Vikublaðið - 22.10.1993, Qupperneq 10
10
VIKUBLAÐIÐ 22. OKTÓBER 1993
Það líður varla sá dagur að
sjónvarpsáhorfendur séu
ekki minntir á hver situr í
stól framkvæmdastjóra Sjónvarps-
ins og hans vinahóp allan. Meðan
að teljast enn tíðindi að von sé á
nýjum dagskrárliðum og tímabært
-að kippa sjónvarpinu af og ti! inn í
nútímann, þá ganga þessir þættir
meira og minna út á að endurtaka
úreltar ffjálshyggjuklisjur og sýna
boðbera þeirra í fimmtugasta sinn
með glanssprey í hári og í nýjustu
fötunum frá Sævari Karli. Amátleg
tilraun til að dilla þjóðinni undir
vitleysunni í Hannesi Hólmsteini
var gerð á sunnudagskvöldið þegar
hleypt var af stokkunum skemmti-
þætti sem byggður er á þeirri for-
múlu að búllurnar á Islandi séu
menningarmiðstöðvar. Einhvers-
konar sjónvarpsútfærsla á þeirri
hernaðarstrategíu Heimdallar að
besta ráðið til að laða til sín ungt
fólk sé að hella það fullt á bjórhá-
tíðum. Enda var það eins og við
manninn mælt, nieira að segja í
þætti af þessari gerð er Hannes lát-
inn troða upp eins og hver annar
trúðstittur og segja brandarann
sem hann kann af Steingrími Her-
mannssyni. Næst hlýtur hann að fá
sérstakan útsendingartíma fyrir
jólaguðspjall og sína einka ára-
mótaræðu. Og annað einkenni
nýrrar sjónvarpsaldar eru þættir
sem framkvæmdastjóri Sjónvarps-
ins skipuleggur, dagsljós, umræðu-
bxttirnir frægu og arftaki þeirra,
síðdegisumræðan á sunnudögum.
Þar er formúlan þessi: Ungur
Heimdellingur sem langar í sand-
kassann með stóru strákunum er
látinn læra vandlega nokkra frasa
sem ganga út á frelsi sumra til að
hagnast á óffelsi annarra. Síðan
raðar hann í kringum sig hópi
manna þar sem hver þarf að upp-
fylla minnst eitt eftirtalinna skil-
yrða; að vera karlkyns og miðaldra,
hafa komið fram með sömu skoðun
opinberlega í tuga tilfella og í
minnst fjórum fjölmiðlum heita
annaðhvort Þorvaldur Gylfason
eða Hannes Hólmsteinn eða vera
sérstakur lærisveinn þeirra, vera
helst hagfræðingur en til vara
stjómmálafræðingur eða lögfræð-
ingur, vera forystukarl í ríkisstjóm-
arflokki eða í Heimdalli. Sé síðast-
talda skilyrðið uppfyllt má þátttak-
andi vera undir fertugu og jafnvel
kvenmaður ef ekki er hægt að kom-
ast hjá því. Og framkvæmdastjór-
inn er ekki Iens með verkefni fyrir
vinahópinn. Gott dæmi er Ragnar
Ilalldórsson. Fyrst fféttist af hon-
um þegar Hrafn lét hann boða sölu
Háskólabíós í sérstökum sjón-
varpsþætti, sem útvarpsráð kippti
út af dagskrá. Næst sást hann í
hlutverki stjórnanda í sauðkindar-
-þættinum alræmda, sem Hrafn
setti umsvifalaust í endursýningu
eftir harkalega gagnrýni útvarps-
ráðs. Svo brá honum fyrir sem
þátttakanda í umræðuþætti um
hina svokölluðu frjálsu aðild að
stéttarfélögum þó enginn skildi
hvaða önnur ástæða væri fyrir nær-
veru hans þar nema tengsl hans við
Hrafn, og nú síðast fréttist af hon-
um í prívatreddingum fyrir Hrafh
við að undirbúa ffumsýningu kvik-
myndarinnar um hin helgu vé. Er
ekki hægt að láta manninn fá
barnatímann næst?
