékk alla á móti sér. Skiln- ingur hans á leiknum var alveg i lágmarki og furðulegt að hann skyldi ekki nýta línuverðina betur og ráðfæra sig við þá. Dómgæslan bitnaði þó fyrst og fremst á leikn- um sjálfum en ekki gegn öðru hvoru liðinu. Vonandi voru þetta bara byrjunarerfiðleikar hjá Jóni og er hann hér með boðinn vel- kominn i hóp 1. deildar dómara. Guðjón Þórðarson, þjálfari KR, á hins vegar að vita þetur en að kenna dómaranum um þegar mið- ur fer. Allir geta gert mistök, sér- staklega nýliðar. tHörður Hilmars- son, þjálfari FH, er ekki hrifinn af um- fjöllun EINTAKS um knattspyrnu. Hann vildi ekkert láta hafa eftir sér i blaðinu, hvorki um liðið né einstaka leikmenn. FH liðið, sem spilaði frábærlega i fyrra, er nú af mörgum talið mun sterkara lið. Varnarleikurinn hjá lið- inu hefur verið óaðfinnanlegur og Ijóst að eitt mark í fimm leikjum er ekki neitt til að skammast sín fyrir. Sóknarleikurinn hefur hins vegar ekki smollið saman, enn sem kom- ið er allavega, en kannski er það að lagast. Liðið er hins vegar ekkert að spila neitt sérstaklega skemmtilega knattspyrnu en stigin eru mörg, og mun liklega fjölga eftir því sem líð- ur á sumarið. Arnaldur Loftsson, varnarmaður úr Val kom inn i byrjunarlið Vals á móti Skagamönnum. Arnaldur er búinn að vera við nám i Bandarikj- unum i vetur og fór strax inn i byrj- unarliðið, hafði ekkert komið inn á sem varamaður fyrir leikinn. Arnaldur spilaði lítið með liðinu i fyrra en var fastamaður árið 1992 og komst þá meðal annars i lands- liðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri. Leiðinlegur leikur ÍBK gegn ÍBV Sanngjamt Leikur IBK og ÍBV í Keflavík á fimmtudagskvöld var tíð- indalaus eins og lokatölurn- ar, o:o, gefa til kynna. Þó svo að Keflvíkingar hafi í heildina verið betri aðilinn í leiknum eru úrslitin varla annað en sanngjörn. Vallaraðstæðurnar, harður völl- ur og háll, settu strik í reikninginn. Boltinn var óútreiknanlegur, sér- staklega eftir að fór að rigna, og þeyttist áfram. Heimamenn voru ívið sterk >ri í leiknum, þeir sköpuðu sér þó fá marktækifæri en pressuðu framar en Eyjamenn og reyndu að spila boltanum með jörðinni frá miðj- unni. Það sem lauk upp leiknum fyrir gestina var fyrst, og fremst slök vörn Keflvíkinga og gífurleg bar- átta, sem reyndar einkennir Eyja- liðið. Keflvíkingarnir Sigurður Björg- vinsson og Jóhann Magnússon léku sinn fyrsta leik á þessu tíma- bili, nýstignir upp úr meiðslum, og er Sigurður því aftur tekinn til við að bæta eigið met sem leikjahæsti leikmaður deildarinnar frá upp- hafi. Vörn Keflvíkinga náði ekki vel saman í leiknum, baráttan var eng- in og lítið gert af því að bakka menn upp í baráttunni. Fjöldi bolta datt á milli þeirra og kannski mun- aði mestu að Jakob Jónharðsson gekk ekki heill til skógar og átti í basli. Lítið er reyndar hægt að setja út á leik Kristins Guðbrandsson- ar sem lék vel í vörn heimamanna og bjargaði oft vel. Vörn Eyjamanna var hins vegar oft á tíðum mjög sterk. Flestar sóknir Keflvíkinga brotnuðu á þeim Friðriki Sæbjörnssyni, Jóni Braga Arnarssyni og Bjarnólfi Lárussyni og voru þeir mjög fastir fyrir. Dómarinn var þó án efa sá sem mestan svip setti á leikinn. Þó að vallaraðstæður hafi verið erfiðar er það engin ástæða til að láta leik- menn komast upp með brot sem bókstaflega geta reynst hættuleg. Vonandi kemst ekkert lið upp með að nota hendurnar jafn mikið og Eyjamenn gerðu í leiknum, ýmist til að stöðva knöttinn, leika hon- um, eða hrinda eða hindra and- stæðingnum. Eyjamönnum til hróss er auðvitað sú staðreynd að dómarinn leyfði þeim að leika svona, þeir notuðu öll tiltæk ráð til að hljóta stigið og það bar árangur sem hlýtur að sýna ákveðinn styrk. „Þetta var ekki erfiður leikur,“ Annar leikmaður sem lék með Val þá, Gunnlaugur Einarsson, sem einnig lék vel með Val 1992, en litið í fyrra, er genginn til liðs við Breiðablik. Þarstjórnar Ingi Björn Albertsson öllum hlutum en hann þjálfaði Gunnlaug og Arnald hjá Val í fyrra. sagði Gísli Guðmundsson dómari eftir leikinn. „í svona leik er jú hægt að vera á flautunni allan tímann. Þegar menn renna saman eins og gerðist oft í Ieiknum virkar það oft ljótt fyrir áhorfendur. En yfirleitt standa menn strax upp úr þessu.“ Snorri Rútsson, þjálfari Eyja- manna, tók í sama streng. „Dómar- inn dæmdi mjög vel og var fyrst og fremst samkvæmur sjálfum sér. Ég fagnaði þessu vel í lokin. Eitt stig á útivelli við þessar aðstæður á móti sterku liði get ég alveg sætt mig við. Þeir eru með mjög massívt lið og firna sterkir og gífurlega erfiðir heim að sækja.“© MÁNUDAGUR 13. JÚNÍ1994

x

Eintak

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.