Eintak

Tölublað

Eintak - 19.09.1994, Blaðsíða 4

Eintak - 19.09.1994, Blaðsíða 4
Guðmundur Ámi geri hreint fyrir sínum dyrum Félag frjáls- lyndra jafnaðar- manna sam- þykkti laust fyrir helgi að Guð- mundi Árna Stefánssyni fé- lagsmálaráðherra verði gert að gera hreint fyrir sín- um dyrum eða að öðrum kosti að segja af sér sem ráðherra og vara- formaður Alþýðuflokksins. Viðbrögð Guðmundar Árna voru á þá leið að hann sagði að samsæri væri í gangi gegn hon- um.© Meirihlutinn ræður þfjá ráðgjafa Atvinnumálanefnd Reykjavíkur hefur samþykkt að ráða þrjá ráð- gjafa í tvær og hálfa stöðu atvinnu- ráðgjafa til áramóta. Fulltrúar Sjálf- stæðisflokks í atvinnumálanefnd sátu hjá við atkvæðagreiðslu um ráðninguna og segja hlutverk ráð- gjafanna óljóst. Helst megi ætla að þeir eigi að móta atvinnustefnu R- listans.O Samkomulag um viðræður embættis- manna í Smugudeil- unni Jón Baldvin Hannibalsson utanríksiráðherra hefur náð sam- komulagi við starfsbróður sinn í Noregi, Björn Tore Godal um að þann 11. nóv- ember heíjist við- ræður embættismanna um Smugu- dciluna. Andrei Kosyrev, utan- ríkisráðherra Rússland tók að sér að hlutverk sáttasemjara í málinu. Norskir fjölmiðlar gagnrýndu sinn mann óspart fyrir að sýna Islend- ingum uppgjöf með því að sam- þykkja viðræðurnar.© Hagkaup í stríð við Mjólkursamsöluna Sendibifreið fór á föstudag frá Hagkaupi og sótti fimm þúsund lítra af mjólk til Mjólkursamlags Borgfirðinga. Ástæða ferðarinnar var sú að Mjólkursamsalan í Reykjavík hafði neitað að útvega versluninni mjólk í umbúðum sem hún hafði óskað eftir. Mjólkursam- lag Borgfirðinga pakkar mjólk í þær umbúðir sem Hagkaup hafði óskað eftir svo lausnin var að sækja mjólkina í Borgarfjörðinn.© Sophia hitti eldri dóttur sína Sophia Han- sen hitti eldri dóttur sína, Dag- björtu á föstudag í Istanbúl. Sophia fór ásamt fulltrú- um tyrkneskra yfirvalda og lása- smið að heimiii lyrrum eiginmanns síns, Halims Al, til að fýlgja eftir umgengnisrétti sínum. Halim A1 var ekki heima en þegar hurðin að heimili hans var brotin upp kom í ljós að eldri dótt- ir Sophiu var heima ásamt núver- andi konu föður síns og tveimur hálfsystrum. Yngri dóttirin var að heiman með föður sínum. Að sögn Sophiu leit Dagbjört ekki vel út og virkaði mjög óttaslegin.0 Banastys á Vatnajjökli Þýsk kona lét lífið þegar hún féll í 15 metra djúpa sprungu á Vatna- jökli. Konan var á ferð ásamt eigin- manni sínum í hópi vélsleðafara undir stjórn íslensks leiðsögu- manns. Konan var fædd 1940. © Domino’s íhugar að fara í mál við Pizza 67 Nýir kassar Pizza 67 eins í laginu og þeir sem Domino’s hefur notað í áraraðir. ::: . : ' , *i!l /• Pizza 67 hefur nýverið tekið í notkun nýja tegund kassa undir heimsendar pizzur en kassarnir eru nákvæmlega eins í laginu og kassar sem Domino’s pizzafýrirtækið hef- ur notað um áraraðir. Forsvars- menn Domino’s á Islandi eru ákaf- lega óhressir með þetta framtak Pizza 67 og telja freklega á sér brot- ið. „Við erum að athuga alla mögu- leika í sambandi við þetta mál og þá fýrst og fremst hvort hægt sé að fara út í málssókn við Pizza 67 og þá sem framleiða kassana hérlendis,“ segir Birgir Bieltved fram- kvæmdastjóri Domino’s hér á landi. Þeir kostir sem gera kassa Dom- ino’s betri en aðra eru að þeir eru úr þykkari pappa og öðruvísi í lag- inu. Þeir eru ekki ferhyrndir eins og kassar annarra pizzafyrirtækja heldur átthyrndir, en sá eiginleiki gerir það að verkum að pizzan er stöðugri í kassanum á meðan á flutningnum stendur og helst leng- ur heit en ella. í fýrstu flutti Dom- ino’s kassana inn frá Bretlandi en stefnan hjá fyrirtækinu er að versla Hér sést greinilega að hinir nýju kassar Pizza 67 eru nákvæmiega eins í laginu og þeir sem Domino ’s hefur haft á markaðnum í langan tíma. við íslenska framleiðendur svo ákveðið var að fá Kassagerð Reykja- víkur til að framleiða kassana. Kassagerðin fékk nauðsynlegar teikningar í hendur svo framleiðsl- an gæti hafist og hingað til hefur fýrirtækið