Eintak

Tölublað

Eintak - 11.08.1994, Blaðsíða 13

Eintak - 11.08.1994, Blaðsíða 13
Jóhanna í móðurhlutverkinu fyrir rúmum 20 árum með frumburð sinn, Sigurð Egil Þon/aldsson. það að gagnrýna hann og andstæð- ingarnir notuðu hana sem vitni gegn honum. Venjulegt fólk virðir þær leik- reglur, að ef það er skoðanaágrein- ingur, á að halda honum innan samstarfshópsins og komast svo að niðurstöðu sem hann ber sameig- inlega ábyrgð á. Hún hefur aldrei virt þær leikreglur.“ Jón segir Jó- hönnu ekki „leyfa sér þann munað“ að vera skemmtileg. „En það væri ósatt að segja að henni væri það fyrirmunað á góðri stund,“ bætir hann við. „Það bara gerist sjaldan að hún varpi af sér okinu.“ Jón Baldvin segir það sér óskilj- anlegt hvers vegna Jóhanna fór að „leggja persónulega fæð á hann,“ eins og hann orðar það. Tillögur hennar hefðu kostað milljarða „Samband okkar var gott og jafnvel hlýlegt. Ég hef aldrei lagt dul á að ég meti kosti hennar mikils og aldrei farið öðru en viðurkenning- arorðum um hana. Því kom mér á óvart hversu auðvelt henni veittist að nánast útmála mig sem óalandi og óferjandi. Ég er enn í dag hálf hissa en ég geri mér grein fyrir að hún gerir sér ekki grein fyrir því sjálf. Þannig að þetta er ekki illa meint hjá henni.“ Guðrún Norberg leikskóla- kennari og fyrrum flugfreyja er vin- kona Jóhönnu til 30 ára. „Kostir Jóhönnu koma vel fram í skoðanakönnunum," segir hún. „Jóhanna er afskaplega traust og fylgin sér. Hún getur verið afar skemmtileg í góðum hóp og hún hefúr mikinn húmor. Hún tekur starf sitt alvarlega og er góður og traustur vinur. Við höfum ekki eytt miklum tíma saman að undan- förnu því hún hefúr helgað hann pólitíkinni. Ég hef saknað þess að hafa ekki séð meira af henni. Jó- hanna veit alveg hvað hún vill og þótt sumir segi að hún sé þrjósk þá finnst mér það bara kostur. Um leið og ég er stolt af framgangi hennar í stjórnmálum verð ég nú bara að segja það að stundum hef ég verið afbrýðisöm út í Alþýðu- flokkinn. Jóhanna er myndarleg húsmóðir ef hún vill svo við hafa. Hún sýndi mikla þjónustulund þegar hún var flugfreyja hjá Loft- leiðum en þetta var mikil vinna í þá daga, svipuð og að standa á síldar- plani. Leiðtogahæfileikarnir komu Guðrún Norberg LEIKSKÓLAKENNARI OG VIN- KONA JÓHÖNNU TIL 30 ÁRA „Jóhanna er afskaplega traust og fylgin sér. Hún getur verið afar skemmtileg í góðum hóp og hún hefur mikinn húmor. Hún tekur starf sitt alvarlega og er góður og traustur vinur. “ snemma ffam hjá henni þegar hún var í stjórn Flugffeyjufélagsins þrátt fyrir hún væri hógvær. Eg held að hæfileikar Jóhönnu eigi eftir að koma enn betur í Ijós á næstu miss- erum því hún er ákveðin og lætur engan vaða ofan í sig. Jóhanna leit- aði milcið til pabba síns og ég veit að hún missti mikið þegar hún missti hann.“ Svavar Gestsson alþingismað- ur segir Jóhönnu hafa verið óá- byrga sem stjórnarandstæðing og „dæmigerðan yfirborðsstjórnar- andstæðing,“ fyrstu ár hennar sem þingmaður. „Hún flutti tillögur sem hefði kostað ríkið milljarða,“ segir hann. „Ég man sérstaklega vel eftir þessu þegar ég var félagsmála- ráðherra 1979-83 en sem ráðherra hefur Jóhanna verið fylgin sér og ég hef verið bæði ánægður og óánægður með hennar verk í því embætti.