Vikublaðið


Vikublaðið - 12.11.1993, Side 1

Vikublaðið - 12.11.1993, Side 1
Séreignastefna úrelt Jón Rúnar Sveinsson ritar hug- leiðingu í tilefni ráðstefnu Húsnæðisnefhdar Reykjavíkur þar sem tekist var á um and- stæða hugmyndafræði. Bls. 8 EINKAVÆDINC tg samhengi hlutanni Meira um einka- væðingu Sigríður Kristinsdóttir formaður Starfsmannafélags ríkisstofnana segir það alrangt að BSRB hafi ekki tekið frumkvæði í einka- væðingarumræðunni. Bls. 4 Upphaf langrar ferðar Vetrarstarf Alþýðubandalagsins er að hefjast og byrjað að hlaða batteríin fyrir tvennar kosn- ingar. Líflegur fimdur kjördæm- isráðsins í Reykjavík. Bls. 5 44. tbl. 2. árg. 12. nóvember 1993 Ritstjóm og afgreiðsla: sími 17500 250 kr. Sjávarútvegsráðherra bannar sjóðsstjórn Hagræðingarsjóðs að fara eftir lögum og selja afla- heimildir sjóðsins. Ekkert samkomulag milli ríkisstjórnarflokkanna um stefnuna í sjávarútvegs- málum. Ríkisstjórnin á kolrangri braut með sjávarútveginn. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra hefur beitt valdi sínu til að koma í veg fyrir að sjóðsstjóm Hagræð- ingarsjóðs selji aflaheimildir sjóðsins í trássi við gildandi Iög. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi í gær þegar stjómarand- staðan lagði til að Hagræðingar- sjóði yrði heimilt að úthluta ó- keypis aflaheimildum til þeirra fiskiskipa sem orðið hafa fyrir hvað mestri kvótaskerðingu. - Aflaheimildir fiskveiðiflotans em það litlar að það er rík ástæða til að úthluta kvóta Hagræðingar- sjóðs til fiskiskipa sem verða hvað verst úti, segir Steingrímur J. Sig- fússon alþingismaður og einn höf- unda tillögunnar um ókeypis út- hhmin aflaheimilda. Ríkisstjórnar- flokkarnir hafa ekki kornið sér sam- an um stefnu stjórnarinnar í sjávar- útvegsmálum og deilurnar milli Al- Sigurjón hættir Sigurjón Pétursson borgar- fulltrúi Alþýðubandalags- ins hefur ákveðið að sækj- ast ekki cftir endurkjöri við næstu kosningar. Akvörðunina tekur hann til að auðvelda sam- starf alþýðubandalagsmanna í Reykjavík. Fyrir fjónim árum varð alvarleg- ur klofningur í Alþýðubandalaginu í Reykjavík þar sem alþýðubanda- lagsfélagið Birting gekk til liðs við framboð Nýs vettvangs og átti þar meðal annars samstarf við Alþýðu- flokkinn. En er Sigurjón ekki að taka á sig sökina af kloffiingnum með því að sækjast ekki eftir endur- kjöri? - Eg er helmingurinn af deiluað- ilum, svarar hann og segir það allt aðra sögu hvort hann sé alfarið hættur í pólitík. Það skýrist seinna á hvaða vettvangi Sigurjón lætur að sér kveða. - Eg hef ekki í hyggju að vera kallinn á bakvið tjöldin sem reynir að ráða öllu, ef þú átt við það. Sig- urjón Pétursson hefiir allar götur frá 1970 verið borgarfulltrúi Al- þýðubandalagsins og varð forseti borgarstjórnar kjörtímabilið 1978- 1982, eftir að vinstri flokkunum tókst að fella meirihluta Sjálfstæð- isflokksins. Sigurjón er þeirrar skoðunar að Alþýðubandalagið eigi raunhæfa möguleika á því að fá þrjá fulltrúa kjörna í vor. - Mér verður að mislíka alvar- lega til að ég láti í mér heyra um af- stöðu mína til þess hvernig fram- boðslistinn er ákveðinn, svaraði Sigurjón spurningu um hvaða leið hann teldi heppilega í skipulagn- ingu framboðsmála. Sigurjón seg- ist taka þá ákvörðun um að leita ekki eftir endurkjöri af fúsum og frjálsum vilja. Ég hef ekki t hyggju að vera kallinn á bakvið tjöldin sem reynir að ráða 'öllu. Sigurjón Pétursson borgarfull- tníi satkist ekki eftir endurkjöri í kosningunum t vor. (Mynd: Ol.Þ) B-leiðin verri Rt'k ástceða að tithluta ókeypis aflaheimildum Hagrteðingarsjóðs til kvótalít- illa Jiskiskipa, segir Steingrimur J. Sigfusson þingmaður Alþýðubandalags- ins. (Mynd: Ol.