Vikublaðið


Vikublaðið - 29.10.1993, Síða 2

Vikublaðið - 29.10.1993, Síða 2
2 VIKUBLAÐIÐ 29. OKTOBER 1993 Útgefandi: Alþýðubandalagið iíitstjóri og ábm.: Hildur Jónsdóttir Blaðam ?nn: Páll Vilhjálmsson og Ólafur Pórðarson ! Auglýsingar: Ólafur Þórðarson Ritstjórn og afgreiðsla: Laugavegur 3 (4. hæð) 101 Reykjavík Sími á ritstjórn: (91)-17500 Myndsendir: (91)-17599 Útlit og umbrot: Leturval Prentvinna: Prentsmiðjan Oddi hf. Fordæmi að norðan Vikublaðið vekur sérstaka athygli á grein Sigríðar Stef- ánsdóttur, formanns bæjarráðs á Akureyri, um samein- ingu sveitarfélaga í blaðinu. Þar veltir hún því fyrir sér hvort sameiningin sé gönuhlaup eða gæfuspor og kemst að þeirri niðurstöðu að svarið sé fólgið í framkvæmdinni og framhaldinu. Hún tekur líka í eyrað á Alþýðubandalaginu og telur að það hafi verið of neikvætt í málinu þó að það í hinu orð- inu leggi áherslu á að um brýnt hagsmunamál sé að ræða fyrir byggðina í landinu. Alþýðubandalagið hefur gegnt mikilvægu hlutverki í að tryggja það að ekki verði vaðið yfir smærri byggðarlög með sameiningu sveitarfélaga. Það var ekki síst fyrir tilstilli fulltrúaráðs Sambands sveit- arfélaga og Kristins H. Gunnarssonar alþingismanns í sveitarfélaganefnd að horfið var frá því að stærri sveitar- félög gætu neytt þau minni til sameiningar. Nú ræður vilji hvers og eins sveitarfélags og enginn getur neytt það til sameiningar gegn vilja sínum, nema það sé undir til- skildum mörkum um fjölda íbúa. Alþýðubandalagsmenn sem eru í forystu bæjarmála á Akureyri og sveitarstjórnarmenn á vegum flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra hafa gert sér far um að setja lýðræðisþáttinn á oddinn í umræðum um sameiningu sveitarfélaga. Bæði í Eyjafirði og í Suður-Þingeyjarsýslu hefur málflutningur Alþýðubandalagsmanna fengið góð- ar undirtektir. Sigríður Stefánsdóttir víkur að lýð- ræðiskjarna málsins í grein sinni: „A vegum héraðsnefhdar Eyjafjarðar hefur að und- anfömu verið unnið að tillögugerð um hvemig stjómkerfið geti litið út eftir sameiningu. Þar er meðal annars gert ráð fyrir kosningu sérstakra svæð- isbundinna nefhda, sem væm ráðgefandi fyrir sveit- arstjóm auk þess sem hugsanlegt væri að fela þeim á- kvarðanir og vald í tilteknum málum í umboði sveit- arstjómar. Einnig hafa verið settar firam hugmyndir um að skipta firðinum í nokkur þjónustusvæði, þar sem tryggt væri að íbúar ættu aðgang að starfsmönn- um og þjónustu.“ Vikublaðið biður landsmenn að taka eftir því að hér kveður við annan tón heldur en á höfuðborgarsvæðinu þar sem Sjálfstæðisflokkurinn forðast sem heitan eldinn að taka á dagskrá lýðræðismálin í sambandi við samein- ingu sveitarfélaga. Af hálfu Alþýðuflokksins hefur heldur ekki verið lögð áhersla á annað en að ræða sameiningu sveitarfélaga út ffá þröngum hagkvæmnis- og hagræð- ingarsjónarmiðum. Héraðsnefnd Eyjafjarðar er greinilega komin hvað lengst í að ræða mál sem skipta íbúana miklu þegar sam- eina skal sveitarfélög, eins og t.d. meðferð eigna og skulda, viðskiptd við orkufyrirtæki og ýmis málefni land- búnaðarsvæðanna. Líklegt er að þar sem svo vel er staðið að málum eins og í Eyjafirði fái sameining verulegan hljómgrunn. Þar er einfaldlega verið að svara þeim spurningum sem ahnenningur spyr. Alþýðubandalagið þarf að halda áfram að leggja áherslu á lýðræðismálin við sameiningu sveitarfélaga og sýna í verki að það hafi hug á að efla sveitarstjórnarstigið. Þar er ekki síst um það að ræða að tryggja sveitarfélögum tekjur til þess að standa undir nýjum verkefnum og að berjast fyrir því að fólk eigi kost á velferðarþjónustu hvar