Vikublaðið - 29.10.1993, Page 3
VIKUBLAÐIÐ 29. OKTOBER 1993
3
og samhengi hlutanna
Fiormaður BSRB, Ögmundur
Jónasson, skrifar um afstöðu
BSRB til einkavæðingar í
síðasta Vikublaði. Grein Ögrnund-
ar er að hluta lögð út af skrifum
undirritaðs um umræðuhæfi einka-
væðingar. Nauðsynlegt er að árétta
örfá atriði sem Ögmundur fjallar
um.
I grein minni tala ég uin nauðsyn
þess að samtök opinberra starfs-
nianna séu í fararbroddi þess að ná
frain hagræðingu og aukinni á-
byrgð innan fyrirtækja en geri um
leið kröfu til aukinna áhrif og þess
að njóta afrakstursins. A þennan
hátt skyldu almennir starfsmenn
með samtök sín að bakhjarli vera
leiðandi í umræðunni en ekki sífellt
í vörn. „Nú vill svo til að þetta er
nánast orðalagið í tilboðum samn-
inganefndar ríkissins gagnvart að-
ildarfélögum BSRB....“ segir Ög-
mundur, og það sem meira er;
þetta leggur Ögmundir upp sem
tillögu að ábata- og bónusgreiðslu-
kerfum! Ekki aðeins er ég þannig
farin að predika fyrir samninga-
nefnd ríkisstjórnarinnar, að mati
Öginundar, heldur er ég einnig
talsmaður þess að þræla fram hag-
ræðingu og ábyrgðarvæðingu með
því að hverfa frá kauptaxtakerfi!
Það eru útleggingar af þessu tagi
sem hafa orðið til þess að umræðan
um einkavæðingu eða umfang og
eðli hins opinbera hefur verið á af-
skaplega lágu plani. Ef skilningur
Ögmundar á auknuin áhrifuin
launþega á eigið starfsumhverfi er
að slíkt byggist eingöngu á ábata-
eða bónusgreiðslum þá þykir mér
svo sem ekki furða að uinræðan
hafi verið ófrjó og á lágu plani.
Spurningin, segir Ögmundur, er
„um samhengi hlutanna."
Samhengi hlutanna hér er að
með auknuin áhrifum og þátttöku
launþega á eigin vinnustað má ná
fram þeim endanlegu markmiðum
sem ný-frjálshyggjan telur að náist
ffam með því að færa eignarhald
tdl, ffá þjóðinni til örfárra efha-
hagslegra sterkra einstaklinga, fyr-
irtækja eða stofanna. Og með á-
hrifum og þátttöku á vinnustað á
ég ekki við ábata- eða bónuskerfi.
Ég á við áhrif og þátttöku í ákvörð-
unum um aðföng, vinnuferli og af-
urðir, einnig á ég við þátttöku í á-
kvörðunum um uppbyggingu
vinnustaðarins og ráðstöfun hagn-
aðar eða taps, og síðast en ekki síst
á ég við þátttöku launþega í á-
kvörðunum er ntiða að því að
bregðast við markaðnum hvort
sem um er að ræða framleiðslu eða
sölu á vöru eða þjónustu. Það er
umræða af þessu tagi sem ég sakna
frá BSRB, þetta er nefhilega sam-
hengi hlutanna.
I annan stað telur Ögmundur
mig tala af vanþekkingu um þá um-
ræðu sem farið hefur fram um
einkavæðingu Búnaðarbankans og
Pósts og síina innan þessara stofn-
ana. Ég ræddi þessar hugmyndir
um einkavæðingu út frá hinni al-
mennu urnræðu en ekki sem inn-
anbúðarmað'ur í BSRB. Eðlilega
þekki ég ekki til umræðna sem
framTiafa farið innan BSRB eða
innan ákveðinna stofnana sem hafa
verið í einkavæðingarumræðunni.
