Vikublaðið


Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 6

Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 6
6 VIKUBLAÐIÐ 16. DESEMBER 1994 Hilmar Gunnarsson: Er þörf eða nauðsyn að byggja meginhluta landsins? Það er að segja þann hluta þess sem ætla má að nokkru sinni hafi verið byggður? Ut firá sjónarmiðum krafna um hámarksávöxtim fjár- magns, aðgang að vöru og þjón- ustu og ekki síður aðgang að menningu, menntun og vísindum getur það verið fremur hæpið. Sitthvað bendir til þess að sam- göngu-, boðskipta- og orkudreifing- arkerfi landsins gegni alls ekki nema í besta falli að hálfu því verki að tryggja svo jafna byggð í landinu sem látið er heita á hverjum tíma. Heldur eru á- kveðnum landshlutum sköpuð ákjós- anleg skilyrði til að draga til sín við- skipti, fjármagn og fólk. En ekki fást svör við upphafsspurningunni. Ræningabúskapur með raforku Mikill ræningjabúskapur er stund- aður í þessu þjóðfélagi. Birtingar- myndir þessa ránskapar eru margar, svo sem verðlagning á orku. Fyrr á árum var það ójöfhuður í verðlagn- ingu á olíuvörum. Það var lagað, en nú þykir verðjöfhun á olíu vont mál. Forstjórar olíufélaganna láta að því liggja að meintur 50 til 60% verð- munur á olíu til útgerðar eða í út- löndum komi til af því að olíuverð hérlendis er jafhað. Trúi hver sem vill. Hér er greinilega tilhlaup í und- irbúningi. Auðvitað langar ohufélög- in að taka upp verslunarhætti stór- markaðanna og stórheildsalanna og láta smáaðila í útgerð og öðrurn smá- rekstri greiða niður olíuna handa stórfyrirtækjum í útgerð og öðrum rekstri sem olíufélögin sjálf eiga stærri og smærri hluti í. Verðlagning á raforku er enn á ræningjastigi. Ekki er að búast við að sá munur verði að fullu jafnaður, en núverandi munur er ekki sæmandi. Samkvæmt nýjum tölum ffá Sam- Hilmar Gunnarsson: Mikill rœningja- búskapður er stundaður í þessu þjóðfélagi... bandi íslenskra rafveitna er munur á raforkuverði dl heimilisnota 18,6%. Odýrust er kílóvattstundin á Akur- eyri 7,79 kr., en dýrust á Reyðarfirði 9,24 kr. Verð á rafmagni til mann- virkjagerðar er einnig á þessu róli. Þá er gjaldskrárverð afltaxta 5,23 kr. á Suðumesjum en 6,11 kr. á Reyðar- firði. Það er 16,8% munur. Eignaraðild á veikum grunni Flest rök hníga að því - og for- sendur em fyrir - að raforkuverð eigi að vera sem jafnast í landinu. Jafhvel þó leggja eigi eitthvað af núverandi byggð í landinu niður er ekki siðlegt að nota ranglátt orkuverð til að ná slíkum markmiðum. Uppbygging orkuveranna hefur verið á kostnað allrar þjóðarinnar. Eignaraðild Reykjavíkurborgar og Akureyrarbæjar að Landsvirkjun hef- ur ekki leitt til auka-útgjalda fýrir íbúa þessara sveitarfélaga. Auk þess er eignaraðild sú byggð á veiloim gmnni. Stofnframlag þeirra em virkjanir sem lagðar vom í púkkið þegar Landsvirkjun tók til starfa. Virkjanimar vom að mestu byggðar fyrir fjánnuni sem fengust í Mars- hall-hjálpinni, sem var aðstoð Banda- ríkjamanna til ýmissa landa eftir síð- ari heimstyrjöldina. Framreiknað nemur þetta stofnfé nú ekki nema fáum prósentum af eign Landsvirkj- unar og em orkuverin sameign þjóð- arinnar, rétt eins og fiskimiðin! Ef borin em saman útgjöld heimil- is á veitusvæði RARIK, til dætnis á Austurlandi og í Reykjavík í 100 til 130 fermetra húsi, þá er húsið í Reykjavík sennilega með í kringum 70 þús. kr. orkureikning á ári fyrir ljós og hita. En reikningur vegna hússins fyrir austan er 50 þúsund kr. hærri, eða um 120 