Eintak

Tölublað

Eintak - 19.09.1994, Blaðsíða 20

Eintak - 19.09.1994, Blaðsíða 20
SJONVARP aQt. Rfldssjónvarpið Stöð 2 (L Mánudagur 18.25 Táknmálsfréttir 18.25 Töfraglugginn 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Kevin og vinir hans Ný syrpa um strákinn Kevin, ell- efu ára gutta og foringja íflokki nokkurra stráka sem lenda í ýmsum ævintýrum. 19.25 Undir Afríkuhimni Myndaflokkur um háttsetta konu sem flyst til Afríku ásamt syni sínum. Þar kynnast þau lífi innfæddra og lenda i margvís- legum ævintýrum. 20.00 Fréttir 20.40 Gangur lífsins 21.30 Svarta Parísarhjólið The Ray Bradbury Theater, kanadísk sjónvarpsmynd gerð eftir einni af sögum Rays Brad- burys. 22.00 Leiðin tii Ubar The Road to Ubar, heimilda- mynd um leiðangur sem farinn var fyrir nokkrum árum, til að finna hina þjóðsögulegu borg Ubar sem getið er um í Kóran- inum og Arabískum nóttum. Þar var miðstöð reykelsisverslunar i Arabíu á dögum Grikkja og Rómverja en borgin lagðist í eyði vegna náttúruhamfara skömmu siðar og týndist. 23.00 Ellefufréttir 17.05 Nágrannar 17.30 Barnaefni 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19.19 20.15 Eiríkur 20.35 Matreiðslumeistarinn 21.10 Neyðarlínan 22.00 Saga Queen Queen, þetta er annar hluti framhaldsmyndar sem gerð er eftir sögu Alex Hayley 23.20 Flugásar Hot Shots! Rugiuð grín- mynd um orrustuflugmanninn Sean Harley sem er varasamur náungi og hefur af litlu að státa, nema ef vera skyldi útlitinu. Faðir hans var einn mesti hrak- fallabálkur flughersins og Sean verður að bæta um betur. Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Cary Elwes og Loyd Bridges. 1991 00:55 Dagskrárlok Þriðjudagur 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Frægðardraumar 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Fagri Blakkur 19.30 Staupasteinn 20.00 Fréttir 20.35 Hvíta tjaldið I þættinum eru kynntar nýjar myndir í bióhúsum borgarinnar. Umsjón: Valgerður Matthías- dóttir 20.55 Forskriftin Annar þáttur af þremur þar sem sögusviðið er barátta og sþilling á sviði umhverfismála. 21.55 Mótorsport Sýnt frá alþjóðarallinu Rallý Reykjavik og torfærukeppni 22.35 Skjálist Þriðji þáttur í nýrri syrþu sem ætlað er að kynna þessa list- grein. 23.00 Ellefufréttir 23.15 Evrópukeppnin í knattspyrnu Sýndir verða valdir kaflar úr leik Akurnesinga og Kaiserslautern sem fram fór fyrr um kvöldið. 00.00 Dagskrárlok 17.05 Nágrannar 17.30 Barnaefni 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19.19 20.15 Eiríkur 20.35 Visasport 21.05 Barnfóstran 21.30 Saga Queen (Queen) 23.05 Háskaleikur Patriot Games-kkk Sumarleyfi Ryan-fjölskyldunnar á Englandi fær sviplegan endi þegar fjöl- skyldufaðirinn, Jack Ryan, fær pata af aðgerðum hryðjuverka- manna og tekst að gera þær að engu. Aðalhlutverk: Harrison Ford, Anne Archer, Patrick Bergen og James Earl Jones. 1992 01.00 Dagskrárlok (VflÐV)KUDAGUR 18.15 Táknmálsfréttir 18.25 Barnasögur 18.55 Fréttaskeyti 19.00 Leiðin til Avonlea 20.00 Fréttir 20.35 Vestfjarðarvíkingurinn Mynd frá keþpni kraftakarla á Vestfjörðum sem fram fóríjúlíá þessu ári. Umsjón: Samúel Örn Erligsson 21.15 Saltbaróninn Þýsk/austurrískur myndaflokkur um ungan og myndarlegan riddaraliðsforingja á tímum Habsborgara í austurrísk-ung- verska keisaradæminu. 