Vikublaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 10
10
VIKUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 26. nóvember 1992
Á krossgötum er mikilvægt að velja
rétta leið.
Islendingar eiga ekki að fylgja úrelt-
um hugmyndum frjálshyggjunnar sem
steytt hefur á skerjum í hagstjórn Banda-
ríkjanna og Bretlands, frjálshyggju sem
núverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks
og Alþýðuflokks hefur gert að kjarna
stjórnarstefnunnar.
íslendingar eiga heldur ekki að sækja
aftur í hið gamla far þegar miðstýrðar
fjárfestingar og pólitísk fyrirgreiðsla
banka og sjóða réðu úrslitum.
Við íslendingar eigum að velja nýja
leið.
Við eigum að tileinka okkur það árang-
ursríkasta úr hagstjóm þeirra ríkja sem
skarað hafa frarnúr og tengja það við hið
besta úr hugmyndum jafnaðarstefnunnar
og velferðarhyggjunnar sem fært hafa
löndin í norðanverðri Evrópu í fremstu
röð hvað snertir samfélagslegt réttlæti og
manneskjulega þjóðfélagshætti.
Árangur margra ríkja í alþjóðlegri
samkeppni hefur sannað að leið sam-
hæfingarinnar er ótvírætt árangursríkari
en gamla módel frjálshyggjunnar. Sú
nýja leið er líklegri til að skapa þann
hagvöxt sem þarf til að við getum áfram
aukið jöfnuð og velferð, heilbrigði og
menningu í íslensku samfélagi.
Þjóðarsátt um nýja leið
Við þurfum öll að taka þátt í því að að-
laga nýja leið íslenskum aðstæðum, til-
einka okkur það besta úr reynslu þeirra
ríkja sem náð hafa góðum árangri og fá
stjórnvöld ríkis og bæja, samtök at-
vinnulífs og launafólks, fjármálastofn-
anir og sérfræðingasveitir saman að nýju
borði - koma á samvinnu og samhæf-
ingu aðgerða í stað sundrungar og tor-
tryggni.
Vissulega þarf einnig nýja ríkisstjórn
sem kann skil á kjarna hinnar nýju leiðar
og hefur getu og hæfni til að hrinda
henni í framkvæmd.
Slík breyting á landsstjórninni mun
nánast koma af sjálfu sér þegar víðtæk
samstaða hefur skapast um nýja leið.
Samstaðan mun sjálfkrafa ryðja burt
ríkisstjórn sem heldur fast við úrelt sigl-
ingakort, ríkisstjórn sem skortir bæði
skilning og hæfni til að hafa forystu um
nýja leið.
Nýtt módel: Samhæfing og
samvinna
í módeli frjálshyggjunnar sem beitt
hefur verið í Bretlandi og Bandaríkjun-
um er kenningin sú að stjórnvöld eigi
hvergi að koma nálægt þróun atvinnu-
lífsins. Þau skuli láta lítið til sín taka í
efnahagsmálum. Markaðurinn og einka-
væðingin muni leysa öll vandamál. Þetta
er leið afskiptaleysisins. Við þekkjum
hana vel úr málflutningi núverandi for-
ystumanna Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks.
I nýrri módelum sem einkum hafa
þróast í Japan, Þýskalandi, sóknarríkjum
Asíu og að hluta í Frakklandi og fleiri
ríkjum í norðanverðri Evrópu, er kenn-
ingin:
Samhæfing á aðgerðum atvinnulífs,
stjórnvalda og launafólks.
Sóknarlínur um aukinn hagvöxt, vax-
andi útflutning og arðbærari framleiðslu
eru mótaðar í samvinnu stjórnvalda og
fyrirtækja. Ríkið hvorki á né rekur fyrir-
tækin en það tekur virkan þátt í að
greiða götu þeirra til nýrrar sóknar.
Hin alþjóðlega samkeppni hefur ótví-
rætt kveðið upp sinn dóm. Bretland og
Bandaríkin - forystulönd frjálshyggj-
unnar - eru veikburða sjúklingar í hag-
kerfi Vesturlanda. Japan, Þýskaland og
sóknarríkin í Asíu - löndin sem völdu
leið samhæfingar, samvinnu og sóknar-
lína í atvinnulífinu - eru nú hin sterku í
hagkerfi heimsins þótt vissulega glími
þau einnig við margvíslega erfiðleika.