sem það býr. Fordæmið að norðan er leiðarljós í umræðunni um sameiningu sveitarfélaga. Sameining sveitarfélaga - gönuhlaup eða gæfuspor? Með eða móti? Illa undirbúið valdboð að ofan eða vand- lega undirbúnar tíllögur í samvinnu ríkis og sveitarfélaga? Gönuhlaup eða gæfuspor? Um þetta snýst m.a. umræðan um sameiningu sveitarfélaga þessa dagana. Þessi um- ræða og umræða um íeiðir til að færa aukin völd út í héruð er ekki ný af nál- inni, - og sú lota sem nú stendur yfir er orðin býsna löng. Afstaða fólks til sameiningar fer ekki eftir stjómmálaflokkum og hún fer heldur ekki eftir búsetu þótt greinilegt virðist að andstaðan sé meiri í minnstu sveitarfélögunum. Ymsir stjómmálamenn og heilir stjómmálaflokkar virðast líka eiga býsna erfitt með að ákveða stefnu sína og lýsa skoðunum sínum í þessu mik- ilvæga máli. Að mínu mati er þetta mál ekld spuming um hvítt eða svart. Samein- ing sveitarfélaga gemr haft í för með sér bæði kosti og galla og til sanns vegar má færa að ýmislegt hefði mátt vera betur undirbúið nú þegar komið er nálægt kjördegi. Það breytir ekki því að afstöðu þarf að taka og mín niðurstaða er sú að vera fylgjandi. 1 því felst að ég er fylgjandi hugmynd- imii í heild, og þótt ég geti ekla og vilji ekki taka afstöðu til allra þeirra tillagna sem fram hafa komið víðs- vegar mn landið - þá er ég örugglega fylgjandi hugmyndinni sem ég sjálf kýs um, þ.e. að gera Eyjafjörð að einu sveitarfélagi. Rök með Astæðumar fyrir þvf að ég er fylgj- andi hugmyndinni em fyrst og fremst eftirfarandi: - Sameining getur og hlýtur að skapa gmndvöll til að draga úr mið- stjómarvaldi ríkisins og fera meira vald heim í hémð. Einn þáttur er að flytja verkefni frá ríki til sveitarfélaga, verkefni sem þau sinna nú þegar í flestum nágrannaríkjum. Annar þátt- ur er að með færri og öflugri sveitar- félögum aukast líkumar á að í sam- sldpmm ríkis og sveitarfélaga verði meira jafhræði en nú er og lengi hef- ur verið. - Með stærri og öflugri sveitarfé- lögum mun vonandi ríkja meira jafh- rétti milli þegna landsins varðandi þá þjónustu sem þeim stendur til boða og eiga rétt á. Þettta á ekki síst við ýmsa félagsþjónustu, þar með talda þjónustu eins og fjárhagsaðstoð þegar kreppir að og ráðgjöf og aðstoð t.d. vegna erfiðleika í fjölskyldulífi. Svo að ekki sé minnst á bamavemdarmálin. - Stærri sveitarfélög og fleiri verk- efni ættu líka að geta tryggt betur skipulagða og aðgengilegri þjónustu fyrir ýmsa sem nú þurfa að leita á marga staði. Nægir í þessu sambandi að benda á fadaða einstaklinga og þá sem em atvinnulausir. - Núverandi mörk sveitarfélaga em sett við allt aðrar aðstæður en nú ríkja, t.d. í atvinnuháttum og sam- göngum. Lögum samkvæmt er lág- marksíbúatala sveitarfélaga 50. Af rúmlega 190 hafa aðeins 33 sveitarfé- lög yfir 1000 íl)úa og helmingur þeirra 200 íbúa eða minna. - og á móti Alörg rök hafa líka verið sett ffarn gegn sameiningu. A þau þarf að hlusta og taka tillit dl, og haga sam- einingu og ýinsum nauðsynleguin hliðaraðgerðum þannig að úr ókost- unum dragi. Af rökum sem fram hafa verið sett gegn sameiningu má nefna : - Um leið og dregið er úr mið- stjómarvaldi ríkisins eykst hætta á miðstýringu innan sveitarfélags og menn óttast áhrifáleysi minni byggða og „jaðarbyggða“. - Um leið og settar em fram hug- myndir um meiri þjónustu gæti einnig - í nafni hagræðingar - dregið úr þjónustu sem nú er til staðar eða hún fjarlægst. Hér óttast menn ekki síst um hag fámennra skóla. - Hætta er á að nýjum verkefhum fylgi ekki nýjar tekjur. - Núverandi skipting byggist á gamalli hefð og sögu og er hluti af