Eintak

Tölublað

Eintak - 19.09.1994, Blaðsíða 2

Eintak - 19.09.1994, Blaðsíða 2
í FYRSTA LAGI Hvers vegna sagði Jóhanna sigúr Alþýðuflokknum? í fyrsta lagi Vegna þess að henni leiddist. Hafið þið reynt að sitja fundi með Birgi Dýr- fjörð, Ámunda Ámundasyni, Kidda rót og Guðlaugi Tryggva? í öðru lagi Jóhanna er ekki krati. Hún fékk sér ekki ráðherra- bíl, réð aldrei vin- konur sinar i vinnu og reddaði engum neinu. í þriðja lagi Hún jók fylgi flokksins. Hún var vinsæl. Flokkur- inn kann ekki við svoleiðis nokk. í fjórða lagi Jón Baldvin nennti ekki að tala við hana. Hinir gæjarnir enn síður. Rann- veig sveik hana. Og á endanum gat hún bara hallað sér að Davíð Oddssyni. Oj. í fimmta lagi Viðbrögð við úrsögn Jóhönnu Sigurðardóttur úr Alþýðuflokknum Merkileg ákvörðun en kemur ekki á óvarl ■U ■ „Úrsögnin er að- eins formsatriði. Mlg- Jm Þetta eru engin r tímamót og varla ■b trr Jé frétt. Um leið og Jó- lianna hóf ferð sína Wk ÉK^H um landið hafði B Ek ™ hún sagt sig úr flokknum,“ segir Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Krístín Einarsdóttir þingmaður Samtaka um kvennalista Úrsögn Jóhönnu kom mér ekki á óvart þótt ég hefði alltaf verið ein þeirra sem trúðu því ekki að hún myndi yfirgefa flokkinn. Þetta getur orðið mjög erfitt fyrir Al- þýðuflokkinn sem á nú þegar í erf- iðleikum. Jóhanna á effir að bjóða fram hvort sem það verður á lands- vísu eða bara hér á Reykjavíkur- svæðinu. GuðmundurÁmi Stefánsson félagsmálaráðherra: „Úrsögn Jóhönnu er mér mikil von- brigði en þau koma ekki á óvart. Mér er mikil eftirsjá af henni og hafði margoft ítrekað við hana að hún tæki ekki þessa ákvörð- un. En hún varð að meta það sjálf. Það er vafalaust meira sem samein- ar Jóhönnu og Alþýðuflokkinn en það sem skilur á milli. Ég vona að Alþýðuflokkurinn og Jóhanna eigi eftir að vinna saman með einum eða öðrum hætti.“ Bolli Valgarðsson formaður Sambands ungrajafnaðarmanna í Reykjavik: „Ég sé engin efnisleg rök fyrir úr- sögn Jóhönnu. Hún hefur unnið að framgangi jafnaðarstefnunnar svo lengi og hefur notið fulls stuðnings frá Alþýðuflokksmönnum. Hún virðist bara ekki una lýðræðisleg- um kosningum. Við í Sambandi ungra jafnaðarmanna höfum tekið þátt í fjölmörgum floldcsþingum og borið fram ýmis mál. Sum hafa náð fram að ganga en önnur ekki. Samt hefur aldrei hvarflað að okkur að segja okkur úr flokknum. Við kunnum að una lýðræðislegum kosningum. Það gerir Jóhanna hins vegar ekki. Úrsögn hennar verður hvorki henni né jafnaðarstefnunni til framdráttar.“ Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins: „Þetta er merkileg ákvörðun hjá Jó- hönnu sem mun hafa mikil áhrif í ís- lenskum stjórnmál- um á næstunni. Auðvitað verður Al- þýðuflokkurinn veikari við úrsögn hennar það er að segja það sem eft- ir er af fionum. Mér finnst Jóhanna sýna bæði hugrekki og einurð að segja sig úr flokknum með þessum hætti og það hlýtur að vera erfitt fyrir stjórnmálamann sem helgað hefur líf sitt stjórnmálum jafn lengi og hún. En það var löngu ljóst að forysta Jóns Baldvins á síðustu árum hefur haft það í för með sér að einlægir jafnaðarmenn eiga ekki lengur heima í flokknum." © Akureyri Drengur fyrir bíl Átta ára gamall drengur varð fýr- ir bíl á Akureyri síðdegis á laugar- dag. Drengurinn var á reiðhjóli og átti slysið sér stað í Dalsgerði. Hann var samstundis fluttur á sjúkrahús en fékk að fara heim að lokinni skoðun. Meiðsli hans reyndust ekki alvarleg. O Sauðárkrókur leikir haldnir Dansleikirnir tveir sem haldnir voru á Sauðárkróki um helgina tókust báðir með mikilli prýði. Á föstudagskvöldið var busaball nteð hljómsveitinni Sol de luxe en á laugardagskvöldið var haldið