Vikublaðið


Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 06.05.1994, Blaðsíða 7
VIKUBLAÐIÐ 6. MAI 1994 Stykkishólmiir 13 H-listinn Stykkishólmi og Helgafellssveit: Bærinn stuðli að nýsköpun í atvinnulífi ¦ ± Vettvangur býður fram H-lista í Stykkishólmi eins og við síðustu kosningar, en þá fékk listinn tvo menn kjörna. Atvinnumálin verða í brennidepli í kosningabaráttunni í Stykkishólmi og hefur Vettvangur lagt fram ýmsar tillögur um hvern- ig bæjarfélagið getur lagt sitt af mörkum til að efia atvinnulífið. - Bærinn getur fjölgað atvinnutæki- færum í bænum með því að stuðla að nýsköpun í ýmsum greinum. Við vilj- um að bæjarfélagið leggi til húsnæði fyrir ný fyrirtæki, annað hvort með því að nýta húsnæði sem er til staðar eða ráðast í byggingu iðngarða, segir Davíð Sveinsson bæjarfulltrúi, en hann skipar fyrsta sætið á H-Iistanum. Davíð gagnrýnir það að ekki hafi vérið nægilega unnið að atvinnumál- um af hálfu bæjaryfirvalda á þessu kjörtímabili og bendir á að atvinnu- málanefiid haldi sjaldan fundi. - Nefhdin þarf að halda reglulega fundi a meðan atvinnuleysið er við- varandi, segir hann. Davíð segir mikinn skort á leigu- húsnæði í bænum pg mikilvægt að byggðar verði fleiri leiguíbúðir. H- listinn leggur til að settar verði reglur um dvalartíma leigjenda, er taki gildi við leigjendaskipti og tekið tillit til fé- lagslegra aðstæðna leigjenda. Auk atvinnumála liggja fyrir brýn verkefni í tengslum við sorpeyðingu og fráveitu. Úrlausn á fráveitummál- um er dýrari í Stykkishólmi en víðast hvar annarsstaðar en engu að síður er mikilvægt að frá því verði gengið að fullnaðarlausn fáist sem fyrst. Fram- bjóðendur H-listans benda á að eðli- legt sé að umhverfismálaráðuneytið leggi til fjármagn til Iausnar fráveitu- mála. Sorpeyðing er höfuðverkur allra sveitarfélaga á Vesturlandi og með samstarfi sveitarfélaga á Snæfellsnesi ætti að vera hægt að ná fram viðun- andi niðurstöðu. Heimilið er kosningamið- stöð Vettvangur varð til fyrir síðustu kosningar og þrír stiórnmálaflokkar stóðu að framboðinu auk óháðra; Framsóknarflokkur, Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur. Fyrir þessar kosn- ingar ákvað Framsóknarflokkurinn að bjóða fram sérstakan lista og því verða þrír listar í framboði. Kristín Benediktsdóttir skipar ann- að sætið á H-listanum. Það er nýlunda fyrir hana að starfa í pólitík en hún kvíðir því ekki. - Það er góður hópur sem stendur að framboðinu og mikill hugur í fólki, segir Kristín. Eiginmaður Kristínar er Omar Jó- hannesson og hann er kosningastjóri listans. Heimili þeirra hefur því verið nokkurs konar kosningamiðstöð H- Frambjóðendur H-listans í Stykkishólmi: Davíð Sveinsson, Kristín Benediktsdóttir, Atli Edgarsson, Hörður Gunnarsson, Þröstur I. Auðunsson, Birna Pétursdóttir, Guðrún Erna Magnúsdóttir, Eiríkur Helgason. Á myndina vantar Bylgju Baldurs- dóttir, Guðmund Braga, Pál Gíslason, Guðmund Lárusson og Einar Karlsson. listans fram til þessa en framboðið hefur nú opnað kosningaskrifstofu í Verkalýðshúsinu. Flutningur grunnskólans stórmál - Flutningur grunnskólans 'yfir til sveitarfélaganna er stórmál sem við þurfum að undirbúa vel, segir Kristín og telur að bærinn verði að vera á varðbergi þegar þessar breytingar verða ákveðnar. Tryggja verði að sveitarfélögin fái tekjustofha til að standa s'traum af kostnaði við rekstur grunnskólans. Kristín telur Stykkishólm eiga mikla möguleika sem ferðamannabær. Hún bendir á að nýja íþróttahúsið standi að mestu ónotað yfir sumarið og með litlum tilkostnaði sé hægt að koma þar upp þjónustu við tjaldsvæð- ið og upplýsingamiðstöð fyrir ferða- menn. Helgafellssveit sameinaðist Stykk- ishólmi nýverið og því verður í fyrsta sinn kosið í nýju sveitarfélagi. H-list- inn er með það á hreinu hver and- stæðingurinn er í þessum kosningum. - Við beinum spjótum okkar að Sjálfstæðisflokknum enda hefur hann alltof lengi verið í meirihluta, segir Davíð. Davíð Sveinsson skrifar: Vettvangur vinnur með þér Nú er ljóst að þrjú framboð verða til sveitarstjórnar þann 28. maí í hinu sameinaða sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólms- bæjar. I síðustu kosningum voru aðeins tvö framboð, D-listi og H- listi. Að þessu sinni ætlar B-Iistinn að bjóða fram sér. Ég óska þeim gæfu og gengis í baráttunni og þakka þeim samstarfið innan Vett- vangs síðastliðin fjögur ár. Starfið hjá Vettvangi hefur verið mjög gott. Reglulegir fundir hafa ver- ið haldnir allt kjörtímabilið með okk- ar stuðningsfólki. Bæjarfulltrúar Vett- vangs