Vikublaðið - 12.11.1993, Page 5
VIKUBLAÐIÐ 12. NOVEMBER 1993
5
Haustráðstefna kjördæmisráðs Alþýðu-
bandalagsfélaganna í Reykjavík:
Stefnumótun í upphafi
langrar ferðar
Anæstu 18 mánuðum verða
tvennar kosningar. Eftir
sveitarstjórnarkosningarnar
í vor er aðeins eitt ár í alþingis-
kosningar, að því gefnu að ríkis-
stjórn Davíðs Oddssonar haldi
velli. Haustþing Alþýðubandalags-
félaganna í Reykjavík, sem eftit var
til síðustu helgi á Hótel Esju,
markar upphaf vetrarstarfs Al-
þýðubandalagsfélaganna og þar
voru línurnar lagðar í upphafi
langrar ferðar. Þá bar það til tíð-
inda á fundinum að Sigurjón Pét-
ursson, borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins, lýsti því yfir að hann
myndi ekki sækjast eftir kjöri borg-
arfulltrúa við kosningarnar í vor.
Arni Þór Sigurðsson, formaður
kjördæmisráðs, setti þingið og
sagði verkefni þess tvíþætt, að fara
yfir pólitísk verkefni framundan og
ræða borgarmál með tilliti til kosn-
inganna í vor. Arni Þór gaf þinginu
yfirlit yfir umræður um sameigin-
legt framboð minnihlutaflokkanna
í borgarstjórn. Ilann taldi málið
hafa spilast þannig að lítil von væri
til þess að af sameiginlegu fram-
boði yrði. Arthur A'lorthens tók við
fundarstjórn og kynnti drög að
stjórnmálaályktunum þingsins.
Hann kvað nauðsynlegt að halda
viðræðum við minnihiutaflokkana
áífam jafhvel þó að fáir væru trúað-
ir á sameiginlegt framboð.
Olafur Ragnar Grímsson fékk
næstur orðið til að ræða um stefnu-
mörkun Alþýðubandalagsins.
Efnahagslegt sjálfstæði
ao veði
Olafur Ragnar rifjaði þáð upp að
ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks var reist á grundvelli
hugmyndafræði frjálshyggjunnar
sem var að renna sitt skeið á enda
víðast hvar í heiminum þegar
stjórnin var mynduð í Viðey fýrir
hálfu þriðja ári.
- Síðan hefur ríkisstjórn Davíðs
Oddssonar hrakist af markaðri leið
frjálshyggjunnar, eins og sést á að-
gerðum stjórnarinnar í vaxtamál-
um í síðustu viku, sagði Ólafur.
Formaður Alþýðubandalagsins tel-
ur þjóðina standa ffammi fyrir því
verkefni að tryggja efnahagslegt
sjálfstæði sitt á næstu árum. Er-
lendar skuldir væru orðnar það
miklar að það hlyti að vera for-
gangsverk að móta stefitu sem tæki
á skuldasöfnuninni en tryggði jafn-
ffamt góð lífskjör.
Olafur Ragnar sagði að í íslensk-
urn stjórnmálum væri í meginatrið-
um boðaðar þrjár leiðir í efnahags-
málum.
I fyrsta lagi samdráttarleiðin þar
sem hert er að ýmsum þáttum jit-
vinnulífsins í þeirri von að efna-
hagskerfið hreinsi sig. Þetta væri
leið ríkisstjórnar Davíðs Oddsson-
ar sem sækir fyrirmynd til frjáls-
hyggjustjórna í Bretlandi og
Bandaríkjunum á síðasta áratug.
I öðru lagi þensluleiðin sem
byggir á því að auka peningamagn í
umferð með erlendum lánum.
Olafur sagði að dærni væru um að
þessi leið hafi gengið upp en í öðr-
um tilfellum hefðu þensluaðgerðir
mistekist, til að mynda í ríkjum
Suður-Ameríku á síðasta áratug.
Olafur taldi framsóknarmenn og
kvennalistakonur tala of gáleysis-
lega um erlendar lántökur.
I þriðja lagi sé unt að ræða út-
flutningsleiðina sem felur í sér
uppstokkun hagkerfisins með það
fyrir augurn að veita útflutnings-
og samkeppnisiðnaði forgang.
Danir og Hollendingar hafa náð
góðum árangri með slíkum áhersl-
um þar sem aukin verðmætasköp-
un situr í fyrirrúmi. Stefnumótun
Alþýðubandalagsins tekur mið af
þessari leið enda hefur hún margt
umfrain hinar tvær. Ólafur Ragnar
sagði þessa stefnu byggja á tveim
þáttum. Annars vegar verndun um-
hverfis og hugmyndum um sjálf-
bæra þróun og hinsvegar þeirri
sannfæringu að maðurinn sjálfur sé
mikilvægasta auðlindin. Menntun
og starfsreynsla liggja verðmæta-
sköpun til grundvallar.