Það sem skiptir máli hér er að
halda umræðunni almennri og op-
inni tii þess fá sem flest sjónarmið
ffam. BSRB hefur látið ríkisstjórn-
ina eða hugmyndafræðinga frjáls-
hyggjunnar leiða umræðuna og
umræðan hefur verið á þeirra for-
sendum.
Það er ágætt svo langt sem það
nær að efha til funda og gefa út
bæklinga en það hefur ekki skilað
mikilli almennri umræðu um bætt
kjör og breytt skipulag eða betra
vinnulag innan ríkisstofnana. Enn-
ffemur telur Ögmundur hina
svart/hvítu umræðu um einkavæð-
ingu stafa af því að menn hafi
„...einfaldlega staðið frammi fyrir
tillögum eða lagafrumvörpum sem
gera ráð fyrir einkavæðingu." Hér
hittir Ögmundur naglann á höfuð-
ið. Menn stóðu frammi fyrir tillög-
um og lagafrumvörpum vegna þess
að menn létu umræðuna vera á
meðan engin annar hreyfði við
henni.
Auðvitað átti BSRB að vera fyrir
löngu búið að móta stefnu í mál-
efnum opinberra fyrirtækja og sér-
staklega m.t.t. einkavæðingar. Það
var ekki þannig að nýfrjálshyggjan
hafi stokkið hér fram alsköpuð á
einni nóttu. Þessi gerjun og þróun
var búin að eiga sér stað í allri v-
Evrópu í áratug áður en kalkúna-
stjórnin tók hér við völdum. Ög-
mundur staðfestir þetta sinnuleysi
með því að benda á að við þessum
tillögum og lagafrumvörpúm um
einkavæðingu hafi þurft að bregð-
ast. Þannig hefur BSRB verið að
bregðast við í stað þess að takast á
við umræðuna af djörfúng og ffam-
sýni og vera leiðandi.
Að lokum er rétt að fjalla örlítið
um þá afstöðu Ögmundar að
einkavæðing snúist fyrst og fremst
um peningahagsmuni og völd sem
ráðist af eignarhaldi en síður (og
kannski alls ekki) um innra rekstr-
arform. Hér fellur Ögmundur í þá
gryfju að taka allar hugmyndir um
einkavæðingu út frá forsendum ný-
ffjálshyggjunar. Þetta er þröngsýni
og nauðhyggja. Einkavæðing er oft
lögð að jöfnu við hagkvæmni og
skilvirkni ásamt aukinni ábyrgð.
Þetta er jafnmikil klisja og jafnþýð-
ingarlaust og að segja að einkavæð-
ing snúist um peningahagsmuni og
völd fyrst og fremst. Formaður
BSRB er að berjast fyrir hagsmun-
um sinna félagsmanna og á að
koma fram sem slíkur. Að tala al-
mennt um peningahagsmuni og
völd líkt og stjórnmálamaður getur
orðið til þess að gera umræðuna
fjarlægari þeim sem helst skyldu
taka þátt, nefhilega launafólkinu
sjálfu. Eignarhald og rekstrarform
eru mannanna verk sem ekki lúta
náttúrulögmálum og á að nota
feimnislaust sem tæki í hagsmuna-
barátm launþega en umfram allt á
þeirra forsendum.
Það sem skiptir máli hér eru hin
endanlegu markmið. Ef markmið-
in eru hagræðing, skilvirkni og
aukin ábyrgð þá er beinasta leiðin
að þeim markmiðum auldð hlut-
verk og aukin þátttaka almennra
laúnþega. Utfærsla þessarar leiðar
er það sem BSRB og verkalýðs-
hreyfingin almennt á að einbeita
sér að. Ef skipulagsbreyting, jafh-
vel í og með breytingu á eignar-
haldi, getur í einhverjum tilvikum
orðið til þess að gera launafólk
meðvitaðra unt mikilvægi vinnu
sinnar og ffumkvæði (dregið úr
firringu á marxísku) þá á að skoða
þá leið.