22.10 Þorsklaust þorsk- veiðiland Ólafur Sigurðsson fréttamaður var á ferð vestan hafs fyrir skömmu og kynnti sér ástandið í fiskveiðimálum við Nýfundna- land og austurströnd Kanada, en þar hefur veríð í gildi þorsk- veiðibann í tvö ár. 22.40 Evrópsk knattspyrna Sýndar verða svipmyndir frá knattspyrnuleikjum í Evrópu. 23.00 Ellefufréttir 17.05 Nágrannar 17.30 Barnaefni T6.15 Visasport 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19.19 19.50 Vikingalottó 20.15 Eiríkur 20.35 Melrose Place 21.30 Matglaði spæjarinn 22.25 Tíska 22.50 Hale og Pace 23.20 Thelma og Louise -kkkk ■ Húsmóðirin Thelma og þjón- ustustúlkan Louise eru orðnar hundleiðar á lífsmynstrí sfnu og ráðríkum eiginmönnum. Þær ákveða að gera eitthvað í mál- inu, setjast upp íbíl og stinga af í leit af ævintýrum. Aðalhlutverk eru íhöndum þeirra Susan Sar- andon og Geenu Davis og sýna þær báðar stórleik. Einnig bregður Brad Pitt fyrir en hann er á hraðrí uppleið i Hollywood um þessar mundir. Myndin er síðan 1991 og leikstýrt af Ridley Scott. 01:25 Dagskrárlok flðeins 39.90 kn minulan Sfefnumótafínan „Halló ég er 17 ára stúlka og langar aShafa náin kynni við aðra stúlku. Égvil vera í karl- mannlega hlutverkinu og er hávaxin. Þú mátt alveg vera lœgri en ég. Ég vil helst hafa þær Ijóshærðar en þið megið vera dökkhærðar. Mig langar að kynnastyður og efþér viljið kynnast mérýtið þá á einn. Tah, tah.“ amm Eitt erfiðasta atriðið í kvikmyndinni BenjanP ín dúfu var tekið aðfaranótt sunnudags. Notað- ir voru sérstakir gas-eldar sem skotið var út unt stúta til að láta sem hús stæði í ljósum logum. Húsið er þó aðeins útveggirnir einir úr stálgrind. Fyrir næstu tökur verður því svo breytt í brunarústir. Tökur fara fram í Skúlagarði við Rauðarár- stíg og hafa miklar breytingar verið gerðar á garðinum. fbúar hverfisins hafa sýnt kvik- myndagerðarmönnunum einstaka þolinmæði og ekki veigrað sér við að leyfa þeim að hafa af- not af íbúðum sínum þegar þess hefúr þurft með. Ráðgert er að tökur myndarinnar standi fram í ágúst og er stefnt að frumsýningu í sept- ember á næsta ári. Gísli Snær Erlingsson er leikstjóri Benjam- íns dúfu sem gerð er eftir skáldsögu Friðriks Erlingssonar. © Egill Helgason Loksins vinur litla mannsins í strœtó Spef.u BIóhöllinni, Bióborginni, Borg- ARBlÓI AKUREYRI ★★★ í hasarmyndum látá menn sjaldnast nægja að bjarga eigin skinni. Eða þætti það ekki ffekar nýstárlegt hetjumenni sem væri alltaf að reyna að sleppa billega frá öllu saman? Flestar hetjur bjarga einhverju stóru og miklu. James Bond bjargaði heimsbyggðinni margoft frá tortímingu. Rambó bjargaði heiðri Bandaríkjanna. Bruce Willis er þegar búinn að bjarga stórhýsi og alþjóðaflugvelli og er varla hættur enn. Á lista Ste- vens Seagal yfir hetjudáðir er flugvélamóðurskip. Keanu Reeves lætur sér hins vegar nægja að bjarga strætó í Los Angeles. Það er lofsvert og kristi- legt, því í Los Angeles ferðast eng- inn í strætó nema hann hafi bevís upp á að vera aumingi og ólíklegt að margir vildu leggja mikið á sig til að bjarga strætófarþegum