Vikublaðið - 26.11.1992, Qupperneq 8

Vikublaðið - 26.11.1992, Qupperneq 8
8________________________________ VIKUBLAÐIÐ Fimmtudagur 26. nóvember 1992 SVEITARSTJÓRNARMÁL Leíkskólínn fór í dráttarvexti Skuldasúpa sjálfstæðismanna s Eg hef setið í bæjarstjórn sem aðalmaður frá 1986 og hef s mjög gaman af þessu. Eg held líka að það sé það eina sem get- ur haldið manni gangandi við svona lagað. Þetta er að ég held það vanþakklátasta starf sem ég hef nokkurn tíma tekið að mér. En ég ber ákveðinn hlýhug til þessa staðar og mér er ekki sama hvernig farið er með hann. Eg vil taka þátt í þeirri upp- byggingu sem hér fer fram og þá er eðlilegt að fara þessa leið. Ingibjörg Sigmundsdóttir Sjálfstœðismenn höfðu haldið um stjornvölinn og þeim hefur alltaf verið hœlt fyrir fjarmálasnilli og peningavit. En ég verð aðjáta að okknr Jéllust eig inlega hendur þegar við tókum við þessu ogfórum að fara yfir stöðu mála. Oreiðan ífjármálum var mun herfilegri en vénjulegt fólk getur ímyndað sér, segir Ingibjörg Sigmundsdóttijr, forseti bœjarstjórnar í Hveragerði. - Er þetta ekki frekar sjald- gæft viðhorf hjá konum? - Ég veit ekki hvað skal segja. Sem betur fer eru konur famar að skipta sér meira af stjómmálum en þær gerðu. Hér í Hveragerði eru sjö bæj- arstjómarmenn og þar af em þrjár konur. Það er nokkuð hátt hlutfall. - Eru konur almennt svona hressar og kraftmiklar hér í Hveragerði? - Ég ætla ekki að segja að við séum frekar. Ef kona er ákveðin og lætur eitthvað til sín taka þá er hún frek og það talið henni til lasts. Það er hins vegar aðalsmerki karl- manna. Þeir em ákveðnir og hafa forystuhæfileika - ef þeir em frekir. - Hvemig var ástandið í bæjarmálum hér í Hveragerði þegar þú varðst forseti bæjar- stjómar? Hvaða verkefni lágu þá á borðinu? - Sjálfstæðismenn höfðu haldið um stjómvölinn og þeim hefur alltaf verið hælt fyrir fjármálasnilli og pen- ingavit. En ég verð að játa að okkur féllust eiginlega hendur þegar við tókum við þessu og fórum að fara yfir stöðu mála. Óreiðan í fjármálum var mun herfilegri en venjulegt fólk getur ímyndað sér. Vanskil voru svo mikil að við hug- leiddum það í fúlustu alvöru hvort rétt væri að leita ásjár félagsmálaráðuneytisins. Það lá við að hægt væri að segja að bærinn væri gjaldþrota og ekkert meira í því að gera. Á ámnum 1985-1990 greiddi bæjarfélagið hér í Hveragerði hærri upphæðir í fjármagnskostnað en fram- kvæmdir! Rekstur bæjarins, með þessum fjármagnskostn- aði, var miklu hærri en tekj- umar. Þannig séð var þetta vonlaust mál. Þegar við tók- um við vom yfir 100 milljónir í vanskilum. Það er að segja gjaldfallnar afborganir lána. Vanskil við lífeyrissjóði voru einnig mjög mikil. - Hvað hafði þá orðið um alla þessa peninga? - Mikill hluti þeirra fór að sjálfsögðu í fjármagnskostn- að. Dráttarvaxtakostnaður var t.d. alveg óheyrilegur. Það hefði verið hægt að byggja og reka leikskóla fyrir þá pen- inga sem fóm í dráttarvexti á hverju ári. - Til hvaða ráða var gripið þegar þið sukkuð ofan í þetta fen? - Við byrjuðum á því að taka allar þessar skuldir sam- an og það var töluvert verk. í bókhaldinu var margt óljóst. Það hafði alltaf öðm hverju verið greitt inn á sumar af þessum skuldum en aldrei gengið frá neinu. Árlegar af- borganir höfðu í einstökum tilvikum ekki verið gerðar upp og það gat verið ótrúlega erfitt að finna út hvað við skulduð- um. Það var farið aftur til 1982 en það dugði ekki til að finna hreint borð. Það varð því að byggja upp allt bókhald að nýju og því er nú lokið. Skjalageymsla var líka í óreiðumgli. Það var í stuttu máli sagt mjög erfitt að átta sig á heildarstöðunni. - Er þetta fjármálamisferli eða fyrst og fremst óreiða. - Þú getur ekki ætlast til að ég svari þessu. Til þess