Vikublaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 2
VIKUBLAÐIÐ
2
Fimmtudagur 26. nóvember 1992
MUBLAÐIÐ
Útgefandi: Alþýðubandalagið
Ábm: Einar Karl Haraldsson
Ritstjóri: Hildur Jónsdóttir
Blaðamaður og augl.: Ólafur Þórðarson
Ritstjóm og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð)
ÍOI Reykjavík
Sími á ritstjórn: (91) - 17 500. Fax: 17 5 99
Áskriftarsími: (91) - 17 500
Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf.
Áskriftarverð kr. 1000 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 250.
6 aðalatriði
Ef reynt er að draga saman í ör-
stuttu máli kjamann í því sem ríkis-
stjórnin hefur nú ákveðið, má nefna
sex þætti:
I fyrsta lagi er því hafnað að fara
leið þjóðarsáttar til að ráða fram úr
þessum mikla vanda okkar Islend-
inga. Friðurinn er slitinn við samtök
launafólks og önnur stjórnmálaöfl í
landinu.
I öðru lagi er hafnað þeirri leið
sem bæði við í Alþýðubandalaginu,
Alþýðusamband Islands og aðrir
hafa lagt til: að herkostnaðurinn af
þessum aðgerðum væri fyrst og
fremst borinn af fjármagnseigendum
og hátekjufólkinu í landinu. Þessu er
hafnað. Fjármagnseigendur verða á
næsta ári algerlega stikkfrí eins og í
ár. Þeir leggja ekki krónu í þennan
pott. Hátekjuaðallinn í landinu fær á
sig byrðar sem eru svo litlar að þær
mælast varla meira en upp í nös á
ketti. í staðinn er ákveðið að hækka
almennan tekjuskatt, lækka bama-
bætur, lækka vaxtabætur og leggja
stórfelldar auknar byrðar á almennt
launafólk í landinu, fólk með 70-90
þús. kr. mánaðartekjur. í stað þess að
láta fjármagnseigendur og hátekju-
fólkið bera fórnarkostnaðinn af þess-
um aðgerðum er hann lagður á al-
mennt launafólk í landinu.
I þriðja lagi eru engar sérstakar
nýjar aðgerðir til atvinnuskapandi
framfara í landinu á næsta ári. Við í
Alþýðubandalaginu lögðum fram til-
lögur sem fela í sér möguleika á því
að hér yrðu sköpuð 1.200-1.800 ný
störf á næstu 8-12 mánuðum. Slíkum
tillögum er hafnað. Það eina nýja
sem er í texta forsætisráðherra em
500 millj. sem hann segir að eigi að
fara í einhvers konar aðgerðir á
þessu sviði og þó kemur það ekki
skýrt fram hvort það eru 500 millj.
kr. til viðbótar við það sem búið var
að ákveða áður. Allt annað sem hann
las upp hefur áður verið tilkynnt og
ákveðið. Það er ekkert nýtt sem tekin
var ákvörðun um á þessum nætur-
fundum til að skapa aukna atvinnu.
Stefna helgarinnar og næturinnar
leiðir til þess að atvinnuleysið mun
því miður halda áfram að aukast.
Það er ekkert í þessum aðgerðum
sem stöðvar aukningu atvinnuleysis-
ins á íslandi.
I fjórða lagi er alveg ljóst að að-
gerðirnar rjúfa stöðugleikann. Þær
stefna í hættu þeim mikla árangri
sem við höfum náð í baráttunni gegn
verðbólgunni. Verðbólguhugsunar-
hátturinn byrjar í dag. Hækkana-
hugsunarháttur gamla tímans byrjar í
dag. Gengisfellingarhugsunarháttur
gamla tímans byrjar í dag. Koll-
steypuhugsunarháttur gamla tímans
byrjar í dag. Óstöðugleikinn þar sem
menn bíða eftir næstu gengisfellingu
byrjar í dag. Á einni helgi, á einni
nóttu er kippt grundvellinum undan
þeim mikla árangri sem við höfum
náð í sameiningu, síðasta ríkisstjórn
og launafólkið í landinu, og sem
þessi ríkisstjórn hafði fram að þess-
ari helgi sagt að hún mundi standa
við. Nú veit enginn lengur hvað verð-
ur hér í næstu viku, næsta mánuði eða
byijun næsta árs í þessum efnum. Töl-
umar byija aftur að fara upp.