Af fólki
Flest nafnorð má nota ýmist í
eintölu eða fleirtölu. Með
tölunni greinum við á form-
legan hátt á milli eins og fleiri en
eins; pemii: perniar, hugmynd: hug-
myndir. Slík nafnorð eru sögð vera
teljanleg. Allmörg nafnorð falla
hins vegar ekki undir þetta vegna
merkingar sinnar. Þetta eru orð
sem merkja eitthvað óhlutkennt
eða efhiskennt og er því ekki hægt
að telja. Þau eru því eingöngu not-
uð í einni tölu; fáein í fleirtölu og
má þar nefha birgiir, hafrar, fót, en
langflest orð af þessu tagi eru hins
vegar eintöluorð: dst, elli, matur,
mjólk, smjör o.fl. Slík orð eru kölluð
safnheiti.
Fólk er eitt slíkra orða sem hing-
að til hefur einungis verið notað í
eintölu vegna þess að merking þess
er einhver ótiltekinn fjöldi. Það var
því svolítið sérkennilegt að sjá talað
um 66 fólk í blaði nokkru. Hér er
safnheitið fólk gert að teljanlegu
nafnorði og notað í fleirtölu eins
Þóra Björk
Hjartardóttir
og töluorðið á undan gefur til
kynna. Að gera safnheiti að teljan-
legu orði er hins vegar nokkuð al-
gengt við vissar kringumstæður,
Malhornid
nefhilega þegar þörf er á því að
greina eina tegund eða eina ein-
ingu frá annarri. Hið óhlutkennda
eða efniskennda er gert að hlut-
kenndri affnarkaðri einingu sem
hægt er að telja. Þannig er t.d. salt
safhheiti og notað í eintölu nema
þegar talað er um mismunandi
nœringarsölt. Sama má segja um ævi
og svo hins vegar sýslumannaœvir
og einnig bjór og svo að kaupa tvo
bjóra í merkingunni að kaupa tvær
flöskur/krúsir/glös af bjór.
Það mætti því segja að það væri
ekkert óeðlilegt að gera fólk að telj-
anlegu nafnorði og nota það í fleir-
tölu þegar við viljum gefa upp á-
kveðna tölu. En hins vegar höfum
við önnur orð í sömu merkingu
sem hafa verið notuð til að full-
nægja þessum skilyrðum: manns,
menn, manneskjur, nú eða þá karlar
og konur finnist einhverjum það
betra en fyrrnefnd orð, svo að ó-
jtarff ætti að vera að grípa til þess-
ara ráða.
Dagskráin
Því ljótari myndir,
því betri fréttir?
É'
g kveiki yfirleitt á útvarpinu
(rás 1) laust fyrir átta á
fmorgnana og slekk sjaldnast
fyrr en eftir hádegisffétttir. A
morgnana eru oft ffóðlegir þættir,
þar sem pistlahöfundar og aðrir
taka á ýmsum málum. Oftast eru
það fréttir sjónvarpsstöðvanna sem
ég hlusta og horfi á. Öll umgjörð
fféttanna á stöð tvö er orðin mjög
smart og eru þar off skemmtilegar
og óhefðbundnar fféttir.
Einhvemveginn treysti ég þó
betur fféttaumfjöllun ríkissjón-
varpsins, mér finnst að fréttamenn
þar leitist frekar við að setja hlutina
í sögulegt samhengi. Þar er ekki
sami æsifréttastíllinn og á stöð
tvö. Hins vegar finnst mér frétta-
mat beggja stöðvanna oft fyrir neð-
an allar hellur, góð myndræma af
deyjandi og limlestu fólki virðist
oft nægja til að um „frétt“ sé að
ræða. Dæmi: Lítil flugvél með ein-
um manni hafði farist í Suður-Aff-
Hjartagátan
Setjið rétta stafi í reitina neðan við krossgátuna. Þeir mynda þá karlmannsnafn.
síðasta blaði er Dynskálar.
