Vikublaðið - 26.11.1992, Page 1
Rannveig Sigurðardóttir.
4000 milljónir til gæðingafyrirtækja í sjávarútvegi
Davíðssj
ur
Þrír kommissarar látnir ákveða hvaða fyrirtæki lifa og hver deyja
Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafa ákveðið að
stofna sérstakan sjóð sem á að ákveða hvaða fyrirtækjum í
sjávarútvegi verður forðað frá gjaldþroti. Þessi nýi sjóður, sem
þegar er farið að kenna við forsætisráðherrann Davíð Odds-
son, fær 4000 millj. kr. í heimanmund frá ríkisstjórninni. Sjáv-
arútvegsráðherra skipar þrjá menn í stjórn og fá þeir alræðis-
vald yfir því til hvaða fyrirtækja þessum fjórum milljörðum
verður ráðstafað. Þetta nýja kommissarakerfi yfir sjóði sem
hygla á ákveðnum fyrirtækjum en hafna öðrum minnir óneit-
anlega á gamla tíma. Pað er í hrópandi mótsögn við gagnrýni
Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega forsætisráðherrans, á hið svo-
kallaða „sjóðasukk“.
Allt það
versta með
Efnahagsaðgerðimar leysa engan
vanda og við óttumst að skatta-
breytingamar verði launafólki
varanlega í óhag, segir Rannveig
Sigurðardóttir, hagfræðingur
BSRB, í viðtali við Vikublaðið.
Ríkisstjómin tíndi allt það versta
úr samráðstillögunum og lagði til
hliðar jákvæðu tillögumar.
Sjá síðu 4.
Guð og rithöfund-
urinn hafa breyst
Kaffihússamtal við Alfrúnu
Gunnlaugsdóttur, Jóhann Pál
Valdimarsson og Svölu Þor-
móðsdóttur
Sjá bls. 14-15.
Davíðssjóðurinn á að hafa
heimildir til að kaupa fisk-
vinnsluhús hjá fyrirtækjum sem
fjárfest hafa of mikið og eru þess
vegna illa stödd. Með slíkri
björgun ogJcaupum á tækjum og
skipum er ætlunin að styrkja
rekstrarstöðu fyrirtækja sem
stjómvöldum eru þóknanleg.
Önnur verða hins vegar áfram
skilin eftir úti á gaddinum.
Kommissararnir þrír fá meira
vald í hendur en nokkrir aðrir
einstaklingar hafa haft í áratugi
yfir örlögum fyrirtækja í sjávar-
útvegi. Hér er um að ræða svo
risavaxna sértæka aðgerð í mál-
efnum sjávarútvegsins að það
sjóðakerfi sem Sjálfstæðisflokk-
urinn gagnrýndi hvað harðast á
síðasta kjörtímabili kemst ekki í
hálfkvisti við þessi nýju áform.
Forystumenn Sjálstæðis-
flokksins í sjávarútvegi, Kristján
Ragnarsson, Magnús Gunnars-
son og Amar Sigurmundsson,
eru að vonum mjög ánægðir með
þennan nýja gæðingasjóð. Þeir fá
líka að velja einn þessara þriggja
kommissara en Þorsteinn Páls-
son, flokksbróðir þeirra úr Sjálf-
stæðisflokknum, velur hina tvo.
Þar með er Þosteinsarminum í
Sjálfstæðisflokknum afhent nán-
ast alræðisvald yfir þessum nýja
Davíðssjóði. Það er óneitanlega
nokkur kaldhæðni hjá örlögunum
að fara þannig með Davíð Odds-
son og gagnrýni hans á sjóða-
kerfið. Þessi nýi Davíðssjóður
mun taka til starfa á næsta ári
þegar Þorsteinn Pálsson og sam-
herjar hans í samtökum sjávarút-
vegsins verða búnir að velja
kommissarana.
Kristján Ragnarsson fékk bæði gengisfellingu og óbreytt kvótakerfi
-Vinnur líka lotuna um Davíðssjóðinn
ur gefist upp í baráttu sinni fyrir
nýrri fiskveiðistefnu. Síðustu sól-
arhringa hefur Kristján staðið í
nýrri lotu við Davíð og Jón Bald-
vin um skipulagið á hinum nýja
Davíðssjóði sægreifanna. Að
sjálfsögðu mun Kristján líka
sigra á þeim vígvelli.
Það hefur stundum verið sagt
að Kristján Ragnarsson væri
sterkasti hagsmunafursti í ís-
lensku þjóðlífi. Þau ummæli
sönnuðust svo sannarlega um
síðustu helgi. Hann er hinn tvö-
faldi sigurvegari í efnahagspró-
grammi ríkisstjómarinnar.
Sigurvegarinn í efnahagsgerðum ríkisstjórnarinnar er tví-
mælalaust Kristján Ragnarsson, formaður LÍÚ. Hann hefur
undanfarna mánuði barist hart fyrir því að gengisfelling yrði
kjarni nýrra efnahagsráðstafana. Jón Baldvin Hannibalsson
og Davíð Oddsson hafa hins vegar verið í forystu þeirrar sveit-
ar sem hafa mótmælt gengisfellingartillögum Kristjáns Ragn-
arssonar. Jón Baldvin flutti sérstaka skammaræðu um gengis-
fellingarkórinn á aðalfundi LÍÚ og Davíð Oddsson hefur við
fjölmörg tækifæri hallmælt Kristjáni Ragnarssyni.
Það verður því tvímælalaust að
teljast mikill sigur fyrir Kristján
Ragnarsson að hafa nú brotið á
bak aftur bæði forsætisráðherr-
ann og utanríkisráðherrann, for-
menn stjómarflokkanna beggja.
En sigurlaun Kristjáns Ragn-
arssonar voru tvöföld. Auk geng-
isfellingarinnar hlaut hann að
gjöf frá stjómarflokkunum sam-
komulag um óbreytt kvótakerfi
út öldina. Alþýðuflokkurinn hef-
Kristján Ragnarsson.
Guðrún Helgadóttir.
Tvær vikur í
nýjum heimi
Guðrún Helgadóttir lýsir fyrstu
kynnum sínum af New York,
Washington og Chicago.
Sjá bls. 6.
Ingibjörg Sigmundsdóttir.
Leikskólinn fór
í dráttarvexti
Ingibjörg Sigmundsdóttir, forseti
bæjarstjómar í Hveragerði, lýsir
aðkomunni í Hveragerði eftir
stjóm sjálfstæðismanna.
Sjá bls. 8.
Tillögur Alþýðubandalagsins
1200 -1800 ný störf - Lífskjarayfirlýsing - Stöðugleiki - Sjá sérblað