Munurinn er skýr:
Hin gamla leið frjálshyggjunnar felur
í sér:
- Afskiptaleysi stjómvalda.
- Áherslur á verðbréfamarkað í stað
framleiðslu á vörum og þjónustu.
- Skjótfenginn gróða í stað mark-
vissrar uppbyggingar.
- Innbyrðis togstreitu um erlenda
markaði þar sem fyrirtækin stinga undan
hvert öðru.
- Hnignun í samgöngum og kreppu í
heilbrigðiskerfi vegna skorts á opinber-
um fjárfestingum.
- Menntakerfi, þekkingaröflun og
þjálfun starfskrafta eru fjársvelt og sitja
á hakanum.
Ný leið samhæfingar og samvinnu
felur í sér:
- Stjórnvöld samhæfa aðgerðir sínar
við áherslur fyrirtækjanna.
- Sóknarlínur atvinnulífsins eru
ávöxtur samræðna og samstarfs.
- Framleiðsla vöm og þjónustu,
framleiðsla og aftur framleiðsla er drif-
krafturinn í hagkerfinu.
- Utfiutningur og gjaldeyrissköpun
njóta forgangs í fjármögnun og skatta-
lögum.
- Langtíma uppbygging og þróun
fyrirtækjaneta á tilteknum forgangssvið-
um eru leiðarljós í fjárfestingum og
starfsemi lánastofnana.
- Sameiginleg sókn á erlenda mark-
aði, ekki innbyrðis togstreita og óvild, er
ráðandi í samskiptum fyrirtækjanna.
- Traustar samgöngur og öflugt heil-
brigðiskerfi em viðurkennd sem for-
senda hagvaxtar.
- Menntun, rannsóknir, starfsþjálfun
og markaðsþekking em talin besta fjár-
festingin. Auðlind2l. aldarinnar er mað-
urinn sjálfur, menntun hans og hæfni.
Um þessar rnundir virðist nokkuð
ljóst að þær auðlindir íslendinga sem
helst geta orðið forsendur framfara í
næstu framtíð eru:
- Fiskstofnarnir, auðæfi hafsins, sem
verða um langan aldur eins og áður mik-
ilvægasti þátturinn í hagkerfi lslendinga.
- Orka fallvatna, jarðhitinn og
ómenguð vantsból sem geta orðið
grundvöllur aukinna gjaldeyristekna
hvort heldur er um að ræða sölu á um-
hverfisvænni orku til stóriðju eða um
sæstreng til annarra landa - eða útflutn-
ing á drykkjarvatni í neytendaumbúðum
til fjarlægra markaðssvæða.
- Landið og óspillt náttúran sem hafa
í vaxandi mæli dregið að erlenda ferða-
menn og skapað grundvöll fyrir síaukn-
um arði frá margvíslegri ferðaþjónustu,
hótelrekstri og samgöngufyrirtækjum. í
heimi þar sem milljónir stórborgarbúa
lifa við vaxandi spennu og streitu verða
kynni af íslenskri kyrrð, friðsælu og
fögru umhverfi, heilsulindum, hvíldar-
hælum, umönnunarstofnunum og holl-
um lifnaðarháttum uppspretta hvíldar og
endurnæringar hjá þeim fjölmörgu sem í
síauknum mæli telja slíka eiginleika
gulls ígildi.
- Hugvit og hæfni, menntun og
menning eru á öld tölvuvæðingar, tækni
og hugbúnaðar eiginleikar sem víða hafa
rennt stoðum undir nýja útflutnings-
markaði. íslenska menntakerfið og hæfi-
leikar íslendinga til að sækja sér þekk-
ingu víða í veröldinni hafa sannað að fá-
menn þjóð getur í krafti kunnáttu sinnar
og hæfileika náð ótrúlegum árangri. Á
nýrri öld verður það menntakerfið sem
mestu mun ráða um samkeppnishæfni
þjóða. Þess vegna verðum við að hlúa að
þeirri auðlind sem felst í hugviti og
tæknikunnáttu, fjölþættri menntun og
menningu og einnig ræktun hæfileika
einstaklinganna.