Eintak

Tölublað

Eintak - 11.08.1994, Blaðsíða 32

Eintak - 11.08.1994, Blaðsíða 32
Þegaraðeins þríðjungur Tmpídeildar- innar er eftir velur eintak í annað sinn úrvalslið blaðsins. Þessir leikmenn hafa skarað fram úrí undanfömum sex um- ferðum að mati sérfræðinga blaðsins. Þórður Þórðarson er mark- vörður EINTAKS-liðsins. Hann hefur leikið mjög vel með Skaga- mönnum og fengið fæst mörk á sig af markvörðum deildarínnar. Þórður þykir mjög efnilegur og stöðugur í markinu og þegar slíkur leikmaður er að baki firnasterkri vörn íslandsmeistaranna er ekki að sökum að spyrja. Sigursteinn Gíslason er búinn að eiga hreint glimrandi góða leiki nú um miðbik mótsins og er’hánn orðinn einn af betri leikmönnum deildarinnar. Helsti kostur hans er fólginn í góðri færslu úr vörn í sókn og öfugt. Síðan spillir ekki fyrir að skapið og baráttan er í meira lagi hjá drengnum. Sturlaugur Haraldsson er aftur í EINTAKS-liðinu. I fyrra skiptið var sagt að hann væri ómissandi hlekkur í varnarkeðju Skagamanna og val hans í liðið í annað sinn gerir ekkert annað en að undirstrika það. Zoran Miljkovic hefúr aldeilis staðið fyrir sínu í vörn Skagamanna og hefur að mestu fyllt skarð Lúk- asar Kostic. Hann var einnig í fyrsta EINTAKS-liðinu og er í raun merkilegt hve Skagamenn hafa ver- ið naskir á þá eriendu leikmenn sem hafa leikið innan þeirra vé- banda. Menn hafa sagt að helsti kostur Miljkovic sé skynsemi hans og rósemi, hann ani ekki út í neina vitleysu og sé ábyggiiegur og traust- ur. Petr Mrazek hefur leitt hina traustu FH-vörn eins og herforingi í sumar. FH-liðið hefur náð langt á hinni sterku vörn sinni og það er ekki síst vasklegri framgöngu Mrazeks að þakka. Hann var einnig í fyrsta liðinu og lýsir það vel jafnri og góðri spilamennsku hans. Haraldur Ingólfsson hefur vax- ið mikið í undanförnum leikjum og er allt annað að sjá til hans nú en í fyrstu leikjunum í vor. Reyndar var pilturinn þá að ljúka prófi í við- skiptafræði frá Háskólanum svo honum er vorkunn að hafa verið annars hugar. Hólmsteinn Jónasson er eini Framarinn í liðinu. Hann hefur leikið vei í sumar og oft gert mikinn usla í vörnum andstæðinganna með leikni sinni. Eitt sinn var sagt um Hólmstein að hann væri með y Hólmsteinn Jónasson Haraldur Ingólfsson Zoran Miljkovic Petr Mrazek Sigursteinn Gíslason Sturlaugur Haraldsson mestu boltatækni íslenskra leik- manna og á köflum virðist það vera rétt. Gunnar Oddsson, miðvallar- leikmaður Keflvíkinga, hefur spilað mjög vel í síðustu leikjum og á ekki lítinn hlut að máli í velgengni sinna manna upp á síðkastið. í raun fer að verða spurning hvort Gunnar eigi ekki erindi í landsliðið. James Bett er eini fúlltrúi vestr urbæjarliðsins í liðinu. Hann hefur vaxið mjög í síðustu leikjum og hefur greinilega fundið sig vel í Stöðu afturliggjandi miðjumanns. Það eina sem mætti setja út á leik Betts um þessar mundir er sú stað- reynd að hann skýtur ekki nóg á markið, maður með hans reynslu ætti að vita hvar á að leggja boltann í markið. Guðmundur Benediktsson er yngsti liðsmaðurinn. Hann hefur nokkuð lengi þótt einn alefnilegasti leikmaður landsins og frammistaða hans í sumar hefur vakið mikla eft- irtekt. Guðmundur hefur sloppið vel við meiðsli í sumar, nokkuð sem hann hefur ekki gert á undan- förnum árum. Mihajlo Bibercic er líklega besti sóknarmaður í deildinni og hafa fá- ar varnir fundið leiðir til að hemja hann. Mikki, eins og hann er oftast kallaður, er með afbrigðum mark- heppinn og þegar það blandast saman við góða boltatækni og mikla baráttu er vart að sökum að spyrja.© Forkeppni Evrópumótanna FH álti leikinn frá upphafii til enda Skagamenn næsta öruggir Marco van Basten Fara skómir á hill- una? 2 Trópídeildin Ná Skagamenn þrennunni? 31 Valdimar úrleik? Flest bendir nú til þess að hinn skæði sóknarmaður Stjörnunnar, Valdimar Kristófersson, leiki ekki meira með liði sínu í sumar. Hann tognaði illa í vöðvafestingu í nára á undirbúningstímabilinu í vor og hefur ekki náð sér að fullu enn. Þessi knái leikmaður, sem lék með Fram í fyrrasumar, hefur lítið getað beitt sér og aðeins verið með í þremur leikjum það sem af er sum-

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.