Alþýðubandalagið sam-
nefnari fyrir það besta
Tvær aðrar megináherslur eiga
heirna í stefnmótun Alþýðubanda-
lagsins, sagði Ólafur Ragnar. Fyrri
áherslan er á jöfnuð og réttlæti í
velferðarkerfinu. - íslenska vel-
ferðarkerfið er ekki komið að endi-
ntörkum, eins og oft er haldið
fram. Islenskar fjölskyldur og börn
eiga að geta búið við svipuð kjör og
þekkjast í nágrannalöndum okkar.
Við eigum ekki að sætta okkur við
samanburð við fátækari ríki Suður-
Evrópu, sagði Ólafur Ragnar.
Síðari áherslan er á umbætur í
stjórnkerfinu sem rniðar að heil-
brigðari stjórnsýslu og siðaðri
stjórnmálamenningu. A síðustu
misseruin hafa margsinnis komið
til umfjöllunar siðbrestir ráða-
manna þar sem þeir hygla flokks-
gæðingum þegar skipað er í opin-
ber embætti á kostnað almennra
sjónarmiða um hæfni umsækjenda.
Ráðherrar hafa talið sig undan-
þegna almennum siðaboðum með
því að taka til sín meira en þeim
ber. Ólafur sagði að Alþýðubanda-
lagið hefði forystu í umræðunni
um siðvæðingu stjórnkerfisins og
þessi umræða yrði mikilvægari eft-
ir því sem á liði.
- Við búum í fjölmiðlaþjóðfélagi
og nálægðin milli stjómvalda og al-
mennings er orðin áþekk því sem
hún er í þorpssamfélaginu þar sem
hreppstjórinn er ekld aðeins
dæmdur afverkum sínum í hrepps-
nefnd heldur líka af framkomu
sinni á öðram vettvangi.
Olafur lauk máli sínu með þeirn
orðum að stefnumótun Alþýðu-
bandalagsins fæli meðal annars í
sér að safna hugmyndum og á-
bendingum frá öllum þeim sem
hefðu hug á að leggja þeirri vinnu
lið að endurreisa íslenskt þjóðfélag.
Mótun nýrrar hug-
myndafræði
Steingrímur J. Sigfusson vara-
formaður Alþýðubandalagsins
sagði pólitísku verkefnin framund-
an annarsvegar draga dám af því að
ríkisstjórnin væri úrræðalaus og
lifði ffá degi til dags og hinsvegar
að efiiahagslegar aðstæður væru
erfiðar vegna tekjusamdráttar.
Onnur ytri skilyrði eru þau að um
skeið hefur verkalýðshreyfingin
háð varnarbaráttu og að Alþýðu-
bandalagið hefur um árabil haft
Viðjmrfitm að ræða opið og hreinskilið um stefnumóttm flokksins og
safiia liði til stuðnings við málefnin, sagði Svavar Gestsson.
vindinn í fangið.
- Það er eftirspurn eftir nýrri
hugmyndafræði og sú stefna sem
við hljómm að leggja áherslu á
byggir á jöfnuði og er raunsæ og á-
byrg, sagði Steingrímur. Hann
kvað stefnumótunina þurfa að taka
mið af vaxandi atvinnuleysi í land-
inu, of mikilli erlendri skuldasöfh-
un og bölmóðinum sem einkenndi
andrúmsloftið.
- Við gerum vel í því að hafa í
huga þrjú lykilorð: Island, Alþýðu-
bandalagið og framtíðina, sagði
varaformaðurinn.
I almennum umræðum tók Gísli
Gunnarsson fyrst til máls og sagði
nauðsynlegt að ná sem víðtækastri
samstöðu gegn íhaldinu í borgar-
stjórnarkosningunum. Gunnar
Karlsson lýsti sig óánægðan með
flokkinn vegna þess hversu seint og
illa hann ályktaði um sameiningu
sveitarfélaga og sömuleiðis með
hitt að fjölmiðlar hafa dregið upp
þá rnynd af herstöðinni á Keflavík-
urflugvelli að nauðsynlegt sé að
hún verði starfrækt áffam vegna at-
vinnusjónarmiða. Alþýðubanda-
lagið hefur ekki komið því nógu vel
til skila að herstöðinni skuli loka og
flokknum ber að mótmæla betli-
ferðum íslenskra ráðamanna til
Bandaríkjanna. Gunnar lagði til
viðbót við stjórnmálaályktun
þingsins uin herstöðvarmálið.