hafa kynnt það sem er að gerast í bæjarstjórn og tekið við ábendingum frá fundarmönnum. Mikill áhugi er á að halda þessu starfi áfram og auglýsa fundina fyrir fleiri. Það er mikill styrkur fyrir hvern bæjarfulltrúa að heyra athugasemdir og ábendingar beint frá fólki. Þeim sem fylgjast ekki mikið með því hvernig hlutirnir ganga fyrir sig finnst lítið um að vera í kringum bæj- arstjórnarmálin nema fyrir kosningar. Langbesti árangurinn næst fyrir bæj- arfélagið ef hægt er að semja um hlut- ina áður en þeir eru afgreiddir, en ekki vera með bókanir og blaðaskrif í tíma og ótíma, sem setja allt á annan end- ann. Öll mál eru rædd í bæjarráði þar sem Vettvangur hefur haft einn full- trúa síðastliðið kjörtímabil. Yfirleitt er komin niðurstaða í málin þegar þau koma úr bæjarráði eða nefnd. Þegar þannig er staðið að málum er eðlilegt að afgreiðslur í bæjarstjórn verði sam- þykktar samhljóða. Alltaf koma þó upp mál sem ekki er samstaða um. Nokkur slík mál komu upp síðastliðið kjörtímabil og greiddum við atkvæði á móti eða sátum hjá. Við veittum 811- um góðum málum brautargengi og munum gera það áfram; ' ' ' Aðalmálum næsta kjörtímabils má skipta í þrennt: a) Atvinnumál b) Sorpeyðing c) Fráveitumál Það eru fiölmörg önnur mál sem þarf að taka fyrir, en þessi þrjú eru langviðamest. Atvinnumál verða alltaf í gangi því þau er ekki hægt að leysa í eitt skipti fyrir öll. Aldrei má slaka á í atvinnu- málum, síst núna þegar atvinnuleysi er landlægt. Við verðum að beita öll- um brögðum til að útrýma atvinnu- Ieysinu. Sorpeyðing er hér eins og víðast annarsstaðar í algjörum ólestri. Fg tel ekki heppilegt að fara í bráðabirgða- lausn, því það er kostnaðarsamt að leysa þessi mál og ekki má tefia fulln- aðarlausn frekar. Hraða þarf sameig- inlegri lausn sveitarfélaga á Vestur- landi. Frárennsli er ekki mál sem fólk hugsar um daglega, en við verður að koma útrásum þannig fyrir að þær standist lög, en þar vantar töluvert á. Við munum að sjálfsögðu taka á öllum málum er snerta bæjarfélagið, halda áfram að koma skuldum niður, en það hefur verið sameiginlegt mark- mið síðustu bæjarstjórnar, þannig að aukið fé fáist til framkvæmda og þjón- ustu. Fg mun ekki fara nánar út í stefhu- mál hér, en stefhuskrá Vettvangs verður borin í hús næstu daga. Aðalá- herslan hjá Vettvangi er að vinna með fólki sem vill skipta sér af því sem um er að vera í bæjarfélaginu. Vettvangur stefnir á að halda tveimur bæjarfulltrúum eftir næstu kosningar. Annar maður á lista Vett- vangs er Kristín Benediktsdóttir og 'kjör* hennar er eini' raunhæfi mögu- leikinn að fá tvær konur í bæjarstjórn. Til þess vantar okkur atkvæði og get- ur þitt atkvæði skipt sköpum. Ég vil hvetja alla til að nýta rétt sinn í kosningunum 28. maí 1994 og hafa áhrif á hvernig næsta bæjarstjórn verður skipuð. Bestu óskir til allra bæjarbúa um gæfu og gengi í náinni framtíð. Höfundur er efsti maður á H- lista Vettvangs í sameinuðu sveitarfélagi Helgafellssveitar og Stykkishólmsbæjar. Framboðslisti Vettvanes, H-listans, vegna sveitarstjórnarkosninganna í Stykkishólmi og Helgafellssveit hefur verið ákveðinn. Eftirtaldir skipa listann: 1. Davíð Sveinsson skrifstofumaður 2. Kristín Benediktsdóttir húsmóðir 3. Atli Edgarsson bakari 4. Hörður Gunnarsson skipstjóri 5. Bylgja Baldursdóttir umsjónarmaður 6. Þröstur I. Auðunsson sjómaður 7. Guðmundur Bragi Kjartansson rafvirki 8. Birna Pétursdóttir bókavörður 9. Bryndís Guðbjartsdóttir skrifstofumaður 10. Guðrún Erna Magnúsdóttir kennari 11. Eiríkur Helgason sjómaður 12. Páll Gíslason línumaður 13. Guðmundur Lárusson framkvæmdastj óri 14. Einar Karlsson formaður Verkalýðsfélags Stykkishólms Héraðsnefnd Dalasýslu 0112 - Neyðarsími - 0112 Gert hefur verið samkomulag við Slysavarnarfélag íslands um sólar- hringsvöktun neyðarsíma fyrir Dalasýslu. Þegar kalla þarf til slökkvilið, lækni, sjúkrabíl eða lögreglu skal hringja í 0112. (ath. ekkert svæðisnúmer. einnia úrfarsímaV Þegar hringt er í 0112 svarar maður (ekki vél) sem hefur fyrir framan sig öll símanúmer og aðrar upplýsingar sem að gagni mega verða, til að kalla eftir umbeðinni hjálp í hverju tilfelli. Lögð er áhersla á að allir kunni og muni þetta númer. Því ætti á hverju heimili að fara fram könnun á því hvort allir muni númerið. Það getur skipt sköpum. Athygli er vakin á því að þetta er neyðarnúmer og að önnur númer skal nota þegar ná þarf til læknis eða lögreglu í öðrum tilfellum. Almannavarnarnefnd Dalasýslu

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.