Þ) lfjölmiðhim var sett á svið leikrit til að blekkjafólk. Forysta Alþýðtisambandsins svararfyrir sig á blaðamannafundi t gcer. (Mynd: Ol.Þ) ASI. Benedikt sagði að leikrit hafi verið sett á svið í fjölmiðlum til að telja fólki trú um það að tilboð rík- isstjórnarinnar, B-leiðin, hefði fært launafólki meiri kjarabætur heldur en sjálfir kjarasamningarnir. Út- reikningar sérfræðinga ASÍ sýndu hinsvegar að kjarasamningarnir færðu launafólki rneiri kjarabætur en B-leiðin. Kjarasamningar gera ráð fyrir því að matvara fari í lægra skattþrep og það mun hvorttveggja lækka útgjöld heimiianna og draga úr verðbólgu sem kemur launafólki jafnframt til góða. þýðuflokks og Sjálfstæðisflokks valda því að ekki er hægt að af- greiða nauðsynlegar lagabreyting- ar um stjórnun fiskveiða. A síðasta þingi var afgreiðslu ffumvarpa unt sjávarútvegsmál frestað og ríkisstjórnin ætlaði að nota sumarið til að ná sáttum um málið. Það hefur ekki tekist heldur færast deilurnar í aukana. Alþýðu- flokkurinn hefur barist fyrir kvóta- gjaldi og rétti smábáta til ffjálsra veiða en Sjálfstæðisflokkurinn staðið gegn kvótagjaldi og viljað þrengja að smábátuin. Veiðigjald á vaxandi fylgi að fagna í Sjálfstæðisflokknum, meðal annars vegna óánægju sem frjálst framsala kvóta hefur valdið. Sam- kvæmt lögum átti Hagræðingar- sjóður að hefja sölu á aflaheimild- um þann 1. september síðast lið- inn. Innan ríkisstjórnarinnar eru aflaheimildir Hagræðingarsjóðs notaðar í samningamakki stjórnar- flokkanna um stefnuna í sjávarút- vegsmálum og þess vegna beitti sjávarútvegsráðherra sér fyrir því að stjórn sjóðsins seldi þær ekki. - Þessi umræða sýnir að ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar er á kol- rangri braut með sjávarútveginn, segir Steingrímur J. Sigfússon. Hrafn hótar Vikublaðinu Hraffi Gunnlaugsson fram- kvæmdastjóri Sjónvarps hótar Vikublaðinu málssókn vegna fréttaskýringa og um- ræðugreina sem birst hafá í blaðinu. Hrafii telur gróflega að æru sinni vegið. Síðast liðinn föstudag barst rit- stjóra Vikublaðsins; Hildi Jóns- dóttur, bréf ffá Magnúsi H. Norðdahl, lögffæðingi Hrafns Gunnlaugssonar, þar sem níu efnisatriði í fjórum fféttaskýring- um og umræðugreinum eru tí- unduð og þess krafist að ritstjóri Vikublaðsins dragi þau tilbaka og biðji Hrafn afsökunar. Krafa Hrafns er að Vikublaðið biðji hann afsökunar í blaðinu sjálfu og „3 öðrum stærstu dag- blöðum landsins." Ef Vikublaðið verður ekki við kröfúm Hrafns innan tveggja vikna hótar hanri málssókn „til ó- gildingar ummælanna, greiðslu skaðabóta og refsinga." Vikublaðið mun í næsta tölu- blaði fjalla um hótun Ilrafris í garð blaðsins. Deilur innan ríkisstjórnar leiða til lögleysu ASI: Kjarasamningar gefa launafólki meiri kjara- bætur en svokölluð B- leið ríkisstjómarinnar. Forysta Alþýðusambandsins boðaði til blaðamannafrindir í gær þar sem hún andmælti cinhliða áróðri sem hafður hefur verið uppi í fjölmiðlum uin að ASI hafi valið verri kostinn af tveim sem staðið hafi til boða. - Það voru engir tveir kostir í boði. Við gerðum samning í maí í vor og okkar verkefrii var að meta hvort hann hefði verið uppfylltur af hálfu samningsaðila okkar. Okk- ar mat var að forsendur santnings- ins hefðu gengið eftir, sérstaklega eftir að ríkisstjórnin beitti sér fyrir lækkun vaxta. Það kom aldrei til greina að semja upp á nýtt, en þessi svokallaða B-leið felur það í sér, sagði Benedikt Davíðsson forseti

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.