“ Svavar segir Jóhönnu hafa verið aðsópsmikla þegar hún var almennur þingmaður og ekki hafi verið hægt að ganga framhjá henni við myndun ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar árið 1987. „Hún hafði þá pólitísku stöðu að það var útilokað að ganga snið- ganga hana“, segir hann. SVAVAR GESTSSON ALÞINGISMAÐUR „Jóhanna var óábyrgur og dæmigerður yfirborðsstjórnar- andstæðingur. Hún flutti tillögur sem hefði kostað ríkið millj- arða. “ Svavar segir að ágætt hafi verið að starfa með henni innan stjórnar- innar. „Vissulega komu stundum upp ágreiningsefni en þau leystust yfirleitt farsællega. Annars veit ég ekki hvort hún hafi verið eitthvað erfiðari en aðrir. Henni hættir kannski til að vera dálítið einsýn,“ segir hann. Að sögn Svavars var greinilegur munur á áherslum Jóns Baldvins og Jóhönnu og hann hafi verið miklu ákafari niðurskurðarmaður en hún. „Ég held að ágreiningur þeirra hafi fýrst hafist af einhverri alvöru þegar hún kom í ríkisstjórnina 1987. „Hún er engu að síður dugleg og góður krati fyrir minn smekk,“ seg- ir Svavar. „Hún er jafnaðarmaður sem er tilbúin að ganga langt í því að jafha og leggur áherslu á þá hlið stjórnmálanna með nokkuð mynd- arlegum hætti. Gallar hennar eru að hún er nokkuð bundin við sína málaflokka og skortir ef til vill oft á tíðum yfirsýn.“ Vinnusöm, dugleg og reglusöm Steingrímur Hermannsson segir að sér hafi „líkað prýðilega" að starfa með Jóhönnu í ríkisstjórn. „Hún var mjög vinnusöm, dugleg, Steingrímur Hermannsson FYRRV. FORSÆTISRÁÐHERRA „Stundum þurfti ég þviað setj- ast niður með Jóhönnu og Jóni og leysa ágreiningsmál þeirra á milli. Auðvitað kemur svona allt- af upp í starfi forsætisráðherra öðru hverju, en þvíer ekki að neita að þetta gerðist síður í hinum flokkunum. “ og reglusöm, og hún er mikil og sönn félagshyggjumanneskja,“ segir hann. „Þetta er allt saman að mínu mati stórir kostir við hana og hún setur sig vel inn í þau mál sem hún fæst við. Hinu verður ekki neitað að hún er mjög ákveðin og sumir segja dálítið stíf á sinni meiningu. Það getur vel verið að hún taki ekki alltaf nægilegt tillit til stöðu ríkis- sjóðs þegar hún leggur fram sínar hugmyndir, því hún vill ógjarnan sjá umtalsverðan niðurskurð. Það veldur stundum erfiðleikum þegar nauðsynlegt er að skera niður.“ Steingrímur segir að hann geti vel trúað að Jóhönnu hafi þótt Jón Baldvin ekki ráðgast nógu mikið við sig þegar hún var varaformaður flokksins. Hann segist ekki geta neitað því að hann hafi orðið var við mikinn ágreining milli þeirra þegar hann var forsætisráherra og hann hafi verið meiri en á milli sín og Jóhönnu. „Stundum þurfti ég því að setjast niður með Jóhönnu og Jóni og leysa ágreiningsmál þeirra á milli,“ segir hann. „Auðvitað kemur svona alltaf upp í starfi forsætisráðherra öðru hverju en því er ekki að neita að þetta gerðist síður í hinum flokk- unum.