Vikublaðið


Vikublaðið - 22.10.1993, Síða 9

Vikublaðið - 22.10.1993, Síða 9
VIKUBLAÐIÐ 22. OKTOBER 1993 9 Fétemótun I Sinn er siður í landi hverju *==. Flestir er dvelja á erlendri grundu, verða fljódega varir við eitt og annað sem kemur ókunnuglega fyrir sjónir, svo sem hugsanaháttur, siðir, venjur, lát- bragð og sitthvað fleira. I daglegu tah manna eru þjóðir dregnar í dilka og oftar en ekki er alhæft um íbúa viðkomandi þjóða: Svíar og Finnar eru kaldir og lokaðir, Þjóð- verjar iðjusamir og ítalskir karl- menn svo blóðheitir að þeim er vart treystandi í návist óspjallaðra meyja. Eg vil greina hér frá áralangri dvöl minni meðal Svía. Margt er það sem varð mér til umhugsunar við fyrstu kynni í Svíþjóð. Fyrst er til að taka einstaka stundvísi og reglusemi er birtist á mismunandi vegu. I fyrirtækjum ytra varð ég vitni að því að mannskapurinn var mættur og tilbúinn til vinnu klukk- an sjö að morgni, og hófst þegar handa við störf sín, en hóf vinnu- daginn ekki á kaffidrykkju eða spjalli líkt og algengt er hér á landi. Flestir gengu þar að auki með dag- bók á sér og bókuðu niður tíma og dagsetningar við ýmis tækifæri. Jafnvel vinaheimsóknir! Því vand- ist ég illa. Okkur Islendingum kom það nokkuð spánskt fyrir sjónir að bóka heimsókn til kunn- ingja með nokkurra vikna fyrir- vara, einkum í ljósi þess að það var hending ef maður var í skapi til heimsókna þann tiltekna dag sem ffátekinn var. Þá eru Svíar lög- hlýðnari en Islendingar og þeir hlíta mörgum boðum. Einn mætur Islending- ur sagði um það sér- kenni þeirra: „Svíar halda að reglur séu að- eins til að fara eftir!“ Vér Islendingar vitum bemr. Lagasetning er enn eitt dæmi um mis- mun þjóðanna. Þegar ég bjó erlendis voru sett ný skattalög í lönd- unum tveimur. Undir- búningsvinna hérlendis var sem ætíð áður, mál- unum var lokið af í skyndi og vankanta átti að sníða af þegar þeirra yrði vart. Skattkerfis- breytingunni fylgdi skattlaust ár og allt ætl- aði að keyra um þver- bak, því fjölmargir Is- lendingar unnu myrkr- anna á milli þegar ekki þurfti að greiða skatta í ríkissjóð. Sjaldan hefur þenslan verið jafnmikil í íslensku þjóðlífi. Svíar höfðu annan háttinn á. Þeir undirbjuggu frum- varpið í þaula, reyndu að sjá fyrir alla hugsan- lega möguleika, þannig að ekki væri hægt að krefja rískisvaldið um skaðabætur, enda er það ábyrgt gerða sinna þar í landi. Lögunum var komið á tveimur árum síðar en á Islandi, og án teljandi stökk- breytinga. Lífið hélt áfram sinn vanagang. Eg hef löngum velt vöngum yfir þessum sérkennum þjóðanna. Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að hér ræður að miklu leyti gjöró- lík efnahagskerfi. Fullyrða má að Svíþjóð endurspegli fullmótaða iðnaðarþjóð, en að Island sé full- trúi veiðisamfélaga sem einkennast öðru ffemur af árstíðasveiflum. Eðlilega mótar þetta hugsun og gjörðir þegnanna. Með þetta í huga má leiða að því líkur að mannlíf í Svíþjóð sé ekki svo ólíkt því sem gerist í Þýskalandi og með- al fleiri iðnaðarþjóða. Athafhir fólks og hugsun við slíka samfé- lagsskipan einkennist öðru fremur af staðfestu og reglu. Nánast allir þættir mannlífeins — vinnan, fjöl- skyldulífið og ffístundir — eru undirorpnar reglu sem hægt er að skipuleggja fyrirffam. Ytra var ég t.d. var við að fólk skipulagði bam- eignir og sumarfrí í þaula með mjög góðum fyrirvara. Allt öðm máli gegnir um veiðimannasamfé- lög. Aflasamdráttur