í þeirri borg. En Keanu Reeves bjargar þeim hérumbil 'öllum með glöðu geði. Hann er mjög viljug hetja. Og af því að örlögin hafa hagað því svo til að Keanu Reeves lendir í að bjarga strætó en ekki til dæmis geimferju (þá er hann reyndar þeg- ar búinn að bjarga lyftu!), fer ekki hjá því að bíómyndin Speed snúist að miklu ieyti um bílaeltingaleik. Bílaeltingaleikurinn er sjálf hryggj- arsúla myndarinnar. Við þau tíð- indi þykir mér sennilegt að setji nokkurn beyg að allstórum hópi kvikmyndahúsgesta sem veit ekk- ert leiðinlegra og tilbreytingar- snauðara en bílaeltingaleiki. Það góða fólk hefur óneitanlega nokkuð til síns máls, svona í heild- ina tekið. Eftir að kvikmyndin French Connection hóf bílaelt- ingaleiki á nýtt og hærra stig á ár- unum eftir 1970 tröllriðu þeir has- armyndum lengi vel. Það þótti ófært að gera svoleiðis mynd nema hún innihéldi að minnsta kosti þrjá bílaeltingaleiki. Þeir urðu fljótt mjög þreytandi. Strax á has- armyndaárunum í Hafnarbíói , voru það bara verstu hallærislúð- arnir sem enn hlógu dátt að bíla- eltingaleikjum. Aðrir lygndu mæðulega aftur augunum eða þreifuðu í kringum sig eftir stelpu til að kyssa. Djöfulgangurinn í kringum strætóinn sem springur í loft upp ef hann. keyrir ekki á ofsahraða gengur þó upp þannig að helstu hasarmyndatröll heimsins hljóta að naga á sér handabökin. Sagan er óneitanlega gloppótt og máski er hugmyndin ögn fráleit, en dugir þó fullvel sem rammi utan um ak- sjónina; það er semsé nógu mikil aksjón og nógu mikið plott og nógu þolanlegt jafnvægi þar á milli til að gera Speed að gróflega spennandi mynd á tíðum. Sumum hetjum er það þvert um geð að vera hetjur, það eru náung- ar sem eru seinþreyttir til vand- ræða og lenda í því svona óvart að vera hetjur (sbr. íslendingasögur). Keanu Reeves er hins vegar áfjáð hetja, það þarf svo sannarlega ekki að teyma hann óviljugan út í hetju- dáðirnar. Hann lætur það heldur ekki á sig fá þótt hann sé timbrað- ur við upphaf þeirra. Hafa margir misst af ómerkilegri stefnumótum vegna timburmanna. Hins veg'ar er Keanu Reeves geðslegasti maður sem gengur beint til verks án stæla, að vísu nokkuð í yngri kantinum af harðjaxli af þessari stærðargráðu að vera, ekki jafn mikill og þykkur og Stallone og Bruce Willis, en bet- ur rakaður og minna sveittur og laus við þann leiða sið að binda tóbaksklút um skallann á sér. En þótt hann sé gróflega sætur er spurning hvort hann sé nógu mik- ill karakter til að duga í framhalds- myndina Speed II sem vissulega virðist hætta á að verði gerð. Gamli svallarinn Dennis Hopp- er er hins vegar eins og strengja- brúða í hlutverki vonda karlsins, kippist til og rykkist í óstjórnlegum ofleik og greinilega löngu búinn að gefast upp á að reyna að taka nokk- urn skapaðan hlut hátíðlega. Sandra Bullock sem keyrir stræt- óinn hefúr fallega fætur sem taka sig vel út á bensíngjöfinni. Að lokum skal viðurkennt að það er dálítið fínt handbragð að sprengja í loft upp eina risaþotu svona líkt og bónus. Leikurinn fer hins vegar að verða dálítið þreyt- andi þegar liðið er komið ofan í neðanjarðarlest. © 20 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.