“ Forstöðumaður í opinberri stofnun sem laut félagsmálaráðu- neytinu segir að sér hafi fundist áberandi, sérstaklega fyrstu ár Jó- hönnu í ráðherraembætti, hvað hún var tortryggin og treysti illa ýmsum háttsettum embættis- mönnum félagsmálaráðuneytisins og ýmissa ríkistofnana. „Hún var sífellt á varðbergi og það var eins og hún héldi að menn sætu um að gera sér bölvun eða bregða fýrir sig fæti,“ segir hann. „Þetta var mjög undarlegt og hélst í hendur við það að hún átti bágt með, og lét í raun- inni að mestu vera, að hafa sam- band við sína helstu samverka- menn. Margir toppmenn sem heyrðu undir félagsmálaráðuneytið kvörtuðu sáran undan því að hún talaði nær aldrei við þá og vissu nánast ekkert af því sem var verið að bollaleggja eða vinna að í ráðu- neytinu fyrr en það kom fram á Al- þingi eða fjölmiðlum. Þetta rifjast upp fyrir mönnum þegar hún kvartar sáran yfir því að Jón Bald- vin hafi ekki talað við hana en henni ferst að gagnrýna hann fyrir það. Þetta lagaðist þó þegar ffá leið, því hún var undir þrýstingi ff á fólk- inu í ráðuneytinu að koma meira til móts við forráðamenn ríkisstofn- ananna og vinna meira með þeim en hún gerði.“ Lára V. Júlíusdóttir, aðstoðar- maður hennar í ráðuneytinu, segir að það hafi kannski mátt segja sem svo að Jóhanna hafi verið einangr- uð og tortryggin þar. „En er það ekki bara kallað ein- hverjum öðrum nöfnum þegar karl á í hlut?“ spyr hún. „Ég hef ekki orðið vör við annað en þegar aðrir ráðherrar loki á eftir sér sé virt krafa þeirra um að vera einir.“ Skorar alltaf í vitlaust mark Lára kveður hafa verið skemmti- legt og lærdómsríkt að vinna með henni í ráðuneytinu. „Jóhanna er mjög vinnusöm og gerir miklar kröfur til fólksins í kring um sig,“ segir hún. „Heiðar- leikinn og hvað hún er fylgin sér eru hennar helstu kostir. Þessi heiðarleiki kemur alls staðar ffam og hægt er að treysta öllu sem hún segir. Hún á það líka til að vera voðalega hress og skemmtileg. Það eru kannski hliðar sem hún sýnir ekki oft en hún er mikill húmoristi. Þessa hlið mætti hún sýna oftar því hún á hana vissulega til. Jóhanna er stundum dálítið einstrengingsleg og það getur verið erfitt að fá hana ofan af hlutunum. Hún getur líka verið lengi að taka ákvarðanir og komast að niðurstöðu. Hún er vog og dálítið týpísk að því leyti. Hún veltir hlutunum mikið fýrir sér en það getur verið bæði kostur og galli að mínu mati.“ Alþýðublaðið hefur verið ötult við að gagnrýna Jóhönnu að und- anförnu. Ámundi Ámundason FRAMKVÆMDASTJÓRI ALÞÝÐU- BLAÐSINS „Jóhanna hefur sérstakt lag á þvíað láta aðra vinna verk sín og taka heiðurinn afþvísjálf. Jóhanna skorar alltaf í vitlaust mark og það er erfitt fyrir lið að sækja á meðan andstæðingur er innan raða þess. “ Ámundi Ámundason, fram- kvæmdastjóri blaðsins, segist alltaf hafa bundið vonir við hana en þær hafi ekki ræst. „Hún hefúr sérstakt lag á því að láta aðra vinna verk sín og taka heiðurinn af því sjálf,“ segir hann. Jóhanna skorar alltaf í vitlaust mark og það er erfitt fýrir lið að sækja á meðan andstæðingur er innan raða þess. Manneskjan hreykir sér síðan af sigri sem hún á engan þátt í. Hún er mjög ábyrgð- arlaus í fasi og mér finnst það mik- ill ókostur. Jóhanna hefur sérstakt lag á því að gera allar ákvarðanir tíu sinnum erfiðari en þær þurfa að vera. Hún er kannski ekki beint flækjufótur en það getur reynst erf- itt að láta hana skilja einföldustu hluti, því hún er mjög gjörn á að misskilja þá. Ég get ekki sagt að mér finnist Jóhanna leiðinleg en hún er sjaldan skemmtileg. Ég held hún hafi sett sér einhver markmið sem enginn skilur og ekki einu sinni hún sjálf, þess vegna er hún komin í þessa aumkunarverðu stöðu sem hún er í dag. Sólin mun aftur koma inn í líf mitt þegar Jóhanna finnur sér útleið úr Alþýðuflokknum.