I þessari umræðu skiptir rekstr-
arformið miklu máli, það er nefhi-
lega rekstrarformið sem mótar þá
afstöðu sem myndast á milli starfs-
rnanna og fyrirtækisins eða stofn-
unarinnar. Þetta er ekki aðeins um-
ræða um tæknilegar útfærslur eins
og skilja mætti á formanni BSRB
heldur er þetta umræða um grund-
vallarhagsmuni og grundvallar-
hugmyndafræði.
Hér er ekki verið að ræða um að
fórna grundvallarsjónarmiðum urn
jöfnuð og félagslegt réttlæti. Hér
er aðeins verið að benda á að form-
ið sem slíkt ætti að vera aukaatriði,
menn skyldu ekki falla í þá gryfju
að fara að verja umbúnaðinn þrátt
fyrir að hann veiti mönnum öryggi
á erfiðum tímum. Samhengi hlut-
ana felst nefnilega í því að grhina
aðalatriði frá aukaatriðum og Bnr-
áttu dagsins frá hugmyndaffiéði
morgundagsins.
Höfundur er starfsmaður
Iðju, félags verksmiðjufólks
) Hér er tekist á um grundvallar-
< viðhorf. Pótt samtök launqfólks
nwTSritafwí séu i vörn nú um stundlr er þaö
ÍÍTS.4! 1 **"*! ‘" y* .**!" ”fy<6a °*^ siður en svo lausn að kasta
Sðtf&^oKð (rciaanftnfúm, "• -.. . , nrww/íii/,//nrvliínnrnMum um
•ðr^aðbnðtauppflbrt
Svanbvít umraSa! Samdkyrgð cóa mark-
niavuSmg Og utm- Uh nnd ot u
grundvallarsjónarmiðum um
jöfnuð ogfélagslegt réttlœti fyrlr
róða....
, „-----------TtndímAI hrrrr Of cnu rinjavadd.
ð BSRB rrn I fanrbroddi þtw Hdr « nUB tl n^rUnll um f þ«m «nr»8n Hm hm h«fn
' m frvn h*fa firið hrið Innu BSRB htfur *jd*v
i |en um kifl þd luöfu *fl *t*H»* )>«».« b«t> kjðnn. iruSI. *A K*(- lr|r X *ð fprrt.lu tnmdi um-
Jlb Si .ulon ihrlf Of njöo fvura IrmmH I r.kni Of bxtri þ|dn- krppnl i n»rUð. (-/ «.m ».
tðdnfnr ftamþrdonar...* Auðrlt- uatu. En b»*S *nrnir huu r»*rt- kappni t*t#ur *>d komii httrr á
ð cr br/fr *ð akrift upp I allt þ*tt* hrlm uuintðu. **m Garðar nrftur mdu *d þ*ð hin «Ablcf* mcfln-
*r þjdnunu *cm «U(inu. m mm hmibrtiðhþjdo-
m cn ul- bpfnunvðrpum nn pr* rið fyrlr jafttan aðpnf *ð. h*ð komi cio-
hn bnffcal I þ*f *ð harftð yrði cmk*«ðurp. Vd þm. hd>. hldWp akta nl (rtm. *ð uq. ÚOa
■ • ••• 1 * ' ft *ð brcfðarr o|. þ^ b«fu/--------------------■----
ið lámir *»p þrnp* Mikil um-
lum- oi|ö| ltark( rðk l
frnrn MdrþrUrþm
uýðveldisafmælisins minnst með úrsögn úr NAl
Oddný Vestmann kjörin nýr formaður kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins á Austurlandi
• T»þ<
. . .... .urfaðlomú-
num iwn aamþykloar rc(1ur um »«rkj*| Und mm dr nðnim hm* ft*í *d brftrr hnn o! *ð rikið npðp þrfnurtupcuim I mdli. W nlur Iqðrdnmiartðið rttr *ð ar-
nð akipun ft*mboð*li*t* Alþ/ðub«nd«- *ð bhndmpr fmtur «kU ol hn(ft>ma I t*nd*l>7((ðuni. *.! farðimdhauntdk Of hu(un f*n 6>m hið IþriO i (ramdðantp-
*(*ur> d Au.rurhndi I komandl *lþ*n(ii- ncu rc|lupið* o, uhkipw* fcd Brumrl ...................... ‘ ...........................