sjálfsmynd okkar og vitund íbúanna. Fólki þylár vænt um sitt sveitarfélag. Allar þessar ábcndingar og spum- ingar þeim tengdar eiga rétt á sér og við mörgum þyrftu að vera skýrari svör. Sumt er þó erfitt að ákveða og gefa svör við fyrr en niðurstaða er fengin úr þeirri kosningu sem ffamundan er og séð verður hvaða breytingar verða í kjölfarið. Það er hlutverk sveitarstjómar- manna og annarra stjómmálamanna að leitast við að svara þessum spum- ingum og setja fram sjónannið um hvemig draga má úr eða koma í veg fyrir hættur sem þama er bent á. Eyjafjörður Þau atriði sem hér hafa verið nefhd, bæði kostir og gallar, koma mjög skýrt ffam í umræðunni um þá tillögu að gera Eyjafjörð að einu sveitarfélagi ineð rúmlega 20.000 ibúa. Sameina 15 sveitarfélög þar sem í því stærsta em uin 15.000 íbúar en rétt rúmlega 40 í því minnsta. A vegum héraðsnefndar Etjafjarð- ar hefur að undanfömu verið unnið að tillögugerð um hvemig stjómkerf- ið geti litið út efdr sameiningu. Þar er m.a. gert ráð fyrir kosningu sérstakra svæðisbundinna nefnda, sem væm ráðgefandi fyrir sveitarstjórn auk þess sem hugsanlegt væri að fela þeim á- kvarðanir og vald í tilteknum málurn í uinboði sveitarstjómar. Settar hafa verið ffam huginyndir um að skipta firðinuin í nokkur þjónustusvæði, þar sem tryggt væri að íbúar ættu aðgang að starfsmönnum og þjónustu. Fleira kemur ffam í þessum ttillög- um, t.d. um meðferð eigna og skulda núverandi sveitarfélaga, viðskipti við orkufyrirtækin og um hvemig háttað yrði ýmsum málum sem t.d. varða íandbúnaðarsvæðin, s.s. fjallskilamál. I þessari grein er ekki hægt að fara út í þessar hugmyndir í smáatriðum, en fyrsta kynning þeirra hefur vakið athygli, spumingar og jákvæð við- brögð. Alpýðubandalagið Eins og sagt var í upphafi fer af- staða fólks í þessu máli ekki efttir stjómmálaflokkum og afstaða þeirra flestra því varfæmisleg. Því er ekki að neita að mér finnst afstaða Alþýðu- bandalagsins eins og hún hefur t.d. birst í ijölmiðlum vera of neikvæð. Þótt sagt sé í öðm orðinu að hér sé um mikilvægt hagsmunamál fyrir byggðina í landinu að ræða, hefur mest farið fyrir neikvæðum atltuga- semdum og gagnrýni á slælegan und- irbúning. Eg hefði kosið að sjá og heyra meira af uppbyggilegum tillög- um og skoðunum á því hvemig flokk- urinn muni beita sér, t.d. í ýmsmn þeim málum sem óhjákvæmilega eiga eftir að koma til kasta alþingis. Það á ekki síst við hvemig sveitarfélögun- um verða tryggðar tekjur til að standa undir nýjum verkelhum og hvemig tryggt verður að fólk búi við sem mest jafhrétti til þjónustu hvar sem það býr. Einnig er mjög líklegt að breyta þurfi ákveðnum atriðum í kosninga- og sveitarstjómarlögum. Það má vera að ekki verði stórkost- legar breytingar eftir kosningamar 20. nóvember. Umræðan sem farið hefur fram yrði samt ekki til einskis og verður ekki stöðvuð. Þá, og reynd- ar nú, held ég að það sé nauðsynlegt fyrir flokksfélaga að spyrja sig ákveð- inna gmndvallarspurninga, t.d. um hver eigi að vera lágmarksíbúatala í sveitarfélagi og hvort þeir vilji í raun og vem efla sveitarstjómarstigið og þá hvemig. Þótt Alþýðubandalagið sé í stjóm- arandstöðu nú verður þess sennilega ekld langt að bíða að það verði í ríkis- stjóm. Þá verður flokkurinn að vera tilbúinn með skýra stefnu og tillögur, sem mótast af tveim gmndvallaratrið- um í stefiiu flokksins - lýðræði og jöfnuði. Höfundur er formaður bæjar- ráðs Akureyrar, á sæti í stjóm Sambands íslenskra sveitarfé- Iaga og í umdæmanefnd um sameiningu sveitarfélaga í Norðurlandskjördæmi eystra.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.