f fímmta lagi rýfur ríkisstjórnin
fyrirheitið um stöðugt gengi sem
hún gaf samtökum launafólks í síð-
ustu kjarasamningum. Samkvæmt
texta kjarasamninganna hafa Al-
þýðusamband íslands, BSRB og
Kennarasamband ísiands fullan
samningsbundinn rétt til að segja
upp samningum nú þegar. Það er rík-
isstjórnin í landinu sem hefur ákveð-
ið að rifta kjarsamningunum með
þessum hætti. Hún treystir kannski á
það að launafólkið í landinu muni
ekki notfæra sér ákvæði kjarasamn-
inganna. En það er alveg ljóst að bú-
ið er að brjóta meginhornstein síð-
ustu kjarasamninga og innleiða á
nýjan leik gömlu óvissuna á vinnu-
markaðinum, gamla óstöðugleikann.
Með þessari gömlu aðferð um slit á
kjarasamningum er búið að skapa
gamla ástandið um óvissu á vinnu-
markaði.
I sjötta lagi er það auðvitað eitt
megineinkenni þessara aðgerða að
þær fela í sér ávísun á nýja gengis-
fellingu. Það hljóta allir að sjá, allir
sem þekkja atvinnulífið í landinu.
Allir menn með opin augu sjá að
þessar aðgerðir eru boðskort að nýrri
gengisfellingu. Það er bara spurning
um einhverjar vikur eða mánuði hve-
nær hún verður framkvæmd. Með
öðrum orðum, hæstvirtur forsætis-
ráðherra og hæstvirtur utanríkisráð-
herra, þið eruð komnir inn á hina
gömlu braut ríkisstjórnar Þorsteins
Pálssonar þegar gengið var fellt og
gengið svo aftur fellt og þannig koll
af kolli. Það er ekki nokkur forystu-
maður í íslensku atvinnulífi í dag
sem trúir því að þessar ráðstafanir
dugi atvinnulífínu. Því trúir enginn
forystumaður í sjávarútvegi, enginn
forystumaður í iðnaði.
Eftir þetta næturverk er spurn-
ingin bara: Hvenær kemur næsta
gcngisfelling?
UR SAMUELSBLOKK
SJONARHORN
Samúðarkveðjur
til Styrmis
Styrmir Gunnarsson, ristjóri Morgunblaðsins, hefur í mörg misseri ver-
ið í forustusveit þeirra sem krafist hafa nýrrar fiskveiðistefnu. Hann hef-
ur skrifað fjölda leiðara og Reykjavíkurbréfa í Morgunblaðið til að berj-
ast fyrir því að kvótakerfið væri afnumið og í staðinn kæmi ný fiskveiði-
stefna. Ritstjórinn hefur ekki látið það nægja að leggja Morgunblaðið
undir þessa baráttu heldur hefur hann einnig ferðast um landið og flutt
boðskapinn. Frægur er fundur hans með Einari Oddi Kristjánssyni á
Flateyri þar sem Styrmir barðist gegn kvótakerfinu en Einar Oddur tók
hann í karphúsið.
Skólabræðurnir Styrmir Gunnars-
son og Jón Baldvin Hannibalsson
hafa staðið saman í þessari baráttu.
Alþýðufiokkurinn gerði kröfu um
afnám kvótakerfisins og nýja fisk-
veiðistefnu að höfuðatriði um mynd-
un ríkisstjómarinnar. Mánuð eftir
mánuð hefur Styrmir síðan beitt
Morgunblaðinu til að styðja kröfuna
um afnám kvótakerfisins.
Það er því mikill ósigur fyrir
Styrmi Gunnarsson, Morgunblaðið
og alla andstæðinga kvótakerfisins
að Kristján Ragnarsson og Þorsteinn
Pálsson koma sem sigurvegarar út úr
aðgerðum ríkisstjórnarinnar um síð-
ustu helgi. Niðurstaðan ersamkomu-
lag Alþýðufiokksins og Sjálfstæðis-
flokksins um óbreytt kvótakerfi.
Kristján Ragnarsson fa^nar að von-
um þessum tíðindum. I sárabætur á
þessari sigurstund sægreifanna sam-
þykkja Þorsteinn Pálsson og Kristján
Ragnarsson að smávægileg gjald-
taka, nokkur hundruð milljónir á ári
- um það bil þriðjungur af þeim
gjöldum sem ríkisstjórnin lagði á
sjávarútveginn á árinu 1992 - verði
greitt inn í nýjan kommissarasjóð
sem fulltrúar sægreifanna fá til ráð-
stöfunar.