cominpuu o, konn þriu,. omm. opp- mm md. u»ð þdlttðku I Eriðpubmuhh,-
• i þw ftrni trrnj* *kipui<p
trað við rrghigerðametmu bdtenmmninp H þd i »n iwi k
I irjðrTundladlykiun fundum. cr m . *p*r*n mill,.rð.d«did fyrir rikh«dð
_ . *«■- M|»—r-—■ IjOrö m«ð jarðpopun undir HUðarftdU. 0( nftum rcrkcftium. ftri *d þ«ð fcft
TUraUHtr krata fonUmdar , K,6rdcmiardðið ulur *ð cnn mm fyrr id d **ini tftn* komi rikúvaldið ft*m m
---------dunnn I «ð itpn dkvcð* Spumtngvm um umbverfis- *ðdd fdud* *ð NATO I fcdhi mdMððu Iðpr um *ð dr.p dr þjdnuacu é
frd þri I man IWI b.6 rðskun Orvarað «ð hapmuni þjdð*rinn*r o, **m* pldi hmðinni mcð þri *ð lcpj. niður«,
■ -------- --• - -----1- um þ«u *krcf *cm lú(in h.h *«nð 01 *ð m .......
Ríkisstjórnin er einn kreppuvaldurinn
Reynir Þorsteinsson á Raufarhöfn nýr formaður kjördæmisráðsins á Norðurlandi eystra
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins í
Norðurlandskjördæmi eystra hélt
aðalíúnd sinn á Akureyri laugar-
daginn 23. október s.l. í stjórnmálaályktun
fundarins er varað við háskalegum afleið-
ingum núverandi stjórnarstefnu sem birtist
í stórauknu atvinnuleysi, vaxtaokri, vaxandi
misskiptingu og andfélagslegum áherslum
í velferðarmálum.
Fundurinn telur versnandi ytri skilyrði
ekki að fúllu skýra þá kreppu sem hér hafi
gengið yfir s.l. tvö ár, heldur beri röng
stjórnarstefna grundvölluð á úreltum
frjálshyggjukenningum stærstu sök þar á.
Vaxtaokur, afskiptaleysi í atvinnumáluin,
svartsýnis- og vonleysisbölinóður ríkis-
stjórnarinnar sjálfrar og keðjuverkandi
samdráttar- og niðurskurðaraðgerðir hafi
lagst á eitt um að margfalda vandann
Kjördæmisráðið telur hið stórfellda at-
vinnuleysi sem nú er í landinu með öllu ó-
þolandi og að brýnasta forgangsverkeíhi
stjórnvalda sé að ráðast gegn því. Til þess
þurfi gjörbreytta stjórnarstefnu, lækkun
vaxta og fruntkvæði og þátttöku ríkisvalds-
ins í hvers kyns nýsköpunaraðgerðum.
Verjimi jafnaðarhugsjón vel-
ferðarketjisins
Fundurinn mótmælir harðlega þeim
breyttu áherslum sem ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar hefur framfylgt í velferðarmál-
unt með handahófskenndum og oft harka-
leguin niðurskurði í einstökum málaflokk-
unt eða gagnvart einstökum stofnunuin og
telur gjaldtöku í heilbrigðis- og mennta-
málum bitna þyngst á þeim sem minnstar
hafa tekjurnar.
Þeim hugntyndum að selja mönnum að-
gang að heilbrigðiskerfinu er algerlega
hafnað og hvatt til að standa vörð urn það
fyrirkomulag að undirstöðuþættir velferð-
arþjónustunnar standi öllum til boða end-
urgjaldslaust og séu fjármagnaðir með
skalttekjum. Aðeins þannig sé hægt að
varðveita þá jafnaðarhugsjón í uppbygg-
ingu velferðarkerfisins sem frant að þessari
ríldsstjórn hafi verið breið samstaða um.
