Eintak

Tölublað

Eintak - 11.08.1994, Blaðsíða 12

Eintak - 11.08.1994, Blaðsíða 12
Ári síðar, eftir árás Sovétmanna inn í Finnland, vildi Héðinn, gegn vilja samflokksmanna sinna, lýsa yfir samúð með Finnum. Það olli mikl- um deilum innan Sósíalistaflokksins sem enduðu með því að Héðinn hrökklaðist út úr honum og alfarið úr pólitík. Úrslit í kosningum Næst var kosið til Alþingis árið 1942 og þá tvisvar, fyrst um sumar- ið og síðan um haustið. í kosningun- um um sumarið fékk hinn nýi Sósíal- istaflokkur 16,2 prósenta atkvæða, Alþýðuflokkurinn 15,4 prósent, Sjálfstæðisflokkur 39,5 prósent og Framsóknarflokkur 27,6 prósent. í kosningunum um haustið fékk Sósíalistaflokkurinn 18,5 prósenta atkvæða en Alþýðuflokkur fór niður í 14,2 prósent. Lítil þreyting varð á fylgi Sjálfstæðisflokks og Framsókn- arflokks. í kosningunum árið 1937 hafði Alþýðuflokkurinn fengið 19 prósenta atkvæða en frá því þessi klofningur átti sér stað hefur flokkur- inn aðeins tvisvar fengið svo mikið í kosningum til Alþingis. 1956: Hannibal klýfur Alþýðuflokk og stofnar Alþýðu- bandalag með sósíalistum Hannibal Valdimarsson, hafði fellt Stefán Jó- HANN STEF- ÁNSSON, i f o r - manns- ko s n - inqum hjá Al- f þýðu- .£M flokkn- fj um árið <,si 1952. Stef- án og aðrir forystumenn flokknum fyrirgáfu Hannibal það ekki og undu aldrei forystu hans. Þeir gerðu honum eins erfitt fyrir og í þeirra valdi stóð og tókst svo að fella hann úr formannsæti tveimur árum síðar. Eftir þetta var Hannibal illa stætt á að starfa áfram í Alþýðu- flokknum. Hann var kjörinn foseti ASl í kjölfar tapsins í Alþýðuflokkn- um og var sakaður um að beita sér .fyrir því að kratar tækju upp sam- yinnu við sósíalista í stjórn ASl. Ásakanir frá Alþýðuflokknum um þetta túlkaði hann að jafngilti brott- rekstri og fór úr flokknum. Annað sem talið var hafa áhrif á brotthvarf Hannibals úr Alþýðu- flokknum var það að hann studdi Finnboga Bút, bróður sinn, gegn krötum í bæjarstjórnarkosningum í Kópavogi en hann var í framboði fyrir Framfarafélag Kópavogs. Eftir að hann fór úr Alþýðuflokkn- um bjó Hannibal til kosningabanda- lag með sósíalistum undir nafninu Alþýðubandalagið. Það var kosn- ingabandalag til ársins 1968 en þá var það gert að flokki. Úrslit kosninga I kosningunum 1956 fékk Alþýðu- bandalagið 19,2 prósenta atkvæða en Alþýðuflokkurinn 18,3 prósent. Alþýðuflokkurinn beið því enga hnekki við tilkomu Alþýðubanda- lagsins því hann hafði fengið 15,6 prósent í kosningunum 1953. Sósí- alistaflokkurinn fékk þá 16,1 prósent þannig að viðbótarfylgi Álþýðu- bandalagsins kom frá öðrum en Al- þýðuflokknum. 1971: Hannibal og Samtök frjálslyndra og vinstri manna Hannibal og hans menn, eða Hannibalistar eins og þeir voru nefndir, gengu út úr Alþýðu- bandalag- inu eftir Tónabíós- fund svokallaðan árið 1967 þar sem kom til uppgjörs milli þeirra og flokkseig- enda sem töldust til kommúnista og voru inn á Sovétlínunni. Á þessum fundi, sem frægur hefur orðið, gekk mikið á og í atkvæðakjöri um fram- boðslista fyrir komandi kosningar valtaði flokkseigendaklíkan yfir Hanni- balistana og skipti það miklu um það að Hannibal ákvað að ganga út. Eftir þetta sagði hann að ekki væri hægt að vinna með kommúnistum. Hann bauð fram sér, komst inn á þing í kosningunum 1967 undir bókstafn- um I, en hann hafði farið fram á að fara fram með GG lista í nafni Alþýðu- bandalagsins, en