þús. kr. alls. Og til þess að eiga þessi 50 þús. kr þarf sá sem býr á RÁRIK- svæðinu annað- hvort að skera niður önnur útgjöld sem þessu nernur eða þéna 85 þús- und aukalega á ári, þar sem 35 þús. kr fara í skatta. Gemm nú ráð fyrir heimilishaldi í lægri kantinum, svona á að giska 35 þús. kr á mánuði sem gerir 420 þús. kr á ári. Það vömmagn kostar 8 til 10% meira - vægt reiknað - á Aust- urlandi eða Vestfjörðum og víðar, sem gerir í kringum 460 þús. kr. á ári. Mismundurinn er 40 + 50 þúsundin sem áður voru komin eða 90 þús. kr. Þá þarf landsbyggðarfjölskyldan ann- að hvort að þéna 165 til 170 þús. kr. aukreitis eða skera niður önnur út- gjöld sín um 100 þúsund kr. þar sem 65 til 67 þús kr. fara í skatta Rekstur grunnskóla færður frá ríki yfir til sveitarfélaga næsta haust: Fræðslustjórar afiagðír - hugsanlegt að minni skólar sameinist TT'mbættí fræð*lu*tjóra í núver- r /andi mynd munu leggjast af ef lög um flutníng reksturs grunn- skóla firá ríkí yfir tíl sveitarfélaga ná fram að ganga á Alþingí. Miðað er við að svo verðí þann l. ágúst á næsta ári, en ýjað hefur verið að því að firesta því fíram til áramót- anna 1995 og 1996, „Samkvaant því lagaffumvarpí sem nú liggur fýrír Alþíngí mun ríkíð leggja niður emltættí fræðslustjóra og þar með ffæðsluskrífstofúrnar, Híns- vegar verður sveítarfélögunum skylt að starfrækja áfram sambærílega þjónustu og við veitum í dag, það er ráðgjöf og leiðsögn í skólastarfi,“ segir Jón Hjartarson, firæðslustjóri á Suðurlandi í samtali við blaðið. Hann segir jafnffamt að sveitarfélögunum verði samkvæmt lögunum í sjálfsvald sett hvemig staðið verður að rekstri slíkrar ráðgjafar. Ljóst er að kostnaður sveitarfélaga mun talsvert aukast þegar rekstur gmnnskólans fer alfarið yfir til þeirra. I dag greiða þeir allan kostnað nema kennaralaun en ef og þegar lögin taka gildi bætast þau þar við. .Uiú.það hvort þessi kostnaðarauki yrði hugsanlega til þess að minni sveitaskólaryrðu sameinaðir vildi Jón Hjartarson ffæðslustjóri ekkert segja. Sveitarstjómarmenn sem blaðið ræddi við töldu ekki ólíklegt að ein- hver hreyfing yrði í þá veru þegar ffam liðu stundir. Þó er málið nú strax að komast á hreyfingu og rná nefna að fyrirhug- aðar em viðræður um sameiningu - eða að minnsta kosti samvinnu - milli gmnnskólanna á Eyrarbakka og Stokkseyri. Þar á milli em örfáir kíló- metrar og tekur fáar mínútur að keyra þar á milli. Símtöl, tryggingar og heimilshald Tökum nú símann fyrir. Sam- kvæmt töflu á blaðsíðu 8 í síma- skránni kostar hver mínúta í 1. gjald- flokki 0,83 kr. í 2. gjaldflokki kostar hún 4,15 kr og í 3. flokki 6,23 kr. Meirihlutann af sínum viðskiptasam- tölum geta fyrirtæki á höfðborgar- svæðinu gert fyrir 83 aura á mínútu, en fyrirtæki á landsbyggðinni verða flest að greiða 6,23 kr. fyrir mínútuna vegna sinna símtala. Þetta er 750% munur. Bílatryggingar em þannig reiknað- ar að stórfé rennur ffá landsbyggð- inni til Reykjavíkursvæðisins vegna þess að iðgjöld bíleigenda þár duga ekki nærri því fyrir bótum vegna tjóna í umferðinni fyrir sunnan. Iðgjald húsatrygginga í Reykjavík er 0,14 prósent af bmnabótamati. Það er aftur á móti 0,26 prósent úti á landi og það er án nokkurs samrænús við bmnatjón. Vextir ráðast af tilviljunum Þá em það vextirnir sem ráðast af tilviljanakenndri og oft ffáleitri ráð- stöfun affakstrarins af starfsemi þjóð- félagsins. Ráðstöfun afrakstrar af starfsemi þjóðfélagsins sem einkutn fer fram á höfuðborgarsvæðinu. Þeir