Vikublaðið - 26.11.1992, Blaðsíða 12
12
VIKUBLAÐIÐ
Fimmtudagur 26. nóvember 1992
3.2 Stöðugleikinn verði ennfremur tryggður með því að halli
hins opinbera verði ekki aukinn vegna þeirra aðgerða sem hér
eru gerðar tillögur um, þar sem aukin útgjöld sem af þeim hljót-
ast verða fjármögnuð með breytingum á skattakerfi sem skili
fjármagninu á næstu 16-24 mánuðum. Tillögugerðin er því
miðuð við að erlendar skuldir þjóðarbúsins hafi ekki aukist
þegar aðgerðirnar eru komnar að fullu til framkvæmda.
3.3. Aðgerðirnar gætu aukið viðskiptahallann til að byrja
með, þar sem auknar opinberar framkvæmdir skila sér fljótt í al-
mennri aukningu þjóðarútgjalda. En þegar fram í sækir mun
draga úr viðskiptahallanum vegna aðgerða sem auka útflutn-
ing og draga úr neyslu. Atvinnulíf og útflutningsstarfsemi örv-
ast og raungengi lækkar á nokkrum tfma.
4. Ríkisfjármál
4.1 Þegar efna-
hagslífið er í mikilli
lægð er ekki óeðlilegt
að halli sé á ríkis-
sjóði. Aðgerðimar
verða þó að miðast
við að góðar líkur séu
á að hallinn eyöist samhliða uppsveiflu í efnahagslífinu.
4.2 Stefnt skal að því að halla ríkissjóðs verði eytt á 3-5 ár-
um samfara því að atvinnulífið taki við sér.
4.3 Á næstu ámm verði lögð höfuðáhersla á endurskipu-
iagningu útgjalda ríkissjóðs með því að draga úr óþarfa út-
gjöldum, endurmeta ýmsa starfsemi ríkisins og millifærslur, en
styrkja undirstöður velferðarþjónustunnar.
4.4 Sjálfstæði ríkisstofnana og valddreifing í opinberum
búskap verði leiðarljós í endurskipulagningu ríkiskerfisins.
Jafnframt verði stofnanir gerðar ábyrgari fyrir rekstri sínum.
Eftirfarandi að-
gerðir í skattamálum
felast í tillögunum:
5.1 Hátekjuskatt-
þrep í tekjuskatti.
5.2 Skattlagning
fjármagnstekna.
5.4 Sveitarfélög fá rýmri heimildir til álagningar útsvars og
fasteignagjalda auk heimildar til álagningar bifreiðaskatta og
umhverfisgjalda.
5.5 Skattafvilnanir til fyrirtækja vegna markaðs- og þróunar-
starfsemi í tengslum við útflutning og til hlutabréfakaupa á
næstu 2 ámm í fyrirtækjum í útflutningsgreinum.
5.6 Skattaívilnanir til að örva rannsóknar- og þróunarstarf-
semi.
5.7 Strangara skattaeftirlit og skipulagðar herferðir gegn
skattsvikum og til að treysta betri innheimtu skatta.
6. Opinberar framkvæmdir
Á tímum samdrátt-
ar og atvinnuleysis er
skynsamlegt og hag-
kvæmt fyrir ríki og
sveitarfélög að ráð-
ast í nýframkvæmdir
sem em brýnar og
vinna einnig að margvíslegu viðhaldi og endurnýjun opinberra
mannvirkja. Verkútboð skila á slíkum tímum hagstæðari tilboð-
um sem leiða til minni útgjalda vegna framkvæmda sem nauð-
synlegar eru í nútíð eða næstu framtíð. Slíkur spamaður getur
numið 10-20% af heildarkostnaði og jafnvel réttlætt lántökur
þar eð hann gerir meira en vega upp vaxtakostnaðinn.
Þess vegna er skynsamlegt að snúast gegn samdrættinum
með margvíslegum framkvæmdum ríkis og sveitarfélaga á
næstu misserum og leitast við að velja framkvæmdir sem eru
vinnuaflsfrekar. Má þar nefna sem dæmi:
6.1 Viðhald og viðgerðir á opinberum byggingum svo sem
menningarstofnunum, skólum og sjúkrahúsum og Ijúka við
byggingar sem komnar eru svo nálægt lokaáfanga að með flýt-
ingu framkvæmda sé hægt að taka þær í notkun innan tíðar.
