Vikublaðið - 26.11.1992, Qupperneq 4

Vikublaðið - 26.11.1992, Qupperneq 4
VIKUBLAÐIÐ 4 Fimmtudagur 26. nóvember 1992 KJARAMÁL Ríkisstjómin lagði spilin á borðið síðast liðinn mánudag þegar Davíð Oddsson forsætisráðherra kynnti að- gerðir í efnahagsmálum. Tillögurnar voru að nokkru leyti byggðar á þeim viðræðum sem Alþýðusambandið, Vinnuveitendasambandið og ríkis- stjómin höfðu átt með sér síðustu vik- ur. Önnur launþegasamtök, þar á með- al Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, höfðu efasemdir um samráðs- leiðina og töldu hana ekki farsæla. I síðustu viku átti forseti ASI og helstu ráðgjafar hans fund með for- ystu BSRB um þær tillögur og hug- myndir um lausn efnahagsvandans sem þá voru til umræðu í samráðs- hóp ASÍ, VSÍ og ríkisstjómarinnar. Málflutningur ASÍ-manna féll í grýttan jarðveg hjá forystu BSRB og þegar upp var staðið á mánudag fengu þeir staðfestingu sem illan bif- ur höfðu haft á samvinnu við ríkis- stjórnina. - Ríkisstjórnin tíndi allt það versta úr samráðstillögunum og lagði til hliðar jákvæðu tillögurnar, segir Rannveig Sigurðardóttir, hag- fræðingur BSRB. - Við getum ekki séð að þessar tillögur leysi vanda sjávarútvegsins. Á tímabilinu maí til september í ár fékk sjávarútvegurinn tvo og hálfan milljarð króna úr verðjöfnunarsjóði en það virtist engu breyta um af- komu greinarinnar sé til Iengri tíma litið. Núna er talað um að létta álög- um af sjávarútveginum með afnámi aðstöðugjalds sem á að gefa 700 milljónir og gengisfelling á að skila 1,5-2 milljörðum króna. Við fáum ekki séð að þessi ráðstöfun muni hjálpa sjávarútveginum frekar en greiðslur úr verðjöfnunarsjóði gerðu í sumar og haust, segir Rannveig og lfkir slíkum aðgerðum við það að setja plástur á ígerð. - Þessar aðgerðir eru réttlættar með því að það eigi að verja hag þeirra lægst launuðu. Forsendurnar fyrir þessum rökum eru mjög hæpn- ar. Menn eru að reikna sér upp á pró- sentu, með tveggja aukastafa ná- kvæmni, hversu mikla lækkun vöru- verðs niðurfelling aðstöðugjalds á að hafa í för með sér. Staðhæfingu af þessu tagi mátti sjá á baksíðu Morg- unblaðsins fyrir stuttu en á sömu síðu var frétt þess efnis að lækkaður framleiðslukostnaður nautakjöts, - Þróunarsjóður sjávarútvegsins er stofnaður til að úrelda fiskverkunarhús og fiskiskip. Það bendir til þess að eigendur fyrirtœkjanna eigi að fá sitt og bankarnir sömuleiðis en ekkert er aðhafst til að tryggja fólki vinnu, er skoðun Rannveigar. - Efnahagsaðgerðirnar leysa engan vanda og við óttumst að skattabreytingarnar verði launafólki varanlega í óhag, segir Rannveig Sigurðardóttir, hagfræðingur BSRB Dugir ekkí að setja plástur á í upp á ein 15 prósent, hefði ekki skil- að sér til neytenda. Gengisfellingin mun síðan hækka vöruverðið og vega þannig á móti hugsanlegum ábata af afnámi aðstöðugjalds. - Aðeins lítill hluti af auknum álögum verður borinn af hátekju- mönnum. Meginþunginn, yfir 90 prósent, lendir á hinum almenna launamanni, segir Rannveig og gefur ekki mikið fyrir þau rök að þessar aðgerðir muni jafnframt styrkja sam- keppnisstöðu iðnaðarins sem og sjávarútvegs. - Menn virðast gleyma því að þegar ráðstöfunartekjur fólks eru skertar mun það hafa þau áhrif að minna verður keypt af íslenskum iðnaðarvörum og Island er helsti markaður innlends iðnaðar. Stór gengisfelling í vetur? - Ef ekki verður veruleg hagræð- ing í sjávarútvegi þá er ekki um það að ræða að ný atvinnutækifæri skap- ist, heldur Rannveig áfram, - og þá er til lítils að semja um niðurfellingu gjalda. Við gætum staðið frammi fyrir því að þegar búið er að gera skattkerfisbreytingarnar muni önnur gengisfelling koma í kjölfarið. Tillögur samráðshóps ASI og VSI miðuðu við að ná meðaltalsafkomu sjávarútvegsfyrirtækja niður á núllið, en það er hefðbundið viðmið. Þetta viðmið hefur hinsvegar legið undir vaxandi gagnrýni og á það bent að þau fyrirtæki sem hvað verst standa, allt að fjórðungur sjávarútvegsfyrir- tækja, myndu ekki ná sér á strik þó að gripið væri til aðgerða sem tryggðu meðaltalsafkomu greinar- innar. I aðgerðum ríkisstjórnarinnar er reyndar gert ráð fyrir að að sjávarút- vegur verði rekinn með 3 prósenta halla að meðaltali og það rennir stoð- um undir þá skoðun að stór gengisfell- ing komist á dagskrá í vetur. - Þróunarsjóður sjávarútvegsins er stofnaður til að úrelda fiskverkun- arhús og fiskiskip. Það bendir til þess að eigendur fyrirtækjanna eigi að fá sitt og bankarnir sömuleiðis en ekkert er aðhafst til að tryggja fólki vinnu, er skoðun Rannveigar. - I aðgerðunum er ekki tekið á Sérstaða BSRB: Launataxtinn blífur Þeir launcitaxtcir sem launþegasamtök semja um fyrir fólk eru lágmarkstaxtar. Þaðfersvo eftir aðstöðu hvers launþegahóps fyrir sig hvort tekst að semja um hœrra kaup eða yfirborganir. Vegna þess hversu tor- sótt er að fá upplýsingar um raunveruleg laun fólks, meðal annars vegna tregðu atvinnurekenda að upp- lýsa um þau laun sem greidd eru, er mjög erfitt að átta sig á hvernig einstakir launþegdhópar standa gagnvart öðrum og Itver þróunin íþcim máliim er. Fyrir fjórum árum gerði Félagsvísindastofnun Há- akönnun sem leiddi það meðal annars eins rúmlega helmingur launþega innan m samkvœmt launataxta og eru ð slíti

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.