Vikublaðið


Vikublaðið - 12.11.1993, Side 7

Vikublaðið - 12.11.1993, Side 7
VIKUBLAÐIÐ 12. NOVEMBER 1993 Samfélagið 7 á eiginhagsmunagæslu skriffinn- anna innan velferðarkerfisins. A ní- unda áratugnum réðst Nýja- hægrið svokallaða og helstu full- trúar þess, Thatcher í Bretlandi og Reagan og Bush í Bandaríkjunum, á grunnhugmyndir velferðarríkis- ins og grófu undan áhrifum verka- lýðsfélaga. Markmiðið var minni umsvif hins opinbera og meiri sam- keppni á markaðnum. Engu að síð- ur hafa íhaldsöflin þurft að við- halda þeirri almannaþjónustu sem fyrir var og jafnvel Járnfrúin sjálf dirfðist ekki að gera neinar meiri- háttar breytingar á bresku heil- brigðisþjónustunni. í staðinn er reynt að hamla gegn útgjaldaaukn- ingu og takmarka ffekari umsvif. Þáttur Hillary 1 Bandaríkjunum er það enginn annar en forsetafrúin sjálf, Hillary Rodham Clinton, sem er í farar- broddi þeirra sem knýja á um um- bæturnar og eru að vinna þeim fylgis. Síðan í ársbyrjun hefur hún verið formaður sérstakrar verkefn- issveitar á vegum forsetans sem hefur það hlutverk að afla umbóta- áætlun forsetans í heilbrigðisþjón- ustunni stuðning þingmanna, hagsmunasamtaka og almennings. Hún þurfti að takast á við hina hefðbundnu karlrembuskothríð sem birtist m.a. í skopmyndum af henni á hárgreiðslustofum eða þá að henni var úthúðað fyrir að vera feministi. Illar tungur voru hins- vegar fljótar að snúa sér að öðru þegar inenn áttuðu sig á röksnilld hennar og hversu pottþéttur undir- búningur hennar var auk þess sem menn hrifust af því hversu alvar- lega hún tók hlutverk sitt. I grein sem birtist fyrir skömmu í TIME (11. okt. s.l.) var ekkert verið að fara í felur með óblandna aðdáun á hæfni hennar til að vinna fólk á sitt band. Umbótaáætlun Clintons er bæði viðamikil og flókin. Hillary út- skýrði í sjónvarpi hvernig hin svokölluðu heilsubandalög, sem gerð er tillaga um, eigi að virka sem tengiliður milli sjúklinga og lækna þeirra. Gefin verða út heilsukort sein eiga að tryggja að fjárhagslegt hrun blasi ekki við þeim milljónum manna sem verða veikir, þurfa á lyfjum að halda eða gangast undir aðgerðir á sjúkrahús- um - og hafa undir núverandi að- stæðum engin efni á dýrurn einka- tiyggingum. Hagsmunahópar inn- an t.d. heilbrigðisstétta, lyfjafyrir- tækja og tryggingarfélaga munu reyna að sporna gegn hvers lcyns umbótum, á nákvæmlega sama hátt og þeir reyndu árið 1965 að koma í - ' 'í,, ' X 1» - Ww " (£ Umsóknir um bætur Velferðarkerfið á undir högg að sækja í Evrópu en á sama tíma hafa Banda- ríkjamenn komist að þeirri niðurstöðu að heilbrigðiskerf- ið verði að byggjast á félagslegum lausnum. veg fyrir að Lyndon B. Johnson þáverandi Bandaríkjaforseti næði að hrinda áformum um hið svokallaða Med- icaid (heilbrigðisþjón- usta fyrir fátæka) og Medicare (fyrir aldr- aða) í framkvæmd. Nú saka þingmenn repúblikana Clinton um að vilja „þjóðnýta“ sjöunda hluta efna- hagslífsins, en einka- heilbrigðisgeirinn velt- ir um þúsund milljörð- um dala. Sumir fjár- málasérfræðingar eygja inótsögn milli þeirra tveggja markmiða að byggja upp heilbrigðis- þjónusm fyirr alla og að halda