6.2 Umbætur í umhverfismálum og aðbúnaði á ferða-
mannastöðum og stuðla þannig í senn að náttúruvemd og auk-
inni ferðamannaþjónustu.
6.3 Framkvæmdir í frárennslismálum og sorpeyðingu.
6.4 Viðhald vega, brúa og annarra samgöngumannvirkja
og nýframkvæmdir í vegagerð sem stækka atvinnusvæði og
þjónustukjama.
7. Endurskipulagning í sjávarútvegi
Til að draga úr
skipulagskreppu sjáv-
arútvegsins, lagfæra
rekstrarskilyrði út-
gerðar og fiskvinnslu
og stuðla að fjárhags-
legri endurskipulagn-
ingu í greininni verði einkum lögð áhersla á eftirfarandi:
7.1 Víðtæk sátt um nýja fiskveiði- og sjávarútvegsstefnu
sem stuðli að verndun og endurreisn fiskstofnanna og hæfilegri
afkastagetu fiskveiðiflotans. Slík stefna stuðli að því að aflinn sé
sóttur og unninn á sem hagkvæmastan hátt og að byggðarlög njóti
5. Aðgerðir í skattamálum
5.3 Afnám aðstöðugjalds.
nálægðar við fiskimið. Jafnframt verði miðað við aukna atvinnu
við fullvinnslu aflans. í hinni nýju fiskveiðistefnu verði tryggt að
allar tegundir veiðiskipa, smábátar sem og togarar, njóti kosta
sinna og fjölbreyttir þróunarmöguleikar haldist opnir.
7.2 Afnám aðstöðugjalds, lækkun vaxta og raungengis
mun bæta rekstrarskilyrði sjávarútvegsins.
7.3 Fjárhagslegri endurskipulagningu með lengingu lána
og skuldum breytt í hlutafé og víkjandi lán án þess að ógna ör-
yggi bankakerfisins.
7.4 Raforkuverð til fiskvinnslu verði lækkað í ljósi mikill-
ar umfram afkastagetu raforkukerfisins og stöðu fiskvinnslunn-
ar sem stórkaupanda.
7.5 Aðstöðumunur fiskvinnslunnar á hafi úti og í landi verði
jafnaður m.a. með skattkerfisbreytingum.
7.6 Hinn stóri fiskiskipafloti verði nýttur í auknum mæli til
að efla veiðar á vannýttum fiskstofnum og á djúpslóð og til
veiða á fjarlægum miðum með samkomulagi við fyrirtæki og
stjórnvöld í öðrum heimsálfum.
7.7 Stofnaður verði sérstakur sóknarsjóður til að fjármagna
markaðsleit og samvinnuverkefni með erlendum fyrirtækj-
um í sjávarútvegi. Viðskiptabankar sjávarútvegsfyrirtækjanna,
Fiskveiðisjóður og sölusamtök í sjávarútvegi verði aðalhluthafar
í slíkum sjóði.
7.8 Rannsóknir á fiskstofnum, bæði hefðbundnum og van-
nýttum, verði stórlega efldar og um leið verði lagður grundvöll-
ur að víðtækum athugunum á afleiðingum mismunandi veiðiað-
ferða og kostum og göllum hinna ólíku útgerðarhátta.
Vaxandi atvinnu-
leysi á síðustu mán-
uðum er ekki síst í
iðnaði og þjónustu-
greinum. Þess vegna
eru margvíslegar að-
gerðir til að styrkja
atvinnu og sóknargrundvöll iðnaðar og þjónustugreina mikil-
vægur þáttur í nýrri sókn.
8.1 Starfsskilyrði íslenskra skipasmíðastöðva verði gerð sam-
bærileg því sem gerist hjá erlendum keppinautum með því að
leggja jöfnunargjald á smíðar og skipaviðgerðir erlendis þar
sem útlendu fyrirtækin njóta margvíslegra ríkisstyrkja og búa
við niðurgreidd lánakjör.