var neitað um það. Árið 1969 stofnaði Hannibal Sam- tök frjálslyndra og vinstri manna og bauð fram í öllum kjördæmum í kosn- ingnum 1971. Þeir menn sem fylgdu Hannibal komu flestir úr Alþýðu- bandalaginu en einnig aðrir sem ekki tengdust neinum sérstökum flokki. formaður þess frá árinu 1966 til árs- ins 1969. Það ár stóð hún fyrir fyrstu verkfallsboðun af hálfu fé- lagsins og gekk frá borði með sam- flugfreyjum sínum í Prestvík og skildi eftir fulla vél af farþegum. Fljótlega leysti þó úr deilunni. Þetta var fyrsta persónulega reynsla Jó- hönnu af verkalýðsbaráttu og mót- aði hana sem stjórnmálamann. Jóhanna giftist Þorvaldi Jó- hannessyni prentara árið 1970 og hætti sem flugfreyja ári síðar þegar hún hóf skrifstofustörf hjá Kassa- gerð Reykjavíkur. Þau skildu árið 1985 en eiga tvo syni, Sigurð Egil fæddan 1972 og Davíð Steinar fæddan fimm árum síðar. Jóhanna einbeitti sér að skrifstofustörfunum og barnauppeldinu fyrstu fimm ár- in eftir að hún kom niður á jörðina en hafði ekki sagt skilið við verka- lýðsbaráttuna og varð stjórnarmað- ur í Verzlunarmannafélagi Reykja- víkur 1976 og sat þar fram til ársins 1983- Magnús L. Sveinsson FORMAÐUR V.R. „Jóhanna sýndi aldrei annað en að hún vildi vinna af heilindum í samráði við formanninn og aðra stjórnarmenn og hennar störf einkenndust afþví. “ Magnús L. Sveinsson, formað- ur félagsins, segir sig og Jóhönnu góða máta þrátt fýrir að þau eigi ekki samleið i pólitíkinni. „Jóhanna reyndist mjög vel í stjórn V.R. og ég hef mjög góðar minningar frá þeim tíma er hún sat þar,“ segir hann. „Hún setti sig vel inn í málin og lagði öllum góðum málefnum lið. Jóhanna sýndi aldrei annað en að hún vildi vinna af heil- indum í samráði við formanninn og aðra stjórnarmenn og hennar störf einkenndust af því. Ég þekki Jóhönnu mjög vel, því þegar hún var formaður Flugfreyjufélagsins var ég starfsmaður V.R. Flugfreyju- félagið gerði samstarfssamning við V.R á þeim tíma. Hún var rögg- samur formaður og fylgin sér. Hún stóð sig mjög vel hjá Flugfreyjufé- laginu að mínu mati og sýndi mikla forystuhæfileika." Magnús segir reynslu sína af Jóhönnu vera að gott sé að umgangast hana og hún sé „góð manneskja", eins og hann orðar það. „Hún er virkur þátttak- andi þar sem menn koma saman að skemmta sér í vina hópi. Ég hef ekki orðið var við að Jóhanna hafi áberandi galla og kannski þekki ég hana ekki nógu mikið til að finna gallana á henni, ef það má orða það þannig,“ segir hann. Jóhanna hlaut lítinn hljómgrunn meðal Alþýðuflokkskvenna þegar hún gaf kost á sér í 3. sæti listans í Reykjavík í prófkjörinu 1978. Þeim fannst hún ekki hafa unnið nóg innan flokksins til að verðskulda þingsæti en konur úr verkakvenna- félaginu Framsókn hvöttu hana til framboðs og sjálf hefur hún sagt að það hafi verið flugfreyjurnar sem hafi fleytt sér inn á þing. Einn mót- frambjóðenda hennar í prófkjörinu segir að Jóhanna og Vilmundur hafi myndað með sér kosninga- bandalag en hann hafi verið svo bláeygður að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því fyrr en mörgum ár- um síðar. Dugnaður eða offors Fyrsta stóra málið sem Jóhanna kom í gegn á upphafsári sínu sem alþingismaður var frumvarp um framkvæmdasjóð öryrkja og þroskaheftra. Þá voru í gildi lög um málefni þroskaheftra sem kölluðust „lög um fávitastofnanir" og lýsir það kannski best tíðarandanum í