eingöngu framleitt þessa tegund kassa fýrir Domino’s. Birgi finnist það mjög einkenni- leg vinnubrögð hjá Kassagerðinni að fara út í þessa framleiðslu fýrir Pizza 67 og segir að forsvarsmenn Domino’s íhugi nú að hætta við- skiptum við fýrirtækið. „Það er hart að borga stórfé fyrir ákveðna vöru- og markaðsþróun sem hefúr farið fram í útlöndum og horfa svo upp á þegar innlendir að- ilar stela þessum hugmyndum. Við hjá Domino’s höfum lagt ríka áherslu á að skipta við innlenda ffamleiðendur þrátt fyrir að í sum- um tilfellum sé hægt að fá ódýrari vörur að utan. Framkoma Kassa- gerðarinnar í þessu máli er affur á móti með þeim hætti að við erum að skoða það af fullri alvöru að snúa viðskiptum okkar annað." © Kona féll ofan í sprungu Dauðaslys á Vatnajökli Þýsk kona um fimmtugt lést þegar hún féll ofan í þrönga jökul- sprungu í Vatnajökli síðdegis á föstudaginn. Konan var þar í vél- sleðaferð með Jöklaferðum hf. ásamt eiginmanni sínum, öðrum Þjóðverja og tveimur leiðsögu- mönnum. „Konan var á leiðinni upp að Miðfellsegg sem er fýrsti áfanga- staðurinn í ferðinni,“ segir Tryggvi Árnason framkvæmda- stjóri Jöklaferða hf. „Þar var stöðvað og fólki leyff að skoða sig um áður en haldið var inn effir jöklinum í átt að Brókarjökli. Þeg- ar þangað var komið tók konan sig skyndilega út úr hópnurn. Leiðsögumaðurinn, Sindri Grét- arsson, fór í veg fýrir hana og ít- rekaði fýrir henni að henni bæri að fýlgja sér eftir. Allar ferðir hefj- ast á því að fólki er kennt á sleð- ana og brýnt fýrir því að leiðsögu- maðurinn eigi alltaf að fara á und- an hópnum. En nokkru síðar tók konan sig aftur út úr hópnum og ók á fullri ferð inn á sprungu- svæði. Þegar Sindri sá það reyndi hann samstundis að fara í veg fyr- ir hana. Konan jók hins vegar hraðann. Sleðinn lenti á nibbu, hún kastaðist af honum og lenti ofan í sprungu sem er um 18-20 metra djúp. Reynt var að kalla til konunnar en ekkert hljóð barst frá henni. 10 mínútum síðar var Sindri kominn niður til hennar en hann er vanur björgunarsveitar- maður. Hann beið hjá henni þar til lækni og sjúkrabíl bar að. Kon- an var þá látin.“ Tryggvi segir að þeir sem fari með Jöklaferðum hf. upp á jökul- inn séu varaðir við sprungusvæð- unum og því sé mikilvægt að fylgja leiðsögumanninum. Hon- um finnst óskiijanlegt af hverju fólk fer ekki eftir þeim reglum sem fýrirtækið setur. „Við störfum samkvæmt ströngum öryggisreglum og sum- um íslendingum finnst þær jafn- vel of strangar," segir Tryggvi. „Fólk vill gjarnan sjá jökulsprung- ur og við sýnum þær á sérstökum stöðum. Þó er eins og sumir átti sig á því hvað þær geta verið hættulegar. Ef fólk hlýðir okkur ekki bönnum við því að aka sleð- unum sjálft og látum það sitja aft- an á hjá öðrum. Það kostar oft leiðindi en við viljum heldur óánægðan viðskiptavin heldur en slys eins og það sem átti sér stað á föstudaginn.“ © Vestmannaeyjar Ók út af öh/aður ölvaður ökumaður ók út af Helgafellsbraut í Vestmannaeyjum í gærmorgun. Gatan myndar T og áttaði maðurinn sig ekki á því þegar hún endaði. Hann ók því áfram í stað þess að beygja. Höfuð manns- ins lenti í framrúðunni svo hann skarst í framan. Bíllinn er mikið skemmdur og var maðurinn sam- stundis'sviptur ökuleyfinu. © l/TVARP BVKOLLA Avelkqmín i M£ÐIÆR1N íSKoNUM iviðerum með ustahatíð^ —06 HVER HALDIB ÞlD AO SÉ 'A L'lNQNNI? I HÉRHA NIORI AH/ÍITM’AB ERj 6UBHUNDUR HÆNA»» OULLDREHQuRfNN! IHEILL HER AF AMER'lSKUM HVAB ERTU AB BRAUA NÚHA GtfMMI?'. ---------* (3U5j ADU TIL 5URTUR. LlSTAMÓNNUM AO KOHA HIN6AÐ!! 44 m ^ .Uu S »/ 1 > 3AHÍRNA!!]_________ SVO ER ÉG MEO 260.000. # B0ÐSMIÐA. ERTU EKK| TIl1 A0 6EFA NOKKRA'I þÆTTIHUM KlNUM. SURTUR?!? ÍAUOVITAÐ G'OÐIí! Iþ'oþað NÚ V/ERIÍ! ÞEIRELSKA MIGHÉRNA . NIÐURFRA SURTUR'.I' KANNiJ HLÍNAR UK H3ARTARÆTURHAH1-! nt.- w ■w S. m* ©TÓTIk 4 MÁNUDAGUR 19. SEPTEMBER 1994

x

Eintak

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eintak
https://timarit.is/publication/309

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.