Flokkafjandskapur
Svavar Gestsson sagði brýnt að
fara yfir grundvallaratriði stjórn-
málanna og spurði hversu langt
menn væru tilbúnir að ganga í átt
til róttækrar jafhaðarstefhu. Hann
varaði við því að skoða hugmyndir
um útflumingsleiðina í efnahags-
málurn í of þröngu samhengi
og sagði hana ekki lausn eina
og sér. Svavar sagði and-
stöðu við stjórnmálaflokka
aukast víða um þessar mund-
ir og benti á að heill stjórn-
málaflokkur hefði svo gott
sem verið þurrkaður út í Kanada.
fyrir skemmstu. Þá taldi hann fylgi
Kvennalistans í skoðanakönnunum
vera til marks um vantraust á
stjórnmálaflokkum.
- Við þurfhm að ræða opið og
hreinskilið um stefhumótun
flokksins og safha liði til stuðnings
við málefhin, sagði Svavar.
Garðar Mýrdal tók undir með
Gunnari Karlssyni urn nauðsyn
þess að fjaila um herstöðina í álykt-
unum þingsins. Hann gerði bága
ffammistöðu flokksins í skoðana-
könnunum að umtalsefni og sagði
ekki hægt að klappa fyrir 15%
fylgi. Jafnffamt mæltist Garðar til
þess að í ályktun um framboðsmál
yrði með ótvíræðum hætti sagt að
Alþýðubandalagið undirbúi G-lista
framboð. Björn Guðbrandur Jóns-
son sagði umræðu um stefnumörk-
un of litla. Hann sagði pólitíska
umræðu á vinstri kantinum snúast
um tvenn andstæð sjónarmið, ann-
arsvegar hagkvæmni og hinsvegar
jöfnuð. Nún væri sögulegt tækifæri
fyrir flokkinn að koma þessum
sjónarmiðum saman þannig að á
hvorugt halli. Þá lét hann í Ijós þá
von að innanflokksástandið myndi
lagast eftir þennan fúnd.
Mikil tækifæri
Hörður Bergmann sagði það
stórt og krefjandi verkefni að end-
urnýja hugmyndafræðina en sam-
tímis fælist í því mikilvægt tækifæri
vegna þess að valdaflokkarnir
stæðu úrræðalausir gagnvart vist-
kreppunni.
Mörður Arnason sagðist eiga
erfitt með að standa að stjórnmála-
ályktun þar sem ekki væri fjallað
um neytendamál og heldur ekki
um kjördæmamál. Þá lýsti hann sig
óánægðan með drög að ályktun um
sameiningu sveitarfélaga. Hann
spurði hvort kjördæmisráðið ætti
að taka undir með þeirn sem leggj-
ast þvert gegn sameiningu sveitar-
félaganna.
Mörður sagði höfuðmarkmiðið í
borgarstjórnarkosningunum tví-
þætt. í fyrsta lagi að fella íhaldið og
í öðru lagi að efla fylgi Alþýðu-
bandalagsins sem mest. Hann
minnti á að í síðustu kosningum
fékk Alþýðubandalagið 8,5% at-
kvæða á meðan' Nýr vettvangur
fékk 15%. Verkefhi Alþýðubanda-
lagsins væri að laða til sín þá kjós-
endur sem standa nærri flokknum
en hafa af ýmsum ástæðum ekki
kosið hann. Þess vegna ætti að
halda þeim möguleika opnum að
efna til samstarfs við aðra urn sam-
eiginlegt framboð.
Gunnar H. Gunnarsson dreifði
útreikningum til fundarmanna sem
sýndu að því fleiri framboð sem
kæmu frarn gegn Sjálfstæðisflokkn-
um í Reykjavík því erfiðara væri að
fella meirihlutann.
Tímamót
Sigurjón Pétursson sagði það
galla á drögum að stjórnmálaálykt-
uninni að ekkert væri minnst á það
hversu illa borginni hefur verið
stjórnað hin síðustu ár. Urn fram-
boðsmál sagði Sigurjón að pólitík
væri ekki útreikningur og að Al-
þýðubandalagið ætti ekki að leita
eftir málsstað heldur kynna sín
stefhumið og leita eftir stuðningi
við þau á meðal fólksins.
- Efdr sundranguna við síðustu
kosningar er það ekki auðvelt, en
það er hæg;. Eg ætla ekki að sækj-
ast eftir kjöri í næstu kosningum en
ég mun styðja G-lista fhamboð Al-
þýðubandalagsins, sagði Sigurjón.