“ Ekki er útlit að til samfylkingar komi á milli Jóhönnu og Kvenna- listans. Cefur lítið af sér Kristín Ástgeirsdóttir þing- maður segir að það segi ef til vill sitt um Jóhönnu að hún þekki hana lít- ið þrátt fýrir að hafa unnið fýrir hana í nefnd í töluverðan tíma. „Jóhanna er einbeittur stjórn- málamaður og fýlgir fast eftir því sem hún er sannfærð um og þar má kannske nefna sérstaklega húsnæð- ismálin og húsaleigulögin,“ segir hún. „Jóhanna er mjög ósveigjanleg og hefur til dæmis farið í mjög ein- dregna vörn fýrir húsbréfakerfið og alls ekki viljað viðurkenna að á því væru neinir gallar. Auðvitað er maður fýlgjandi húsbréfakerfinu en það er ekkert kerfi án galla. Hún á stundum erfitt með að viðurkenna að hún geti ef til vill ekki alltaf haft rétt fyrir sér.“ Kristín segir Jóhönnu sólóspilara í pólitík. „Maður sér það hvernig hún hef- ur hagað sínum málum í Alþýðu- flokknum en það hefur leitt til þess að hún er komin út í horn í þeim flokki," segir hún. „Jóhanna leitar ekki mikils samráðs og virðist ein- angruð í sínu starfi. Hún er hörku- dugleg og hefúr reynt að verja sína málaflokka af krafti og hefúr staðið sig vel sem ráherra í þessum mála- flokkum.“ Að sögn Kristínar er erfitt að ná sambandi við Jóhönnu. „Hún gefur ákaflega lítið af sér sem persóna. Hún er ekki ffáhrindandi en hún er afskiptalaus og ómannblendin. Þannig virkar hún á mig. Hún talar ákaflega lítið við okkur þingmenn stjórnarandstöðunnar. Hún svona kemur og fer og sinnir sínu starfi. Össur Skarphéðinsson umhverf- isráðherra er alger móthverfa hennar. Hann er svona hlýr per- sónuleiki og alltaf að grínast. Það er hins vegar hægt að fullyrða að hún er lítill húmoristi. Það er dugnað- urinn sem er hennar helsta ein- kenni. Jóhanna er mjög metnaðar- gjörn og kappsfull.“ G Kristín Ástgeirsdóttir ÞINGMAÐUR KVENNALISTANS „Jóhanna er ekki fráhrindandi en hún er afskiptalaus og ómannblendin. Hún talar ákaf- lega lítið við okkur þingmenn stjórnarandstöðunnar. “ flokknum og fil liðs við Bænda- flokkinn. Klofningurlnn stafaði af deilum hans við Jónas frá Hriflu, sem var að reyna að tryggja sér yfirráð í flokkn- 1 um. Bændaflokkurinn lifði í tvö kjörtímabil. Úrslit kosninga Bændaflokkurinn fékk í kosningunum 1934 6,4 pró- senta atkvæða og þrjá þingmenn kjörna. Framsóknarflokkurinn tapaði um 2 prósentum atkvæða frá síðustu kosningum og fékk 21,9 prósenta at- kvæða og 15 menn kjörna. í næstu kosningum árið 1937 fékk Bænda- flokkurinn tvo menn kjöma en bauð svo aldrei meir fram. 1974: Möðruvallahreyfingin með Ólaf Ragnar i fararbroddi úr Framsóknarflokknum Árið 1974 gengu helstu forystu- menn ungra framsóknarmanna út úr flokknum. Þar fóru fremstir i flokki þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Baldur Hermannsson. Þeir gengu til sam- starfs við Samtök . frjálslyndra og 1 vinstri manna og fór Ólafur í framboð fyrir þau á Austur- landi. Seinna þegar Samtökin voru að lognast út af gengu þeir Ólafur og Baldur ásamt fleirum yf- ir í Alþýðubandalagið en aðrir fóru aftur í Framsóknarflokkinn. Útganga þeirra úr Möðruvallahreyf- ingunni hafði ekki mikil áhrif á fylgi Framsóknarflokksins, sem hlaut 24,9 prósenta atkvæða, þó þeir töpuðu mörgum af þessum ungu efnilegu mönnum. 