félagsmálunum í þá daga. Gamalreyndur Alþýðuflokks- maður segir Jóhönnu hafa breyst mikið eftir að hún varð þingmaður fyrir flokkinn. „Jóhanna er dugleg og harðsækin en skortir diplómatíska hæfileika," segir hann. „Hún gæti oft hafa náð betri árangri ef hún hefði ekki farið svona geyst í hlutina. Jóhanna er áreiðanlega flókinn persónuleiki og ailur gangur á því hvernig menn meta samstarfið við hana, en það er umhugsunarefni hvernig hún hefur brotið allar brýr að baki sér innan AlþýðufloJdtsins. Ef maður miðar við tímann frá 1978 þegar Jóhanna varð ung þingmaður, og hvernig hún er í dag, þá er ekki líku saman að jafna í skaphörkunni og frekj- unni í henni. Sumir kalla þetta dugnað en ég held að þetta sé of- fors. Það er ekki vafi á að þing- flokkurinn og þingmenn flolcksins hafa oft liðið stórum fýrir yfirgang- inn, hörkuna og frekjuna í henni. Við AJþýðuflokksmenn sem höfum verið í flokknum til margra ára nennum ekki að vera að elta ein- hverja foringja út um allar trissur. Þeir verða bara að sigla sinn sjó ef þeir vilja gera það. Bæði Jón Bald- vin og Jón Sigurðsson voru henni stórkostlega innan handar og björguðu henni úr mörgum klíp- um sem hún lenti í þegar hún fór of geyst og gekk alltof langt. Þá voru það þeir sem hjálpuðu henni í land. Hún missti mikið þegar Jón Sig- urðsson fór utan því hann var ná- unginn sem stóð í eilífum björgun- araðgerðum fyrir hana. Þetta er það sem liggur alveg ljóst fyrir og þeir vita sem eru innvígðir í flokkinn. Ég held hún hafi veri ágæt með öðrum en það er á hreinu að hún getur elcki verið númer eitt.“ Jóhanna var formaður stjórnar- nefhdar um málefni þroskaheftra og öryrkja árin 1979 til ársins 1983. Hún sat í nefnd til að undirbúa frumvarp um tilhögun og fram- kvæmd fullorðinsfræðslu og í endurskoðunarnefnd laga um almannatryggingar árið 1978. Náin samstarfskona Jóhönnu úr launavinnu og félagsmálum til margra ára lýsir henni sem einfara. „Jóhanna hefur farsælar gáfur en er hvorki skarpgreind né næm,“ segir hún. Jóhanna er traust og gæt- in, nákvæm og samviskusöm, en réttlætiskenndin er það sem ein- kennir hana samt öðru fremur. Stundum verður þó réttlætis- kenndin, sem að mörgu leyti er hennar mesti styrkur, henni fjötur um fót. Þá er hún svo fullkomlega sannfærð um að hún hafi á réttu að standa að hún sér engan annan flöt á máli en sinn eigin. Það er einmitt þröngsýni af þessu tagi sem oft hef- ur orðið henni að falli í átökum við Jón Baldvin. Hún stenst honum einfaldlega ekki snúning en samanburður á þeim er óhjákvæmilegur þegar per- sóna hennar er metin. Hann ber höfuð og herðar yfir hana að öllu leyti. Hann er „intellectual“ og fljótur að hugsa og taka ákvarðanir. Hann hefur menningarlegan bak- grunn og allt þetta sem hana skort- ir. Þess vegna er ekki nema von að hún fari flatt í samskiptum þeirra.“ Einsýn eins og Lenín Lára V. Júlíusdóttir, lögfræð- ingur og aðstoðarmaður Jóhönnu í embætti félagsmálaráðherra árin 1987 til 1988, kynntist Jóhönnu þeg- ar þær störfuðu saman í fram- kvæmdahóp sem skipulagði að- gerðir í tilefni af lokum kvennaára- tugar Sameinuðu þjóðanna. Hún segir megin muninn á Jó- hönnu og Jóni Baldvini vera að hún sé fullkomlega heiðarleg. LÁRA V. JÚLÍUSDÓTTIR AÐSTOÐARMAÐUR JÓHÖNNU 1987-1988 „Jóhanna er vog og dálítið týp- ísk að þvíleyti. Hún veltir hlut- unum mikið fyrir sér en það getur verið bæði kostur