8.2 Komið verði á fót forgangskerfi íslenskra skipasmíð-
astöðva hjá lánastofnun sjávarútvegsins til að tryggja að hin
miklu viðhalds- og endurnýjunarverkefni sem tengjast íslenska
fiskiskipaflotanum verði sem mest unnin hér innanlands.
8.3 Aukin markaðsstarfsemi fyrir íslenska ferðamanna-
þjónustu. Hlutfallslega litlar upphæðir geta tryggt betri nýtingu
fjárfestingar í hótelum og samgöngutækjum og á þann hátt
verði stuðlað að því að ferðamannaþjónustan geti skapað um
2000 ný störf á næstu árum án mikils tilkostnaðar.
8.4 Utfiutningur sérfræðikunnáttu, fagþekkingar og
verkkunnáttu. Komið á samstarfi fjölmargra smárra rekstra-
raðila um samfellt markaðsátak og kynningu erlendis á því hug-
viti og þekkingu sem Islendingar geta boðið. Með verkefnum
íslenskra sérfræðinga erlendis fylgja margvfsleg tækifæri til að
selja íslenskar framleiðsluvörur. Unnt er að tvinna saman út-
fiutning á hugviti og handverki og skapa þannig nýja sókn líkt
og gert hefur verið hjá mörgum nágrannaþjóðum okkar.
8.5 Komið verði á fót fyrirtækjanetum sem byggjast á
samvinnu og skipulagðri sérhæfingu fyrirtækja í skyldum
greinum og/eða nágrannahéruðum. Slíkt skipulag hefur verið
grundvöllur nýrra iðnaðarsvæða og þjónustukjarna víða um
Evrópu.
8.6 Samtök atvinnulífs, fjölmiðlar, ríkisstofnanir, sveitarfélög
og samtök launafólks taki höndum saman um samfellda her-
ferð um að íslenskar iðnaðarvörur og íslensk þjónusta hafi
forgang í viðskipta- og verslunarákvörðunum almennings og
fyrirtækja. Þannig verði komið á skipulagðri samvinnu til að
endurheimta markaðshlutdeild íslensk iðnaðar.
8.7 Islensk menning, handmennt og listiðn búa yfir miklum
möguleikum til að þróa útflutningsstarfsemi og einnig gjaldeyr-
isskapandi greinar á heimaslóðum. Menning þjóða - bók-
menntir, málverk, kvikmyndir, tónlist - er í vaxandi mæli ein
af auðlindum atvinnulífsins og skapar sérstöðu og margvís-
íslendingar hafa
mikla möguleika til
að vinna trausta
markaði fyrir mat-
væli, bæði heima-
markað og útflutn-
ingsmarkað. Þótt
hefðbundnar greinar íslensks landbúnaðar gangi nú í gegnum
erfitt aðlögunartímabil er ljóst að umhverfisvænar íslenskar
landbúnaðarafurðir geta búið við traustan markaðssess í fram-
tíðinni og ómenguð íslensk vatnsból geta orðið einhver mikil-
vægasta auðlind okkar í útflutningi á nýrri öld.
Til að stuðla að arðbærri þróun í matvælaframleiðslu má
nefna:
9.1 Vöruþróun og fullvinnslu í íslenskum matvælaiðnaði jafnt
fyrir innanlandsmarkað og til útflutnings.
9.2 Kynning á kostum íslands sem framleiðanda hágæða-
vöru með aukinni þátttöku í vörukynningum og samkeppni er-
lendis.
lega möguleika á alþjóðamarkaði.
9. Matvælaframleiðsla
9.3 Bætt starfsskilyrði og traustari þróunarforsendur fyrir út-
fiutning á vatni og drykkjarvörum.
9.4 Framkvæmd á fyrirheitum um stuðningsaðgerðir
vegna aðlögunar hefðbundinnar búvöruframleiðslu að markaðs-
aðstæðum og skapa með því ný störf m.a. við landgræðslu og
skógrækt.
10. Uppstokkun í banka- og sjóðakerfi
10.1 Starfsemi
banka í eigu ríkisins
verði tekin til endur-
skoðunar með það að
markmiði að stuðla að
aukinni hagkvæmni í
rekstri og tryggja heil-
10.2 Dreifing útlána bankastofnana verði endurskoðuð með
það að markmiði að stuðla að öryggi þeirra og eðlilegri áhættu-
dreifingu.