þyrfti ég að nafngreina menn og það vil ég ekki. En óreiðan var að minnsta kosti botnlaus. Skipu- lag var ekkert. Bókhald langt á eftir áætlun og frá síðasta kjörtímabili mætti til dæmis nefna að fjárhagsáætlun fyrir árið 1988 var samþykkt og gengið frá henni í október 1988! - Ætli svona óreiðurugl sé algengt í sveita- og bæjar- stjómum? - Þetta er að mörgu leyti ævintýralegt dæmi og ég er ekki viss um að svona lagað eigi sér stað víða. Ég get ekki ímyndað mér það, en það væri fróðlegt að vita meira um það. Við tókum öll þessi vanskil saman og gerðum lista yfir þau. Við nutum leiðsagnar lögfræðings bæjarins og við erum svo heppin hér að við er- um með mjög góðan og reyndan bæjarstjóra. Þeir fóru á fund lánardrottna og skýrðu stöðuna. Sömdu um greiðslu- fyrirkomulag þar sem því varð við komið og flestir reyndust tilbúnir að semja. Þess voru jafnvel dæmi að fólk yrði mjög undrandi þegar komið var að fyrra bragði frá Hveragerðisbæ til þess að borga einhverjar margra ára gamlar skuldir sem aldrei hafði tekist að rukka. Ég man sérstaklega eftir einu fyrirtæki þar sem menn urðu svo hissa að þeir felldu niður alla dráttarvexti. En þess voru líka dæmi að lánar- drottnar væru búnir að fá sig svo fullsadda af loforðum frá Hveragerðisbæ að samningar komu ekki til greina. Þeir voru hins vegar fáir og ég held að flestir hafi skynjað stefnu- breytinguna. Við leituðum síðan til lána- sjóðs sveitarfélaga og báðum um 30 milljónir að láni. Það var sú upphæð sem okkur vantaði til þess að ná samn- ingum um skuldir bæjarins. Því var mjög vel tekið þótt það væri ekki hægt strax en Búnaðarbankinn brúaði bilið á meðan og nú er bærinn í skilum. Greiðslubyrðin er að vísu enn þung og það hefur ekki farið mikið í stofnfram- kvæmdir á þessu kjörtímabili en viðhaldsverkefnum hefur verið sinnt vel. Það hafði reyndar verið trassað undan- farin ár og betur má ef duga skal. Ymsar af byggingum bæjarins liggja undir skemmdum. Annars er einn flötur á þessu máli sem fær mig stundum til þess að hugsa um Davíð forsætisráðherra og svartsýnisrausið í honum sem er að draga allan mátt úr þjóð- inni. Við byrjuðum auðvitað á því að halda fund hér um ástandið með þeim sem málið varðaði en snerum okkur svo Areiðanlega göldrótt Forseti bæjarstjómar í Hveragerði, Ingibjörg Sigmundsdóttir, er fædd og uppalin í þeim bæ en foreldrar hennar komu að vestan. Móðirin frá ísafirði og faðirinn af Ströndum. Þau bjuggu á ísafirði til að byrja með og þar fæddust systur Ingi- bjargar en síðan lá leið fjölskyld- unnar suður á land. Þá var atvinnu- leysi á Isafirði en í Hveragerði frétt- ist af vinnu. Aðspurð segist Ingibjörg áreið- anlega vera göldrótt eins og allir aðrir sem ættaðir eru af Ströndum. Það hlýtur að vera óhætt að játa þetta núna, segir hún, úr því að galdrabrennumar eru hættar. Ekki segist hún þó beita göldrunum dag- iega fyrir sig. Árið 1974 fór Ingi- björg til Reykjavíkur í Fóstruskól- ann. Útskrifaðist þaðan 1977 og vann á bamaheimilum í Reykjavík til 1980. Lengst af á bamaheimili sem hét Leikfell og var rekið af íbú- um blokkar í Æsufelli. Borgin yfir- tók svo þennan rekstur og bama- heimilið var síðan lagt niður. í Reykjavík fann Ingibjörg sér mann, Hrein Kristófersson, ættaðan úr Hrunamannahreppi, og þau sett- ust að í Hveragerði. Tóku þar við garðyrkjustöð sem foreldrar Ingi- bjargar ráku. Þau eiga tvö böm á skólaaldri, Kristbjörgu og Hákon. Ingibjörg hefur áhuga á bóklestri og gaman af útivist en lítinn tíma til að sinna þess háttar áhugamálum. Garðyrkja er tímafrek og býður ekki upp á frí frá því klukkan fimm á daginn og um helgar. Það er einna frekast að lítið sé að gerast í des- ember og janúar.

x

Vikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.