Eftir að almennum umræðum
lauk bað Ólafur Ragnar Grímsson
um orðið og sagði ákvörðun Sigur-
jóns Péturssonar marka tímamót.
Sigurjón hefði sem ungur trésmið-
ur komið inn í borgarstjórnarflokk
Alþýðubandalagsins árið 1970 og
átta árum síðar leiddi hann flokk-
inn til glæsilegs sigurs í borgar-
stjórnarkosningunum 1978. Ólafúr
lét í ljós þá ósk að forystusveit Al-
þýðubandalagsins fengi að taka
þátt í því að þakka Sigurjóni vel
unnin störf í þágu Alþýðubanda-
lagsins í Reykjavík.
Páll Vilhjálmsson
Húsbréf
Ályktanir kjördæmisráðs Alþýðu
bandalagsfélaganna í Reykjavík
Um stjóm og stjórnarstefiu
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsfélaganna
í Reykjavík ítrekar andstöðu við ríkisstjórn
Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks. Afleið-
ingar þeirra efiiahagsþrenginga sem steðja
að þjóðinni og viðbragða stjórnvalda við
henni birtast ekki síst í stórauknu atvinnu-
leysi, hávöxtum, vaxandi misskiptingu og
andfélagslegum áherslum í velferðarmálum.
Þrátt fyrir að ytri skilyrði hafi verið þjóð-
arbúinu óhagstæð um nokkurt skeið, hafa
afskiptaleysi í atvinnumálum og bölmóður
ríkisstjórnarinnar haft veruleg áhrif á þá
kreppu sem hefur ríkt hér á landi undanfar-
in tvö ár. Haustþing kjördæmisráðs mót-
mælir harkalegum niðurskurði í velferðar-
málum. Gjaldtaka í heilbrigðis- og mennta-
málum bitnar þyngst á þeim sem hafa
minnstar tekjur og síst skyldi. Kjördæmisráð
Alþýðubandalagsfélaganna hafnar hug-
myndum urn að selja aðgang að heilbrigðis-
kerfinu og telur að undirstöðuþættir vel-
ferðarþjónustunnar eigi að standa öllurn
landsmönnum til boða og vera fjármagnaðir
af almennum skatttekjuin.
Herstöðvamiálið
Umræður um herstöðvarmálið um þessar
mundir sýna glöggt hve háskaleg herstöðv-
arstefnan hefur reynst íbúutn Suðurnesja og
reyndar landsmönnum öllum. í stað þess að
byggja upp atvinnulíf á Suðurnesjum hafa
stjórnvöld látið nægja að vísa Suðurnesja-
mönnum á herstöðvarvinnu. Kjördæmisráð-
ið telur brýnt að samdráttur í herbúnaði
Bandaríkjamanna erlendis verði nýttur til
hins ítrasta til þess að draga úr umsvifúm
herstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli og
helst að loka henni með öllu. Kjördæmisráð-
ið gagnrýnir sérstaklega þá leynd sem ríkt
hefur í viðræðum um málið að undanförnu.
Kjördæmamálið
Kjördæmisráðið fagnar auldnni urnræðu
um kjördæmamálið og tilhögun alþingis-
kosninga og skorar á þingflokk Alþýðu-
bandalagsins að beita sér fyrir samkomulagi
í þinginu um jöfnun kosningaréttar og lýð-
ræðislegra kosningakerfi.
Framboðsmál
Ilaustþing kjördæmisráðs Alþýðubanda-
lagsfélaganna í Reykjavík samþykkir að hefja
skuli nú þegar undirbúning að framboði Al-
þýðubandalagsfélaganna vegna borgar-
stjórnarkosninganna í Reykjavík 28. maí n.k.
Kjördæmisráð felur stjórninni, í samræmi
við 7. gr. laga ráðsins, að annast undirbún-
inginn og leggja tillögur sínar um skipan
ffamboðsmála fyrir kjördæmisráð sem fyrst.
Utdráttur
húsbréfa
Nú hefur farið fram áttundi útdráttur húsbréfa í
1. flokki 1991, fimmti útdráttur í 3. flokki 1991,
fjórði útdráttur í 1. flokki 1992 og þriðji útdráttur
í 2. flokki 1992.
Koma þessi bréf til innlausnar 15. janúar 1994.
Öll númerin verða birt í næsta Lögbirtingablaði
og í Alþýðublaðinu föstudaginn 12. nóvember.
Auk þess liggja upplýsingarframmi í Húsnæðis-
stofnun ríkisins, á Húsnæðisskrifstofunni á
Akureyri, í bönkum, sparisjóðum og
verðbréfafyrirtækjum.
cSg húsnæðisstofnun ríkisins
HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVÍK • SÍMI 69 69 00