10.3 Fjárfestingarlánasjóðum í eigu ríkisins verði fækkað
með sameiningu og endurskoðun verkefna.
10.4 Bankaeftirlit verði aukið, gert virkara og fært í nútímahorf.
Markmið þeirra
aðgerða sem lýst er
hér á undan er að
snúa vöm í sókn í at-
vinnumálum og
skapa ný störf á
mörgum sviðum.
Störfin þurfa í senn að vera arðbær og fela í sér sérstakar áhersl-
ur á þau byggðalög og atvinnugreinar þar sem atvinnuleysið er
hvað mest. Á sumum svæðum ber helst á atvinnuleysi í starfs-
greinunt þar sem konur eru fjölmennastar og þá ber að taka sér-
stakt tillit til þess.
Þótt erfitt sé að áætla með nákvæmni þann fjölda nýrra starfa
sem gæti falist í framangreindum aðgerðum og tillögum hefur
athugun leitt í ljós að ekki sé óraunhæft að miða við að hægt sé á
þennan hátt að skapa
1200-1800 ný störf
á næstu átta-tólf mánuðum.
Þessi fjöldi gæti skipst á eftirfarandi greinar:
★ 250 ný störf á ári í ferðaþjónustu.
★ 200-300 störf verði endurheimt á fyrsta ári í skipasmíðaiðn-
aði og skipaviðgerðum.
★ 400-500 störf vegna viðhalds og byggingarframkvæmda hjá
ríki og sveitarfélögum, vegna framkvæmda við úrbætur í
samgöngumálum svo sem vegagerð og brúargerð og við
framkvæmdir í frárennslismálum og sorpeyðingu.
★ 100-200 störf við úrbætur í aðbúnaði á ferðamannastöðum,
við landgræðslu, skógrækt og aðrar umhverfisumbætur.
★ 100-200 störf vegna fullvinnslu verkefna í fiskvinnslu og
sjávarútvegi.
★ 100-150 ný störf í greinum sem sækja fram vegna hagstæðra
tilboða á innlendri orku til viðbótarnotenda og vegna aukinn-
ar framleiðslu í greinum eins og matvælaiðnaði og drykkjar-
vöruframleiðslu.
★ 150-250 störf við velferðarþjónustu einkum vegna aukinnar
umönnunar við aldraða, m.a. í formi heimilisaðstoðar á veg-
um sveitarfélaga.
Auk þessara starfa má einnig reikna með margfeldisáhrifum,
sem nái til fleiri atvinnugreina. í hagfræðilegum athugunum er
reiknað með að margfeldisáhrifin geti á sumum sviðum orðið
jafnvel tvö-þreföld. Heildaráhrifin af stefnubreytingunni, nýr
andi í atvinnulífinu og almenn bjartsýni í þjóðlífinu, myndu auk
þess renna sterkari stoðum undir traustara almennt atvinnustig.
11. Markmið: Ný störf
12. Fjármögnun og fjármagnsráðstöfun
í grófum dráttum
má skipta fjárhagshl-
ið aðgerðanna eins
og þær snúa að ríkis-
sjóði í tvennt: fjár-
mögnun og fjár-
magnsráðstöfun.
12.1 Fjármögnun Milljónir kr.
a) Fjármagn til atvinnuskapandi aðgerða,
sbr. fjárlagafrumvarp fyrir 1993 ............... 2000
b) Hátekjuþrep í tekjuskatti ................... 700-1100
c) Fjármagnstekjuskattur....................... 1500-2000
d) Sparnaður atvinnuleysisbóta................. 800-1000
Samtals í rn.kr. 5000-6100
12.2 Fjármagnsráðstöfun
a) Framkvæmdir ...............
b) Jöfnunaraðgerðir .........
c) Markaðsaðgerðir í atvinnulífi
d) Skattaívilnanir ..........
e) Velferðarstörf ...........
Milljónir kr.
3000
800-1500
500
300-600
400-500
Samtals í nt.kr. 5000-6100
Grundvallarforsenda er að erlendar skuldir þjóðarbúsins hafi
ekki aukist þegar aðgerðirnar eru að fullu komnar til fram-
kvæmda.