Vikublaðið - 26.11.1992, Side 19

Vikublaðið - 26.11.1992, Side 19
Fimmtudagur 26. nóvember 1992 ViKUBLAÐIÐ 19 AÐ UTAN Meíríhlutínn á Norðurlöndum hafnar aðild að EB-samveldinu Grundvöllur norrœna þjóðfélagsmódelsins er almannaþátt- taka í ákvörðunum. Þannig verður áfram að tryggja raun- veruleg áhrif almennings á allar aðstœður sínar. Það á að vera vald þar sem við búum. I Evrópusamveldinu eru mikil- vœgar ákvarðanir teknar í valdamiðstöðvum þar sem þjóð- kjörnir fulltrúar hafa engin raunveruleg áhrif. „Á Norðurlöndum er meirihluti almennings andvígur aðild að EB-samveldinu“ ( EF-un- ionen). Á þetta er bent í ályktun sem andófs- samtök gegn aðild norrænna ríkja að Evrópu- bandalaginu og/eða EB-samveldinu sam- þykktu á fundi í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Árósum nýverið. í Noregi segja 55% nei við aðild að EB, 35% já. í Sví- þjóð segja 53% nei og 30% já. í Finnlandi er stuðningur við aðild meiri en víðast annars- staðar en 53% segja nei við Maastricht-sam- komulaginu. Og þess er skemmst að minnast að Danir höfnuðu þeim áformum um pólit- ískan og hemaðalegan sammna og rnynt- bandalag. Andófssamtökin vildu með ályktun sinni vefengja rétt Gro Harlem Brundtlands, forsæt- isráðherra Noregs, og Thorvalds Stoltenbergs utanríkisráðherra til þess að tala fyrir munn meirihlutans á Norðurlöndum þegar þau gerðu aðild að Evrópubandalaginu að for- sendu frekara norræns samstarfs í ræðum sín- um á þingi Norðurlandaráðs. „Til þess að vera með í norrænu samstarfi þurfum við að vera með í EB,“ sagði Stoltenberg meðal annars. Samtökin sem hér um ræðir em Nei til EF í Noregi, Nej till EG í Svíþjóð, Alternativ till EG í Finnlandi, Samstaða á íslandi, Folk- ebevægelsen mod EF í Danmörku og Juni- bevægelsen í Danmörku. I ályktuninni segir að viðhalda verði nor- rænni velferðarhefð og þróa hana enn frekar með félagslegt réttlæti og fulla atvinnu sem mikilvægustu þjóðfélagsmarkmið. Eigi að vera möguleiki til þess að ná þessum mark- miðum þurfi þau að fá algjöran forgang. Það hafi þau ekki í Evrópusamveldinu. Efnahags- stefna EB auki á atvinnuleysi og veiki velferð- arstefnu. „Gmndvöllur norræna þjóðfélagsmódelsins er almannaþátttaka í ákvörðunum. Þannig verður áfram að tryggja raunvemleg áhrif al- mennings á allar aðstæður sínar. Það á að vera vald þar sem við búum. í Evrópusamveldinu eru mikilvægar ákvarðanir teknar í valdamið- stöðvum þar sem þjóðkjömir fulltrúar hafa engin raunveruleg áhrif. Vesturlönd geta ekki haldið fast við ríkjandi hagvaxtarstefnu vegna þess að hún leiðir til auðlindaþurrðar og mengunar. Nauðsynlegt er að gera tilraunir með aðrar leiðir þannig að hagkerfi okkar geti skapað hagsæld í sátt við vistkerfi heimsins. Norrænu ríkin verða að tryggja sér athafnafrelsi á þessu sviði. Mikilvægar kröfur um umhverfisvemd, neyt- endavemd og heilsuvemd hljóta að hafa forgang fram yfir kröfur um frjálst flæði vamings. EB-samveldinu leiðir okkur í ranga átt með því að aukin neysla og hefðbundinn hagvöxt- ur em sett sem höfuðmarkmið. Umhverfið og atvinnan eru sett skör lægra. Uppbygging nýs ríkjasambands í Vestur-Evrópu gerir fjarlægð- ina niilli almennings og fámennisstjómar valdamanna ennþá lengri en verið hefur. Norðurlönd eru best sett með því að standa utan EB-samveldinu.“ (I þessari grein er gerður greinarmunur á Evrópubandalaginu eins og það er nú og síðan Evrópuríkinu (EF-unionen) eins og bandalag- inu er ætlað að verða samkvæmt Maastricht- samkomulaginu svokallaða. SAGT MED MYND HÖF. HJÖRTUR GUNNARSSON OG ÞURÍÐUR HJARTARDÓTTIR Verðlaunagáta nr. 2 Verkefni ykkar, lesendur góðir, er að lesa texta út úr myndgátunni. Lausnir sendist Vikublaðinu, Laugavegi 3, 101 Reykjavík. Skilafrestur er tvær vikur. Verðlaunin em nýútkomin bók Þorsteins Gylfasonar, Tilraun um heiminn.

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.