Vikublaðið


Vikublaðið - 12.11.1993, Síða 10

Vikublaðið - 12.11.1993, Síða 10
10 VIKUBLAÐIÐ 12. NOVEMBER 1993 Flældngsklausan sem birtíst í blaðinu fyrir hálfum mánuði hefur dregið dilk á eftir sér. Var þar fjallað utn einn dándimann að norðan, varaþingmann Sjálfstæð- isflokksins, og lýst þeirri reynslu að koma inn í þingflokk Sjálfstæðis- flokksins í fyrsta sinn. Nú hefur Runólfúr Birgisson, varaþingmaður ■"Sjálfstæðisflokksins fyrir Norður- land vestra haft samband við blaðið og beðið um Ieiðréttíngu. Segir hann klausuna alranga, einkum og sérílagi það atriði að Davíð Oddsson hafi ekki heilsað honum við upphaf fyrsta þingflokksfúndar hans. Köttur sá er flækist um í skúma- skotum dregur hér með þau uinmæli til baka að téður Davíð hafi ekki heilsað. Það er óneitanlega eitt lykil- atriði varðandi pólitíska framtíð hvers og eins hver heilsar hverjunt og hver ekki heilsar hverjum og því getur flækingskömirinn óvitandi hafa stefnt framtíð varaþingmanns- ins í voða með því að gera því skóna að réttur maður hafi ekki heilsað honum á réttum tíma. I lið rétta er að Davíð heilsaði, þó ekki tækist honum að komast fyrstur að vara- þingmanninum til að heilsa honum af tvennum sökum; í fyrsta lagi skapaðist þröng um varaþing- manninn þegar óbreyttir þingmenn skóku hönd hans og í öðru lagi munu lík- amsburðir forsætis- ráðherra gera hann nokkuð svifaseinan þannig að hann komst ekki að tíl að heilsa fyrr en aðrir voru búnir að heilsa. Samflokksmenn Runólfs linntu ekki látunum eftir birt- ingu klausunnar og töldu jafnvel að Run- ólfur væri að senda þeim skeytin sjálfúr, en eins og allir vita éiga varaþingmenn á þingi í fyrsta sinn að ~ taka dvöl sinni sem hverri annarri starfs- kynningu og Iáta það eiga sig að æða upp á dekk þó sjómenn séu. Runólfúr sver það af sér að klausan sé ætt- uð frá honum sjálfum (og það getur flæk- ingskötturinn stað- fest) og er helst á því að fornir fjendur í kommabælinu á Siglufirði hafi komið þeirri sögu á kreik í minnkunarskyni að Davíð hafi ekld heils- að, enda væri til lítíls ' fyrir plássið að eiga varaþingmann ef honum er svo ekki einu sinni heilsað. Hann er hinsvegar hinn hæglátastí mað- ur sem ekki dettur í hug að styggja neinn, allra síst þegar sest er á þing í fyrsta sinn og allra, allra síst hæst- virtan forsætísráð- herra. Ekki óvitlaust Eitt algengasta neitunarorðið í íslensku er atviksorðið ekki. Með því að setja ekki fyrir framan nafnorð, lýsingarorð o.s.frv. gefum við þeim orðum andstæða merkingu: vinur - ekki vinur, viss - ekki viss. Því sama má oft ná fram með forskeytinu ó- sem einnig gefur þeim orðum sem það tengist andstæða merkingu, sbr. ó- vinur, óviss. En forskeytið ó- sýnir einnig á Þóra Björk Hjartardóttir sér aðrar hliðar. Það er gjarnan notað tíl að gefa orðum neikvæðan blæ án þess að um eiginlega and- stæðu sé að ræða: óbragð, óleikur, ó- veður. Þessi notkun sést einkar vel í þeim orðum sem ekki lifa sjálf- stæðu lífi án forskeytisins ó-: ófe'ti, ósvífni. Orðin/éf/ ogsvifiii eru ekki til og því getur ekki verið um að ræða merkingarlega andstæðu milli mynda með og án ó-. I öðrum til- vikum er forskeytið ó- einungis notað tíl áherslu: óþefiir - þefur, ó- hljóð - hljóð, ódaunn - daunn, óheti - leeti. Orðmyndirnar með og án ó- hafa nokkurn veginn sömu merk- ingu, eini munurinn er einhvers konar áherslumunur. Stundum er tvöföld neitun not- uð setn stílbragð til að draga úr fullyrðingunni. I stað þess að segja hræddur er þá sagt ekki óhræddur, ekki ótítt í stað tttt, ekki ófagur í stað fagur o.s.frv. Þetta er þó ekki alltaf einhlítt því að stundum hefur það sem virðist vera tvöföld neitun önnur áhrif. Þannig hefur t.d. ekki ófáir merkinguna margir, þrátt fyr- ir að ófáir eitt sér merki margir og ekki ófáir ætti því að merkja and- stæðuna þess, þ.e. fáir. Það sama gildir um ekki ósjaldan sem merkir oft og ekki óvitlaus sem merkir skyn- samur, gáfaður. Hér hefur forskeyt- ið o- því áherslumerkingu en ekki andstæðumerkingu þegar neitun- arorðið ekki stendur fyrir framan þó svo að það hafi ótvírætt and- stæðumerkingu án þess. Sumir halda... ...að íslenskur landbúnaður sé vágestur í íslenskri náttúru og mergsjúgi landið og þjóðina. ÍSLENSKUR LANDBÚNAÐUR En rétt er... ...að bændur eru mikilvægir lííverðir í íslenskri náttúru og vinna af krafti að náttúruvernd og margþættu ræktunarstarfi. Landgræðsla og skógrækt eru til dæmis ört vaxandi þættir í starfi íslenskra bænda.

x

Vikublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.