og galli að mínu mati. “ „Vinnusemin, heiðarleikinn og eljan við að fylgja eftir sínum mál- um eru stærstu kostir Jóhönnu,“ segir hún. „Hún er hins vegar ekki mjög góð ræðumanneskja og fjöl- miðlamanneskja. Jón Baldvin er allur á yfirborðinu. Ég hef oft á til- finningunni að hann trúi ekki sjálf- ur því sem hann er að segja. Hann er alltaf að setja á svið einhver leik- rit og mér finnst hann mjög góður leikari og ræðumaður. Ég held að það skipti ekki máli fyrir hvaða málstað hann er að tala. Honum takist alltaf að láta líta út fyrir að það sem hann haldi fram sé rétt og satt. Jón Baldvin er mjög snjall stjórnmálamaður en ég held við þurfum ekki að hafa neina refi í stjórnmálum, heldur heiðarlegt fólk sem vinnur vel fýrir hópinn.“ Jón Baldvin Hannibalsson og Jó- hanna Sigurðardóttir hófu störf saman í forystu Alþýðuflokksins í Reykjavík eftir prófkjörið 1982 og voru kosin formaður og varafor- maður á flokksþinginu haustið 1984. Alþýðuflokksfólki fannst tví- eykið verðugur fulltrúi fyrir þau öfl sem sameinuðust í Alþýðuflokkn- um og fylkti sér að baki hagfræði- hugsun Jóns og félagshyggju Jó- hönnu. Jón Baldvin segir að sér þyki vænt um Jóhönnu þrátt fyrir það sem á undan hefur gengið. „Höfuðkostur hennar er einsýni sem gerir henni kleift að einbeita sér að því sem hún kallar sínum málum og að fylgja þeim eftir án utanaðkomandi truflunar af mikilli vinnusemi og dugnaði,“ segir hann. „Einsýnin er einnig helsti galli hennar og kemur í veg fýrir að hún geti sett sig í spor annarra og tekið tillit til þeirra. Þetta á hún sameig- inlegt með Lenín.“ Jón segir að þrátt fyrir að Jó- hanna hafi verið ráðherra í átta ár í (jórum ríkisstjórnum sem Alþýðu- flokkurinn tók þátt í, hafi aldrei hvarflað að henni að hún beri ábyrgð í einu og öllu á stefnu og verkum þessara stjórna. „Henni veitist mjög létt að þvo hendur sín- ar af því og það kemur út þannig að hún kennir öðrum um það sem hún er óánægð með, en ég skynja það þannig að hún geri sér enga grein fyrir þessari ósamkvæmni," segir Jón. Jón Baldvin Hannibalsson FORMAÐUR ALÞÝÐUFLOKKSINS „Einsýnin er helsti galli hennar og kemur í veg fyrir að hún geti sett sig í spor annarra og tekið tillit til þeirra. Þetta á hún sam- eiginlegt með Lenín. “ „Sem dæmi um þetta er þegar samráðherra hennar, Sighvatur Björgvinsson, gekk í gegnum brimskafla gágnrýninnar fyrst þeg- ar hann fór með sínar sparnaðar- áætlanir í heilbrigðismálum, þá fannst henni ekkert athugavert við Jóhanna Sigurðardóttir þegar hún starfaði sem flugfreyja fyrir Loftleiðir. Samtökin fengu rífandi fylgi sem var að mestu við persónu Hannibals. Þrátt fyrir að þetta sérframboð Hannibals hafi verið klofningur í jé Alþýðubandalaginu, þá tók framboðið mest fylgi frá Al þýðuflokknum, sem hafði tekið þátt í ríkisstjórn í tólf ár, en hafði lítil sem engin áhrif á Alþýðubandalagið. Samtökin lifðu í kosning- Átjt, unum 1974 en lognuðust út í *1 af í kosningunum 1978. Úrslit kosninga í kosningunum 1971 fengu Sam- tökin 8,9 prósenta atkvæða og fimm þingmenn kjörna. Þessi kosning markaði tímamót því aldrei áður hafði fjórflokkakerfinu, sem tryggt hafði sig í sessi í lok fjórða áratugarins, verið ógnað með þvílíkum árangri áður. Til samanburðar má geta þess að Al- þýðuflokkurinn fékk 10,5 prósenta atkvæða, Alþýðubandalagið 17,1 prósent, Sjálfstæðisflokkur 36,2 pró- sent og Framsóknarflokkur 