vextir sem þannig ráðast em þá í engu samræmi við greiðslugetu fyrir- tækja og einstaklinga á lágtekjusvæð- um landsins. Gengisskráning miðast meira en annað við hagsmuni útflutnings- greinanna. Við bætast svo stærstu einingamar, fyrirtækin og stofhanimar, hvort heldur í opinbera eða einkageiran- um. Þessu öllu er valinn staður á Reykjavíkursvæðinu. Húsnæðismálunum er þannig háttað að alltof margir, sem þurfa að endumýja íbúðarhús sín, em of tekjulágir til að komast í húsbréfa- kerfið. Félagslega kerfið er aðeins fyrir stöndugt fólk. Þannig ei _ efna- litlu fólld allar bjargir bannaðar. Fjármálalegt fikt Og efst á ósköpunum tróna svo út- hlutanir ffamleiðsluréttar í vissum at- vinnugreinum er hafa fengið ígildi eignarréttar. Og af því sprettur stór- tæk verslun með Iífsbjörg heilla byggðarlaga, sem næsta lítiim íhlut- unarrétt hafa um þann kaupskap. Af- leiðingarnar em stófelldur atgervis-, fjármagns- og fólksflótti. Þegar úr hófi gengur er reynt að plástra á sár- in með margskonar fjármálalegu fiktá, eða þá að bora jarðgöng og mal- bika vegaspotta. Slíkt er oftar en ekki einsog að að pissa í skóinn sinn. Ætli menn í alvöru að halda byggð utan Suðvesturlandsins verður að leiðrétta þennan aðstöðumun og það ekki seinna en strax. Sameining sveitarfé- laga eín og sér breytir hér engu um ef lífsgrundvelli byggðanna er jafnharð- an rænt í gegnum ranglátt kerfi. Mannréttindamál hafa verið mjög í munni manna undanfarin misseri og hérlend mál af þeim toga dæmd í út- löndum. Utanstefinur í innanlands- málum era ekki af hinu góða. En máski verður þrautaráðið að sækja mál fyrir údendum mannréttinda- dómstól. Það hlýtur að teljast til mannréttinda að mega velja sér bú- stað hvar sem er á landinu án þess að vera refsað fyrir. Getur verkalýðshreyfingin gert kjarasamninga fyrir allt landið uppá annað eins og þetta? Misréttið margfaldust margir í sánistu neyð. Okrarar ganga að fólkinu fast fjármagns- og gjaldþrotaleið. Stefán Valgeirsson Höfúndur býr á Kirkju- bæjarklaustri og er í stjóm Verkalýðsfélagsins Samherja sem starfandi er þar. H-lista fólk í veitustjórn í Hveragerði: Vilja götuljós við Suður- landsveg Ingibjörg Sigmundsdóttir og Ár- mann Ægir Magnússon, fulltrú- ar H-lista í veitustjóm Hveragerð- is, hafa lagt þar fram tillögu þess efinis að kannaður verði kostnaður við uppsetningu götuljósa við Suð- urlandsveg, milli Breiðumerkur og Grænumerkur. Það em götumar þar sem ekið er inn og út úr bæn- um. Afgreiðslu þessarar tillögu var ffestað á fundi þann 6. desember til næsta fundar í veitustjóm í Hvera- gerði, en hann verður í janúarbyrjim. í greinargerð tillögunnar segir að mörg alvarleg umferðarslys hafi orðið á þessum stað, eða alls níu ffá ársbyrj- un 1992 og ffam í september á þessu ári. I fjómm af þessum skiptum slas- aðist fólk, meira eða minna, sam- kvæmt tölum ffá Lögreglunni í Ár- nessýslu. Ef í þessa framkvæmd yrði ráðist væri það hlutverk Vegagerðar ríkisins að fjármagna verldð. Elckert fjármagn er hjá henni núna til þessa verkeffiis og úrbætur ekki fyrirhugaðar fyrr en áriðl996. Því miðast tillaga Ingi- bjargar og Ámanns Ægis við að veit- umar í Hveragerði leggi út fyrir þess- ari ffamkvæmd til að byrja með - eða þar til Vegagerðin hefur fengið það sem þarf. Þá er áætlað að jafnffamt því sem götuljós verða sett upp verði gerð aðrein af Breiðumörk, til vestur- áttar út á Suðurlandsveg.

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.