rétt- arball með hljómsveitinni Lamb- ada. Milli 250 og 300 manns mættu á hvort ballið og segir lögreglan að engin vandkvæði hafi hlotist af eins og oft vill verða þegar svo margt fólk safnast saman.O Ólafsfjörður Leiftursballið heppnaðist Hið árlega Leiftursball var haldið á Ólafsfirði á laugardagskvöldið. Ballið fór fram í Tjarnarborg og lék Geirmundur Valtýsson fyrir dansi. Á þriðja hundrað manns mætti til gleðinnar og fór hún vel fram. Ö Reiðhjólastæði Bílastæðið fyrir framan Reiðhjólaverslunina Týnda hlekkinn í Hafnarstræti hefur verið breytt i reiðhjólastæði. Borgarráð samþykkti þessa breytingu fyrir skömmu og vekur hún eflaust vonir hjá hjólreiðamönnum um betri aðstöðu þeim til handa í reykvísku gatnakerfi. Rosalegt þetta með Jönónnu. Já, hvað verður um Bryndísi og börnin. Fyrrverandi starfsmaður hjá embætti yfirborgarfógeta Reykjavíkur Svikin um vottagreiðslur og lamin af lögreglu Jón Oddsson, hæstanéttarlögmaður, fórfram á rannsókn málsins fyrirsex árum en hefur enn ekki fengið svör frá ríkissaksóknara. I sex ár hefur, Jón Oddsson, hæstaréttarlögmaður, gengið ár- angurslaust erinda umbjóðanda síns, miðaldra konu, til rannsókn- arlögreglustjóra ríkisins, Boga Nilssonar, og Hallvarðar Ein- varðssonar, ríkissaksóknara, vegna fjársvika gagnvart urnbjóð- anda hans og líkamsmeiðinga af hálfu lögreglu. Umbjóðandi Jóns, sem er kona, starfaði frá árinu 1983 til 1988 við embætti yfirborgarfógetans í Reykjavík sem ritari varðandi fóg- etaaðgerðir, þ.e. aðfarargerðir. Henni var m.a. falið af þáverandi aðalfulltrúa yfirborgarfógetans í Reykjavík, Ólafi Sigurgeirssyni, að vera vottur við lögtaks- og fjár- námsaðgerðir. Konan starfaði við embættið í fimm ár en fékk aldrei borguð laun fyrir störf sín sem vottur. Vottar eiga rétt á sérstökum vottalaunum sem nema 500 kr. við hverja .vottun sem skiptist á milli tveggja votta og á fógeti að gera upp við vottana. Konan var vottur í 60 prósent allra fógetaaðgerða í þau fimm ár sem hún starfaði hjá emb- ættinu og munu ógreidd laun hennar nema hátt á fjórðu milljón króna. Vottagreiðslur eru inntar af hendi af gerðarbeiðendunt beint til þess fulltrúa yfirborgarfógeta er framkvæmir fjárnámið eða lögtak- ið. 1 bréfi sem Jón Oddsson ritaði Boga Nilssyni árið 1988 kemur fram að umbjóðandi hans hafi ekki feng- ið aðgang að gögnum varðandi málið, þ.e. fógetabókum, endurrit- um eða reikningslegu og bókhalds- legu uppgjöri hjá embætti yfirborg- arfógeta. Þar kernur einnig fram að þegar umbjóðandi hans hugðist mæta til embættisins til að fá þessi gögn hafi henni verið varnað inn- göngu af þremur óeinkennisklædd- um lögregiumönnum frá Reykjav- íkurlögreglunni. Til ryskinga kom milli konunnar og lögreglumann- anna sem enduðu með því að hún varð fyrir meiðslum og þurfti að fara á Slysadeild Borgarspítalans. Skömmu eftir þetta eða í apríl 1988 ritaði Jón Oddsson Boga Nils- syni bréf þar sem hann fór fram á opinbera rannsókn á meintum fjár- drætti og skilasvikum fulltrúa yfir- borgarfógetans í Reykjavík og einn- ig á meintri líkamsárás á umbjóð- andann fyrir tilverknað lögreglu- manna. Ekkert var aðhafst varð- andi líkamsárásina af hálfu rann- sóknarlögreglustjóra en sá þáttur er varðaði meint fjársvik og skilasvik var sendur til ríkissaksóknara til fyrirsagnar. Engin svör hafa fengist frá ríkissaksóknara í þau sex ár sem hann hefur haft málið til fyrirsagn- ar. Jón Oddsson hefur ítrekað fyrir hönd umbjóðanda síns farið fram á rannsókn málsins. Þrátt fyrir fjölda bréflegra beiðna hefur ríkissak- sóknari ekki einu sinni haft fyrir því að svara bréfurn hæstaréttarlög- mannsins. © 2 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.