25,3 pró- sent. 1983: Vilmundar þáttur Gylfasonar Vilmundur Gylfason hafði verið arkitekt að hinum mikla sigri Alþýðuflokks- ins í kosningunum 1978. ' kjölfarið fannst honum hlutur sinn ekki verða nægilega mikill í flokkn- um. Til dæmis var hann ekki gerður að ráðherra í ríkisstjórn ÓLAFS JÓHANNESSON- ar. Vilmundur reyndi tvisvar að verða varafor- maður flokksins en féll í bæði skiptin í kjöri gegn Magnúsi Magn- ússyni, síðast árið 1982. Seint um sumarið það sama ár kom upp Al- þýðublaðsdeilan svokölluð sem varð til þess að Vilmundur gekk út úr Al- þýðuflokknum og stofnaði Bandalag jafnaðarmanna og sérstakt blað utan um það, Nýtt land. Alþýðublaðsdeilan átti sér stað þegar Vilmundur gegndi starfi ritstjóra Alþýðublaðsins á meðan Jón Baldvin Hannibalsson var í sumarleyfi. Vil- mundur réðist harkalega að Hæsta- rétti í skrifum sínum og ein forsíðan sem hann birti átti að upplýsa meiri- háttar hneyksli. Forystu Alþýðuflokks- ins þótti þar þó heldur of langt geng- ið og var þetta upplag blaðsins gert upptækt og Vilmundur settur af. í framhaldinu var það haft eftir Kjart- ani Jóhannssyni , þáverandi for- manni flokksins, í fjölmiðlum að þetta væri mannlegur harmleikur. Þar með þótti hann vera að gefa í skyn að Vil- mundut gengi ekki heill til skógar andlega. Þetta fór ekki vel í Vilmund. Hann taldi ennfremur að Jón Baldvin hefði svikið sig í þessu máli. Vilmundur Gylfason hafði byggt pólitík sína á mjög róttækum hug- myndum sem snerust um uppstokk- un í bæði flokka- og stjórnkerfinu. í kosningunum 1978 beindi hann spjótum sínum einna helst að dóms- kerfinu sem hann taldi gjörspillt. Ólaf- ur Jóhannesson, formaður Fram- sóknarflokksins, hafði verið dóms- málaráðherra í fráfarandi stjórn og veittist Vilmundur harkalega að hon- um og flokki hans. í Bandalagi jafnaðarmanna var Vil- mundur í raun að útfæra og hvessa þær hugmyndir sem hann hafði verið með í Alþýðuflokknum en bætti við áherslum á breytingar í stjórnkerfinu, svo sem eins og þeim að kjósa for- sætisráðherra beint. Hugmyndir Vil- mundar báru keim af nútímajafnaðar- stefnu, ekki ósvipuðum þeim sem Al- þýðuflokkurinn tók upp síðar. Útgöngu sína úr Alþýðflokknum skýrði Vilmundur á þann veg að hann og hugmyndir hans hefðu orðið undir í flokknum. Það er ýmislegt líkt með þessum deilum Vilmundar við forystu Alþýðuflokks- ins og þeim sem nú eru uppí varðandi Jóhönnu J Sigurðardóttur. Eftir §1 tapið í varaformanns-1 kjörinu árið 1982 sagði fj Vilmundur að flokkseig- endaklíkan réði flokknum ' en fylgi hans væri meðal alþýðunnar og hann ynni í opnum prófkjörum. Hins veg ar má geta þess að Jóhanna stóð með flokkseigendum í þessum deil- um. Úrslit kosninga Vilmundur Gylfason og Bandalag jafnaðarmanna gerðu svipaða hluti og Hannibal gerði árið 1971 þegar kosið var árið 1983. Bandalagið fékk fjóra menn kjörna, 7,3 prósenta at- kvæða og mest á kostnað Alþýðu- flokksins sem hrundi niður í 11,7 pró- sent. í þessum kosningum kom Kvennalistinn einnig til sögunnar en hann fékk 5,5 prósenta atkvæða. Al- þýðubandalagið fékk 17,3 pró- s sent, Sjálfstæðisflokkur 38,7 prósent og Framsóknarflokk- ur 18,5 prósent. FRAMSÓKNAR- FLOKKUR 1934: Tryggvi Þórhalls- son og Bændaflokkurinn Árið 1934 gekk fyrrum for- maður Framsóknarflokksins, Tryggvi Þórhallsson út úr 12 FIMMTUDAGUR 11. ÁGÚST 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.