Eintak

Tölublað

Eintak - 11.08.1994, Blaðsíða 7

Eintak - 11.08.1994, Blaðsíða 7
LJkur á að verkalýðshreyfingin gangi sundruð til kjarasamninga í haust Þýðir minni áhrif á efhahagstefhu sljómvalda að mati Þórarins V. Þórarinssonar, framkvæmdastjóri VSÍ. Samstaða verkalýðshreyfingar- innar virðist vera í molum fyrir komandi kjarasamninga og var sú ósamstaða staðfest í EINTAKI síð- astliðinn mánudag en þar gagn- rýndi Guðmundur J. Guð- mundsson, formaður verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, Benedikt Davíðsson, forseta ASl, harkalega. Guðmundur full- yrti að Dagsbrún aetlaði ekki að verða aðili að komandi kjarasamn- ingum undir forsæti Benedikts. Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri VSl, segir að ASl hafi ekkert umboð til að semja fyrir hönd allra verkalýðsfélaga frá náttúrunnar hendi. Hann telur þó að sundrung innan verkalýðshreyf- ingarinnar geti skaðað þá stefnu aðila vinnumarkaðarins að hafa samráð um efnahagstefnu ríkis- stjórnarinnar. Einnig skapi það meiri áhættu þegar verkalýðshreyf- ingin er ekki samhent og sú áhætta bitni aðeins á aðilum vinnumark- aðarins. „Það liggur aldrei neitt klárt fyrir um það hvernig menn kjósa að koma að samningum. Verkalýðsfé- lögin geta komið að borðinu hvert fyrir sig alveg eins og þeim þykir best henta. Það er ekkert sjálfgefið að ASl hafi lokaorðið um það hverjir ganga að samningaborðinu. Þeir hafa ekkert umboð ffá náttúr- unnar hendi. Hins vegar hefur stefnan verið sú hjá aðilum vinnumarkaðarins að leita eftir beinni þátttöku stjórn- valda í samningaviðræðum og að hafa samráð um þá efha- hagstefnu sem mörkuð er,“ segir Þórarinn. Þórarinn segir það liggja í augum uppi að samráð gengur ekki nema verka- lýðshreyfmgin sé samhent. Gangi verkalýðshreyfingin sundruð að samningaborði þýði það að ríkisstjórnin getur spilað meira frítt og þurfi ekki í jafn ríkum mæli að taka mark á aðilum vinnumarkaðarins. „Við hjá VSl stefnum að því að leita eftir samningum í haust sem tryggja áfram- haldandi stöðugleika í þjóð- félaginu og að verðbólga geti áfram verið í lágmarki. Markmiðið er að stefna að tveggja ára samningum hið minnsta. Við munum keyra á okkar markmiðum án tillits til þess hvernig okkar viðsemjendur nálgast okkur. En auðvitað er meiri áhætta á átökum ef verkalýðshreyf- ingin er sundruð með mismunandi áherslur. Slíkt mundi óhjákvæmi- lega bitna harðast á okkur, aðilum vinnumarkaðarins,“ segir Þórar- inn. © Þórarinn V. Þórarinsson „ASÍ hefur ekkert umboð til að semja fyrir hönd verkalýðsfélaganna frá náttúrunnar hendi. “ VAANN Ránsferð á Dalvík hlýtur hrapallegan endi Fullur bíll af fimnrtíuköll- um útaff í Hvalfirði ,^OLT Ftöis/cp Mennirnir tveir, sem talið er að hafi rænt veitingastað og tvö önnur fyrirtæki á Dalvík í fyrrinótt, komu upp um sig þegar bíll þeirra fór út af í Hvalfirði í gærmorgun. Brotist var inn í þrjú fyrirtæki á Dalvík í fýrrinótt og gerð tilraun til innbrots í það fjórða. Meðal annars var brotist inn í veitingastað á Dal- vík. Þaðan var stolið 150 kílóa pen- ingaskáp þar sem geymdar voru um þrjú hundruð þúsund krónur, auk þess sem peningaspilavélar voru spenntar upp og úr þeim stol- ið um þúsund fimmtíuköllum, eða rúmlega hundrað þúsund krónum. Auk þess var nokkru magni af áfengi stolið af veitingastaðnum. Þjófarnir lögðu einnig leið sína á slökkvistöð bæjarins og rótuðu í sjúkrabíl stöðvarinnar. Einnig lá leið þeirra í áhaldahús bæjaryfir- valda þar sem þeir urðu sér úti um rörtöng, sem að sögn lögreglunnar á Dalvík, var notuð til að reyna að spenna upp hurð á skrifstofuhús- næði fiskverkunar á staðnum. Sú tilraun tókst hins vegar ekki. Eftir þessi afrek er talið að mennirnir hafi forðað sér frá Dalvík. Lánlausir þjófar ■ Það næsta sem fréttist af meintum sökudólgum var §| tilkynning um útafakstur í |||| Hvalfirði snemma í morg- || un. Þar hafði bíll með á|| tveimur mönnum farið út af við Hvítanes. Að sögn lög- || regluyfirvalda í Reykjavík ýf® fannst mikið magn af fimm- 1 tíukróna peningum í bíln- i um, nokkurt magn af áfengi WA og á mönnunum fannst þykkur bunki peningaseðla. 1 Peningaskápurinn kom hins ® vegar ekki í leitirnar og er S talið að mennirnir tveir hafi S losað sig við hann á leiðinni, ■ eftir að tekist hafði að opna hann. Meiðsli mannanna g voru óveruleg og voru þeir g báðir yfirheyrðir í gær af lögreglunni í Reykjavík. ýi Málið er nú til rannsóknar p hjá Rannsóknarlögreglu rík- isins. © EINTAK ■r . ■ w Hann er litli, sæti ærslabelgurinn - fullur af orku, fljúgjandi liðugur og skemmtilegur. Aðrir í fjölskyldunni eru auðvitað mjög stoltir af Twingo litla. Twingo - einstakur bíll á frábæru verði - frá kr. 838.000.- Komdu og kynntu þér hann betur! (..þú munt elska hann eins og við hin.) RENAULT - fer d kostum! Taktu það tvisvar í Bílaumboðið hf. Krókhálsi 1 • Reykjavík • Sími 876633 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 7

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.