1987: Stefán Valgeirson fer sóló Stefán Valgeirsson varð undir í prófkjörsslag við Guðmund Bjarna- son hjá Framsóknarflokknum í Norð- urlandskjördæmi eystra árið 1987. Hann undi ekki þeirri niðurstöðu og bauð því fram sérlista í kjördæminu sem hann kallaði Samtök um jafnrétti og félags- hyggju. Leitaðist eftir að fá að bjóða fram BB lista í samfloti með Framsókn- arflokknum en var neitað um það. Samtök Stefáns fengu 1,2 prósenta atkvæða í kosningunum og dugðu þau til að Stefán yrði þingmaður. Framsóknar- flokkurinn fékk tæplega helmingi fleiri atkvæði í kjördæminu. Stefán náði þó völdum og áhrifum úr öllu samræmi við atkvæðastyrk sinn því rikisstjóm Steingríms Her- mannssonar þurfti að kaupa stuðn- ing hans þegar meirihluti hennar var sem tæpastur fyrir inngöngu Borg- araflokksins. SJÁLFSTÆÐISFLOKKUR 1987: Albert og Borgarflokkurinn Albert Guðmundsson var sak- aður um skattsvik eða rangar færslur á skatt- framtali stuttu fyrir kosningar árið 1987 en þá sat hann sem fjármálaráðherra í rík- isstjórn Steingríms Hermannssonar. Flokkurinn knúði hann til að segja af sér ráðherraembætti vegna þessa og gerðist það á meðan Albert var í útlönd- um. Þorsteinn Pálsson, fomnaður Sjálfstæðisflokksins, sagði eftir að Al- bert hætti sem ráðherra að hann gæti tekið sæti á lista flokksins í Reykjavík aftur en fullyrti að hann yrði ekki ráð- herraefni fiokksins. [ kjölfar þessara ummæla Þor- steins stofnaði Albert Borgaraflokkinn á mettíma. Hann setti saman fram- boðslista í öllum kjördæmum á örfé- um dögum. Einungis voru þrjár vikur til kosninga þegar listamir voru klárir. Það sem hjálpaði Albert var sú reynsla sem hann hafði öðlast og það fólk sem hann hafði safnað í kringum sig vegna forsetaframboðs hans árið 1980. Ennfremur hjálpaði það honum að fá menn á listann, að hann var með stormandi meðbyr í öllum skoðnakönnunum. f fyrstu mældu kannanir framboð hans álíka sterkt og Sjálfstæðisflokksins. Úrslit i kosningum í kosningunum 1987 fékk Borgara- flokkur Alberts 10,9 prósent at- kvæða. Ekkert annað framboð byggt í kringum einn mann hefur fengið eins mikið fylgi á (slandi því Albert gerði betur en bæði Hannibal og Vilmundur höfðu gert. Borgaraflokkurinn tók mest af fylgi sínu frá Sjálfstæðis- flokknum sem fékk aðeins 27,2% at- kvæða eða minnsta fylgi í sögu flokksins. Framboð Alberts olli miklu fjaðrafoki í flokknum og varð til að veikja mjög stöðu formannsins Þor- steins Pálssonar. Segja má að það hafi átt sinn þátt í falli hans í for- mannskjöri gegn Davío Oddssyni fjórum árum síðar. Á kjörtímabilinu sem á eftir fylgdi hætti Albert í stjómmálum og gerðist sendiherra í París. Borgaraflokkurinn bauð fram í kosningunum 1991 en fékk engan mann kjörinn og heyrir nú sögunni til. Önnur sérframboð Eftir ósamkomulag um framboðs- mál bauð Ingólfur Gudnason, Framsóknarmaður, fram sérlista á Norðurlandi vestra árið 1983. Ingólfur komst inn á þing en sér- framboð hans var undir bók- stöfunum BB og nýttist því Fram- sóknarflokknum. SlGURLAUG BjARNADÓTTIR, Sjálf- stæðisflokki, bauð fram sér í Vest- fjarðarkjördæmi 1983 og komst inn. Jón Sólnes, Sjálfstaeðisflokki, bauð fram sér vegna óánægju með framboðsmál árið 1979 í Norður- landskjördæmi eystra. Hann náði ekki inn á þing. © FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994 13

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.