eða aflamet get- ur sett allt þjóðlíf úr skorðum á skömmum tíma. Aætlanir em ill- mögulegar, enda em lög og reglur eilífum breytingum háð á tímum bráðabirgðalaga. Og fólk semur sig að slíkum aðstæðum. Það lætur hverjum degi nægja sína þjáningu — það gerir ekki óþarfar áætlanir ffam í tímann. Offar en ekki er fjölskyldan það tryggingarkerfi sem fólk reiðir sig á við slíkar að- stæður. Fólk leitar á náðir ættingja og vina þegar snöggar breytingar verða á tekjum, námsleiðum eða varðandi barnagæslu. En maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. Einkenni þjóða stafa ekki eingöngu af efnahagslegunx. toga. Hér við bætist fjölmörg önn- ur atriði svo sem pólitískar áherslur þjóðarleiðtoga, hinn sögulegi arfur landa, hvenær mikilvægir atburðir eins og iðnvæðing eiga sér stað, og þjóðmenningin og hvemig hún mótar þjóðfélagsþegnana. Sveitarstjórnarmenn um land allt hafa margítrekað þá skoðun si'na að sameining sveitarfélaga sé eitt besta ráðið til að sporna við mikilli byggðaröskun sem m.a. felst í samþjöppun fólks, valds og fjármagns til höfuðborgarsvæðisins. Efling sveitarstjórnarstigsins skapar skilyrði fyrir flutningi verkefna frá ríkinu. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að þar verði um að ræða rekstur grunnskólans, heilsugæslu, öldrunarþjónustu og málefni fatlaðra.Við það er miðað að hin nýja verkaskipting komi til framkvæmda á næstu 2-3 árum, enda verði um verulega sameiningu sveitarfélaga að ræða. í stefnumörkun ríkisstjórnarinnar vegna átaks í sameiningu sveitarfélaga kemur m.a.fram að ákveðið er að: + Stórefla Jöfnunarsjóð sveitarfélaga á árunum 1995-1998. + Auka tekjur sveitarfélaga um 12-15 milljarða á ári og gera þeim þannig kleift að takast á við ný verkefni. ♦ Undirbúa sérstakar aðgerðir í atvinnumálum einstakra héraða. ♦ Sameinuð sveitarfélög njóti forgangs um fé til samgöngubóta. Kosningarnar 20. nóvember nk. eru fyrstu almennu kosningarnar um sameiningu sveitarfélaga. Þá gefst fólki kostur á að segja álit sitt á tillögum umdæmanefndanna og taka þátt í að móta framtið eigin byggðar MÆTUM ÖLL Á KJÖRSTAÐ 20. NÓVEMBER OG LEGGJUM GRUNN AÐ EFLINGU BYGGÐANNA! jÁ Sameining sveitarfélaga ALMENNAR KOSNINGAR 20. NÓVEMBER 1993 Samráðsnefnd um sameiningu sveitarfélaga Sækjum styrk ' sameiningu! Umsókn um framlög úr Framkvæmda- sjóði aldraðra 1994 Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra auglýsir eftir umsóknum um framlög úr sjóðnum árið 1994. Eldri umsóknir koma aðeins til greina séu þær endurnýjaðar. Nota skal sérstök umsóknareyðublöð sem fylla ber samviskulega út og liggja þau frammi í heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu. Einnig er ætlast til að umsækjendur lýsi bréflega einingum húsnæðisins, bygging- arkostnaði, verkstöðu, fjármögnun, rekstrar- áætlun, þjónustu- og vistunarþörf ásamt mati þjónustuhóps aldraðra (matshóps) og þar með hvaða þjónustuþætti ætlunin er að efla. Umsóknum skal fylgja ársreikningur 1992 endurskoðaður af löggiltum endurskoðanda og kostnaðaryfirlit yfir fyrstu níu mánuði ársins 1993. Sé ofangreindum skilyrðum ekki fullnægt áskilur sjóðstjórnin sér rétt til að vísa umsókn frá. Umsóknir skulu hafa borist sjóðstjórninni fyrir 1. desember 1993, heilbrigðis- og trygginga- málaráðinu, Laugavegi 116, 105 Reykjavík. Stjórn Framkvæmdasjóðs aldraðra.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.