Sköttum fyrirtækja velt
yfir á launþega
Fundurinn varar við þeirri stórfelldu til-
færslu skattbyrði sem ríkisstjórnin er að
framkvæma og birtist m.a. í niðurfellingu
aðstöðugjalds og lækkun tekjusskatt á fyr-
irtækjum um upphæð sem nemur hátt á
annan milljarð á tveimur árum, auk þess
sem sveitarfélög verða að bæta sér upp
missi aðstöðugjalds með því að hækka út-
svar. Til viðbótar þessu eru ýmsar aðrar
breytingar, s.s. lækkun skattleysismarka og
barnabóta, nefskattar og gjaldtaka.
Fundurinn telur að launafólk sem orðið
hefur fyrir fallandi kaupmætti og minni at-
vinnu ög borgar þar að auki okurvexti rnegi
ekki við því að taka að sér skattgreiðslur
gróðafyrirtækjanna, enda sé fráleitt að
lækka skattlagningu á hagnaði þeirra.
Atvinnuuppbygging á Suð-
umesjum i staðhersins
Aðalfundurinn fagnar því að nú hilli
undir brottför hersins og skorar á Alþingi
og ríkisstjórn að ganga til viðræðna um
uppsögn herstöðvasamningsins, tilhögun á
brottflutningi hersins og yfirtöku Islend-
inga á aðstöðu og mannvirkjum. Samtímis
verði hleypt af stokkunum áætlun um at-
vinnuuppbyggingu á þeim svæðum sem
orðin eru háð hersetunni.
Fundurinn telur andstöðu við her og
hernaðarbandaiög og varðstöðuna um
stjórnmálalegt og efnahagslegt sjálfstæði
þjóðarinnar nú sem fyrr meðal allra mikil-
vægustu stefhumála Alþýðubandalagsins
og vonar að til þess rnuni aldrci koma að
Islendingar biðji erlendan her að dvelja
lengur í landi sínu eftir að hann sjálfur vill
hverfa á brott.
Efling sveitarfélaga
er framfaramál
Aðalfundur kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsins á Norðurlandi eystra telur að
efling sveitarstjórnarstigsins og flutningur
vaids, verkefna og tekjustofna frá ríki til
sveitarfélaga sé framfaramál, ekki síst fyrir
íbúa landsbyggðarinnar.
Um leið er bent á nauðsyn þess að jöfn-
uður þegna til þjónustu og áhrifa verði
hafður að leiðarljósi í þeirri urnræðu og
samningum sem framundan eru milli sveit-
arfélaga innbyrðis og mili ríkis og sveitar-
félaga.
Skilyrði fyrir tilfærslu verkefna tiLsveit-
arfélaga, er einnig að þeint fylgi nægir
tekjustofhar.
Fundurinn telur að rétt hafi verið að
flytja tillögur urn ný rnörk sveitarfélaga
heim í héruð og að íbúar í hverju sveitarfé-
lagi fái að taka ákvörðun um framtíðar-
skipulag þess.
Aðalfundurinn hvetur til málefnalegrar
uinræðu um þessi mikilvægu mái á næstu
vilcum og varar við hræðsluáróðri af hálfu
ráðherra og ríkisstjórnar.
*
Utflutningur
á gærum
Loks átelur kjördæinisráðið harðlega á-
form nokkurra slámrleyfishafa um að selja
óunnar gærur úr landi þegar sambærilegt
verð stendur til boða innanlands og telur
slíkt í hróplegu ósantræmi við hagsmuni ís-
lcnsks landbúnaðar og þörf hans á verndun
innlendrar framleiðslu.
Nú sem aldrei fyrr á tímum vaxandi at-
vinnuieysis sé þörf á að standa vörð um
hvert starf og fullvimislu eigin afurða.
(Úrdráttur úr fréttatilkynningtj)