Svo sár er Styrmir Gunnarsson á
þessari stund ósigursins að hann
grípur til þess örþrifaráðs að reyna
að gera þetta smágjald að kjarnanum
í efnahapsráðstöfunum ríkisstjómar-
innar!! Á forsíðu Morgunblaðsins sl.
þriðjudag er birt fimm dálka fyrir-
sögn með upphafsstöfum á tveimum
hæðum þar sem þetta lítilfjörlega
gjald er gert að höfuðatriði.
Forsíða Morgunblaðsins er nær
Ljós í vestri?
Hvað vilja hagfræðingar Clintons?
Hver er umhverfisstefna Gores?
Björn Guðbrandur Jónsson líf-
fræðingur og Már Guðmundsson
hagfræðingur em framsögumenn á
opnum fundi Birtingar um ný við-
horf í Vesturheimi eftir kosningasig-
ur demókrata í Bandaríkjunum. Sér-
stök áhersla verður lögð á líkleg um-
skipti í hagfræðilegum efnum og
umhverfismálum.
Fundurinn er haldinn í Lækjar-
brekku (á loftinu) í kvöld, fimmtu-
dagskvöld 27. nóvember, og hefst kl.
20.30.
Björn Guðbrandur Jónsson er
fyrrverandi framkvæmdastjóri Nor-
ræns umhverfisárs á íslandi,‘og dvel-
ur nú í Baltimore við framhaldsnám í
umhverfisfræðum. Hann fjallar á
fimmtudagskvöld um þær umhverf-
iskenningar sem Albert Gore, verð-
andi varaforseti Bandaríkjanna, hef-
ur dregið saman og sett fram í pólit-
ískri stefnuskrá.
Már Guðmundsson er hagfræð-
ingur við Seðlabankann og var efna-
hagsráðunautur Ólafs Ragnars
Grímssonar í fjármálaráðuneytinu.
Hann fjallar um hagfræðistefnu
Björn G.
Jónsson
Már Guð-
mundsson
Reichs, hagfræðiráðunautar Clin-
tons, og fieiri nýstefnuhagfræðinga
vestanhafs.
Á fundinum verður kannað hvað
kunni að vera í vændum í Bandaríkj-
unum, hver áhrif það hafi á heims-
byggðina, og hvaða lærdóm við ís-
lendingar kynnuin að geta dregið af
nýjum pólitískum straumum vestan-
hafs í hagstjórn og umhverfispólitík.
Styrmir Gunnarsson.
ætíð eingöngu lögð undir erlendar
fréttir. Þar eru fimm dálka fyrirsagn-
ir með upphafsstöfum á tveimur
hæðum eingöngu helgaðar stórtíð-
indum utan úr heimi. Það sýnir best
sárindi ritstjórans að faglegt frétta-
mat fýkur út um gluggann og þessi
minniháttar gjaldtaka, sem Kristján
Ragnarsson tekur með brosi á vör
eins og hverjum öðrum smáskatti,
fær styrjaldarletur á forsíðunni.
Aumingja Styrmir. Smáskattur af
aflaheimildum sem renna á í hinn
nýja sjóð sægreifanna, Davíðssjóð,
verður að mikilli sigurstund í barátt-
unni gegn kvótakerfinu. Það hefði nú
verið meiri manndómsbragur á því
að viðurkenna að skólabróðirinn Jón
Baldvin hafi einfaldlega gefist upp í
baráttunni gegn kvótakerfinu og
Morgunblaðið hafi tapað þessari lotu
fyrir Kristjáni Ragnarssyni eins og
öllum hinum.
Um leið og Vikublaðið sendir rit-
stjóra Morgunblaðsins samúðar-
kveðjur getur það fullvissað hann
um það að þótt Morgunblaðið hafi
gefist upp í baráttunni fyrir breyttri
fiskveiðistefnu mun Vikublaðið
halda því merki hátt á loft.
FRA FLOKKNUM
Alþýðubandalagsfélag
Keflavíkur-Njarðvíkur
Aðalfundur
Aðalfundur Alþýðubandalagsfélags
Keflavíkur-Njarðvíkur verður hald-
inn laugardaginn 5. desember næst-
komandi kl. 14:00 í Ásbergi, félags-
heimili Alþýðubandalagsins, Hafn-
argötu 26 í Keflavík.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Félagar fjölmennið.
Stjórnin