Vikublaðið


Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 7

Vikublaðið - 16.12.1994, Blaðsíða 7
VHCUBLAÐIÐ 16. DESEMBER 1994 7 Sigfinnur Snorrason: Eiga láglauna- Ijölskyldiir að fara á vonarvöl? essi spuming er farin að brenna á öllum stjómmála- flokkum nú fyrir kosningamar. En hún hefúr þó brunnið á fjölda fjöl- skyldna allt líðandi kjörtímabil. Það er ekki vonum seinna að ráða- menn þjóðarinnar fari að gera sér ljóst að láglaunafjölskyldunar em að komast í þrot. Krafa almennings er að kjörin verði jöfhuð í landinu með því að hækka lægstu launin, lækka skatta á láglaunafólk og Iækka óbeina skatta, svo sem nefskatta núverandi ríkisstjórnar. Samhliða þessu verði lagðar þyngri álögur á þá sem betur mega sín. Lagður verði alvöm hátekjuskattur, fjármagnstekjur verði skatdagðar, skattaeftirlit verði hert vemlega og ekki liðið að stórefhað fólk komist undan því að leggja sitt af mörkum. Einnig verði gróði fyrirtækja skatt- lagður og endurskoðaðar verði reglur um kaup fyrirtækja á tapi annara fyr- irtækja. Með öðram orðum: að fjár- munir verði fluttir ffá þeim ríku til hinna efnaminni. Húsnæðismálin Það er orðið algerlega ómögulegt fyrir margt lágtekjufólk að kaupa þak yfir höfuðið. Þessa staðreynd verða ráðamerm að horfast í augu við. Nú- verandi húsbréfakerfi er ekki valkost- ur fyrir aðra en þá sem hafa góð efni. Félagslega kerfið er valkostur fyrir suma, en þó em mjög margir sem ekki geta heldur notað sér það. Greiðslustöðvun er ekki nein Iausn fyrir fólk sem er komið í þrot nema að kjörin batni vemlega. Það verður því að gera kröfu um að komið verði á fót ódým leiguhúsnæði á vegum sveitarfélaganna með hjálp ríkisins. Það væri eðlilegt að bankar og lífeyrissjóðir tækju einnig þátt í fjánnögnun þessa kerfis, enda væri með því létt af þeim miklum kostnaði vegna gjaldþrota fjölda fólks. Horfast verður í auga við þann veraleika að flestar fjölskyldur þurfá tvær fyrirvinnur. Til þess að svo sé hægt svo vel sé þurfa foreldrar aukna aðstoð við uppeldi barna sinna. Þessi aðstoð verður að felast í nægu framboði á góðri dagvistun, þar sem bömum er boðið uppá þrosk- andi vist. Þegar bömin koma á skóla- aldur þarf að tryggja þeim einsetinn heilsdagsskóla. Þar væri, auk venju- legs skólanáms, boðið uppá aðstöðu til heimanáms og þroskandi vinnu undir leiðsögn kennara, án þess að borga fyrir stórfé. Þessar stofnanir kosta peninga, bæði til að koma þeim á fót og til að reka þær. Það verður að vera krafa samfélagsins að þessi kostnaður verði borinn sameiginlega og að aldrei verði nefnd skólagjöld eða aðrir nef- skattar í þessu samhengi. Veruleiki vinnumarkaðarins Það hefur lengi verið haft á orði að á Islandi ríki jafhrétti til náms. Því miður er raunvemleikinn ekki þann- ig þegar til kastanna kemur. Ihaldinu hefur orðið svo vel ágengt í niður- skurði sínum til menntamála að það em orðin forréttindi þeirra efhameiri að fara til náms. Það er liðin tíð að ungmenni vinni Sigfinnur Snorrason: Horfast verður í auga við þann veruleika að flest- ar fjölskyldur þurfa tvœr fyrir- vinnur. Til þess að svo sé hœgt svo vel sé þurfa foreldrar aukna aðstoð við uppeldi barna sinna. sjálf fyrir sér í námi. Nú geta náms- menn, sem fá einhverja sumarvinnu, talið sig hólpna. Algengast er að ung- menni þurfi hjálp foreldra til að kom- ast í gegnum fjölbrautaskóla. Flestir verða að treysta á Lánasjóð íslenskra námsinanna, L.Í.N., ef farið er í lang- skólanám og reynist þá erfitt að láta enda ná saman nema hjálp fáist ffá foreldmm. Það er ekki hægt að horfa uppá annað kjörtímabil afskiptaleysis í at- vinnumálum, þar sem láglaunafólki er ætlað að bera byrðamar á meðan efnafólk hefur aldrei haft það betra. Það verður að horfa fram á vegimi og gera kröfur um betra þjóðfélag. Ekki má sætta sig við að fá bætur fyr- ir það sem var tekið í gær. Slíkar kröfur kosta peninga og þá mikla. Peningamir era dl í þjóðfélaginu en þeim er alls ekki réttlátlega skipt. Nú sitja fáir aðilar að stóram fúlgum á meðan fjöldi fólks berst í bökkum. Krefjum ffambjóðendur í væntan- legum kosningum um svör við þess- um spumingum og göngum efrir efndum. Gleymum ekki loforðum sem gef- in vora um hækkun skattleysismarka fyrir síðustu kosningar. Gætum að því að úlfur í sauðar- gæra getur reynst okkur skeinuhætt- ur þótt síðar verði, ef við setjum traust okkar á hann. Höfúndur er búsettur á Selfossi og starfar sem jarðffæðingur hjá Orkustofriun. Óskum Sunnlendingum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári! Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi Plastmótun hf. Læk, Ölfusi Ölfushreppur ísfélag Þorlákshafnar Skipaþjónustan Stoð hf, verslun Þorlákshöfn Selós hf, Selfossi Stokkseyrarhreppur Hótel Selfoss Rœktunarsamband Flóa og Skeiða hf, Selfossi Betri-bílasalan, Selfossi Guðmundur Tyrfingsson - hópferðabílar Tyrfingsson hf. - smurstöð Hótel Edda, Kirkjubœjarklaustri Alþýðusamband Suðurlands Verkalýðsfélagið Samherjar, Kirkjubœjarklaustri Verkalýðsfélagið Þór, Selfossi Verkalýðsfélagið Boðinn, Hveragerði Félag opinberra starfsmanna á Suðurlandi Verslunarmannafélag Árnessýslu Verkalýðsfélagið Báran, Eyarbakka Verkalýðsfélagið Bjarmi, Stokkseyri Heilbrigðiseftirlit Suðurlands Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands Samtök sunnlenskra sveitarfélaga Höfn-Þríhyrningur Alþýðubandalag Rangárþings Biskupstungnahreppur Hrunamannahreppur Gnúpverjahreppur Félagsheimilið Árnes Alþýðubandalagsfélagið í lágsveitum Árnessýslu Alþýðubandalagsfélag Selfoss og nágrennis Alþýðubandalagsfélagið í Hveragerði Alþýðubandlagsfélagið í Þorlákshöfn Alþýðubandalagsfélagið í Vestmannaeyjum Alþýðubandalagsfélagið í Vestur-Skaftafellsýslu i > *

x

Vikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikublaðið
https://timarit.is/publication/310

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.