aftur af kostn- aðarhækkunum. Líklega tekur það heilt ár að koma þess- um viðamiklu og urn- deildu frumvörpum í gegnum þingið. Ilversu inikið stendur þá eftir af upphaflegu áætluninni veltur að miklu leyt'i á starfi Hill- ary og verkefnissveitar hennar. Umræðan í Ályktun um fram- boðsmálfrá Æskulýðsfylking- unni í Reykjavík Tilraunir til að ná and- stæðingum Sjálfstæð- isflokksins saman um sam- eiginlcgt frainboð í Reykja- vík hafa engan árangur borið sem er ckki síst vcgna þátttöku Alþýðuflokksins í núverandi ríkisstjóm sem ráðist hcfur harkalega á kjör fólks og velferðarsam- félagið. Æskulýðsfylkingin legg- ur til að reynt verði að koma á annars konar sam- vinnu þeirra flokka sem bjóða Jfram gegn ílialdinu í Reykjavík. Annars vegar verði reynt að ná samstöðu um mál- efiiasamning þar sein lögð er þung áhersla á nokkur brýnusm úrlausnarefnin og sett fram raunhæf áætlun um hvernig leyst verði úr þeim. Þannig verði alveg Ijóst hvaða aðalmál sé verið að kjósa um. Hins vegar felst þcssi samvinna í því að boðið verði upp á sameiginlegt borgarstjóraefni til að kjósa um eða komist vcrða að samkomulagi um ákveðna reglu ttm hver verði borg- arstjóri, til dæmis efsti maður á þeim lista sem vinni inest á í kosningun- :: J :: Bandaríkjunum og nú nýlega innan Evrópubandalagsins (félagsmála- sáttmálinn sem formaður fram- kvæmdastjórnar EB, Jacques Delors, hefur lagt fram) sýnir þó svo ekki verði um villst að velferð- arríkið verður ekki slegið af þrátt fyrir tímabundna efnahagslega erf- iðleika. 1) New perspectives on the Wclfare State in Europe. F.dited by Cather- ine Jones. Routledge 1993. Fæst hjá Máli og menningu. HEIMILISLINA BÚNAÐARBANKANS „Frá og með deginum í dagþurfum við ekki að borga dráttarvexti ‘ RADGJOF OG AftHANAGERD GRIIDSIUJOENUN GREJOSIUMÓNUSTA VERÐBREFANONUSTA VERÐBREEAVARSLA UTGJÖLDUMARSINS ER DREIFTA JAFNAR MÁNAÐARGREIÐSLUR - REIKNINGARNIR GREIDDIRÁ RÉTTUM TÍMA. Kannast þú við það hve erfítt er að láta enda ná saman suma mánuði? AfLorgunin af húsnæðisláninu, tryggingarnar og fasteignagjöldin bætast ofan á önnur útgjöld, þú neyðist til að bíða með að borga og dráttarvextirnir hrannast upp. Aðra mánuði áttu fé afgangs. Heimilislínu Búnaðarbankans er ætlað að jafna út þessar sveiflur og mynda stöðugleika í fjármálum einstaklinga og heimila. SVEIFLURNAR ÚR SÖGUNNI- JAFNVÆGIALLANÁRSINS HRING í Heimilislínunni áttu kost á að dreifa útgjöldum ársins á 12 jafnar mánaðarlegar greiðslur. Þú gerir samning við bankann um reglubundnar millifærslur af launareikningi yfir á sérstakan útgjaldareikning. Ef innstæðan á útgjaldareikningnum dugar ekki til að greiða reikninga mánaðarins lánar bankinn það sem upp á vantar. t>ú þarft ekki að hafa áhyggjur, reikningarnir eru alltaf greiddir á réttum tíma og engir dráttarvextir. INNGÖNGUTILBOÐ Félagar fá handhœga skipulagsbók og möppu Jyrir fjármál heimilisins. Auk þess eru fjármálanámskeiðin á sérstöku verði fyrir félaga. HEIMILISLINAN - Heildarlausn áfjármálum einstaklinga. @BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS

x

Vikublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.