Lausnarorð krossgátunnar í
2 3 3 v- S~ (o * * F 2? °i to 11 12
n w~~ 15 5' Z 22 lt> 17 lg 8 ? 15
if llo X 22 /t 19 Co Zo 19 21 12 12 2 22
22 12 2 2? 4 5 Z 12 22 1°) 22 IL (9 18 Y
12 b ll °\ 8 22 f 17 18 ‘f r— 8 22 L
22 ‘Ái 22 23 6 5" z q 7- Z 22 / 5 ii 12
q z Zl 3 22 Zi lle z S 18 22 8 H
25 2? 2á> 5 2/ 12 >7 8 22 7 27 15 7 25
"5 y 17 £ 22 5 Zg 27 21 5 22 )tp n Zo 2J 5
u 17- 19 7 V n /5 22 17 e 7 w~ 2 5 22
N 5 Z 21 .2V W 7 17 2¥ /7 Z 1Z 27
T~ 2? IZ 6 15 7- y 17 22 30 2J 17 Z
fr z 3 y I6> fcf- V zo 7 31 28 5 22 3Z
1 27 15 2Ö 7 Í5 5
A = 1 =
Á = 2 =
B = 3 =
D = 4 =
Ð = 5 =
E = 6 =
É = 7 =
F = 8 =
G = 9 =
H = 10 =
1 = 11 =
í = 12 =
J = 13 =
K = 14 =
L = 15 =
M = 16 =
N = 17 =
o = 18 =
Ó = 19 =
P = 20 =
R = 21 =
S = 22 =
T = 23 =
U = 24 =
ú = 25 =
v = 26 =
x = 27 =
Y = 28 =
Ý = 29 =
Þ = 30 =
Æ = 31 =
Ö = L/J UJ II
Málfrtður Klara Kristiansen arki-
tekt t bameignarfrti.
íku og um þetta var fjallað í máli
og krassandi myndum. Hvaða er-
indi átti þetta slys til almennings á
Islandi? Eg sakna góðra fréttaskýr-
inga og þátta um heimsmál á víðari
gmndvelli en „Persaflói í gær, Isr-
ael í dag og Rússland á morgun“ og
síðan ekki söguna meir nema eitt-
hvað nógu krassandi gerist.
Eins finnast mér innlendar ffétt-
ir oft dapurlegar því það er eins og
jákvæðir og gleðilegir atburðir
teljist síður til ffétta en þeir nei-
kvæðu. Ef ég væri ekki svo Ijón-
heppin að þekkja nokkra ágæta
unglinga þá myndi ég sjálfsagt
kvíða því óskaplega að börnin mín
kæmust á þann aldur, því umfjöll-
un uin þá er svo neikvæð að með
eindæmum er.
Varðandi dagskrá helgarinnar þá
hef ég gaman af að hlusta á
skvaldrið og súrsætan pistil Ólafs
Hannibalssonar í þætti Páls Heið-
ars Jónssonar, „I vikulokin" sem er
kl. 11 á laugardag á rás 1 . Síðar
sania dag er er aldrei að vita nema
ég hlusti á útvarpsleikritið á sömu
rás en ég á ljúfar minningar um
þokulúðra og sexí spæjararaddir frá
því á ámm áður. Með því að lesa
dagskrána þá fann ég músíkþátt
sem ég hafði gaman af en var búin
að tína: „Með grátt í vöngum „á rás
2 og svo einnig countryþátt Bjama
Dags á svipuðum tíma um kl. 17 á
sunnudag. Um kvöldið verður svo
á rás 1 kl. 21 viðtal við skáldið
Toni Morrison en hún hefur lengi
verið í uppáhaldi hjá mér. A föstu-
dagskvöldum horfi ég á þær systur
Sharon ogTracy í „Sækjast sér um
líkir" í ríkissjónvarpinu og eins hef
ég gaman af Indiana Jones á laug-
ardagskvöldum. Ef ég ætti mynd-
lykil hefði ég viljað horfa á „New
York stories11 á föstudagskvöldið,
því það em þau kvöld sem mér
finnst notalegt að slappa af og láta
mata núg með góðri afþreyingu.
En efbörnin verða róleg þá finn ég
mér bara góða bók í staðinn og
skríð snemma í bólið.